Alþýðublaðið - 28.12.1943, Qupperneq 2
9
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. desember 1943
Tvennir tvftsnr
ð Isalirðð.
Og aðrir hélda hiBnm
imdir skíruiBa.
Frá fréttaritara Alþýðu-
blaðsins ísafirði í gær.
OVENJULEGUR ATBURÐ-
UR fór fram hér í kirkj-
unni á ísafirði á ánnan jóladag.
Þann dag voru tvennir tvíburar
skírðir við guðsþjónustu og
Jiéldu aðrir þeirra hinum undir
skýrn.
Eldri tvíburarnir eru drengir
lil ára gamtir. Bróðir Iþeirra
eignaðist tvíbura, tvær stúlkur
á sumar og voru þessir tvíburar
allir skírðir samtímis. Héldu
drengirnir telpunum undir
skírn.
Ætli þessi viðburður sé ekki
alveg einsdæmi?
Hagl.
■ r - *—
Heimilisritið
er nýkomið út. — Flytur það
jólasögu eftir Kristmann Guð-
mundsson, er nefnist Litli bróðir,
Berlínardagbók blaðamanns eftir
■William L. Shirer, nýja framhalds
sögu eftir Philip Ketchum, er
heitir Dauðinn brosir og fleira.
Skoðanakönimnm í skilnaðarmálinu;
Meira ©11 prllliiiifiir Eeykvík
inga á méti hraðskiinaði ?
38,l®o hlnna aðspurðu vilja*
fresta lýðveldisstofnuninni.
lithlatan shðBnnt-
anarseðla i lag.
f
Niðurstöðutölur sköðanakönnunarinnar
í skilnaðarmálinu eru nú einnig kunnar í Reykjavík.
Þær virðast sýna að hlutfallslega mun fleiri séu andvígir
hraðskilnaðinum í Reykjavík, en úti á landi. Töluvert meira
en þriðjungur þeirra, sem spurðir voru í höfuðstaðnum
lýstu yfir þeim vilja sínum að stofnun lýðveldisins yrði
frestað að óbreyttum aðstæðum.
Af aðspurðum kjósendum í Reykjavík af báðum kynj-
um, úr öllum stéttum og flokkum, lýstu 56,3% sig því fylgj-
andi að lýðveldið yrði stofnað eigi síðar en 17. júní 1944
(58,6% utan Reykjavíkur), en 38,1 % vildu láta fresta stofn-
ún lýðveldisins að óbreyttum aðstæðum (31,9% utan
Reykjavíkur).
Spurnihgunni um það, hveiýiig forseti lýðveldisins skuli
kosinn var í Reykjavík svarað á þennan hátt: 14,6% vildu láta
kjósa hann af alþingi (23,3% utan Reykjavíkur), 72,5% vildu
láta þjóðina alla kjósa hann (68,1% utan Reykjavíkur.
sbrún npp si
Tránaðarráð félagsins hefir ákveðlð
allsherjaratkvæðagrelðsio i janúar.
Og fiwetiar fll sað s®g|a Eipp samrcÍBsijurauEn.
Trúnaðarráð verkamannafélagsins dags-
BRÚN samþykkti á fundi sínum 22. þ. m. að láta fara
fram allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu í næsta mánuði
um uppsögn samninga félagsins við atvinnurekendur — og
ennfremur að hvetja alla félagsmenn til að greiða atkvæði
sem einn maður með því að segja samningnum upp, — eins
og segir í ályktun trúnaðarráðsins.
Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í
gær í skrifstofu Dagsbrúnar mun allherjaratkvæðagreiðslan
fara fram um miðjan janúar og standa í 2—3 daga. Samn-
ingum ber að segja upp fyrir 22. janúar — og með mánað-
ar fyrirvara. Að öðrum kosti framlengjast þeir óbreyttir
um 6 mánuði.
Eins og öllum er í fersku
minni voru samningar Dagsbrún
ar framlengdir óbreyttir í sum-
ar, með því að stjórn félagsins
lét hvorki fara fram allsherjar
atkvæðagreiðslu um uppsögn
þeirra þá né sagði þeim
heldur upp á eigin ábyrgð, —
enda þótt vitað væri að megn ó-
ánægja væri meðal verkamanna
út af samningunum og að fél-
agsfundur beinlínis óskaði þess
að þeim yrði þá sagt upp.
Tillögu sína um að segja
samningunum upp nú rökstyður
trúnaðarráðið í eftirfarandi á-
lyktun, sem samþykkt var á
fundi þess:
„1. Þann 22. ágúst 1942 náði
Vmf. Dagsbrún nýjum kaup-
og kjarasamningum með grunn
kauphækkun dagkaups úr kr.
14.50 í kr. 16.80, styttingu
vinnudagsins úr 10 stundum í
8 stundir og 12 daga orlofi.
Þetta var á þriðja ári hins
mikla stríðsgróða í landinu.
Allt frá stríðsbyrjun og til
22. ágúst 1942 hafði kaup
verkamanna staðið óbreytt og
jafnvel bundið með lögum. —
Verulega gengislækkun hafði
verið gerð á kostnað launþega.
Aukning dýrtíðarinnar hafði
hvergi nærri komið öll fram í
dýrtíðarvísitölunni. Verka-
menn gátu því aðeins séð sér
og sínum farborða með því að
vinna myrkranna á milli í
skjóli þeirrar óvenjulegu at-
vinnu, ér stríðið færði.
Þannig var lífskjörum verka
manna af ráðnum hug skorinn
hinn þrengsti stakkur, meðan
lítill hópur landsmanna
græddi of fjár í skjóli þessa
sama stríðs.
2. Verkamenn hafa frá önd-
verðu álitið dýrtíðarvísitöluna
sér óhagstæða og haft til þess
gild rök. Fyrir nær tveimur
árum var það loforð gefið af
Framh. á 7. síðu.
Samkvæmt þessum niðurstöð
um skoðunarkönnunarinnar í
í Reykjavík og við samanburð
á þeim og niðurstöðúm hennar
utan Reykjavíkur (spurðir voru
samtals 581 maður), eru heild-
arniðurstöður um land allt þess-
ar:
Fyrsta spurning.
ca. 58% vildu að gengið yrði
frá formlegum sambandsslitum
eigi seinna en 17. júní 1944.
ca. 34% vildu fresta málinu
að óbreyttu ástandi.
ca. 8% höfðu ekki myndað
sér ákveðna skoðun.
Önnur spurning.
ca. 20% vildu, að forseti yrði
kosinn af alþingi.
ca. 70% vildu láta kjósa hann
með alþjóðaatkvæði (þ. á m.
nokkrir, sem vildu kjörmanna-
kosningu).
ca. 10% höfðu ekki myndað
sér ákveðna skoðun um málið.
Greinargerð um skoðanakönn
unina og niðurstöður hennar
var birt í jólahefti tímaritsins
Helgafell, sem út kom á að-
fangadaginn.
ÁlþýðuíSokkslélag
i
ELGI HANNESSON, fram-
kvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins, stofnaði Alþýðuflokks
félag í Súðavík rétt fyrir jólin.
Stjórn félagsins skipa: Mar-
ías Þ. Guðmundsson, kaupíélags
stjóri, formaður, Kristján Stattr-
laugsson, kennari og Ólaf ur Jóns
son, sjómaður. Varastjórn félags
ins skipa: Karl Jónsson, sjómað-
ur, Halldór Þorsteinsson, sjó-
maður og Samúel Samúelsson,
vélstjóri.
Alþýðuflokkurinn á vaxandi
fylgi að fagna hvarvetna á
Vestfjörðum, og er þar inikill
áhugi fyrir auknn starfi.
Verðlagsbrot.
Nýlega heíir veitingahúsið Upp-
salir á ísafirði, verið sektað fyrir
of hátt verð á veitingum. Sekt og
ólöglegur hagnaður nam kr. 350.
Fyrir næsta ársfjérðung.
UTHLUTUN matvælaseðla
fyrir 'næsta ársffórðung
(fanúar, febrúar og marz) hefst
í dag og stendur næstu þrjá
daga.
Fer úthlutunin fram í Hótel
Heklu, inngangur um suðurdyr
og verður hvern dag opin kl.
10 til 12 og 1 til 6.
Fólk er áminnt um að koma
með stofnana af gömlu seðlun-
um og verða þeir að vera út-
fyltir réttu nafni eigendannna.
íiriif til stofnoa-
ar lélssifis ð
Éittlwmoilælt
Gefandlna er Filbðri Oað-
mnndsðóttlF, frá lelitiM.
U RESSINGARHEIMILINU
í Kumbaravogi hefir bor-
ist myndarleg gjöf — 5000,00
krónur, til þess að koma upp
bókasafni fyrir hælið.
Gjöf þessi er gefin til minji
ingar um frú Vilborgu Guðna-
dóttur frá Keldum. En hún var
um fjölda mörg ár félagi Góð-
templarareglunnar og hafði
jafnan óskað þess, að þeim fjár
munum, sem eíti.r sig kynnu að
verða, yrði varið á einhvern hátt
til styrktar einhverri þeirri
mannúðarstarfsemi, sem Regl-
an hefði með höndum. —
Nú er það hugmynd og ósk
gefandans, að þetta mætti verða
vísir að meiru, og að vinir og
velunnarar Vilborgar sál., sem
vildu heiðra minningu hennar,
gerðu það méð því að auka við
safn þetta með gjöfum.
Stjórn Hressingarheimilisins
hefir þegar tekið við gjöf þess-
ari og keypt nokkuð af bókum,
sem hælið hefir fengið nú fyrir
jólin.
Stjórn Hressingarheimilisins
þakkar hjartanlega fyrir þessa
rausnarlega gjöf, enda er hér
bætt úr mikilli og bráðri nauð-
syn. Hælið hafði þegar áður
eignast nokkuð af bókum —
gjafir frá ýmsum —, en hér er
lagður grundvöllur að reglulegu
safni, sem vér vonum að geti
eflst og aukist.
TopriBB Jðplter
íebor Biðrl.
Eo skipið sktnmiiist elitl.
TOGARINN Júpíter tók
niðri í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld þegar hann ætlaði að
fara að leggjast að bryggju þar
og stóð skipið þar í nokkrar
klukkustundir.
Skipið losnaði á flóðinu eftir
4 klukkutíma og er sagt alveg
óskemmt.
Ijrtt hefti af ielp-
felli koaið.
Uppbaf af Faost. Mynðir af
mðrgnm iistamonnnm,
ÝTT HEFTI af tímaritinu
,,Helgafell“ er komið.
Efni heftisins er á þessa leið:
Hreinsun helgidómsins, teikn-
ing eftir Gustarz Doré, Riddar-
inn Blindi, ljóð eftir Tómas
Guðmundsson, Skoðanakönnun-
in í lýðveldismálinu um land
allt, eftir Torfa Ásgeirsson,
Sjómannakveðja, ljóð sem ekki
hefir birst áður, eftir Þorstein
Erlingsson, Myndlist okkar fom
og ný eftir Halldór Kiljan
Laxness, úr Fást eftir Goethe,
þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
(Upphaf sorgarleiksins) Sáuð
þið hana systur mína, nýtt söng-
lag eftir Pál ísólfsson, Lista-
maðurinn Gunnlaugur Blöndal,
eftir Tómas Guðmundsson,
Gerð, ljóð, eftir Nordahl Grieg.
Skáldið á Litlu Strönd (Þorgils
Gjallandi) eftir Sigfús Bjarna-
son, frá liðnu sumri, ljóð eftir
Melitta U rbantschitsch, Upp-
reisn Dana, eftir Jón Magnús-
son.-----í heftinu eru myndir
af þessum listaverkum: Gunn-
laugur Blöndal: Spönsk flótta-
kona 1938, Við morgunverðinn
1933, Frá Siglufirði’1943, í eld-
húsinu 1943, þrjár kynslóðir
1939. — Gunnlaugur Scheving:
S j ómaður, (teikning) Maður á
báti. (málverk) Þorvaldur
Skúalson: kona (teikning) Hest-
ur (málverk. Þá eru og í heft-
inu þessar myndir: Ólafur
helgi (íslenzk mynd frá 14. öld)
Vígsla biskups Nikuláss (ísl.
mynd frá 14. öld) Kristur og
tveir dýrlingar (ísl. mynd frá
14. öld.
Ipteleit hefíi s
piiiðlaœi er
keiið ðí.
SJÓMAÐURINN, jóla og ný-
ársblað kom út á Þorlóks-
messu, og er þetta hefti eins og
öll hin fyrri, mjög myndarlegt.
Á forsíðunni ex stór mynd af
skipi, sem kemur í höfn. Fyrsta
greinin, sem er forspjall heftis-
ins, heitir: „Er ferðin án fyrir-
heits?“ Þá skrifar Sigurður
Gíslason skipstjóri mjög fróð-
lega grein um Rudolf Diesel,
þróun Diesedvélanna og Diesel-
vélskipanna — og fylgir mynd
af Rudolf Diesel. Örn skrifar
skemmtilega frásögn um sjóferð
frá Eyrarbakka og út í Selvog
fyrir mörgum árum. Þá er
kvæði eftir Pál bónda á Hjálms-
stöðum: „Til Jóns Sturlaugs-
sonar.“ Næst er saga frægrar
hraðsnekkju: „Gammur At-
lanthafsins“ — og fylgir mynd.
Jón Pálsson fyrrverandi banka-
féhirðir lýsir sumardeginum
fyrsta — fyrrum, og fylgir frá-
sögninni mynd. Framfarir í
frystingu er fróleg grein. Skips
skaðaey er fróðleg grein og
og skemmtileg og segir frá eyju
nokkurri, sem mörg skip hafa
farist við, og nú er að sökkva,
í sæ. Hetjusaga Pass of Bal-
maha segir sögu rásiglds skóla
skips og afreka þess í síðustu
styrjöld.
Þá er heilsíðumynd, er sýn-
ir hugmyndateikningu af fyrir
hugaðri skipasmíðastöð við
" Elliðaárvog — og er gaman að
athuga þessa mynd. Ýmis konar
annar fróðleikur er í heftinu.
Hjónaefni.
Á jóladag opinberuðu trúlofuw
sína ungfrú Iris Vignir, Vignis ljós-
myndara, Samtúni 40 og Guð-
mundur Hahnesson ljósmyndari
Vífilsgötu 14.