Alþýðublaðið - 27.11.1943, Side 5

Alþýðublaðið - 27.11.1943, Side 5
Tuawgardagur 27. nóv. 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞEGAR rætt er um mikil- vægd hollenzku Austur- Indía, en að þeim beinist at- hygli heimsins mjög um þessar mundir, hljóta flestir og að leiða talið að hollenzku Yestur- Indíum, sem er samheiti á Surinam, er þó mun fleirum kunnugri sem hollenzka Gui- nea, og sex eyja í Karabiska hafinu. Eyjar þessar skiptast í tvo eyjaklasa. — Annar þeirra er aðeins tuttugu og níu fer- mílur enskar að stærð, og til hans teljast eyjarnar þrjár, St. Martin, St. Eustatius og Saba. Aðeins suðurhluti St. Martin tilheyrir Niðurlöndum, hinir hlutar hennar eru eign Frakka. Tdl hins klasans teljast eyjarn- ar Aruba, Bonaire og Curacao. Samtals eru eyjar þessar fjögur hundruð þrjátíu og sex fermíl- ur enskar að stærð. Curacao ein er tvö hundruð og tíu fermíl- ur að stærð. Til Curacao er fjögúrra stunda sjóferð frá Venezuela, sem er nyrzta land meginlands Suður-Ameríku. Farkostir, sem nefnast Jitney-bátar, éru sífellt í förum frá hinu suðurameríska lýðveldi til þessara eyja, sem Hollendingar ráða. Helzti flutn ingur þeirra er steinolía. Mið- stöð þessara samgangna er hin mikla olíuútflutningsborg Vene zuela, Maracito. Venezuela er þriðja mesta olíuframleiðslu- land heimsins og munar mjög litlu á framleiðslumagni þess og Rússlands. Árið 1939 fram- leiddi Venezuela 29.2 milljónir smálesta af steinolíu, en Rúss- land hins vegar 30.9 milljónir. Sama ár framleiddu Bandarík- in 173.3 milljónir smálesta af steinolíu. Curacao er langsam- lega stærsti viðskiptavinur Venezuela á vettvangi olíusöl- unnar. Árið 1938 voru 191 584- 000 tunnur af óunninni steinolíu fluttar út úr Venezuela og láttatíu af hverju hundraði þeirra höfnuðu á Curacao og Aruba. Á Curacao eru tvær hafnir. — Hin stærri þeirra er í Schottegat, sem stendur uppi í landi, en til hennar liggur djúpur skipaskurður. Skurður þessi liggur gegnum borgina Willemstad. Fornlega kastala getur að líta við mynni flóans, þangað sem sjóræningjarnir stefndu skipum sínum forðum daga til þess að ráða þeim til hlunns og hvíla skipverja sína. Yfirmenn skipa þeirra, sem annast olíuflutninga þessa, eru hollenzkir, en á friðartímum eru áhafnir þeirra japanskar. Farþegaskip eru og löngum í förum millum Venezuela og eyjarinnar. Áhafnir flutninga- bátanna og farþegaskipanna gera og mikið að því að selja eyjarskeggjum þurrkaða ávexti og grænmeti frá meginlandinu. Á Curacao gætir eigi mýbits né drepsótta þeirra, sem það veldur, en það er meira en hægt er að segja um aðrar eyj- eftir þeim. Vegirnir eru sem sé lagðir hraunhellum, sem eyjan er næsta rík að. En þrátt fyrir Anglýsinoar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvðldf. Sfmi 4906. Þeir fá upptöku í flugherinn. Á mynd þessari sést II. H. Arnold hershöfðingi fagna nýliðum, sem ætla að ganga í flugher Bandaríkjanna. Ungir menn í Bandarikjunúm leggja mikiu áherzlu á að komasr. i ílugher- inn, til þess þarf að uppfvlla ýmis skilyrði. Ungu mennirnir á myndinni hafa fengið vilja sínum framfylgt. Gulleyja í KaraMska hafinu GREIN þessi fjallar um eyjar þær, er Hollend- ingar eiga og liggja í Kara- biska. hafinu. skammt. frá ströndum Suður-Ameríku. Fjallar greinin, sem er eftir Poblo Soltkeld og er þýdd úr World Digest, einkum um Curacao, sem er hin stærsta af eyjum þessum. ar í grennd hennar. Því veldur fyrst og fremst það, að lítið er um stöðuvötn á eyjunni. Þar blása og löngum þýðvindar. Þar eru einnig hvirfilvindar þeir og fellibyljir, sem herja svo mjög aðrar eyjar Vestur- Indía, harla fátíðir. Blökku- menn vinna öll erfiðisstörf, sem til falla á eyjunni, enda eru þeir þar í miklum meirihluta. Blökkumenn reka og veitinga- hús, verzlanir og bjórstofur eyjarinnar. Þeir eru hraustir, góðlyndir, hreinlegir og starf- samir. HOLLENZKA er hin lög- boðna tunga á Curacao, en í daglegu lífi ber þó mest á spænsku og Papamiento. Hin síðarnefnda er tunga, sem er eins konar sambland af holl- enzku, ensku, spönsku, afrík- önsku og fleirum málum. Vegir eru fáir á eyjunni en greiðfærir. Þó kostar það mikið skólaslit að ferðast fótgangandi hið mikla hrjósturlendi, rækta eyjarskeggjarnir maís og baun- ir. Meðal afurða eyjarinnar má og nefna: salt, fosfór, kalk og hinn víðfræga líkör. — Meðal búpenings þeirra má nefna: nautgripi, kvikfénað, svín, asna og geitur. Venjulega er skipaþröng mikil við bryggjurnar í Schotte gat. — Flutningabátarnir verða því oft að bíða lengi eftir af- greiðslu. Oft liggja þeir þá fyr- ir akkerum á höfninni eða úti á Caracasflóa, ef þau komast þar ekki fyrir. Skammt frá byggingum olíufélagsins við Caracasflóa getur að líta nokkra húskofa á víð og dreif. í svala kvöldsins sitja íbúar þeirra úti fyrir dyrum sínum, masa saman, hlæja og taka oft lagið. Blökkumennirnir eru þar sem annars staðar mjög gefnir fyrir söng og hljóðfæraslátt. Þar er og bjórstofa, þar sem verka- ipenn og sjómenn safnast sam an á síðkvöldum. Inni, af bjór- stofunni er samkomusalur, þar sem dans er og löngum stíginn. ÞAÐ er næsta tilbreytingar- lítið líf, að liggja úti fyrir eyjunni og bíða þess að komast að bryggju. En svo er þó fyrir að þakka, að eigi er langt að fara til gleðifunda. Áhafnir flutningabátanna eyða og oft tímanum við það að dorga eftir fiski, þegar önnur störf eru ekki fyrir höndum. Iðulega liggja skip frá flest- um siglingaþjóðum heims úti á Caracasflóa. Þegar þau komast loks inn á höfnina og upp að bryggjum, er hafður hraði á við að ferma þau eða afferma. Tím- inn er hagnýttur sem bezt, því að ávallt bíður fjöldi skipa eftir afgreiðslu. Verkamenn eyjar- innar hafa því lítt af 'atvinnu- leysi að segja, og á venjulegum tímum er þar hagsæld mikil í landi. Olíunni er dælt upp úr skip- unum í geysistóra geyma eftir löngum leiðslum. Hollendingar hafa efnt til mikilla nýjunga og umbóta á þessum vettvangi hina síðustu áratugi. Að sönnu hefir iðnaður sá og verzlun, er þeir reka austur þarna, fært þeim mikinn auð. En hann hefir og reynzt til mikilla heilla fyrir eyjarskeggjana, sem vona og þrá, að þeir fái notið þessarar tekjulindar í framtíð sem fortíð. Þegar komið er upp á eyj- una, blasir við augum hið sama umhverfi og þar gat að líta í fyrndinni. Virki stendur þar enn uppi á háum kletti skammt frá höfninni. Þar hefir verið fyrir komið fornfálegum fall- byssum, sem nú eru ekki lík- legar til stórræða. Fyrir nokkr- um árum lögðu uppreisnar- • menn frá Venezuela leið sína til eyjarinnar og réðust til atlögu við Willemstad. — Það tókst þó að bera þá ofurliði. — En at- burður þessi varð til þess að hollenzkur fallbyssubátur hefir eftir það verið látinn halda uppi gæzlu á höfninni í Schotte gat til þess að tryggja það, að eigi komi til annarra slíkra at- burða í framtíðinni. Þegar styrjöld sú hófst, er nú geisar, hu^ðust Hollendingar bregða skjótt við og tryggja aðstöðu sína og eignár í Vestur- Indíum sem bezt. Ríkisstjórni* . bar fram frumvarp, er heimil- aði henni að verja geysifé til landvarna og öryggis austur þar. Skömmu eftir að. ófriður- inn hófst,/ leitaði kafbátur til hafnar í Curacas til þess að taka þar olíu. — í febrúar- mánuði 1942 réðist svo einn af kafbátum möndulveldanna til atlögu við Aruba, sökkti þar þremur flutningabátum og sprengdi olíugeymi í loft upp. Til allrar hamingju var olíu- geymir þessi nær tómur, svo að spjöll urðu minni af völdum árásarinnar en ætla hefði mátt. Daginn eftix var árás gerð á annan flutningabát skammt frá mynni hafnarinnar í Wdllem- stad, sem náði þó landi heilu og höldnu. Aðrar eyjar Vestur- Indía urðu og fyrir árásum hina næstu mánuði. FLOTI Bandaríkjanna held- ur nú uppi strangri gæzlu við eyjar þessar og á siglinga- leiðum austur þar, svo að sjó- ræningjar nútímans sjá sér þann kost vænstan að láta lítt á sér bera. Þaðan koma Banda- ríkjunum og það hráefnið, sem knýr eigi hvað sízt hina miklu stríðsvélar vorar, sem munu mola innan skamms hrófatildur kúgunar þeirrar og harðstjórn- ar, sem stjórnmálastefna mönd ulveldanna hefir leitt yfir lönd- in. Þá mun lífið færast í hið, fyrra horf austur þar. Þá munu íbúar og hinir löglegu ráðendur gulleyjunnar í Karabiska haf- inu hverfa að sinni fyrri iðju að nýju, og fá notið fegurðar og farsældar umhverfis síns og lífskjara, án þess að ala ugg í brjósti um það, að válegir at- burðir kunni að bera þeim að höndum að tilhlutan óvina, sem einskis svífast. Um stríðsæsingakvikmyndir og börn í bíó. Gamanbréf frá manni, sem var að leita að forseta í Alþingishús- inu. Verzlunarmaður skrifar um dýrar breytingar á út- varpstækjum.\ ÝLEGA fékk ég eftirfarandi j bréf frá Agli: „ÉS var rétt . í þessu að koma heim frá kvik- * myndasýningn í Gamla Bíó. Nafn myndarinnar er frekar algengt, og um leið sakleysislegt. „Brúðkaups- ferðin“. Auk þess er þetta kölluð gamanmynd, og mun það hafa orðið til þess að margir krakkar og unglingar hafa hugsað sér gott til glóðarinnar, um að skemmta sér nú einu sinni vel, hlægja og gleðjast að góðlátlegu gamni. Ég varð því ekkert undrandi þótt ég sæi að krakkahópur hafði safnast saman fyrir utan Gamla Bíó kl. 4 í dag, í þeim hópi var áberandi mikið af smákrökkum, þetta átta upp í tíu ára gömul.“ ÉG KOM MÉR í SÆTI, eftir tilvísun aðgöngumiðans og beið nú með eftirvænting, að tjöldin yrðu dregin frá, svo að ég gæti brosað við gamni og glensi. Mér varð að ósk minni, ljósin slokknuðu, kvik- myndavélarnar tóku til starfa. En þá varð ég fyrir vonbrigðum. í staðinn fyrir gamanmyndina, sem ég bjóst við að sjá, þá var mér sýnt Austurríki árið 1938, blóði troðna slóð nazista gegnum land það. Svo er farið feti lengra, mér var leyft að fylgja slóðinni yfir Pólland, gegnum Holland og Belgíu, yfir á franska grund í stefnu á París þar er staldrað við stutta stund. Síðan var slóðinn rakinn áfram í gegnum Danmörku, haldið yfir til Noregs.“ „AÐ SÍÐUSTU var manni sýnt hvað það væri nú gaman að vera frjáls sem fugl á leið til U. S. A. þar sem frelsið og réttlætið réði ríkjum. Þetta er nú allt gott og blessað. En erum við ekki sann- arlega. búin að heyra nóg um ill- virki, manndráp og eyðileggingu, bæði í blöðum og útvarpi síðast- liðin fjögur ár, þótt að þar að auki sé ekki verið að demba yfir okkur áróðusmyndaflóði sí og æ?“ „AÐ MINNSTA KOSTI a»tti að banna börnum aðgang að mynd sem þessari. Stujtt frá mér sat maður með tvær smátelpur við hlið sér. Þegar að því kom í mynd- inni að pólski hershöfðinginn, Borelslci var myrtur af launmorð- ingja, heyrði ég að önnur telpan sagði. Pabbi, hvað er þetta svarta, sem rennur niður ennið á aum- ingja manninum, er það blóð pabbi? Faðirinn svaraði engu, en eldri telpan gall við, sástu ekki, að það var einhver maður að skjóta hann.“ „MÉR HEFIR VEKIÐ að detta það í hug hvort ekki væri hægt að hafa sérstakar kvikmyndasýningar fyrir börn, þar sem væru sýndar myndir við þeirra hæfi. Það er meira að segja orðið svo svart maður, að varla er hægt að sýna krökkum teiknimyndir lengur, því bæði „Skipper Skræk“ og Andrés Önd“ eru gengnir í herinn og berj- ast þar nú blóðugum bardaga með öllum nýtísku vélum nútímans. (Frh. á 6. sí6u.) Á

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.