Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 26. nóvember 194S Rikisstjórnln efnir til veizlnhaida 1. desember. Móttaka Syrir 300 manns i Mhingishúsinn og ping- mannaveizla nm kvoldið í ráðherrabústaðnum. RÍKISSTJÓRNIN hefir á- kveðið að efna til mót- toku í alþingishúsinu 1. des-' ember næstkomandi. Mun hún hafa boðið til þessarar móttöku um 300 manns. Verða þar alþingismenn, full- trúar erlendra ríkja og ýmsir fyrirmenn í íslenzku þjóðlífi. Þá hefir ríkisstjórnin og á- kveðið að efna til þingmanna- veizlu að kvöldi 1. desember og verður sú veizla að líkindum í ráðherrabústaðnum. Verðor verðlækkunarskatt- urinn ekki framlengdnr? Frunavarpið um framlengingurta var til fyrstu umræðu í gær og fékk mjög þungar viðtökur. P RUMVARP það, sem þeir Þorst. Þorst. og Bernharð Stefánsson flytja í efri deild, um framlenging verðlækkunarskattsins, var til 1. umræðu þar í gær. Fékk frumvarpið mjög þurr- legar viðtökur, og voru flestir ræðumanna á einu máli um, að fylgja því ekki í gegnum deild- ina. Vildu sumir Sjálfstæðis- manna, er töluðu á móti frum- varpinu, ekki einu sinni leyfa því að fara til nefndar. Skipulagsmál bæj^rins: Bæjarstjórn Beykjavíkor fari meó stipaSagsmál bæjarins, en ekkl ríkið Frnmvarp frá borgarstjóra lagt fram á alpfngi f gær. FRUMVARP um skipu- lag Reykjavíkurbæjar var lagt fram á alþingi í gær og er flutningsmaður þess Bjarni Benediktsson borgar- stjóri. Segir m. a. svo í frumvarp- inu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur fer með skipulagsmál bæjar- ins. í Reykjavík skal bæjarstjórn kjósa í skipulagsnefnd tvo menn og tvo til vara, annan úr hópi húsameistara, en hinn úr hópi verkfræðinga. Enn fremur eiga sæti í nefndinni borgarstjóri, bæj arverkfræðingur og húsa- meistari bæjarins. Borgarstjóri er formaður nefndarinnar. Skipulagsnefndin skal, svo fljótt sem kostur er, láta gera skipulagsuppdrætti af Reykja- víkurbæ, öllu byggðu svæði, 1 tæka tíð, áður en það er tekxö til bygginga, og þannig/ afram, þar til er allt bæjarlandið er kipulagsuppdrættir skulu i þannig: firlitsuppdrættir af ollu cipulagssvæðinu í mæli- varða 1:5000, er syni allar 5algötur, helztu athafna- /æði, íþróttasvæði, torg, op- i svæði, nýtingu landsins og dptingu þess, eftir því, sem Lð verður komið. éruppdrættir í mælikvarða :2000, er sýni hagnýtingu og yggingu hinna einstöku ;ita, staðfestíngu húsa, hæð 2irra og önnur atriði, er máli rir séruppdrættir í stærri dikvarða, er sýni greini- i fyrirkomulag torga, ztu gatnamóta o. s. frv., r því sem þörf krefur.1 freánargerðinni fyrir frv, borgarstjóri m. a.: ð núgildandi lögum um lag kauptúna og sjávar- er stjórn skipulagsmála ins alls lögð í hendur skipu jfndar ríkisins, en hána skipa vegamálastjóri, vitamála- stjóri og húsameitsari ríkisins. Þessi nefnd hefir að heita má óskorað vald í skipulagsmálum — en bæjar- og sveitarstjórnir hafa aðeins tillögurétt um þessi inál. Meðferð skipulagsmála Reykjavíkur er umfangsmikil og vandasöm, eins og að líkum lætur, þegar á það er litið, að bærinn er í örum vexti. Þykir því nauðsyn til bera að gera um þau aðra skipun en skipulags- mál annarra landshluta, og því er frumvarp þetta borið fram Frv. gerir ráð fyrir þeirri að- albreytingu, að skipulagsmál Reykjavíkurbæjar verði tekin úr höndum skipulagsnefndar ríkisins og fengin bæjarstjórn í hendur. jEr þá gert ráð fyrir, að skipuð verði sérstök nefnd, er fari með þessi mál í umboði bæjarstjórnar og eiga sæti í henni tveir menn kosnir af ■bæjarstjórn, skal annar vera húsameistari hennar, bæjarverk fræðingur, en sjálfkjörnir eru í nefridina: borgarstjóri, sem er formaður hennar, bæjarverk- fræðingur og húsameistari bæj- arins. Nefnd þessi lætur gera skipulagsuppdrætti af bænum og bæjarlandinu undir yfir- stjórn bæjarstjórnar. . Það verður að telja mjög ó- eðlilegt, að höfuðstaður lands- ins hafi nálega enga ihlutun um skipulagsmál sín. Meðferð þeirra mála verður að miklu leyti að vera í höndum sérfræð inga, og þar sem kauptún og sjávarþorp landsins hafa yfir- leitt ekki slíkum mönnum á að skipa, er það eðlilegt, að ríkið láti' sína sérfræðinga fara með þau mál þar, og þá einmitt vega málastjóra, vitamálastjóra og húsameistara ríkisins, sem eru kunnugastir staðháttum og at- vinnulífi víðast á landinu. En í Reykjavík aftur á móti er næg- ur kostur sérfróðra manna. Þar er og völ á þeim mönnum, sem auk sérþekkingar eru af eðlileg um ástæðum miklu kunnugri fasteigna- og skipulagsmálum bæjarins heldur en þeir starfs- menn ríkisins, er nú voru tald- ir.1 Haraldur Guðmundsson kvað Alþýðuflokkinn ekki hafa gert neina samþykkt með tilliti til frumvarpsins, en sjálfur kvaðst hann ekki geta léð því fylgi sitt. Þegar frumvarpið varð að lög um í fyrra, sagði Haraldur, var litið svo á, að þetta væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun og að ekki yrði um framlengingu að ræða Enda hefði mönnum verið ljóst, að við slíkt yrði ekki búið til frambúðar. Skattur þessi skerti mjög tekjustofna bæjar- og sveitarfé- laga og yrði þar að auki þess valdandi, að útsvarsþunginn færðist óeðlilega á lægri tekj- urnar, með því, að taka yrði til- lit til þessa skatts við álagningu útsvara. Kæmi skattur þessi því einnig niður á þeim, sem lægri hefðu tekjurnar. Þó taldi Har. Guðmundsson ekki ástæðu til annars, en að máið fengi af- greiðslu í nefnd. Á móti málinu töluðu einnig Gísli Jónsson, Bjarni Ben. og Magnús Jóns- son. Fjármálaráðherra tók einnig til máls, en kvaðst ekki sjá ástæðu til að blanda sér í um- ræðurnar á þessu stigi málsins, en taldi, að fé það, sem frum- varpið mundi veita í ríkissjóð- inn, ef að lögum yrði, þyrfti þangað að koma, 'Og væri ríkis- sjóði ekki unnt að standa undir greiðslum á uppbótum landbún- aðarafurða, nema þessara tekna væri aflað, en hann taldi að allt benti til, áð meiri hluti þing- manna teldi a. m. k. fulla sann- girni á að uppbæturnar yrðu greiddar. Bjarni Ben. taldi, að í ,frum- varpinu væri ekki einu sinni grundvöllur til frekari um- ræðna og taldi því ástæðulaust að málið færi til nefndar. Stóðu umræður til kl. að ganga 5 og var samþykkt að vísa málinu til 2. umræðu með 8:6. Já.sögu: Merkilegur leiklistarviðburður: SGflulegt leikrit um Gissur jurl i útvarpinu annað kvðld. FMfisIsigiiP pess sfen^sii* f 2 klst. ®ll leSkendœpnár ern nlls fBiffugn Höfundur er Gísli Ásmuudss. frá Hálsi. M Hermann Jónasson. Bernhard Stefánsson. Framh. á 7. síðu. ERKILEGUR LEIK- LISTARVIÐBURÐUR verður í Ríkisútvarpinu ann- að kvöld. Þá verður flutt í útvarpið eitt veigamesta leik rit, sem nokkru sinni hefir verið flutt hér. Stendur flutningur þess í tvær klukkustundir, og eru leik- endurnir 20 að tölu. Leikritið heitir: „Gissur jarl“ — og er því sögulegt. Höfundur þess er nýtt leikritaskáld, Gísli Asmundsson frá Hálsi í Fnjóska dal — og er þetta fyrsta leik- rit hans, sem leikið er opinber- lega. „Leikritið er veigamikið og áhrif þess mjög sterk,11 sagði Haraldur Björnsson, leikstjór- inn, í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Það byggist á ævi Giss- urar Þorvaldssonar.11 Leikritið er í 5 þáttum. Fyrsti þátturinn gerist árið 1238 heima hjá Gissuri að Hróars- holti í Flóa. Hefir Gissur þá boð mikið og hefst leikurinn með söng og dansi. Annar þáttur gerist í Reyk- holti, hina örlagariku nótt árið 1241, er Snorri Sturluson var veginn. Þriðji þáttur gerist árið 1244 við hirð fíákonar gamla. Fjórði þáttur gerist árið 1261 að Reykjastað í Skagafirði, bæ Gissurar, þar sem Hallvarður Gullskór ræðir um landsmál við íslenzka höfðingja. Fimmti og síðasti þátturinn gerist árið 1262 á alþingi, ér ís- lendingar gengu á hönd Noregs konungi. Eins og áður segir, eru leik- endurnir 20 að tölu og er hlut- verkunum þannig skipt: Haraldur Björnsson, sem jafn framt fer með leikstjórn leikur Hallvarð Gullskó. Myndarleg bók nm féia- llst og tónsnllllEBga. . Ritnð af Tbeodéir Árnasyni. RT Ý BÓK „Tónsnillingar11, * ™ eftir Theódór Árnason, kom á bókamarkaðinn í gær og er útgefandinn Þorleifur Gunarsson, en prentuð er bókin í Steindórsprenti..Frá- gangur bókarinnar er ein- hver sá bezti, sem nú gerist, og er hún bundin í sterkt og gott band. í þessari bók segir Theódór Árnason frá ævi ýmsra helztu tónsnillinga, sem uppi hafa ver- ið. Hafa slíkir þættir birst í Fálkanum á undanförnum ár- um, en hér eru þættirnir auknir og endurbættir og auk þess þættir af ýmsum mönnum, sem ekki hafa birst hér áður. Segir Theódór í formála fyrir bókinni að það hafi fyrst og fremst ver- ið sér hvatning að skrifa þessa þætti, að þegar hann starfaði að söngmálum meðal alþýðu fólks víða um land, varð hann á- þreifanlega var við mikinn á- huga hjá því fyrir tónlist — og ekki sízt að kynnast sögu tón- listarinnar og ævi hinna helztu tónlistai'frömuða. Þá segir Theódór ennfrem- ur: Lesendur munu fljótlega taka eftir því, að þættir þessir eru nokkuð sundurleitir að yf- irbragði. En það stafar af því, að þeir eru samdir smám sam- an á löngu tímabili og við sundurleit skilyrði. Og satt að segja fékkst ég ekki um að samræma þetta, nema að litlu leyti, þegar ég bjó handritið undir prentun. En þó að Theódór sé svo hóg vær, að afsaka það, hvað þætt- irntir er'u sundurlausir, munu þó fjölda margir þakka honum fyrir þessa fróðlegu og hug- næmu þætti hans. Þetta er þó aðeins fyrsta bindi bókarinnar. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Gissur jarl., Gestur Pálsson leikur Hjalta, biskupssoninn. Lárus Pálsson leikur Arinbjörn heimilisprest Snorra Sturlu- sonar. Alfreð Andrésson leikur Símon Knút. Tómas Hallgrímsson leikur Þórð Andrésson. Brynjólfur Jóhannesson leikur Geir auðga. Valdimar Helgason leikur Hrafn Oddsson. Jón Aðils leikur Hákon gamla. Jón Haraldsson leikur Hákon unga. Þóra Borg Einarsson leikur Ingibjörgu konungsfrænku. Ævar Kvaran leikur bónda. Klemens Jónsson leikur Ketil. Guðrún Guðmundsdóttir leikur Höllu. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur stafkerlingu. Eins og lesendur sjá hafa nær allir beztu leikarar okkar hlut- verk á hendi í þessu nýja leik- riti. 12 klukfcnsíHBda dagskrá í útvarp- ínn 1. desember Samfe d dagskrá stendnr trá klukkan 4 til 7. AGSKRÁ Ríkisútvarps- ins á fullveldisdaginn, 1. desember mun standa við- stöðulaust í 12 klukkustund- ir, og hefir mjög verið til hennár vandað. Var lokið við að ganga frá dagskránni í gær, og verður hún í aðalatriðum, eins og hér segir: Klukkan 12 á hádegi hefst dagskráin með hádegisútvarpi, eins og venjulega -— og mun hljómlistin verða helguð deg- inum. Klukkan 1—2 er tími Ameríkumanna og Englend- inga. Kl. 2 verður útvarpað ræðu rikisstjóra af svölum al- þingishússins. Kl. 3 verður út- varpað frá hátíð stúdenta í há- tíðasal Háskólans. Þar flytur Herrriann Jópasson ræðu, Hall- dór Kiljan Laxness les upp. Árni Kristjánsson og Björn Ól- afsson leika á píanó og fiðlu og Pétur Jónsson syngur einsöng. Kl. 4 hefst samfelld dagskrá úr útvarpssal og mun hún standa í þrjár klukkustundir. Verður þessari samfelldu dag- skrá skipt í fjóra höfuðþætti: 1. Landið, 2. Þjóðin, 3. Tung- an, 4. Framtíðarlandið. Þarna koma frarii myndir úr sögu landsins og verður það gert með upplestrum á kvæðum og völdum köflum úr bókmennt- um okkar, en þess á milli verða tónleikar. Þessa dagskrá munu annast ýmsir .þekktir upplesarar og út- varpsmenn. Kl. 7 verður stutt- ur barnatími, sem einnig verð- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.