Alþýðublaðið - 06.01.1944, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.01.1944, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. janúar 1944 Tróju-hestur- inn. SAGAN ER FURÐU GJÖRN á að endurtaka sig. í gömlum grískum goðsögnum er frá því greint, að er Trjóubúar hafi varizt af harðfengi, er fjandmenn sátu um borgina, hafi hinir síðarnefndu beitt herbragði, sem frægt er orð- ið, og þar með unnið borgina. Þeir ginntu sem sé Trjóu- menn til þess að taka undar legustu vígvél, sem sagan getur um, inn fyrir borgar- múrana, hinn fræga tréhest, sem kenndur er við Trjóu, en í búk hestsins leyndust fjandmennirnir, sem drógu síðan lokur frá hurðum og hleyptu félögum sínum inn í borgina. NÚ ER ÞAÐ að vísu svo, að bandamenn beita ekki tré- hrossum í baráttu sinni við Tígris-skriðdreka Þjóðverja, enda má ætla, að það yrði ójafn leikur. Þeir hafa önnur og fljótvirkari eyðingartæki, sem ætla má, að valdi falli hinnar þýzku vígvélar um það, e rlýkur. En goðsögnin um hið kænlega herbragð með Trjóuhestinn hefir reynzt furðulega lífsseig, allt fram á þennan dag. ENN ÞANN DAG í DAG kem- kemur þessi dularfulla skepna fram á sjónarsviðið, en að þessu sinni eru það ekki bandamenn, sem tefla henni fram til þess að gabba Þjóðverja, heldur hafa hinir síðarnefndu sjálfir, með öll- um mögulegum ráðum, hót- unum, klækjum og loforð- um, reynt að koma Trjóu- hesti inn í Evrópuvirki sitt. SUMUM ÞEIM, sem ekki eru á bandi möndulmanna, fannst það næsta undarlegt, þegar þýzkt blað birti forystugrein, sem hét ,,Er óvinurinn nú þegar í Þýzkalandi?“ En þetta er nú samt svo, og grein þessi birtist í blaðinu „Deutsche Allgemeine Zeit- ung“ hinn 1. nóv. sl. Og næstu daga fluttu fleiri þýzk blöð svipaðar greinar. ÓVINURINN, SEM VIÐ VAR átt, voru 12 milljónir manna úr herteknu löndunum, sem nú verða að vinna í Þýzka- landi. Blaðið „Allgemeine Zeitung“ segir meðal annars á þessa leið: „Eru hinar 12 milljónir erlendra verka- manna hinn frægi Trjóuhest ur? Ef svo er, hefir hann tekið á sig ferlegri mynd, síðan sá forni leið undir lok.“ Svo skýrir blaðið frá því, að fleiri og fleiri þýzkir her- menn séu sendir til vígstöðv anna, en í stað þeirra komi erlendir verkamenn. BLAÐ EITT í RÍNARLÖNDUM er enn áhyggjufyllra út af þessu ástandi, og segir, að „almenningur í Þýzkalandi eigi við stöðuga martröð að stríða, vegna mikils fjölda fimmtu-herdeildar-manna, er einn góðan veðurdag verði Framhald á 7. síðu ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Kai fflnnfe, hinn frægi dansfei rit- hðfnndnr, myrtnr af nazistum. Ylðsjðr í Búlprín og Rúmeiía. Lofíhernaðurina { Vesíar-Evrópn fer I vðxt. Lík hans fannst í skógi skammt frá Siikeborg á Jótlandi í fyrradag. NORSKA ÚTVARPBÐ í London skýrði frá því síðdegis í gær, að Kai Munk, hið kunna leikritaskáld og rithöfundur Dana, hafi fundist látinn í skógi einum skammt frá Silkeborg. f fregn- inni segir ennfremur, að fjórir menn hafi brotizt inn til hans á næturþeli, en hann mun hafa setið í stofufangelsi, haft hann á brott með sér út í skóg og skotið hann þar. Kai Munk Tiðíiddítið af ítalío Nýr yfirmaðnr 8. hersins. TÍÐINDI eru af skornum skammti frá Ítalíu. 8. her- inn hefir sótt fram og er skammt frá Pollo, sem er vel víggirtur staður og þaðan er Foro-áin varin, og stórskotalið bandamanna heldur uppi skot- hríð á bæinn. Þá hafa Indverj- ar úr 8. hernum sótt nokkuð fram suðvestur af San Tomasso. FREGNIR frá Zurich herma, að orðrómurinn um vænt anleg stjórnarskipti í Búlgaríu, sem ekki á rökum reistur. Það sé að vísu rétt, að andspyrnan magnist, en stjórnin hafi samt hemil á rás viðburðanna, studd öflugri þýzkri lögreglu. í hinum svissnesku fregnum segir enn fremur, að Bejilow forsætisráðherra Búlgara sé staðráðinn í því ,að halda þjóð sinni áfram í styrjöldinni við hlið Þjóðverja og geri harðvít- ugar varúðarráðstafanir. Loks segir í sömu fregnum, að Cyril prins, hafi ekki verið handtek- inn. í Ankara-fregnum segir, að rúmenska stjórnin hafi fyrir- skipað, að óbreyttir borgarar hverfi á brott úr Bessarabíu, af ótta við hina hröðu framsókn Rússa. Áður höfðu borizt fregn- ir um vaxandi ugg almennings í landinu vegna sífelldra ófara Þjóðverja.-, LOFTÁRÁSIR bandamanna í Vestur-Evrópu eru nú í mjög stórum stíl. í gær fóru samtals um 3000 flugvélar, bæði stórar, brezkar og amerísk ar flugvélar, svo og orrustu- flugvélar, til árása á ýmsa staði í Norður-Frakklandi. Amerísk- ar flugvélar réðust einkum á hafnarmannvirki í Kiel og iðn- aðarstöðvar í Muster. í Kiel urðu mjög mikil spjöll og eldar komu upp í skipasmíðastöðv- um. Samtals misstu Þjóðverjar 17 orrustuflugvélar í árásum þess- um, en bandamenn 18 sprengju flugvélar og 3 orrustuflugvélar. Auk þeirra árása, sem að ofan getur, réðust Mosquito-flugvél- ar enn á Berlín og staði í Vest- ur-Þýzkalandi. Þýzkar flugvélar flugu inn yfir London og vörpuðu sprengj um á nokkra staði í borginni. Manntjón og eigna varð, en ekki tilfinnanlegt. Tvær hinna þýzku flugvéla voru skotnar niður. Með drápi Kai Munks hafa nazistar, hort sem hér voru þýzkir eða danskir nazistar að verki, enn gert sig seka í glæp, sem vekja mun óhug um öll Norðurlönd, og getur haft ófyr irsjáanlegar afleiðingar í för Á vesturströndinni sækir 5. herinn hægt fram vestur af Venafro. Það var tilkynnt í Algier í gær, að við starfi Montgomerys sem yfirmaður 8. hersins, hefði Pjóömjar horfa út Berdlchev ea herlr Vatoíis ieigja ttf saöars! Pólska stjórnin i London krefst yfir- ráða í þeim hlutum Póllands, sem Rússar ná aftur. SKAMMT líður stórra höggva milli í Rússlandi. í gær bárust þær fregnir, að Þjóðverjar hefðu hörfað úr aust urhluta Berdichev-borgar. Herir Vatutins sveigja nú til suðvesturs og hrökkva Þjóðverjar fyrir ofurþunga hinnar rússnesku sóknar. — Pólska stjórnin hefir á fundi sínum ákveðið að krefjast þess af Rússum, að henni verði falin stjóm pólskra landsvæða, eftir því, sem þau ganga Þjóð- verjum úr greipum. með sér. Með Kai Munk er í valinn fallinn einn merkasti rithöf- undur Norðurlanda og einn allra snjallasti blaðamaður Dan merkur. Fullu nafni hét hann Kai Harald Leininger Munk og var fæddur árið 1898 í Maribo á Lálandi. Ungur missti hann foreldra sína, en var alinn upp, hjá stjúpforeldrum sínum í Opager. Hann lagði stund á guðfræði og varð cand. theol. árið 1924 og gerðist sama ár sóknarprest- ur í Vedersö. Snemma varð vart skáldskaparhæfileika hans og í seinasta bekk í mennta- skóla samdi hann fyrsta leikrit sitt, „Pilatus“. Hann var óvenju lega mikilvirkur rithöfundur og eftir hann liggur fjöldi leik- rita, kvæðasafna, blaðagreina og ættjarðarsöngva. Af leikrit- um hans má nefna „En Ideal- ist“, sem út kom árið 1928, „Brændingen“, 1929, „Cant“, 1931 auk fjölmargra annarra. Hér mun hann bezt þekktur fyrir leikritin „Orðið“ og „Niels Ebbesen“, sem nýlega var flutt í útvarpið. í sumum leikrita sinna markaði Kai Munk skýrt stefnu sína til einvalds og kúg- unar. Má í því sambandi nefna leikritið „Sejren', sem fjallar um einvalda á Ítalíu og baráttu hans til mannaforráða í Abessi- níu og leikritið „Hann sidder ved Digelen”, sem mjög er mót að af lífsskoðun hans. Vitað var, að Munk var í mik illi ónáð hjá dönskum nazist- um og Þjóðverjum eftir her- námið, en fáa mun hafa grun- að, að lífsskeið hans yrði á enda runnið með svo vofveif- legum hætti, og gera má ráð fyrir, að fregnin um morð hans hafi víðtækar afleiðingar í Dan- mörku, þar sem ólgan fer dag- vaxandi. tekið Sir Oliver Leese, en hann var áður undirmaður Montgo- merys og hefir getið sér góðan orðstír. Leese hershöfðingi er 48 ára að aldri og þótti dugandi hermaður í heimsstyrjöldinni fyrri. Baidðmðnnni vel ðgengt ð Kyrrabafl. A Suðvestur-Kyrrahafi héfir snarpri gagnárás Japana á Gloucester-höfða verið hrund ið við mikið manntjón í liði þeirra, en Bandaríkjamenn urðu fyrir litlu tjóni. Bandaríkjamenn sækja einn- ig fram á Saidor á Nýju Gui- neu og eru um 80 km. frá Ma- dang, mikilvægri bækistöð Ja- pana. Yfirleitt eru Japanir nú á óskipulegu undanhaldi víða á eyjunni. Loftárásir hafa verið gerðar á flugvelli og birgða- stöðvar Japana, sem urðu fyrir talsverðu tjóni. Loftárðslr á Balban FLUGVÉLAR frá Norður Afríku hafa énn farið til á- rása á Balkan, að þessu sinni á járnbrautamannvirki suður af Sofia, höfuðborg Búlgaríu. Flugvirki réðust á Dupnitza á járnbrautinni milli Sofia og Saloniki. Lítið varð um varnir af hálfu Þjóðverja. Árásir voru einnig gerðar á hermannaskála Þjóðverja og liðssafnað við Travnik og járnbrautarmann- virki í Dubjo, en báðar þessar j borgir eru í Júgóslavíu. Þjóðverjar viðurkenndu í til- kynningum sínum í gær, að þeir hefðu hörfað úr nokkrum hluta Berdichev, sem var mjög rammlega víggirt. Nú er svo komið, að Þjóðverjar eiga á hættu að herir þeirra verði upprættir á svæðinu milii Dniepr og Dniestr. Þýzkar her- sveitir milli Kievsvæðisins og Cherkassy eiga nú í vök að verj ast. Með falli 1 Byelaya-Tserkov geta Rússar nú einbeitt sér að því að ráðast að hinum hörf- andi þýzku hersveitum frá tveim hliðum og veita þeir nú þjóðverjum eftirför á 50-60 km. breiðu svæði. í ályktun pólsku stjórnarinn- ar, sem að framan getur, er á það bent, að Pólland hafi verið fyrsta ríkið, sem hafi orðið fyrir ásælni Þjóðverja, og að mótspyrnunni hafi verið haldið áfram æ síðan. Benda Pólverjar á, að það sé réttlæt- iskrafa, að þeim verði falin stjórn þess hluta Póllands, sem næst úr höndum Þjóðverja, eft- ir því, sem sókn Rússa miði á- fram. Segir pólska stjórnin að pólsku leynifélögin muni hafa samvinnu við Rússa á þessum grundvelli. Formælandi rússnesku her- stjórnaripnar, Hofmann að nafni, sagði í Moskvaútvarpið í gær, að Rússum væri ómetan- légur styrkur í hinum sífelldu loftárásum Breta á iðnaðar- stöðvar og borgir Þýzkalands. Sér í lagi minntist hann á hina hörðu loftárás Bandarikja- manna á kúluleguverksmiðj- urnar í Schweinfurt, en árang- ur af henni væri nú að koma á daginn. BERDICHEV FALLIN. Á niiðnætti í nótt var til- kynnt í London, að samkvæmt dagskipan Stalins, væri Berdic- | hev nú örugglega í höndum Rússa. Min Mframleiðsla i Banðarikjunom. \ HAROLD ICKES, fiskiveiða málaráðherra, hefur látið svo um mælt, að fiskframleiðsla Bandaríkjanna muni aukast mjög á þessu ári. Vonin um aukna framleiðslu á fiski byggist aðallega á því, Framhald af 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.