Alþýðublaðið - 28.11.1943, Blaðsíða 5
Sxutnudagur 28. aóv. 1943.
ALÞTÐUBLAÐIÐ
f
EG hef frá því að styrjöldin
hófst ferðazt nær því tíu
'þúsund mílna leið með brezkum
iherskipum. Herskip þessi hafa
jafnan lagt leiðir sínar um slóð-
ir þar sem ástæða var til að ætla.
að tii hemaðaraðgerða myndi
koma. En allan þennan tíma hef-
ir þó eigi til nokkurra slíkra at-
burða komið. Aðeins nokkrum
sinnum hefir skothríð verið haf-
in gegn óvinaflugvélum. sem þá
hafa haldið brott hið fyrsta. Það
hefir verið allt og sumt, sem ég
hef haft af hildarleiknum að
segja á þessum sjóferðum mín-
um.
Ef til viil hefir þetta að ein-
hverju leyti verið óheppni mín,
því að það hefir engu öðru verið
líkara en örlögin hafi ákveðið.
.að ég skyldi eigi hljóta náin
kynni af hernaðaraðgerðum. En
þó mun aðalástæðan- til þessa
vera alræði flota bandamanna
á höfunum og hin mikli árang-
ur, sem náðst hefir af baráttu
'hans frá því að hin nýja heirn-
styrjöld hófst.
Þar er Bretar eru eyþjóð og
•eiga sér mikla sögu sem sigl-
ingaþjóð, er afstaða þeirra til
hafsins nokkuð önnur en vel-
flestra annarra þjóða. Þjóðin
elur aldur sinn á næsta leiti við
æginn, og velferð hennar og af-
koma er mjög undir honum kom
in, hvort heldur er stríð eða
friður. Kynni hennar af hafinu
eru því næsta náin, og það við-
horf hefir mjög mótað afstöðu
hennar til þess.
Áþekka sögu er og að segja
um viðhorf þjóðarinnar til flot-
ans. — Við vitum að hann er
fyrir hendi. Við vermumst
hrifni og fögnuði, þegar við les-
um um afrek eins og viðureign-
ina við Bismarck og orrustuna
við Narvík. Okkur ægði kaf-
bátahernaður Þjóðverja að
sönnu. En við eyddum engan
veginn miklum tíma til umhugs
unar um það mál samt sem áður.
Fyrr og síðar höfurn við gert
minna af því að fylgjast með
hernaðaraðgerðum flotans en
til dæmis hernaðaraðgerðum
landherja vorra eða flughers. —
Guði isé lof, að við eigum flota.
segjum við og látum þar við
;sitja.
Jafnvel þeir, sem láta sér fátt
finnast til um stríð og hernað-
araðgerðir, taka undir þá þakk-
argerð.
Því fer alls fjarri, að flotinn
eigi í stórræðum jafnaðarlega
eins og mörgum mun þó gjarnt
að ætla. Líf sjóliðanna er oft
næsta tilbreyting^rlítið. Eigi
alls fyrir löngu lét Sir John Tor
vey, sem þá var æðsti maður
heimaflotans, þessi ummæli
falla í samræðu við mig: — Níu-
fíu prósent af tíma vorum fer í
bið_ en tíu prósent í hernaðar-
aðgerðir.
Hann átti að sönnu aðeins við
einn hluta flotans, þann hluta
hans, er iaut yfirstjórn hans. —
Hefði hann hins vegar rætt um
flotann í heild. myndi honum
sennilega hafa farizt orð eitt-
hvað á þá lund. að tíu prósent,
tírnans færu í hernaðaraðgerðir
en níutíu prósent hans í gæzlu-
starf.
Ef við lítum á uppdrátt af
heiminum. sjáum við þar hinar
fjölmörgu siglingaleiðir, sem
eru greinilega auðkenndar. Sigl
ingaleiðir þessar þýða það, að
; .
Stormblússur
ÍSLENZKAR.
AMERÍSKAR.
ENSKAR.
GretMsgötu 57.
Churchill um borð í „Renown“
Á mynd þessari sézt Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, ávarpa skipshöfn orrustu-
skipsins „Renown“ eftir að hafa ferðazt með því heim til Bretlands frá Ameríku. Bak við
Churchill stendur Mary dóttir hans klædd einkennisbúningi hjálparsveitakvenna.
Mttnr brezka flotans í styriðldlnil
GREIN þessi, er f jallar um
þátt heimaflotans brezka
í styrjöld þeirri, er nú er
háð, mikilvægi hans og starfs
háttu, er eftir Martin Chis-
holm og þýdd úr Strand
Magazine.
floti vor hefir mikið og vanda-
samt hlutverk að vinna.
Aðalsiglingaleiðin er sú, sem
hersveitir og birgðir eru fluttar
eftir frá Bandaríkjunum og
Kanada til Bretlands og Norður
Afríku. — Svo er og leiðin til
Austurlanda, birgðaflutninga-
leiðirnar til Rússlands um ís-
hafið og Persíuflóa, leiðin til
Ástralíu og strandferðirnar við
Bretland.
Þetta eru aðeins nokkrar sigl-
ingaleiðir, sem ég nefni hér af
handahófi. En á hverri þeirra
hefir flotinn mikil verk að
vinna.
Ef safnað væri saman skýrsl-
um um það hversu margar sjó-
mílur floti vor hefir siglt frá
stríðsbyrjun og þær birtar op-
inberlega, myndi margur maður
undrast mjög.
Herskip vor bíða allajafna
færis til þess að leggja til atlögu
við herskip óvinanna og granda
þeim. En meginverkefni flot-
ans sem heildar er þó það að
flytja hersveitir og hergögn
þangað, sem þeirra er.þörf á
hverjum tíma.
Nær því helmingur flota vors
hefir það hlutverk með höndum
að annast fylgd skipalesta og
tryggja það að vörubirgðir kom
ist í áfangastað. Öllum hugs-
andi mönnum um er það kunn-
ugt, að sérhver skipalest, er
kemst yfir hafið heilu og höldnu
flýtir fyrir sigri vorum í styrj-
öídinni og tryggir hann.
Ég þekki fjölmarga liðsfor-
ingja á tundurspillum vorum og
fylgdarskipum, sem æskja þess
að f'lugvélar óvinanna áræddu
að leggja til atlögu við farkosti
þeirra, svo að unnt væri að veita
þeim verðskuldaðar móttökur.
Það er og sízt að furða, þótt á-
hafnir herskipanna vilji gjarn-
an að til hernaðaraðgerða
kæmi. Þá gefst þeim þess kost-
ur að geta sér aukinn orðstír,
sem flestir hermenn þrá, hver
svo sem orrustuvettvangur
þeirra annars er. En jafnframt
gera sjóliðarnir sér þess glögga
grein, að því fer alls fjarri að
það hafi góð áhrif á áhafnir
verzlunarskipanna að til orrustu
komi. Sjálfir vermast þeir víga-
móð, en þeim dylst þó eigi, að
bezt er að skipalestirnar kom-
ist leiðar sinnar, án þess að til-
efni gefist til hernaðaraðgerðá.
Vér skulum hugleiða stundar-
korn, hvers muni með þurfa tli
þess að skipalestir vorar geti
siglt yfir Atlantshafið þannig
að þær njóti æskilegs öryggis.
Manni dylst eigi, að mikils kosts
flutningaskipa, fylgdarskipa,
herskipa og flugvéla muni með
þurfa til þess að unnt sé að
halda uppi ferðum þessum.
Þetta liggur í augum uppi. En
þegar nánar er að gætt, sann-
færist maður brátt um það, að
floti vor hefir ýinsum fleiri verk
' efnum að sinna. —
Á norðnverðu Atlantshafinu
hafast tveir flotar við. Annars
vegar er hinn voldugi heima-
floti vor, og til hans teljast mörg
hin nýjustu og beztu herskip
vor. Hins vegar er þýzki flotinn,
sem má sín lítils og er ekki
gjarn á að ráðast í stórræði. .
Allt til þesa hafa Þjóðverjar
talið sér þann kost vænstan að
hafa hægt um sig á höfunum.
En þar að kann þó að koma ein-
hverja nótt, þegar myk þoka
er á, að Tirpitz sigli út á At-
lantshafið og hyggist á hernað á
siglingaleiðum skipalesta vorra.
Hipper, Prinz Eugen og Liitzow
kynnu og að freista þess að
koma til fulltingis við það og
hinn þýzka kafbátaflota.
Þannig heldur brezki heima-
flotann sig á norðanverðu At-
lantshafinu og bíður færis að
leggja til atlögu við herskip ó-
vinanna. En reynslan hefir
sannað, að Þjóðverjar eru eng-
an veginn óðfúsir að mæta hon
um. — En þó að flotanum verði
eigi að þeirri ósk sinni að fá
þreytt styr við herskip óvinanna
rækir hann næsta mikilvægt
!
hlutverk með því að firra skipa-
lestir þær, er sigla yfir hið mikla
úthaf, hséttum af þeirra hálfu.
MikiÍvægasta hlutverk heima
flotans brezka er er til vill að
tryggja öryggi skipalestanna,
sem flytja birgðir til Rússlands.
Nú orðið er það sjaldgæft, að
kafbátar Þjóðverja efni til hern
aðaraðgerða gegn skipalestum
þeirra. Þeim yrði og vasklegfc
viðnám veitt, ef þeir freistuðu
slíks, því að herskipum vorum
og kafbátum er þar jafnan að
mæta, svo og miklum og öfl-
ugum flugvélakosti.
Áhafnir skipalestanna verða
flota vors lítt varar. Eigi að síð-
ur fylgist flotinn af kostgæfni
með ferðum þeirra og tryggir
öryggi þeirra. Enda þótt áhafnir
skipalestanna hafi þannig eigi
náin kynni af flota vorum, dylj
ast þeim eigi áhrif hans. Þær
vita, að án hans myndu miklar
hættur og ógnleg vá ægja
þeim.
Þegar rætt er og ritað um
skipalestir, skyldi tundurdufla-
slæðurunum eigi gleymt. Það
er ekki til mikillaj heilla að
senda skipalest yfir hafið, ef það
verður hlutskipti hennar að rek-
ast á tundurdufl þau, er Þjóð-
verjar hafa lagt í sæinn á stór-
um svæðum með þeim afleið-
ingum að fleiri eða færri skip
anna farist. Þess vegna má með
sanni segja, að hið þrotlausa
starf tundurduflaslæðaranna sé
í senn mikilvægt og örlagaríkt.
Um það verður eigi efazt, að
ef lát yrði á starfi þeirra. þótt
eigi væri nema skamma hríð,
myndu viðhorf styrjaldarinnar
ibreytast mjög bandamönnum til
óheilla.
Þannig á flotinn sér mikla
sögu og merka. —< Hann er jafn-
an á verði og á oft í stórræðum.
Án hans myndi hinum hug-
djörfu og hraustu sjómönnum
vorum eigi unnt að rækja störf
sín, nema gjalda mikil afhroð.
En án þess að þeirra nyti við,
myndi styrjöldin aldrei verða
til lykta leidd með sigri vorum.
Þeir eru hinar hljóðlátu hetjur,
sem drýgja þær dáðir, sem mikil
vægasta mega teljast, en lítfc
eru þó í hámælum hafðar. Þátfc-
ur þ'eirra er sízt minni þætti
þeirra, sem styrinn heyja í lofti
og á láði og legi. Flotinn er þeim
í senn skjöldur og skjómi.
Nú er það svart maður! Eigum við að gera aðför að
Ijósameistara Reykjavíkur. Vélarnar og grútarlampinri.
Kiljan og hæfni okkar. Öryrki skrifar um málefni ör-
yrkjanna. Enn um Kumbaravog.
N
U ER ÞAÐ SVART MAÐUR!
Klukkan er 11.30, pað er
svo ðimmt að það er hvorki les-
bjart né skrifbjart við skrifborð-
ið mitt. Ég reyni að kveikja á
tveimur rafmagnsljósum, öðrum
á miðju loftinu og hinu hérna á
borðinu hjá mér. En það er alveg
sama! Ég sé ekki til! Hvort prent-
ararnir geta lesið þetta krafs mitt
við sínar grútartýrur upp úr há-
deginu, skal ég ekkert um segja.
LJÓSAMEISTARI BÆJARINS!
Það er nú meiri karlinn! Því minna
rafmagn, því hærra verð! Ég get
ekki reiknað þetta dæmi, enda
hef ég aldrei verið góður í reikn-
ingi, og því oft búið að snuða mig
á lífsleiðinni! Hvaða bölvað ekki
sen ráðlag er þetta eiginlega?
Það er fyrirhyggja þetta eða hitt
þó heldur! Það þýðir ekki að segja
mér það, að setuliðið eyði svo miklu
rafmagni að allt sé í vandræðum
þess vegna, eða að atvinnurekst-
urinn sé orðinn svo margfallt
meiri en áður var, eð ekkert raf-
magn sé þess vegna á morgnana.
ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI SATT,
sem einhver sérvitringur sagði hér
í pistlum mínum fyrir mörgum
árum, að það sé eitthvað meira en
lítið athugavert við innanbæjar-
kerfið — að það sé allt vitlaust út-
reiknað frá upphafi! Og hann
skrifaði mér nýlega og sagði: „Þú
skalt ekki halda að iþað batni, þó
að þeir komi einhverntíma upp
viðbótinni við Sogið. Innanbæjar-
kerfið er ónýtt.“
GETUR NOKKUR lifandi mað-
ur láð mér það þó að ég fari að
trúa svona löguðu, þegar maður
bögglast við það geðvondur að
smíða bókmenntir í myrkri — og
þó við mörg logandi rafmagns-
ljós — og konan stríði við að
malla miðdagsmatinn á 20 ára
gamalli olíumaskínu? Þið skuluð
bara lá mér það, ef þið eruð þá
eitthvað betri sjálf!
ÉG ER MEÐ í ÞAÐ að afhrópa
Steingrím Ijósameistara — og allt
það hafurtask. Ég legg til að við
hættum alveg að basla við þetta
bannsetta rafmagn og tökum upp
aftur grútarlampana. Ég fer að
halda að Kiljan hafi alveg á réttu
að standa, að við séum ekki færir
um að bauka við vélar — og svo-
leiðis!.
ÖRTRKI SKRIFAR: „Frum-
varpið, sem er nýkomið fram á
alþingi um endurbætur á trygg-
ingarlögunum er mikil endurbót
frá því sem áður var, en betur
má ef duga skal. Aðaláhersluna, í
Framhald k 6. síðu.