Alþýðublaðið - 28.12.1943, Page 7

Alþýðublaðið - 28.12.1943, Page 7
: ■■ ^ /;. ■ ■ , -. 'M / ; í ■ ■' ; ,. Þriðjudagur 28. desember 1943_____ ALÞYBUBLAÐIÐ_______________________ S Seglr Dagsbrún npp sanmlngnm? Frh. af 2. síðu. Konan mín, BJSrg SigríSMr Þórðardóttir, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 30. desember. Athöfnin hefst klukkan 1 eftir hádegi á heimili hennar, Mjölnis- holti 6. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sveinn Helgason. íiipiii feliiar flöskur nú milli jóla og nýárs. Móttaka í Nýborg. Áfengisverzlun ríkisins, 0000000000000000000000000« | Bœrinn í dag. | ®000000000000000000000000<2 Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Um Karl Candburg (dr. Edvard Thorláksson. —. Talplata). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans (dr. Edelstein; celló — dr. Urbantschitsch: píanó): a) Bloch: Bæn. b) Borodin: Seenata alla spagnola. c) Reger Rommanze. d) Chop- in: Introduktion og Polono- ise. 21.15 Hljómplötur: Jólalög frá ýmsum löndum. 21.50 Eréttir. Hjónaefni. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristjana Þorsteinsdóttir, Bragagötu 34 og Valdimar Gíslason, Framnesveg 40 Hjónaefni. Um jólin opinberuðu' trúlofun sína ungfrú Birna Kjartansdóttir og Jabok Havsteen, cand. jur. Þakka öllum heiðursmönnum, sem ég hefi hitt á götunni fyrir allar jólagjaf- imar og óska þeim öllum gleði- legra jóla og nýárs með kæru þakklæti fyrir gamla árið. — Oddur Sigurgeirsson, Bakkastíg 8. Jólahefti Kirkjuritsins er nýkomið út. Flytur það kvæði eftir Kristján Sigurðsson frá Brúsarstöðum, er nefnist Kon- ungur lífsins, jólaprédikun eftir s. Bjarna Jónsson, kvæði, er nefn- ist jólakveðja til sjúks barns eftir Jón Eiríksson, Brunn vitringanna, sögu eftir Selmu Lagerlöf, grein eftir Magnús Jónsson prófessor um konung Passíusálmanna, Jólageisl- inn, eftir Kristleif Þorsteinsson og grein um Skálholtsstað eftir Sigurð Pálsson. Áheit á Strandakirkju. Kr. 50.00 frá Valdísi, frá Snæ- fellingi kr. 10.00. JólafcveðJa fri sifld- eatni vestse bafs. HINGAÐ hefir borizt jóla- kveðja frá íslenzkum stúdentum, sem stunda nám við Californiaháskólann. Send- andi kveðjunnar er forseti ísl. stúdentafélagsins í California, Einar Kvaran. Kveðjan hljóðar svo: „Nú sem stendur eru 28 ís- lenzkir stúdentar í Berkley, California, að halda jólin há- tíðleg samkvæmt hinum erfða bundnu íslenzku venjum. Há- tíðarmatarins munu stúdentarn ir neyta hjá þessum hjónum: Ragnheiði og Haraldi Kröyer, Constance og Ragnari Thorar- ensen, Winston og Jóhanni Hannessyni, Önnu og Hilmari Kristjánssyni, Iðunni og Þór- arni Reykdals, Ástu Lóu og Sveini Ólafssyni. Eins og venja er munu stúdentarnir koma saman til þess að syngja jóla- sálma á heimili frú Sigríðar Benonys frá Reykjavík, sem hefir ætíð reynzt hópnum sem hin bezta móðir. Þótt hér séu auð jól og ekkert hangikjöt virðast allir vera í jólaskapi og hinir ánægðustu yfir dvöl sinni hér. Allir stúdentarnir senda fjölskyldum sínum og vinum á íslandi jólakveðjur og óskir sín ar um farsælt komandi ár þeim til handa. Ennfremur senda Vestur-íslendingar hér í ná- grenninu, kveðjur sínar.“ þáverandi atvinnumálaráðh., að dýrtíðarvísitalan skyldi end urskoðuð. Við það loforð var ekki staðið. Fyrst á síðastliðnu sumri lét ríkisstjórnin undan kröfum verkamanna í þessu efni og þó ekki fyrr en hún stóð andspænis hótun um alls- herjar grunnkaupshækkun. — Ríkisstjórnin skipaði nefnd manna til þess að endurskoða grundvöll vísitölunnar án þess þó að taka tillit til óska verk- lýðssamtakanna um samsetn- ingu nefndarinnar. Niðurstöður meirihlute þess- arar nefndar fela í sér viður- kenningar á því, að grundvöll- ur vísitölunnar sé launþegum óhagstæður í verulegum atrið- um, bæði hvað snertir einstaka liði, sem aldrei hafa verið felld ir inn í grundvöll hennar, sem og sér í lagi hvað snertir hina gífurlegu hækkun húsaleigu. Vegna fastákveðinnar endur- skoðunar á grundvelli vísitöl- • unnar og vegna annarra á- j stæðna ákvað Vmf. Dagsbrún ; að segja samningum sínum i við atvinnurekendur ekki upp á s.l. sumri. Ríkisstjórnin fékk þar með sex mánaða frest til þess að leysa vísitölumálið með tilliti til óska verka- manna. Frest þennan hefir ríkisstjórnin samt ekki notað og þess engin merki sjáanleg, að hún hugsi til slíks. Fyrir verkamenn hins veg- ar, sem hafa gefið þennan frest og sýnt þar með mikla tilhliðrunarsemi, er því ekki um annað að ræða, en taka þessa staðreynd til greina eins og hún liggur fyrir. 3. Síðan 22. ágúst 1942 að núverandi samningar félagsins gengu í gildi, hefir launþega- stéttin orðið að lúta margvís- legum nýjum kvöðum af hálfu hins opinbera, kvöðum, sem rýrt hafa mjög tekjur hennar. Þannig hefir milljónum króna verið varið til þess að greiða niður vöruverð á innan- lands markaði, en það hefir haft í för með sér raunveru- lega kauplækkun fyrir laun- þega. Auk þess hafa 15.5 milljónir króna verið ákveðnar til upp- bóta á útfluttar landbúnaðaraf- urðir á s.l. ári og 10 milljón- ir króna áætlaðar í sama skyni á yfirstandandi ári. Það segir sig sjálft, að verka menn geta ekki gengið þegj- andi fram hjá slíkum staðreynd um, er svo mjög hafa áhrif á fjárhagsafkomu þeirra. Þeir geta það því síður, sem margt bendir til þess, að 1 vændum séu nýjar árásir á hendur þeirra, eins og seinasta frumvarp rík- isstjórnarinnar á alþingi ber með sér, enda þótt það kunni að verða geymt þar til útséð væri um, hvort verklýðsfélög- in segðu upp samningum sín- um eða ekki. 4. Trúnaðarráðið álítur, að verkamenn verði að taka sér- stakt tillit til þeirrar stað- reyndar, að hvorki alþingi né ríkisstjórn hafa gert ráðstafan- ir af neinu tagi til þess að tryggja atvinnu í landinu eftir stríðið, en að atvinnuleysið er hins vegar á næstu grösum sam kvæmt opinberum skýrslum Reyk j aví kurbæ j ar. Alþingi og ríkisstjórn hefir ekki aðeins láðst að gera ráð- stafanir til atvinnuöryggis eft- ir stríð, heldur skortir jafnvel allar áætlanir í þá átt. Það segir sig sjálft, að þegar verkamenn vega og meta samninga sína og lífsafkomu, er ekki unnt að ganga fram hjá jafn örlagaaríkri stað- reynd sem þeirri, að meðan inneignir í innlendum bönkum nema meiru en 400 milljónum króna og inneignir í innlend- um bönkum nema meiru en 500 milljónum króna, er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að ís- lenzkir verkamenn þurfi að hefja aftur hina þungbæru göngu atvinnuleysisins. 5. Með tilliti til þeirra á- stæðna, sem hér hafa verið raktar, er trúnaðarráðið þeirr- ar skoðunar, að samningar fé- lagsins við atvinnurekendur þurfi endurskoðunar við og leið réttingar á sviði samræmingar kaupgjalds og á sviði annarra atriða, er endurbóta þarfnast. 6. Að cll»u þessu athuguðu á- lyktar trúnaðarráð Dagsbrúnar eftirfarandi: Að allsherjaratkvæða- | greiðsla skuli viðhöfð um upp- sögn samninga við atvinnurek- endur. Að hvetjá aila félagsmenn til að greiða atkvæði sem einn maður með því að segja samn- ingunúm upp.“ Are Waerland: Matur og meg in. Björn L. Jónsson þýddi. ÞAÐ var úti í Uppsölum 1937, í maí. Einhver félaga minna spurði mig, hvort ég ætl- aði ekki að hlusta á Are Waer- land, hann ætlaði að flytja fyrir- lestur um kvöldið. Eg hafði aldrei heyrt manninn nefndan. Eg hafoi engan áhuga fyrir lækn isfræði og ætlaði ekki að hlusta á Are þennan. ;,Þú sérð ekki eft- ir því“, sagði félaginn. Aftur var ég spurður og aftur svaraði ég á sömu leið, en þó voru farnar að renna á mig tvær grírnur, því mér virtist öllum þykja sjálfsagt að hlusta á þennan mann, úr því að tækifæri bauðst. I þriðja sinn var ég spurður. og þá var sefj- unin orðin svo mögnuð á mér, að ég var ákveðinn. ,.Þú sérð ekki eftir því“, sagði félagi minn. Svo það var úr, að ég fór og hlustaði á erindi þessa gamla og kunna Uppsala-stúdents, sem nú hafði avalið árum saman í London og var að verða frægur maður. Og ég sá ekki eftir því. Salurinn var troðfullur. Tómir stúdentar. Fram á pallinn gekk maður, hár vexti og herðabreið- ur, með hvelft brjóst, á að gizka fertugur að aldri. Hann talaði um mataræði. Hann gat þess, að flestir eldri Uppsala-búar, sem til hans þekktu, myndu kannast við það, hvernig heilsu hans hefði verið háttað á stú- dentsárunum. Hann hefði ekki verið „bústinn bógur“, enda horfið frá námi, vegna heilsu- leysis. Heilsleysið vakti áhuga hans fyrir læknisfræði. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að meira en lítið væri bogið við næringarfræði hinna viður- kenndu vísinda, og majtaræði menningarþjóðanna. Oáranin í heilsufari þeirra, ekki sízt bólgu faraldurinn í meltingarfærun- um, hlyti að stafa af því, að lög- málum og tilætlan náttúrunnar væri misboðið á einhven hátt. Hann tók að lifa á grænmeti. En það hjálpaði lítið. Vegna hvers? Það var allt þrautsoðið og þar með eyðilagt. Þannig komst hann á það að neyta hrá- ætis, ósoðinnar jurtafæðu. Þetta fæði, samfara öðrum hollum lífs venjum, t. d. mikilli útivist, hefði nú gefið honum þá hei-lsu, ■sem hann hefði aldrei dreymt um. Og honum væri alltaf að fara fram. Það kom í ljós að maðurinn var um sextugt, en ekki fertugur. Þeir, sem einu sinni hafa séð og iheyrt Are Waerland, geta trauðlega gleymt honum, né losnað við þá hugsun, að sjónar mið hans styðjist við mikinn sannleika, hvað sem sjúkdóms- fræðin segir. Nú hefir náttúru- lækningafélag Islands komið niðurstöðum hans og leiðbeining um á framfæri við íslenzkan al- menning. Eg hefi lesið bókina „Matur og megin“ með mikilli ánægju. Hún hefir öll einkenni höfundarins: Fjörmikil, — það er grunnt á sársaukanum hjá Waerland, — ljós og skipulag, framsetningin létt en þrungin af sannfæringu. Bókin er beinlínis „spennandi11. Islenzka þýðingin, sem Björn L. Jónsson, veðurfræðingur, hef ir annast, er prýðilega lipur. Eg vil mæla með þessari bók. Ég hygg að menn „sjái ekki eftir því“ að lesa hana. Sigurbjörn Einarsson. —'f - Mnd os eSi nötí. AÐ endist þér eins lengi og þú lifir hið ljúfa ævintýr. Það leggur þér á tungu orð, > sem yfir þeim undramætti býr, að fella rúbínglit á mýri og móa þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga, því töfraorðið það var æskan þín og þú varst sjálfur lítill Al- addín. Svo segir Tómas Guðmunds- son í fögru kvæði um Aladdín. Og satt er það, að ævintýri Þúsund og einnar nætur hafa fellt rúbínglit á mýri og móa fyrir sjónum margs unglings- ins. Eins og töfrandi hilling birtist heimur hinna austrænu furðusagna, yfir gráum móum og mýrum hversdagslífsins norður á yztu ströndum. Þýðing Steingríms Thor- steinssonar á Þusund og einni nótt hlaut líka fádæma vin- sældir. Bækurnar voru blátt áfram lesnar upp til agna. Nú er þriðja útgáfan af þýðingu Steingríms að koma út, og er fyrsta bindið komið. Bókaút- gáfan Reykholt gefur út, en prentsmiðjan Hólar prentar. Þetta er allra myndarlegasta j bók, stóru broti, og virðist frá- gangur vera í bezta lagi og pappírinn ágætur. Þá er það mikill kostur á bókinni, að í henni er aragrúi góðra mynda, sem teknar eru eftir þýzkri út- gáfu af Þúsund, og einni nótt, Stuttgart Verlag der Classiker 1838, og eru því meira en ald- argamlar. Þær eru eftir F. Cross og falla vel við efnið. Kápu- teikning Atla Más er einnig smekkleg. Þúsund og einni nótt mun verða fagnað enn sem fyrr af ungum og gömlum. Vera má, að þröngsýnum smásálum, sem halda því fram, að börn og unglingar megi aðeins lesa sviplausar guðsbarnasögur, til þess að bíða ekki tjón á sálu sinni, sé ekki um allár sögurnar í bókinni. En fyrir slík nátttröll hafa aldrei verið skrifuð nein listaverk. Þúsund og ein nótt býr enn yfir þeim. töfrum, sem þýðand- inn, Steingrímur Thorsteinsson, lýsir, þegar hann segir, að les- andinn hljóti „að halda áfram eins og sá, sem villist inn í indælan skóg og fær ekki af sér að snúa aftur, heldur gengur á- fram \ í unaðssamri leiðslu. í- myndunih leikur sér þar eins og barn, jafnt að hinu ógurleg- asta sem hinu indælasta, og sökkvir sér í djúp sinnar eigin auðlegðar, en alvara vizkunnar og reynslunnar er annars vegar og bendir á hverfulleik og fall- velti lífsins, og sýnir ætíð, hvernig hið góða sigrast á öllu„ og hið illa á sjálfu sér.“ R. Jóh. Baráíía Daaa. Frh. af 3. síðu. gæfu yfir heiminn og eitra sambúð alsaklausra manna. DANIR HAFA, eins og Norð- menn, átt því láni að fagna, að hafa sín á meðal mann, sem öll þjóðin virðir og hefir gerzt sameiningartákn allra Dana í hinni þöglu bar áttu gegn kúgun og ofbeldi, Kristján konung X. Ekki er ósennilegt, þegar saga Dan- merkur verður skráð ein- hvern tíma í framtíðinni, — verði honum skipað á bekk með þeim höfðingjum, sem bezt reyndust þjóð sinni á örlagastundu hennar. VIÐ EYRARSUND, andspænis Hálsingborg í Svíþjóð, stendur ævaforn og forkunn- arfagur kastali, Krónborg. Undir neðanjarðarhvelfing- um kastalans er mikil stytta af verndarvætt Danmerkur, Holger danska. Munnmælin segja, að þegar landið verði í hættu statt, muni hin aldna kempa bregða blundi og - frelsa þjóð sína. Ýmislegt bendir til þess, að Holger danski sé vaknaður og hafi þegar gripið um meðalkafl- ann á sverði sínu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.