Alþýðublaðið - 28.11.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1943, Blaðsíða 4
* ALÞYÐUBLAPIÐ Suimudagur 28. 1943, (Uj)qðttbUM& Útgefandi: Alinýðuflokkurinn, Riistjóri: Stefán Pétursson, Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðian h.f. „Bændavloðíta" í ófdiilegri mpð. FÁTT af því, sem á þingi 'hefir gerzt nú upp á síð- kastið, 'hefir vakið meiri athygli en andstaða F^amsóknarmanna og Ingólfs Jónssonar á Hellu gegn þigsályktunartillögu þriggja þingmanna varðandi verðuppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir, greiddar sam- kvæmt hinni frægu ályktun al- þingis 31. ágúst 1942. Þessir þingmenn. Finnur Jónsson, Sig. Kristjánsson og Áki Jakobsson, bera fram tillögu til þingsálykt- unar þess efnis. að verðuppbæt- umar grieidist framleiðendum varanna, að þeir kvitti sjálfir fyrir móttöku fjárins og að út- flytjendur skili sundurliðuðum skrám yfir úthlutun uppbót- anna. Svo sem allir sjá, þá eru meg- inatriði þessarar tiilögu tvö: að það se alveg tryggt, að féð komi í hendur þeirra, sem raun- verulega eiga að fá það, þ. e. bænda, og að vitneskja fáist um skiptingu þess fjár, sem hér er um að ræða, milli býla og hér- aða í landinu. Með tillögunni er því annars vegar stefnt að því að tryggja sem bezt hagsmuni bænda og hins vegar að því að gefa alþingi kost á að kynna sér, hvernig fé því, sem hér um ræðir og nemur 15—16 milljón um króna, sé varið. Þetta eru tvö alveg sjálfsögð atriði. Á því má ebki leika neinn vafi. að fé það, sem varið er úr ríkissjóði til að verðbæta .landbúnaðarafurðir, renni í vasa bændanna sjálfra; það er alveg ástæðulaust að skapa grundvöll fyrir nokkurri tortyggni í því efni. 'í annán stað er aiveg sjálf- sagt að alþingi viti sem gerzt um það. hvernig með þessa miklu fjárhæð'er far'ð og hversu skipt ingu hennar sé varið. Þykir slíkt sjálfsagður og eðlilegur háttur, þótt um minni fjárhæð- ir sé að ræða. ❖ * ' * En þau undarlegu tíðindi gerast, að hinir sjálfvöldu mál- svarar bændastéttarinnar rísa gegn þessari tillögu af miklu oforsi. Einn eftir annán risu þeir úr sætum sínum í sölum al- þingis og helltu úr skálum reiði sinnar yfir því, að fram skyldi vera borin slík tillaga. Rök var auðvitað hvergi að finna í málflutningi þeirra, ei.da er ekki hægt að andmæla jafn sjálfsagðri tillögu með rök em. En þeir láta liggja að því, þessir „málsvarar bændanna“, að hér sé um að ræða hreina ofsókn á hendur bændastéttinni. Flutningsmenn tillögunnar fylgdu sínu máli fram af hóg- værð og rökfestu. Þeir kváð- ust ekki væna útflytjendur landbúnaðarafurða um það, að þeir ekki skiluðu uppbótunum til bænda, en það væri þarf- la(ust og órétt að skapa hér nokkurn grundvöll til tor- byggni. Sigurður Kristjánsson Frh. á 6. síðu. Hðlverka^ýning Finns Jónssonar. FINNUR JÓNSSON ryður sér braut sjálfur. Hann hlýðir innblæstri sínum og lætur sér ekki nægja að þramma einhvern troðinn veg, sem einhver „skóli“ markar honum, án þess að líta til hægri eða vinstri. Finnur er þjóðleg- ur, án þess að vera tilgerðar- legur, og hann er ljóðrænn án þess að vera væminn. Af þess- um ástæðum njóta persónuleg- ir eiginleikar sín vel í lista- verkum hans, fáir núlifandi málarar vorir ráða t. d. yfir jafn lífrænni og hressandi kímni og hann. Það er einmitt þessi hlýi og gamansami skilningur lista- mannsins á viðfangsefni sínu, sem öðrum þræði vekur aðdáun áhorfendans á „Körlum við uppsátrið“ (nr. 18). Þessum sanníslenzku sjógörpum og tóbakskörlum kynnast menn ekki suður á Þýzkalandi eða úti í Frans, þeir verða ekki lærðir af myndum Picassos eða Van Goghs, menn verða að al- ast upp með þeim og hafa þá fyrir augunum og alast upp með þeim — og um fram allt: skilja þá: Annars er þessi mynd fyrir margra hluti at- hyglisverð aðra en þá, sem nú var minnzt á. Myndflöturinn skiptist í tvennt, aðalþungi myndarinnar og forgrunnur hægra megin, þ. e. karlarnir tveir og nánasta umhverfi þeirra, en uppi til vinstri auður flötur, ljós himinn og haf á óljósum mótum. Tveir fuglar, hvítur og dökkur, gefa auða fletinum fjarrænt líf. En edn- kennilegt er það við þessa mynd, að hún er í rauninni lit- laus, enda þótt skýr sé. Þessi litleysa, sem listamaðurinn leikur sér svo fimlega að, er þó ekki upplogin. Hún er sönn og raunveruleg á kyrrum sumar- dögum á íslenzkri sjávar- ströndu. Þær myndir, sem hæst ber á þessari sýningu F. J., eru hinar miklu sjávarmyndir hans. Eru þar annarsvegar verk eins og „Rok“ (nr. 24) og „Fiskimenn“ (nr. 46), mögnuð sterkri hreyf- ingu og stórgerðum, áhrifamikl um dráttum, en hinsvegar mynd ir eins og „Höfrungar“ (44) og „Máfar“ (49), þrungnar dul- magni og litatöfrum. í þeim síðartöldu drottnar hinn blá- græni sjávarlitur, sem Finnur er snillingur í, enda hefir hann lengi barizt við hann. Víða er eins og þessi tilkomumikli lit- ur sé nærri því sjálflýsandi. í EINN Á BÁTI. Eitt af málverkunum á sýningu Finns Jónssonar. myndinni „Höfrungar11 búa tröllslegir töfrar og dularmögn. Finnur hefir í seinni tíð snúið sér allmikið að einskonar „upp- stillingum“ náttúrunnar, og eru' þarna margar myndir af því tagi, einkum blóm í hrauni og eyðilegu umhverfi. Ein þeirra er „Burknar“, yndisleg mynd gædd lyriskum fínleika. Þrír burknar í hraunskúta, og sýnir hver sín litbrigði: sá fremsti grænn, í miðið ryðrauður, sá innsti daufblár. Villiblómin íslenzku fá á sig hrífandi yfir- bragð og líf í pensli F. J. Innarlega á austurvegg hanga tvær myndir: „Kalviður“ (14) og „Síðustu geirfuglshj ónin‘‘ og er það ekki út í bláinn, að þær eru setta þarna hlið við hlið. Þær búa undir sömu áhrifun- um, stemningu einmanakennd- ar og feigðar. Dauðvona hrísl- an og lífselsku blómin í haust- fölum bakgrunni, eru hliðstæða geirfuglanna tveggja, sem halla sér hvor að öðrum á einmana- legu skerinu, dregnir í svart og hvítt. Báðar þessa myndir eru merkilegar og áhrifamiklar. Landslagsmyndir eru þarna nokkrar, og vekja Eyrarbakka- myndinar mesta athygli, eink- um „Þangflúðir við Eyrar- bakka“ (nr. 37), mótuð með skáhöllum línum, gagnstæðum, og sýnir einmaleik strandarinn- ar andspænis ofsa brimsins. „Kotbærinn“ (nr. 29' er menn- ingarsöguleg mynd, sem bregð- Blóm & Ávextir. Gerfiblóm í gólfvasa í miklu úrvali. Gjörið svo vel og lítið í gloggana í dag. Unglingar óskast fil að bera blaðið í eftirgreind hverfis Framnesveg, BVIelana, Hverfis- götu og Norðurmýri. áLÞVÐUBLÍÐIÐ, simi 4900. ur upp fyrir áhorfandanum hí- býlu(m hverfandi kynslóða. Ekki er þess kostur að víkja nánar að öðrum myndum, sem vert væri og vekja athygli á, svo sem „Vegavinna‘“ (41), „Línudráttur“ (17), „Naut í flagi“, „Bátar“ (35) o. fl. / . / ' Teikninganar í f remsta hluta safnsins eru Þka sumar Anglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvðlðl. Simi 4906. ÚireiðiS AtbfSnblaðið. með því markverðara á sýning- unni. Þessi sýning F. J. er öðrum þæði yfirlitssýning. Elztu mynd irnar.eru allt frá 1923. Má t. d. benda á „Fyrsta nazistann“, skemmtilega mynd, sem lista- maðurinn gerði á Þýzkalands- árum sínum. Finnur Jónsson er sívaxandi listamaður, gáfaður og afkasta- mikill. Þessi sýning gefur sanna mynd af hinni fjölþættu list hans. R. J. ÞJÓÐVILJAMENN hafa sennilega verið í vand- ræðum með efni í forustugrein blaðsins í gær. Hafa þeir tekið þann kost, að birta heilaspuna um nýja afturhaldsstjórn, er væntanlega verði stofnsett með tilstyrk Alþýðuflokksins — eða j,ajfnvel fyrir atbeina hans. í grein þessari segir m. a. á þessa leið: „Það var auðheyrt á ræðu Ing- ólfs á Hellu í eldhúsdagsumræð- unum, að afturhaldið á alþingi gerir sér nú nokkrar vonir um að geta skriðið saman til st.iórnar- myndunar. Morgunblaðið í gær tekur undir með Ingólfi og segir að þetta öngþveiti dugi ekki leng- ur. Stefnan í löllum ræðum þeirra Framsóknar- og Sjálxstæðismanna er töluðu í útvarpið var sú sama: þarátta gegn sósíalistum, og undir það tók Alþýðuflokkurinn með sinni hjáróma rödd. Stefán Jóhann lýsti því þeinlínis yfir, að Alþýðu- flokkurinn væri nú reiðuþúinn til samstarfs við aðra borgaraflokka, auðvitað að heill fólksins.“ Það hefir nú legið í loftinu alllengi, að von væri á aftur- haldsstjórn á alþingi — sam- stjórn íhaldsmanna og komm- únista. Hvort af því verður, skal ekkert fullyrt um hér. En hitt vita menn, enda ekkert launungarmál, að um langa hríð hefir verið mikið „makk“ milli leiðandi manna í Sjálf- stæðisflokknum og Kommún- istaflokknum um sameiginiega stjórnarmyndun. — Það er svo áuðvitað algert aukaatriði — þegar Þjóðviljinn á í hlut — að Stefán Jóh. Stefánsson lét ekki í útvarpsræðu sinni falla nein þau orð, er svara til þeirra um mæla, sem Þjóðviljinn leggur honum í munn. En rangfærslur og blekkingar eru svo daglegt brauð í þeim herbúðtim, að það tekur því ekki að minnast á slíkt. Vart getur óvandaðra þlað í í öllum málflutningi en „Tím- ann“, málgagn dreifbýlisins. Þegar blaðið skrifar um verð- hækkunina á rafmagninu nú nýlega segír það í fyrirsögn: „Nú þegja öll dagblöðin í Reykjavík.“ Það er þó vitan- legt öllum þeim, er blöðin lesa, að Alþýðublaðið hefir tekio ein dregna afstöðu gegn verðhækk uninni og gagnrýnt hana harð- lega. Enda er frásögn Tímans af þessu í beinni mótsetningu við fyrirsögnina. í greininni sjálfri segir.sem sé á þessa leið: „Við þetta hafa blöð íhalds- raanna, er mest fáruðust yfir mjólkurskortinum, ekkert að at- huga. Og Þjöðviljinn, sem læzt vera málgagn smælingjanna, stein þegir. Nú þarf ekki að vera að hugsa um börnin og vanheila fólk- ið í köldu, óupphituðu íbúðunum. Nú þarf ekki að skrifa um það, 'þótt gerðar séu o kurráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að J.a- tæklingar njóti hinna nauðsyn- legustu bæginda, liitans, meðan hinir ríku geta vcitt sér þau eftir sem áður. Þetta er allt saman gott og blessað, því að ihaldsmeirihiut- inn í Reykjavík gerði þetta og naut til þess leynilegs stuðnings kommúnistahöf ðingj anna. “ Eins og menn sjá af þessu, kveður við annan tón í grein- inni sjálfri en fyrirsögn henn- ar, enda var afstaða Alþýðu- blaðsins í þessu máli svo skýrt mörkuð, að jaínvel Tíminn treystist ekki til að rangfæra hana, þegar á hólminn kemur. En það er næsta nýstárleg blaðamennska þetta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.