Alþýðublaðið - 27.11.1943, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Mtngaráag-Hir .27:- zé&*Snk$éhjl.
Kommunistar fengu línuna í
Þeir eiga „að taka forystutia af yfirstéttum Sjálfstæðisflokksins“!
MálaflutniogsmonnHi faiið að
innheimta ógreiddar npphætnr
fjrir bæodar frá 1940 og 1941!
.............. ♦...
Övænt bomba við umræður á al~
þingi i gær.
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þeirra Finns Jóssonar,
Sig. Kristjánssoar og Áka Jakobssonar um greiðslu
uppbóta á landbúnaðarafurðir kom til umræðu í samein-
uðu þingi í gær.
í lok umræðunnar, sem var frestað, gaf Finnur þær
upplýsingar, að framleiðendur hér í nágrenninu hefðu
falið málflutningsskrifstofu að innheimta ógreiddar
uppbætur á landbúnaðarafurðir frá árunum 1940 og
1941, er næmu samtals um 30 þús. krónum. Þetta fé
hefðu framleiðendur ekki fengið greitt og því snúið sér
til málflutningsskrifstofunnar í því skyni að hún rétti
hlut þeirra.
Tjörnin er niii
kættaieg fyrir böra
Foreldrar mega ekki leyfa
bðrnum sinum að fara par
á skauta.
RÁTT FYRIR aðvaran-
ir Slysavarnafélags ís-
lands virðist ungt fólk ekki
óttast að nota skautasvellið
á Tjöminni.
Undanfarin kvöld hefir verið
krökt af fólki á Tjörninni og
þó sérstaklega framundan Iðnó
Eins og kunnugt er, rennur
heitt vatn í Tjörnina við Tjarn-
arbrúna og er hún þar auð á
stóru svæði, en síðan þunnur ís,
og mjög erfitt að sjá mörkin.
Fólk hefir farið svo óvarlega
á Tjörninni, að settur hefir
verið lögregluvörður við hana
til eftirlits og má fullyrða, að
lögreglan hafi afstýrt slysum.
En foreldrar ættu að minnast
slyssins á Patreksfirði fyrir
skömmu síðan og leyfa ekki
börnum sínum að fara með
skauta niður á Tjörn meðan
hún er jafn ótraust sem raun
er á.
Hjónaband.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af séra Bjarna Jónssyni, ung-
frú Karlotta Karlsdóttir og Einar
Ásgeirsson framkvæmdastj. Heim-
ili þeirra verður á Mímisvegi 2.
Spegillinn
kom út í gær, skreyttur mörg-
um myndum úr sögu kjötútburð-
armálsins, sem enn er á allra vör-
um.
Ungmennafélag Reykjavíkur
heldur skemmtifund í kvöld kl.
8.30 í Menntaskólanum uppi. Dag-
skrá: Upplestur, songur, ræða,
dans, góð músik. Veitingar verða.
Er skorað á félagsfólk að fjöl-
menna á skemmtifundinn.
Þingsályktunartillagan, sem
hér um ræðir, er fyrir alllöngu
fram komin og er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að leggja
fyrir ríkisstjórnina að fram-
kvæma svo þingsályktun frá
31. ágúst 1942, um verðupp-
bætur á útfluttar landbún-
aðarvörur, að uppbæturnar
•gjrfeiðist bændum þeim, er
vöruna framleiddu, enda
krefji' ríkisstjórnin útflytj-
endur um sundurliðaðar
skrár yfir úthlutun uppbót-
anna, með árituðum kvittun-
um viðtakenda."
Finnur Jónsson fylgdi tillög-
unni úr hlaði með stuttri ræðu.
Kvað hann hana flutta í tilefni
af því, að engar skýrslur lægju
fyrir um það, hvernig skiptist
sú upphæð, sem varið er til verð
uppbóta á útfluttar landbúnað
arafurðir samkv. þingsályktun-
inni frá 31. ágúst 1942. En það
væri ekki rétt að verja svona
miklu fé úr ríkissjóði, 15—16
millj. kr., án þess að afla vit-
neskju um skiptingu þess milli
héraða og býla í landinu. Raéðu-
maður kvaðst leggja mikla á-
herzlu á það, að aflað yrði sund-
urliðaðra skýrslna um þetta
efni til afnota fyrir alþingi.
Nokkrir Framsóknarmenn
með tilstyrk Ingólfs á Hellu
hófu þegar í stað hatraman and
róður gegn tillögunni. Varð
þeim þó rakafátt í andmælum
sínum og var málfærsla þeirra
með sundurleitum og vanburð-
ugum hætti, enda erfitt að
andmæla þessari sjálfsögðu til-
lögu af nokkru viti. Sumir and
ófsmanna reyndu 'að hártoga
orðalag tillögunnar. Aðrir sögðu
þð þessar skýrslur yrðu svo
langar, að enginn mundi endast
til að lesa þær. Voru ,,rök“
þeirra öll eftir þessu.
En megináherzlu lögðu
þessir ræðumenn á það, að
tillagan væri óþörf. Útflytj-
endur þessara vara greiddu
bændum það, sem þeim
bæri, enda vissu bændur
hvað það væri og mundi
þeim ekki verða skotaskuld
Frh. á 7 síðu.
Sfératlif'fglisveFllar applýsiiBgar í
ræéis ' Stefáns Jéh. Sfefáiassesiar
vié eldhúsumrœðnrnar I fyrradafg
— ,. —
Einar Olgeirsson steinþagði við þeim.
. ■ ♦
KDMMÚNISTAFLOKKURINN á ekki aðeins að láta
sig sjálfstæðismálið miklu skipta, ekki aðeins að fylgj-
ast með hinum flokkimum, heldur fyrst og fremst að taka
að sér forustuna úr höndum yfirstétta SjáIfstæðisflokksins“.
Þetta er línan frá Moskva í sjálfsæðismálinu, fyrir-
skipun þaðan til Kommúnistaflokksins hér, sem send var
flokksþingi hans einu fyrir nokkrum árum, sem síðan hefir
verið starfað fullkomlega eftir, eins og öllum mun vera
ljóst í dag. — Þessi „lína“ var afhjúpuð af Stefáni Jóhanni
Stefánssyni í síðari ræðu hans við eldhúsumræðurnar á
alþingi á fimmtudagskvöldið með orðréttum tilvitnunum í
leynileg þingtíðindi Kommúnistaflokksins.
Stefán Jóhann skýrði frá því,
að á öðru þingi Kommúnista-
flokksins, sem haldið var fyrir
nokkrum árum undir forystu
þeirra Brynjólfs Bjarnasonar
og Einars Olgeirssonar hefði
verið komist þannig að orði í
áliti „þjóðernisnefndar“ flokks-
þingsins:
„Frá Komintern (þ. e. Al-
þjóðasambandi kommúnista)
hefur oftar en einu sinni
komið gagnrýning á afstöðu
Kommúnistaflokks íslands til
þjóðcrnismálsÍQS, t. d. í bréfi
POLSEKR í nóvember 1931
og nú nýlega í bréfi SKLS.
Aðfinnslurnar hafa aðallega
verið fólgnar í því að Komm-
únistaflokkurinn hafi vanmet
ið þýðingu þeirrar hreyfing-
ar móti sambandinu við Dan-
mörku, sem varð út af þing-
rofinu 1931, og því ekki gert
skyldu sína í henni“.
Síðar í sama áliti, sem sam-
þykkt var á flokksþinginu, seg-
ir, að Kommúnistaflokkurinn
verði að láta skilnaðinn við
Danmörku til sin taka, af þeim
ástæðum, sem þar eru til-
greindar og endar sá þáttur á-
lyktunarinnar á eftirfarandi
orðum:
„Þessvegna verður flokk-
urinn, sem gerir kröfu til að
taka völdin í landinu í sínar
hendur, að láta sig þetta
miklu skipta,, ekki aðeins
að fylgjast með hinum flokk-
unum, heldur fyrst og fremst
að taka að sér forustuna úr
höndum yfirstétta Sjálfstæð-
isflokksins.“
Þessar tilvitnanir Stefáns
Jóhanns í þingtíðindi Kom-
rpúnistaflokksins, sem hvergi
hafa verið birt svo vitað sé, —
vöktu ekki litla athygli þeirra,
sem á hlýddu í útvarpsumræð-
unum á fimmtudagskvöldið og
það varð sízt til þess að draga
úr þeirri athygli að Einar Ol-
geirsson, sem talaði næstur á
eftir Stefáni Jóhanni, hliðraði
sér algerlega hjá því að minn-
dst á þessar afhjúpanir einu
orði. Þarf ekki mörgum blöð-
um um það að fletta, að hann
| myndi hafa svarið fyrir þessar
afhjúpanir og sakað Stefán
Jóhann um falsanir og hver veit
hvað, ef hann hefði ekki vitað
það upp á flokk sinn, að hafa
látið ákveða línu sína í sjálf-
stæðismálinu, eins og í öllum
öðrum málum, — austur í
Moskva.
A setiiiðlð að „annast“ ðt-
varp hér á fnllveldisdaginn?
. — ----—•
Furðuleg frásögn Morgunfolaðsins og
umræður á alþingi um hana í gær.
NOKKRAR umræður urðu utan daggkrár í sameinuðu
þingi í gær um dagskrá útvarpsins á fullveldisdaginn,
1. desember n. k. og spunnust þær út af fyrirspurn, sem
Finnur Jónsson gerði til ríkisstjórnarinnar.
Finnur Jónsson kvaddi sér
hljóðs í þessu tilefni utan dag-
skrár. Kvað hann frásögn
Mgbl. af fyrirhugaðri dag-
skrá ríkisútvarpsins 1. des. á
þá lund, að útvarpið hefði sam
fellda dagskrá frá kl. 1 til kl.
12 á miðnætti. Hins vegar væri
það tekið fran, að setuliðin
ensku og amerísku „önnuðust
dagskrána kl. 1—2, en ræðu
ríkisstjóra yrði útvarpað kl. 2.
Kvaðst Finnur lita svo á, að
ekki væri tilhlýðilegt að há-
tiðadagskrá útvarpsins hæfist
á útvarpi útlendinga og ríkis-
stjóri kæmi fyrst fram í út-
varpinu að því loknu. Beindi
hann þeirri fyrirspurn til rík-
isstjórnarinnar, hvort það
mundi raunverulega vera ætl-
Frh. á' 7. síðu.
AlpýðnflokfespInBið:
Fnndir hefjast í
dag kl. 2.
Afimmtudaginn og í
. gær störf uðu nefndir
Alþýðuflokksþingsins að
þeim málum, sem fyrir þær
höfðu verið lögð. í gær hóf-
ust fundir kl. 4.30 og var
þá tekið fyrir álit skipulags-
málanefndar. Var gengið til
atkvæða um þau mál.
í dag hef jast fundir flokks-
þingsins stundvíslega kl. 2.
Menfl dæmdir fjrrir
ðivflsi við akstor og
fleira.
¥ T NDANFARNA mánuði
hefir lögreglan gert
gangskör að því að hafa
hendur í hári ökumanna,
sem aka ölvaðir og hafa
eins og kunnugt er margir
verið dæmdir.
Nýlega kvað sakadómari upp
dóm yfir sjö mönnum, sem
höfðu verið fundnir sekir um að
hafa verið ölvaðir við akstur,
fyrir að reyna að aka ölvaðir og
fyrir að veita bifreiðastjóra á-
fengi. »
Voru 5 þessara manna dæmd
ir fyrir ölvun við akstur og
voru þrir þeirra atvinnubif-
reiðastjórar. Þeir voru dæmdir
i 10 daga varðhald og sviptir
ökuréttindum í 3 mánuði. —
Tveir, sem reyndu að aka ölv-
aðir voru dæmdir í 7 daga varð
hald og einn var dæmdur í 300
króna sekt fyrir að veita bif-
reiðarstjóra áfengi, meðan.
hann var við akstur.
Leikfóiag ffafnar-
fjarðar hefnr vetrar-
starfsemi sioa.
Samtal við Svein V. Síefáns-
son formann félagsins
1" eikfélag Hafnarfjarðar
***' er nú að hefja leikstarf-
semi sína að þessu sinni.
Byrjar það með því að sýna
gamanleikinn „Ráðskona
Bakkabræðra“.
Alþýðublaðið átti í gær sam-
tal við formann félagsins, Svein
V. Stefánsson, og sagði hann
meðal annars:
„Já, við biðjum nú i raun og
veru afsökunar á því, hvað
seint við erum á ferðinni í ár
með leiksýningar, en það stafar
eins og svo margt annað böl nú
til dags — af húsnæðisleysi. —
Góðtemplarahúsið hefir verið í
aðgerð. Þar eru nú komnir mun
betri bekkir en áður var og
fleira hefir verið gjört, sem til
bóta horfir. En á meðan höfum
við hvergi höfði okkar að að
halla. Nú er þetta sem betur
fer, breytt til batnaðar og verð
ur fyrsta frumsýning félagsins
á þessu leikári annað kvöld kl.
8.30. Fyrir valinu hefir orðið
að þessu sinni sprenghlægilegur
leikur, „Ráðskona Bakka-
bræðra,“ sem margir munu
kannast við, en það var flutt í
útvarpinu fyrir nokkru síðan.
Ekki er mér kunnugt um að
það hafi áður sézt á leiksviði
hér syðra né í Reykjavík, en
hefir eitthvað verið leikið úti
um land.
Framh. á 7 i síðu.