Alþýðublaðið - 26.11.1943, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 26.11.1943, Qupperneq 6
6 Föstudagur 26. nóvember 1943 AL8> Y ÐUB LAP »Q Þátttakendur i fegurðarsamkeppni. Á mynd þessari sjást þrjár meyjar, sem kepptu um heiðurs-- titilinn „fegursta kona Ameríku. Sú í miðið hreppti hnoss- ið. Hún heitir Jean Dartel, er nítján ára og kynjuð frá Los Angeles. Sú til vinstri heitir Muriel Elisabeth Smith frá Flo- rida, og varð önnur í röðinni.Sú til hægri er Helen Frances frá Boston. Hún varð að sætta sig við þriðja sætið. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) heimilið. Af tilefni þeirra um- ræðna fékk ég bréf í gær frá „Kunnugum" og segir hann á þessa leið um þetta heimili og annað heimilið sem rekið er af hinu opín bera: „MÉR ÞYKIR ÞAÐ einkennileg aðferð, sem við íslendingar höfum, er við stofnum til björgunarstöðva fyrir fólk, sem lent hefir í vand- ræðum, anpaðhvort vegna laus- ungar eða ofnautnar áfengis. Ég kannast nokkuð við rekstur slíkra björgunarstöðva erlendis og hefi lesið allt um þær, sem ég befi get- að náð í, og ég fullyrði, að aðferðir okkar við reksturinn eru alveg eins dæmi. Vinnan er talin eitt bezta uppeldisskilyrðið, en það stóra atriði virðumst við íslend- ingar eiga erfitt með að koina auga á.“ „Á KLEPPJÁRNSREYKJUM voru á síðastliðnu sumri 6—9 stúlkur. Þær höfðu ekkert að gera, en lágu í iðjuleysi og létu sér leiðast. Þeim var ekki fengið neitt verkefni. í Kumbaravogi voru 6— 9 karlmenn og þeir höfðu heldur ekkert fyrir stafni, en röltu iðju- lausir um nágrennið — og hund- leiddist fyrst og fremst þess vegna.“ „HVOR ÞESSARA STOFNANA hefir kostað ríkið hundruð þús- unda króna. — Sumir segja að báðar hafi kostað. upp undir eina milljón! Þetta kalla ég ekki ein- ungis snarvitlausa björgunarstarf- semi, heldur svo freklega sóun á opinberu fé, að slíks þekkjast engin dæmi. Ég hygg líka að stofn anir, sem eru reknar með slíkum hætti séu til meiri bölvunar -- og betuir hefði farið, að alls ekki hefði verið stofnað til þeirra.“ „ÉG ER SANNFÆRÐUR UM ÞAÐ, að slíkar björgunarstöðvar eru nauðsynlegar — ekki sizt drykkjumannaheimili. En þegar byrjað er áð reka þær með þessum hætti, þá er beinlínis unnið að þvi að gera árangurinn af starfi þeirra að engu og sýna fram á að þær séu óþarfar. Það tel ég illa farið. Ég sé líka, að árangurinn verður enginn, því að þegar stulkurnar koma aftur, lenda þær í sama kvik syndinu og áður, og þegar drykkju mennirnir koma af hælinu, lenda þeir í sömu freistingunum og og áður.“ ÞAÐ ER ALKUNNUGT, að iðju leysi er rót alls ills. Vinnan er ekki aðeins upphaf fjárhagslegs sjálfstæðis og lífsánægju, heldur er hún einnig fyrsta skilyrðið til þess að vekja sjálfsálit hvers ein- staklings, persónutilíinningu og styrk til að standa á eigin fótum og hefja einstaklinginn til þess að trúa því, að hann sé maður með mönnum. Ég skil því ekki, hvernig á því stendur, að fólki, sem tekið er á björgunarstöðvar, eins og þær, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, skuli ekki hafa verið fengið verk að vinna. Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HEN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. jóns Samúelssonar er glæsilegasta bygging, sem gerð hefir verið á íslandi, og ber um fegurð langt af öllum leikhj úsbyggingum í þeim nágrannalöndum, sem íslendingar hafa mest skipti við. ívar í Mbl.- álögunum ætti næst að biðja um útlending til að betrumbæta hvelf- inguna á Skógarhöll Kjarvals.“ Hvað segir svo ívar um þetta? Lögreglan biður um aðstoð. í fyrradag um kl. 13, slasaðist 11 ára drengur á Grettisgötu, rétt austan við Frakkastíg. Ókunnugt er um aðdraganda slyssins, en drengurinn var fluttur í Lands- spítalann og liggur þar. Hann hafði fengið heilahristing við slysið og man ekkert. Sjónarvott- ar eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarliögregluna. Framhald af 4. siðu: Eldhúsræða Finns Jónssonar. Bretum, og það svo að sjálf- ur dr. Göbbels hefði ekki gert það betur. Eg nefni éitt dæmi, einnig af handahófi, og eitt af ótal mörg um. Hinn 13. marz 1941 var grein í ÞjóSviljanum, sem hét „Hverjir kúga þjóð vora?“ og segir þar: „Land vort er hertekið. Það, „sem Norðmenn og Danir aldrei „gerðu í 600 ára kúgunarsögu „þessa lands, það hafa Bretar „drýgt ....“. „Brezka heims- „veldið byggir svo flugvelli svo ,,að segja í miðri Reykjavík, „skeytir alls ekkert um öryggi „landsmanna, en leiðir yfir þá „meiri tortímingarhættu, en „eldgosin og hafísarnir áður „hafa gert.“ Þetta var nú sameiningarbar- átta allra frjálsra þjóða gegn nazismanum eins og kommún- istaflokkurinn skildi hana á þeim tíma. Sá, sem blaðar í gegnum Þjóðviljann svo sem hálfan mánnð fram að þeim tíma, þegar Þjóðverjar réðust á Rússa, rekur sig á, ekki eitt, heldur ótal dæmi um beran fjandskap við Bandamenn. Kommúnistaflokkurinn heitir ekki kommúnista- flokkur lengur, heldur Sós- íalistaflokkur, en svo undar- lega vill til, að Kommúnista flokkurinn í Noregi hafði al- veg sömu línuna og okkar vinir hérna, þegar nazistar réðust inn í Noreg. í bæklingi einum, sem Kon- rad Nordahl, formaður Alþýðu- sambandsins norska hafði með- ferðis, og gaf mér, þegar hann var á ferð hér nýlega, og heitir „Nazi i Norge — er þessu h/st mjög átakanlega. Þjóðverjamir þrengdu æ meira að verkalýðshreyfing- unni og í sama mund réðust kommúnistar, svikarar og nokkrir barnalegir verkalýðs leiðtogar að baki hennar. — Kommúnistarnir höfðu ætíð — síðan ríkisstjórnin og kon ungurinn byrjuðu að berjast gegn Þjóðverjum — tekið upp andstöðu gegn henni. Þeir voru „hlutlausir“ — eins og utanríkismálastefna Rússa var á þeim sama tíma. Nokkru síðar beittu þeir öllu afli til þess að fá kónginn og ríkisstjórnina setta frá völd- um. Arvid Hansen ritaði stór ar greinar undir fyrirsögn- inni: „Noregur þarf engan konung.“ En nýja stjórn þurfti Noregur, og það átti að vera „stjórn fólksins,“ val- in úr hópi hinna vinnandi stétta, eins og svo fagur- lega var að orði komizt. Lín- an var hin sama og sú, sem valin var í Stóra-Bretlandi 1940, þegar tilraun var gerð til að drepa niður hernaðar- framleiðslu landsins. Einnig þar átti að mynda „stjórn fólksins“. Höfuðfjandinn var ekki Hitler, heldur hrezka yfirstéttin’ og hrezka beims- veldisstefnan. í samræmi við þetta heimt- uðu kommúnistar, að kóngur- inn og ríkisstjórnin segði af sér og tafarlaust yrði saminn friður við nazista. Þeir sögðu, að Þýzkaland hefði unnið stríð- ið, og það væri glæpur af Bret- um að halda stríðinu áfram, og að Alþýðuflokksstjórnin norska hefði svikið þjóðina. Verkalýðs- félögin ættu að hætta að skipta sér af stjórnmálum og slíta öllu sambandi við Alþýðuflokkinn. n ^ Norskir kommúnistar tóku afstöðu með Quisling, móti Ny- gaardsvold, eins og kommúnist- airnir okkar hérna tóku afstöðu gegn Bandamönnum í byrjun stríðsins, í baráttu þeirra gegn nazismanum. Heimild fyrir þessum ummæl um er ópólitískt rit er ég áður nefndi, gefið út af Arbeidernes fagliga Landsorganisation og Norsk Sjömannsforbund. Svo breyttist þetta allt á betra veg á íslandi, þar sem Sósíalistaflokkurinn er starf- andi í Noregi þar, sem Komm- únistaflokkurinn siglir ekki undir fölsku flaggi og hjá öll- um öðrum kommúnistaflokkum, sem fá línuna frá Moskva —- breyttist þetta sama daginn. —- Og í stað þess, að „borgara- flokkarnir voru áður „svikar- ar“ og „sósíalfasistar“ urðu þeir skyndilega ágætir banda- menn í baráttunni gegn nazism anum. Hvað hafði skeð? Vin- áttubönd Hitlers og Stalins höfðu brostið. * Eg hlusta með aðdáun á fréttirnar um hina hetjulegu vörn Rússa, þjóðin hefir sam- einast gegn innrás fjandmann- anna og berst nú af öllum lífs og sálarkröftum fyrir frelsi sínu. Hið sama gera allar und- irokaðar þjóðir, sem unna frelsinu. Vonirnar til að vinna frelsið aftur, hafa snúist upp í vissu, og þó barátta Rússa valdi ef til vill úrslitum, má segja hið sama um baráttu Breta og ýmsra annarra, sem lengi börð- ust, að því er virtist, í full- komnu vonleysi. En þó ég beri fulla virðingu fyrir ágætri frelsisbaráttu, tel ég ekki, að nein þessara þjóða eigi að bafa þau áhrif, að skipa fyrir um skoðanir manna eða flokka hér á landi. Lýðfrelsisbarátta er barátta fyrir skoðanafrelsi og samrýmist engri einræðis- stefnu. Qg þetta tel ég að allir stjórnmálaflokkar þurfi að skilja. Þvx miður skortir enn mjög á um þetta. Okkar jkommúnistaflpkkur tekur enn línurnar frá Moskva al- veg bókstaflega. Hann hefir fengið skipun um að vinna með borgaraflokkunum gegn stríði og fasisma og nú nudd ar hann sér, við hvert íæki- færi, upp við Sjálfstæðis- flokkinn. Þeir liafa gleymt hags mnnnm verkalýðsins. í okkar gömlu sósíalistísku kenningum stóð eitthvað um hagsmunabaráttu. stéttanna. — Þar var gert ráð fyrir, að hags- munir heildsala og stríðsgróða- manna gætu ekki samrýmst hagsmunum verkalýðsins, og dæmin, sem ég nefndi áðan, úr okkar daglegu sögu virðast sanna þetta, samt sem áður er nú meiri samvinna milli komm- únistanna okkar og Sjálfstæðis- fíokksins, heldur en nokkurra annarra flokka á alþingi. Það skyldi þó ekki vera ætlunin að leggja alla stéttarhagsmuni á hilluna í því skyni, að „full- komna bandalagið gegn stríði og fasisma,“ við borgarastéttina einnig hér á landi? Borgarstjór- inn hérna í Reykjavík myndi að minnsta kosti taka þessu feg ins hendi. Hatrið, sem áður ein- kenndi samræður þessara flokka, er horfið, en Álþýðu- flokkurinn fær ennþá sinn skerf af því frá kommúnistum, sem stjórna blaði Sósíalistaflokks- ins. Eg er ekki í neinum vafa um það, að ýmsir kjósendur beggja flokkanna, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, óska mjög eindregið eftir samstarfi á milli þessara flokka. Samstarf kem- ur fyrir milli þeirra hér á al- þingi í einstökum málum. En á meðan Sósíalistaflokknura er stjórnað, eins og nú er gert, af tómu hatri í garð Alþýðuflokks- ins, á meðan stjórnendur hans taka við fyrirskipunum frá út- löndum, getur ekki orðið sam- starf á milli þessara flokka um neina heildarstefnu. Og á ro.eð- an svo er, getur heldur ekki ver- ið um það að ræða, að hafa á- hr.if á Framsóknarflokkinn, til þegs að vinna með verkamönn- um og hagsmunamálum þeirra. Framsóknarflokkurinn fær sitt fram, eins og sakir standa, í samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn og stríðsgróða menn og bændur skipta nú nú á milli sín því, sem verka menn og hændur skiplu sín á milli meðan samvinna var á milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. 17 fulltrúar verkamanna á alþingi nú. 10 Alþýðuflokks- menn á , árunum 1934—1937. Nú lítill árangur, áður mikill árangur, miðað við allar að- stæður. Þetta er umhugsunarefni. Þorkell Clausen verzlunarmaður er 60 ára í dag. Systrafélagið „Alfa“ Samkvæmt auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, heldur Systra- félagið ,,Alfa“ Bazar (til styrktar góðgerðarstarfi sínu), sunnudag- inn 28. nóv. kl. 2 e. h. í Félags- heimili Verzlunarmanna Vonar- stræti 4. Boltaleikur Mynd þessi er af ungri og fag- urri blómarós, sem er að leika sér með bolta í baðstað vestur í Ameríku. Veröldin er að sönnu váleg, en þó getur æskan enn tekið lífinu létt, eftir erfiða vinnudaga. Það eru líka for- réttindi unga fólksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.