Alþýðublaðið - 28.12.1943, Side 3
IÞriðjudagur 28. desember 1943
ALÞYÐUBLAeiD
Barátta Dana.
EIR menn eru til, sem
hafa, að lítt hugsuðu
ráði, legið Dönum á hálsi
fyrir það, að hafa ekki bar-
izt sem óðir menn, er sterk-
asta herveldi heimsins réðist
á þá eins og þjófur á nóttu,
þvert ofan í gerða samninga.
Hafa menn í því sambandi
viljað skírskota til Norð-
manna, sem sýndu hetjulega
vörn gegn margföldu ofur-
efli í meira en tvo mánuði.
En slíkar ásakanir í garð
Dana eru, að dómi þess, sem
línur þessar ritar, með öllu
óréttmætar. Það er yfirleitt
vandræðaráðstöfun að
fremja sjálfsmorð, og það
hefðu Danir gert, ef þeir
hefðu att hinum litla og illa
búna her sínum móti her-
sveitum nazista, gráum fyrir
járnum, enda var landfræði-
leg aðstaða þeirra stórum
óhagstæðari en Norðmanna.
DANIR HAFA haldið uppi
þjóðarheiðri sínum á þann
hátt, að þeir mega vera
stoltir af. Minnumst þess, að
Þjóðverjar lögðu allt kapp
á, að gera Danmörku að ein-
hverju fyrirmyndar-verndar-
ríki, en með þeim árangri,
sem öllum er kunnur. Danir
létu aldrei hinn banvæna
pestarsýkil villimannastefn-
unnar veikja viðnámsþrótt
sinn, og í frjálsum kosningum
lil danska þingsins sýndu
þeir hug sinn til flugumanna
aría með ótvíræðum hætti.
Þeir reyndust enn sem fyrr
skeleggir forsvarsmenn nor-
rænnar siðmenningar og höfn
uðu öllum mökum við lífs-
skoðun Streichers.
ÞEIR, sem samt hafa fundið
hvöt hjá sér til þess að setj-
ast að Dönum, eru eitt af
tvennu, lítilmenni eða skiln-
ingslausir aular. Köpuryrði
hrakmenna og fáráðlinga fá
engan meitt.
Á ÖLDINN^ SEM LEIÐ áttu
Danir í tveim mannskæðum
styrjöldum við stórþjóð, þá
hina sömu, sem nú blettar
mannorð sitt með framferði
sínu í hinu fagra landi beyki
skóganna. Frammistaða
Dana í styrjöldunum 1849
og 1864, er þeir stóðu einir
síns liðs, var með þeim á-
gætum, að hún mun í minn-
um höfð, meðan menningar-
þjóðir byggja Norðurlönd. —
Nöfn eins og Dybböl og Als
eru nátengd stoltustu stund-
um í lífi hinnar dönsku þjóð
ar, og skothríðin úr fallbyss-
um flotaforingja, sem ger-
sigraði flota Austurríkis-
manna við Helgoland, berg-
málar enn í hjörtum þjóð-
arinnar.
ÞAÐ ER engum blöðum um
það að fletta, að Danir eru
með bezt menntuðu og táp-
mestu þjóðum álfunnar. Af-
rek þeirra á sviði lista, vís-
inda og í atvinnuháttum eru
öllum kunn, og hlýlegt við-
mót þeirra, gamansemi og
drenglyndi, þekkja allir, sem
til Danmerkur hafa komið.
Fyrir rúmum áratug skarst
í odda með Dönum og Norð
Þýzka orustuskipið „Scharnhorst
i kaí.l
46
P r • r - -
Dwight Eisenhower hershöfðingi, (til hægri), sem nú hefir verið
skipaður yfirmaður alls hers bandamanna á Englandi og því ber-
sýnilega ætlað að stjórna innrásinni á meginland Evrópu að
vestan, á tali við Cunningham aðmírál, sem áður stjórnaði Mið-
jarðarhafsflota bandamanna, en nú hefir tekið við yfirstjórn alls
brezka flotans.
Maitlaod Wiison og Aiexander taka
við af f>eim á ítaliu og við Miðjarðarhaf
f Ewópustyrjðldftniii á mæsfa árL
♦
AAÐFANGADAG JÓLA var tilkynnt samtímis í
Lundúnum og Washington, hverja hershöfðingja
bandamenn hafi valið til þess að stjórna herjum sínum í
átökum þeim, er framundan eru í Evrópu. Eisenhower verð-
ur yfirmaður alls herafla bandamanna' á Bretlandi. Mont-
gomery verður yfirmaður brezku bersveitanna, er sendar
verða þaðan til innrásar á meginlandið. Carl Spaatz verð-
ur hins vegar yfirmaður flughers bandamanna. Sir Maitland
Wilson verður æðsti hershöfðingi bandamanna við Miðjarð-
arhaf, en Alexander verður yfirhershöfðingi þeirra á Ítalíu.
Dwight Eisenhower er 53
ára að aldri. Hann varð her-
maður árið 1915 og var um
skeið með McArthur á Filipps-
eyjum. Sir Ilenry Maitland
Wilson er 62 ára að aldri. —
Hann stjórnaði fyrstu sókn
Breta inn í Libyu og bar þar
her Grazianis ofurliði. Hann
hafði og á hendi stjórn brezka
hersins á Grikklandi. Sir Har-
old Alexander er 51 árs. Hann
fór með fyrstu herdeild Breta
til Frakklands 1939 og stjórn-
aði vörninni við Dunkirk. Síð-
ar stjórnaði hann undanhald-
inu í Burma og herjum banda
manna við botn Miðjarðarhafs-
ins. Sir Bernhard Montgo-
mery er 56 ára. Hann tók við
stjórn áttunda hersins 1942. —
Carl Spaatz er 52 ára að aldri.
Hann varð fyrsti yfirmaður flug
hers Bandaríkjanna á Bret-
landi, en síðar í N.-Afríku í
styrjöld þeirri, er nú geisar.
EiSenhower hershöfðingi
ræddi við blaðamenn í aðal-
bækistöð sinni í N.-Afríku í
gær. Lét hann svo um mælt,
að x styrjöldin í Evrópu
myndi verða til lykta leidd
með fullum sigri bandamanna
á næsta ári, ef allir menn og
konur í löndum þeirra legðu
sig af einhug fram um að
gera skyldu sína. Hann minnt-
ist og á frönsku hersveitirn-
ar, sem verið er að æfa í N,-
Afríku og gat þess, að þær
myndu taka þátt í hinni vænt-
anlegu innrás. Eisenhower er
nú á förum til Bretlands til
þess að taka þar við hinum
nýja. starfa sínum.
mönnum út af yfirráðum yf-
ir Norðaustur-Grænlandi. —
Þessar þjóðir fóru ekki að
dæmi þeirra, sem helzt vilja
jafna deilur sínar með blóði
og járni, heldur skutu þeir
máli sínu til alþjóðadóm-
stólsins í Haag og hlíttu
þeim úrskurði, sem þar var
upp kveðinn. Þar með gáfu
þessar bræðraþjóðir okkar
fagurt fordæmi um samskipti
siðmenntaðra þjóða, og hefði
málum verið betur komið í
álfunni, ef sum stórveldin
hefðu kosið að fara þessa
leið í stað þess að leiða ó-
Frh. á 7. síðu.
Eftlr harða sjóorrustu undan
Norður-Noregi í fyrradag.
—■■ . . ♦
P LOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ brezka tilkynnti síðla í
fyrrakvöld, að heimaflotinn brezki/ hefði þá um dag-
inn lagt til orrustu við þýzka orrustuskipið Scharnhorst und-
an Norður-Noregi og sökkt því. Var tilkynningin mjög fáorð
og greindi frá fáu öðru en þessu, svo og því að hrezki flotinn
hefði verið undir stjórn Sir Bruce Frazer og hefði hann
verið í fylgd með skipalest á leið til Rússlands.
Viðureign þessi fór fram ’"
undan Nord Kap. Nánari fregn
ir hafa enn eigi borizt af henni
— en flotamálasérfræðingar
eru þegar farnir að rita um at-
burð þennan. Telja þeir, að
Scharnhorst muni hafa ætlað
að ráðast á skipalestina í nátt-
myrkri, en hún verið óvenju-
lega vel varin. Láta þeir þann-
ig um mælt, að Þjóðverjar
telji sig miklu skipta að
stöðvá flutninga til Rússlands.
Scharnhorst var 26000 smá-
lestir að stærð, systurskip
Gneisenau. Var þeim báðum
hleypt af stokkunum árið
1936. Lágu þau í Brest í tíu
mánuði fyrir rúmu ári og urðu
fyrir ítrekuðum loftárásum
bandamanna, unz þeim tókst að
komast brott vestur Ermar-
sund.
Þjóðverjar játa það, að
Scharhorst hafi verið sökkt. —
Láta þeir þess getið í fréttum
sínum, að það hafi verið í flota
deild, sem ráðizt hafi á skipa-
lest. Hins vegar halda þeir því
fram, að orustan hafi staðið
lengi yfir og hafi Scharnhorst
unnið flutningaskipum og her-
skipum mikið grand.
Rússland:
lússar sækja fast frant
til Ztaitomir og landa-
mæra Póllands.
ERSVEITIR RÚSSA
sækja fast fram vestur af
Kiev og beina þunga sóknar
sinnar í áttina til Zhitomir og
landamæra Póllands. Hafa
þær náð á vald sitt um hundr
að og fimmtíu þorpum á þess
um slóðum og unnið Þjóð-
verjum mikið grand.
Þjóðverjar gera hverja til-
raunina af annarri til gagná
rása, en án árangurs. Nær víg-
línan víða yfir allt að áttatíu
kílómetra svæði. Hafa Rússar
nú náð á vald sitt jámbrautar-
miðstöðvunum Radomysl og
Brusilova. Kreppir æ meira að
hersveitum von Mansteins.
Hafa Rússar hrakið 120,000 Þjóð
verjá á skipulagslausan flótta,
en 15,000 Þjóðverjar liggja
dauðir eftir í valnum. Einnig
hafa hinar flýjandi þýzku her-
sveitir skilið mikið herfang eft-
ir hvarvetna á hinum víðáttu-
miklu vígstöðvum.
Ítalía:
Birizt í Bðiigi i
Ortooa.
P REGNIR frá ftalíu
greina frá því, að 5. og 8.
herinn séu í hægri en öruggri
sókn. Orustan rnn Ortona held-
tur áfram af sömu hörku og
fyrr. Kanadiskir fótgönguliðs-
menn úr 8. hernum berjast þar
í návígi við Þjóðverja og
hrekja þá úr hverju húsinu af
öðru eftir harðfengilega viður-
eign. Indverskar hersveitir
náðu þorpinu Villa Grande á
vald sitt. Unnu þær Þjóðv.
mikið grand og tóku mikinn
fjölda fanga.
Á vesturströndinni hefir 5.
herinn náð á vald sitt tveim
mikilvægum stöðvum við Cass
ano og sækir fram eftir vegin-
um, er liggur til Róm.
Flugher bandamanna hefir
haft sig mjög í frammi bæði á
vígstöðvunum og norður í
landi. Hefir hann lagt til at-
lögu við samgöngustöðvar við
Florence. Prato, Pistoria og Em
oli hafa og orðið fyrir miklum
árásum. Aðrar járnbrautar-
stöðvar og samgöngumiðstöðvar
urðu og fyrir hörðum árásum.
Jngósiavar viona
nýja sigra.
____ /
10 REGNIR frá Júgóslavíu
greina frá miklum orrust-
um í vestanverðri Bosníu. Draga
Þjóðverjar að sér mikið vara-
lið í því skyni að freista þess
að bera hersveitir þjóðfrelsis-
hersins ofurliði. — Þjóðfrelsis-
hernum hefir orðið vel ágengt
á Sanjakvígstöðvunum. Þjóð-
verjar freistuðu landgöngu á
eyju nokkurri undan ströndum
Króatíu, sem þjóðfrelsisherinn
hafði á valdi sínu, en urðu frá
að hverfa. Flugvellir Þjóðverja
við Zagreb hafa og orðið fyrir
slíkum skemmdum, að þeir eru
ónothæfir taldir.
Bandaríkjamenn hafa ráðizt
til landgöngu við Gloucester-
höfða, án þess að hafa misst þar
nokkurn mann. Eru það sömu
hersveitir og börðust á Guadal
canal.