Alþýðublaðið - 21.11.1943, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 21.11.1943, Qupperneq 8
f ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 21. nóvember 1943 slrauitii örlagaina BTJARNARBlðBS Eg giftisl galdrakind Friedrich March. Veronaica Lake. Sýnd kl. 7 og 9. Sænsk aukamynd. í hjarfa og hug (Always In My Heart) Gloria Warren. Sýnd kl. 3 og 5 skv. áskorun. Sala aðgm. hefst kl. 11. Án dóms og laga (Juke Girl). ANN SHERIDAN. RONALD REAGAN Mánudag kl. 5, 7, 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. ÓTRÚLEGT EN SATT: Það er aldrei friður því er verr og miður, en það er alveg satt, já, það er alveg satt. Ég alltaf verð að vaka, vinna meira og aka í verðlækkunarskatt, í verðlækkunarskatt. því vísitalan vefst um þennan verðlækkunarskatt, og þar er svikaþungamiðjan það er alveg satt. Jónas frá Grjótheimi. * * * Mannvingur einn í Boston, er skyggnist eftir ýmsum leyndar- dómum í mannlegu eðlisfari, keypti tylft af regnhlífum og festi á þær allar plötur með nafni sínu og heiðni um að koma þeim til skilaJ. Næsta dag, er regn var, fór hann út á stræti og fékk regn- hlífarnar kvenmönnum, sem urðu á leið hans og vóru regn- hlífálausar. Hann fékk allar regnhlífamar aftur í sömu vik- unni, nema eina. En honum var skýrt frá, að henni hefði verið stolið og fengi hann hana borg- aða. Næsta rigningardag lagði hann aftur á stað og fékk tólf karlmönnum regnhlífarnar. En nú fór öðruvísi. Enginn þeirra skilaði honum aftur regnhlíf- unum, og hann fékk aðeins eina þeirra löngu seinna. Hafði vin- ur hans fundið hana við hátíða hald í kirkju. * * * ENGIN ÁST auðvitað eng- in gleði. La Fontaine. sem ég hefi fengið, þá er kom- ið upp nýtt hverfi í grennd við hermannaskálana — hverfi, sem — — — Hverfi, þar sem lauslæt- isdrósir hafa aðsetur sitt, skaut dr. Siisskind inn 1. — ftétt er það. Þér veröið að hafa 4ugu með því. Við viljum ekki leyfa stúlkum und- ir tvítugsaldri að hafa þar að- isetur sitt. Dr. Sússkind ætlar einnig að gefa mér upplýsingar um heilsufar stúlknanna, sem vinna við sprengiefnafram- leiðsluna í Hewaverksmiðjunni. Ég óska eftir að þér gefið einnig gaum að því. Fleira er það ekki eins og sakir standa. Dr. Sússkind mun gefa yður sundurliðuð fyrirmæli um starf næstu viku. Laun yðar eru sjö- tíu mörk á mánuði. Þakka yð- ur fyrir, ungfrú Sommer. Gæf- an fylgi yður. — Þakka yður fyrir. Ég mun leitast við að fullnægja öllum óskum yðar í starfi mínu, sagði ég — yðar konunglega tign bætti ég við. Hún var ein þeirra, sem maður gleymir alltaf að ávarpa með titli. Hún lét gleraugun aftur á nefið og fór að blaða í skjölum sínum. — Ungfrú Sommer, sagði hún um leið og ég var að myndast við að lúta henni áður en ég gengi frá borðinu aftur. — Já, yðar konunglega tign. — Eruð þér ekki frá Vínar- borg? — Jú, yðar konunglega tign. — Getið þér talað við fólk 'hér? Ég á við, -hvort þér eigið ekki erfitt með að skilja þessa mállýzku? — Nei. Ég er fljót að átta 'mig á mállýzkum. Mér fellur þessi vel í geð. — Þér eruð vinkona stjórn- anda ballettsins okkar, er ekki svo? spurði stórhertogafrúin. — Já, ég hélt þetta. Eg hefi séð ykkur sáman í leikhúsinu ---- eða var það í samkomu- húsinu? Herra minn trúr, en hvað þessi borg er; lítil, hugsaði ég. í annað sinn sté þessi ótrúlega nótt upp úr djúpi minninganna. Howard. Við höfðum gengið saman út á svalirnar og kysstst í þessari sömu byggingu. Það var ekki einu sinni ár 'liðið síð- an. Guð refsi Englandi. —- Jú, yðar konunglega tign. — Hún er mikil listakona, Klara Balbi. Ég dái hana mjög. :Ég vissi ekki hvað segja skyldi. — Jæja, þá var það ekki annað, ungfrú Sommer, sagði stórhertogafrúin og gaf mér tii kynna. að viðtalinu væri lokið. — Ég er til þjónustu reiðu- búin, yðar konunglega tign. Það voru glæstir og mikil- fenglegir tímar, sem fóru í hönd, og okkur veittust miklir sigurvmningar. Hvarvetna var mikill fögnuður ríkjandi og skemmtanafýsn fólks var engin takmörk sett. Leikhúsið var þéttsetið. Liðsforingjar { leyfi sátu í betri sætum. Stundum voru heilir bekkir teknir frá handa særðum hermönnum, sem hjúkrunarkonur komu með í leikhúsið í stórhópum. Fram voru látin fara allskonar há- tíðahöld með drykkju og hljóm- list. Bazar var haldinn í öllum mögulegum tilgangi. Fólk varð ástfangið, trúlofaðist og gekk í hjónaband á einni viku, með- an hermennirnir voru í leyfi. Vorið kom eins og hitasótt. Trén laufguðust og blómin breiddu út krónur sínar. Á hverjum bekk, bak við hvern runna og trjábol gaf að líta hermenn, sem þrd|y)tltu blíðiu- brögð við stúlkur. Maí, júní og júlí. Fyrsta uppskeran af stríðs- börnunum var í heiminn borin og nöfn gefin, háfleyg, hetju- leg nöfn, tákn föðurlandsástar og hetjuskapar. Um það bil þrjátíu af hundraði þessara barna voru föðurlausir munað- arleysingjar, áður en þau fædd- ust, því að gífurlegum fjölda mannslífa var fórnað fyrsta stríðsárið. Tala vanfærra stúlkna í Giessheim óx mér mjög í augum. Sama máli gengdi um kynferðissjúkdóm- ana. Línurit mitt yfir þá var orðið fjöllunum hærra. Dr. Susskind hristi höfuðið og ráð- lagði nýja töfralyfið, salvarsan. Stórhertogafrúin lét okkur eft- ir dyravarðarbústað sumarhall- arinnar sem heimili fyrir óskil- getin börn. Við unnum þar til skiptis, auk starfa okkar úti í borginni. Það leið naumast svo nökkur vika, að við yrðum ekki varar við hin óhugnanlegu ein- kenni sýkingar á líkama ný- fædds barns. Bezt féll mér starf- ið á barnaheimilinu. Mér fannst starfstími minna þar líkastur | leyfisdögum og hvíld. Stórher- j togafrúnni virtist vera líkt far- ið. Hún heimsótti okkur mjög oft á kvöldin, áður en fór til brautarstöðvarinnar til að taka á móti særðum hermönnum. En hún var vön að tafca á móti j árnbrautarlestunum, sem fluttu illa særða hermenn til borgarinnar. Það var einkum gert að næturlagi. Hún gekk með mér frá vöggu til vöggu og horfði á mig gefa hvítvoð- ungunum tíu-pelann. Hljóða- belgirnir litlu steinþögnuðu þá, kreistu aftur augun og svelgdu í sig mjólkina í ákafa. — Ætli ég geti fengið glas af límonaði áður en ég fer á stöðina, Marion? spurði hún tíðum. Ég bjó til límonaði úr ein- hverju hvítu gerviefni í stað sítrónu, sem verið höfðu ófáan- legar síðan í stríðsbyrjun. Syk- urskammturinn hafði nýlega verið minnkaður og skortur á einu og öðru var farinn að gera vart við sig. En fólk var ör- SS5 NÝJA BÍO ™ S GAEV9LA BlÓ Torsótlar ieiðir 1 (The Hard Way) IDA LUPINO Brúðkaupsferðin JOAN LESLII$ DENNIS MORGAN. j Once Upon A Honeymoon Sýnd kl. 6.30 og 9. Börn fá ekki aðgang. Amerísk gamanmynd. Njósnarar á Burma GINGER ROGERS braut. (Burma Convoy). CARY GRANT CHÁRLES PICKFORD EVELYN ANKERS. Sýnd kl. 3 og 5. Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. Aðgm. seldir frá kl. 11. Börn fá ekki aðgang. Aðgm. seldir frá kl. 11. J ' Ú|g||tl í þeirri. trú,i að þessu yrði öllu lokið, áður en vetur gengi í garð. Fréttirnar, frá víg- stöðvunum urðu æ glæsilegri. Stórhertogafrúin drakk límon- aðið í herbergi því, sem ætlað var þeirri stúlku, er hafði vörzlu. En fylgdarkona hennar fékk sér kríublund úti í vagn- inum. Það var á þessum skamm- vinnu stundum, sem kunnings- skapur tókst með mér og her- togafrúnni, k u ún ing sskapur, sem smátt og smátt breyttist í hálfgildis vináttu. Hún virtist haldin óseðjandi forvitni. — Segið mér eitthvað, Marion, var hún vön að segja. Segið mér frá Vínarborg og lífi yðar þar. Þér genguð í skóla. Hvað voru mörg börn í bekk með yður? ... .Fimmtíu? En hvað það var gaman! Það hlýiur að vera dá- samlegt að alast upp með svona stórum hóp af börnum. Þér hljótið að hafa átt marga vini í þessum hóp? Og Klara Balbi? Hún er bezti vinur yðar, er það ekki? .... Ó, þér þekkið hana frá barnæsku? En hvað það var gaman! Segið mér frá henni— var hún fallegt barn? Og gáfuð? Hvernig er hún? Mjög indæl? Duttlungafull? Mjúk og hrífandi eins og kín- versk dúkka, er það ekki? (<* r ** v. BAS8I „BOLLA^ — Komdu hingað, Mick, hrópaði Bassi. — Hvert ætl- arðu svo sem að álpast? En Mick lét ekkert stöðva sig. Hann hafði séð, hvað Fálka leið, og ákvað að láta’ málið til sín taka, enda var hver síðastur. Þess var skammt að bíða að Mick stæði við hlið Fálka. Og nú var líkast að hundurinn vaknaði af dvala þeim, sem á hann hafði hnigið. Hann sperrti eyrun og tók á rás á eftir hinum hundunum, sem höfðu komizt drjúgan spöl fram úr honum. Allt bar þetta' svo skjótt og óvænt að, að furðu sætti. Mannfjöldinn í áhorfendastúkunni hló dátt að þessu. En hláturinn dó þó brátt á vörum 'hans. Fálki hljóp eins og byssubrendur væri og hafði brátt náð hinum öftustu hinna hundanna. Hundur Jeppa Stebba var enn mun fyrstur. Allar lík- ur virtust að því hníga, að hann bæri glæsilegan sigur af hólmi. I Þess varð ekki langt að bíða, að Fálki þyti fram úr þeim hundinum, sem var hinn fjórði í röðinni, og hlypi upp að sfðunni á þeim, er var hinn þriðji. Nú var lokaspretturinn í þann veginn að hefjast, og enn hafði hundur Jeppa Stebba forustuna. En allt í einu rak mannfjöldinn upp undrunaróp. Fálki hafði enn aukið hraðann að miklum mun og_ virt- ist ekki taka það nærri sér. Hann hafði farið fram úr þeim hundinum, sem var annar í röðinni eins og kólfi væri skot- ið og var nú kominn fast að hundi Jeppa Stebba. — Það leyndi sér eigi, að úrslit keppninnar voru nú orðin næsta tvísýn. Áhorfendunum brá líka meira en lítið í brún. MYNDA- SAGA Lögreglumaðurinn: „Haldið á- Komið með vegabréf yðar“. — Annar lögreglumaður: „Nemið fram, þér tefjið fyrir hinum! (Náunginn slær hann skyndi- lega niður og leggur á flótta). staðar, eða ég skýt!“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.