Alþýðublaðið - 27.11.1943, Page 3
X&ttgárdagttr 27. nóv. 1943;
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
Balkanbarónar.
3>EGAR einhverjir glæfralegir
hlutir gerast í Evrópu, má að
öllum jafnaði gera ráð fyrir,
að þeir gerist einhvers staðar
á Balkanskaga. Balkanríkin
eru einhvern veginn úr al-
faraleið, þróun í félagsmálum
og almennri siðmenningu
virðist hafa stöðvazt, eða
verið heft með einhverjum
hætti. Þar ríkir að miklu
leyti hálfgerður ræningja-
hugur, og samskipti Balkan-
ríkjanna hafa oft á tiðum
verið með einhverjum óper-
ettubrag. Þegar amerisk
kvikmyndafélög þurfa á ein-
hverju efni að halda, þar sem
þörf er smávegis byltinga eða
óeirða og glæstra einkennis-
búninga, ásamt söng og ýmis
konar hoppi og híi, er yrkis-
efnið oft sótt til Balkan.
EINHVER helzta dægrastytting
sumra Mið-Amerikurikja var
byltingar og blóðsúthellingar
sem jafnan urðu um helgar.
Einhver hershöfðingi, en
; þeir eru sem kunnugt er, —
• fleiri en óbreyttir hermenn,
komst skyndilega að þeirri
niðurstöðu, að hann þyrfti
• að bjarga þjóð sinni frá glöt
• un, og safnaði að sér ýmis
■’ konar óaldarlýð, réðist á for-
' 'setann og stjórn hans, drap
þá og ruplaði eignum þeirra,
• en gerðist síðan hæstráðandi
til lands og sjávar. Á svipað
an hátt urðu oft stjórnar-
skipti á Balkan.
BALKAN hefir löngum verið
kallað ýmislegum nöfnum,
sem ekki eru beinlínis hrós-
yrði. „Órólega hornið í Ev-
rópu“ og ,,púðurtunnari“ eru
mjög saklaus viðurnefni, —
samanborið við ýmislegt það,
sem orðhögum mönnum hefir
hugkvæmzt í sambandi við
þessi riki. Balkanmenn eru
með afbrigðum herskáir og
hefir varla liðið svo áratug-
ur, að ekki hafi þau fundið
tilefni til ófriðar. Hins veg-
ar botna fæstir í, hvers
vegna þau eru í stríði, hvort
það sé einhver lífsnauðsyn.
Kenningar Nietzsches um
nauðsyn og ágæti styrjalda
virðast hafa fengið hvað
beztan hljómgrunn í þessum
löndum. En minni áherzla
hefir verið lögð á að kenna
landslýðnum lestur og skrift,
enda óþarfi og hégómi fyrir
hrausta hermenn og heppi-
legt fallbyssufóður.
ÞAÐ KOM HELDUR engum á
óvart, þótt flest Baklanríkin
finndu hvöt hjá sér til þess
að láta til sín taka í ófriðn-
um, sem nú geisar. Þegar
stríðsvél nazismans var sett í
gang, sáu Rúmenar sér leik
á borði og skipuðu sér við
hlið' hinna nazistísku ofbeld-
ismanna. En afstaða þeirra er
samt mjög undarleg. Þeir
munu eiga í stríði við Rússa,
en ekki liggur ljóst fyrir,
hvort þeir telji Breta og
Bandaríkjamenn í hópi fjand
manna sinna. Þjóðverjar
hafa notað rúmenskar her-
sveitir til þess að verja und-
anhald sitt viða á austurvíg-
stöðvunum, á svipaðan hátt
og þeir notuðu ítali í Afríku.
Framh. á 7. síðu.
„Samkvæmt áætlun.“
Á myndinni sjást rússneskar hersveitir fara fram hjá hrundum byggingum í Smolensk, sem
þeir náðu úr höndum Þjóðverja síðast í september s.l. Þjóðverjar höfðu haft borgina á
valdi sínu um tveggja ára skeið og var hún mikilvæg herstöð.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
i
Gomel í höndum Rússa.
Þfóðverjar yfirgálu foorg-*
Ina „samkvæmf áætlnn.M
SÍÐDEGIS í gær birti Stalin nýja dagskipan, þar sem til-
kynnt er, að Rússar hafi tekið Gomel, að afstöðnum hörð-
um bardögum. f tilefni af þessu var skotið úr 224 fallbyssum í
Moskva í gær. Fall Gomel er talið mjög mikilvægt frá hernað-
arsjónarmiði, þar sem borgin var síðasta öfluga virki Þjóðverja
í Hvíta-Rússlandi og auk þess mikil samgöngumiðstöð. í tilkynn
ingum Þjóðverja er sagt, að setuliðið þýzka hafi hörfað úr borg-
nni til fyrir fram ákveðinna varnarstöðva samkvæmt áætlun.
Jafnframt er þess getið, að allt verðmætt í borginni hafi verið
eyðilagt, áður en Þjóðvei-jar yfirgáfu hana.
Hermálasérfræðingar virðast
sammála um það, að Rússar
hafi sýnt mikla herkænsku er
þeir tóku Gomel, og að mikil
ringulreið hafi ríkt í herbúðum
Þjóðverja. Kvað svo rammt að
þessu, að því er segir í fréttum
frá London, að þýzkt stórskota-
ið skaut á þýzkar hersveitir.
Fyrir norðan Gomel hafa Rúss-
ar hafið mikla sókn, og virðist
sóknarþrek þeirra með öllu ó-
bilað, en Þjóðverjar fá ekki að
gert. Við Zhitomir reyna Þjóð-
verjar enn að hrekja Rússa af
þeim vígstöðvum og tefla fram
ógrynni liðs og öflugum véla-
hersveitum, en þeim hefir ekki
tekizt að rjúfa varnir Rússa,
sem þó hafa orðið að hörfa
nokkuð undan.
Yfirleitt virðast Rússar í
sókn á öllum vígstööðvum,
nema við Zhitomir, sem fyrr
getur. Milli Dniepr og Priþet-
mýranna geisa enn harðir bar-
dagar og láta Þjóðverjar undan
síga. I Berlínarfregnum segir
frá mjög hörðum bardögum við
Nikopol og í Dniepr-bugnum,
og hafi Þjóðverjar hrundið á-
rásum Rússa við mikið mann-
fall í liði hinna síðarnefndu.
Suðvestur af Kremenchug segj-
ast Þjóðverjar hafa eyðilagt
102 skriðdreka fyrir Rússum.
Enn fremur greina Þjóðverjar
frá hörðum bardögum norð-
vestur af Nevel. Loks segir
Berlínarútvarpið, að á Kiev-
svæðinu og við Korosten hafi
árásir Rússa mistekizt.
Italta:
8. berioo treystir
aðstöðfl siqa.
UM meiri háttar bardaga er
ekki að ræða á Ítaliuvíg-
stöðvunum, að þvi er segir í
Lundúnafréttum í gærkveldi. 8.
herinn hefir treyst aðstöðu sína
á norðurbakka Sangrofljóts og
tekizt hefir að koma liðsauka
yfir fljótið, enda þótt það sé
í miklum vexti vegna mikilla
rigninga og því mjög erfitt um
vik fyrir bandamenn.
5. herinn hefir lítið aðhafzt
vegna óhagstæðs veðurs, en í
fyrradag var haldið uppi heift-
arlegri skothrið á stöðvar Þjóð
verja og stóð hún í stundar-
fjórðung. — Könnunarflokkar
bandamanna hafa verið at-
hafnasamir á þessum vígstöðv
um og tekið allmarga fanga. —
Við Castel di Sangro hafa
bandamenn bætt aðstöðu sína,
en Þjóðverjar látið undan síga.
í fregnum frá Algier segir,
að hersveitir úr 7. her Banda-
ríkjamanna, sem lýtur stjórn
Pattons hershöfðingja, séu nú
komnar til Ítalíu, meðal annars
er 45. herfylkið komið á vett-
vang og tekur þátt í " bardög-
um. Pólskur kafbátur hefir
sökkt allmörgum kaupförum
Þjóðverja á Miðjarðarhafi.
Loftsóknin á Vestur-Evrúpu.
Loflárásir á Franktart
am Hain «b Norövestnr-
Bjzkaland.
Bandamenn halda áfram loft
sókninni á hendur Þjóðverjum
af fullum krafti. í fyrrinótt
fóru brezkar flugvélar til árása
á ýmsa staði í Þýzkalandi, en
meginárásinni var beint gegn
Frankfurt við Main-fljót, sem
er m'ikilvæg verzlunarborg og
samgöngumiðstöð. Um sama
leyti var enn gerð loftárás á
Berlín. Árásin var ekki mjög
hörð og voru það Mosquito-flug
vélar, sem þar voru að verki.
Síðdegis í gær gerðu stórar
amerískar sprengjuflugvélar á-
rásir á ýmsa staði í Norðvestur-
Þýzkalandi og Marauder-flug-
vélar varðar Spitfire-flugvél-
um, skæðar árásir á staði í
nánd við Calais í Frakklandi,
svo og Boulogne. 13 flugvélar
komu ekki aftur.
Blaðið Stockholmstidningen
ræðir um hinar gífurlegu loft-
árásir bandamanna á Berlín að
undanförnu og segir meðal ann
ars, að í Wilhelmsstrasse, þar
sem flestar stjórnarskrifstof-
urnar voru, sé ekki nema eitt
hús nokkrun veginn heilt, nefni
lega kanzlarabústaðuránn. Þá er
og sagt, að sprengja hafi fallið
á samkomuhúsið Sportpalast,
en þar flutti Hitler oft ræður
og aðrir áhrifamenn nazista. Á
fimmtudaginn var ástandið óg-
urlegt í borginni, segið blaðið,
Borgarbúar gátu ekki fengið
mjólk né brauð og vatnsveitu-
kerfi borgarinnar var svo lam-
að, að fæstir gátu þvegið sér
eða rakað. Af fregnum Þjóð-
verja verður ráðið, að um 14
hluti borgarinnar sé í rústum,
en í London er talið, að skemmd
ir hafi orðið mun meiri.
í fregnum, sem teknar voru
laust fyrir kl. 2 í nótt segir, að
amerískar flugvélar, sem hafa
bækistöðvar á Bretlandi, hafi
einkum beint árásum sínum í
Frh. á 7. síðu.
1812-1943.
AMKVÆMT síðustu fregn-
um frá Rússlandi eru Rúss-
ar nú komnir að Beresina-
fljóti og eru ú hælum Þjóð-
verja, sem reyna að bjargast
yfir fljótið. Beresína er fræg
fyrir þá sök, að yfir það fljót
skreiddust leifarnar af stórher
Napoleons árið 1812 eftir hina
misheppnuðu tilraun hans til
þess að sigrast á Rússum.
Þykir það einhver mesta
harmsaga í hersögunni, að
nokkur þúsund manns komust
yfir Beresína, en meira en hálf
milljón manna hafði fallið á
vígvöllunum eða orðið hinum
rússneska vetri að bráð.
Her Napoleons fór yfir fljót-
ið dagana 26.—29. nóvember.
Á hæla Napoleons komu her-
sveitir Kutusovs, en Wdttgen-
stein og Tschitschagov gerðu
stöðugar hliðarárásir á her-
sveitir hans. 25. nóvember
byrjuðu Frakkar að koma tveim
brúm yfir fljótið við Studianka
og 26. nóvember kl. 1 eftir há-
degi byrjaði herinn að fara yfir
fljótið. Fyrst í stað fór þetta
skipulega fram, en brátt tóku
Rússar að skjóta á brýrnar úr
fallbyssum sínum og brast þá
flótti í liði Frakka. Urðu þeir að
skilja eftir fjölmarga særða
menn og þá, sem síðastir voru á
undanhaldinu. Fjöldinn allur
drukknaði í fljótinu eða féll
fyrir Kósökkum Kutusovs. Tal-
ið er, að Frakkar hafi misst um
30 þúsund menn, er þeir fóru
yfir Beresína.
í dag, 131 ári síðar, er enn
mikill her á bökkum Beresána.
Hinn „ósigrandi“ her þriðja
ríkisins er núna í svipaðri að-
stöðu og stórher Napoleons. Að
baki honum eru Kósakkarnir
sífellt á ferli og vei þeim, sem
dregst aftur úr. Og veturinn,
hinn miskunnarlausi rússneski
vetur, er genginn í garð. Ætli
Manstein og aðrir herShöfð-
ingjar Þjóðverja hafi ekki við
sömu örðugleika að stríða og
þeir Ney marskálkur, sem kall-
aður var hinn hraustasti hinna
hraustu, Oudinot og aðrir hers-
höfðingjar Napoleons, sem þótt-
ust þó vita lengra en nef þeirra
náði? Og heima í Þýzkalandi
bíða þeirra sundurtættar rústir
Berlínar og Hamborgar og
margra annarra borga. Og enn
sannast hið fornkveðna: Sér
grefur gröf þótt grafi.
Loftðrðs ð Formosa.
tS IN opinbera japanska
frétastofa, Domei, skýrir
frá því, að loftárás hafi verið
gerð á eyjuna Formosa, sem er
undan Hongkong í Kína. Fregn
þessi hefir ekki verið staðfest
af bandamönnum. Hins vegar
er vitað, að flugsveitir Still-
wells hershöfðingja hafa komið
sér upp flugvélabækistöðvum í
Kina og þaðan hafa amerískar
flugvélar farið til árása á kín-
verskar borgir, sem eru á valdi
Japana, — svo og skip og her-
flokka. Fylgir það hinni jap-
önsku fregn, að hér hafi 4ra
hreyfla Liberator-flugvélar ver
ið að verki. Segjast Japanar
hafa skotið niður 3 þeirra.