Alþýðublaðið - 06.01.1944, Page 6
ALÞYBUBLAÐBB
Pimmtudagur 6. janúar 1944
Kanzlarahöll Hitlers í rústum.
— Skola- og uppeldismál -
Aðalbjorg Sigurðardóttir:
Skóli, hvild, skemmtanir
Á myndinni sést múgur og margmenni fyrir utan hina nýju
kanzlarahöll Hitlers í Wilhelmsstrasse í Berlín. í fyrri fregnum
var greint frá því, að svalirnar þar sem Hitler var vanur að taka
við hylli lýðsins, hefðu hrunið í loftárás, en, samkvæmt síðustu
fréttum er byggingin nú öll í rústum.
Hámarksverð-
ið á hókum.
AthuBBsemd vi§ orein Gaðm-
nndar G. Hagalín M verð-
lagssijóra.
Frá verðlagsstjóra hefir Al-
þýðublaðinu borizt eftirfar-
andi athugasemd við grein
Guðmundar G. Hagalín um
hámarksverð á bókum, sem
birtist í hlaðinu í gær:
TTILEFNI AF GEEIN eftir
Guðmund G. Hagalín í
blaði yðar í dag, óskast þess
getið, sem hér fer á eftir.
í greininni er leitazt við að
sýna fram á það, að lækkun
sú á verði bóka, sem kom til
framkvæmda 15. des. s.l., hafi
komið mjög óréttlátlega niður
sökum þess, að hún hafi náð
jafnt til allra bóka, hvort sem
þær voru verðlagðar hóflega
eða ekki. í auglýsingunni um
lækkuniná var verðlagsstjóran-
um heimilað að veita undan-
þágu frá 20% lækkuninni, ef
tim slíkt væri sótjt, og voru
þegar í stað veittar nokkrar
slíkar undanþágur, þar sem
verðinu hafði verið stillt í hóf.
Voru þannig gerðar ráðstaf-
anir til þess að koma í veg fyr-
ir, að lækkunin kæmi órétt-
látlega niður. Bækur þær, sem
neitað var um undanþágu á,
máttu allar við fullri lækkun.
Aðalatriðið í nefndri grein er
því líklega byggt á þekkingar-
skorti greinarhöfundar á fram-
kvæmd Iækkunarinnar. '
Þá má og geta þess, að að svo
miklu leyti sem lækkunin á rót
sína að rekja til þessa. Hin 11%
eru lækkun á verðinu til út-
gefandans, og verður ekki talin
hætta á, að slík lækkun komi
verulega óréttlátlega niður á
útgefendur, þegar jafnframt er
veitt heimild til undanþágu og
hún hefir verið veitt, þar sem
rök hafa verið færð fyrir nauð-
syn hennar. En með tilliti til
þess, að ráðstöfun þessa varð
að gera með stuttum fyrirvara,
mátti telja óframkvæmanlegt
að verðleggja hverja einstaka
bók sérstaklega.
Hvað því viðvíkur, að verð-
lagseftirlit með bókum var ekki
tekið upp fyrr, er það að segja,
að sökum ýmissa erfiðleika á
framkvæmd slíks eftirlits hefði
Viðskiptaráðið helzt kosið, að
til þess þyrfti ekki að koma, og
leiddi því málið hjá sér í
lengstu lög eða þar til ástandið
á bókamarkaðinum var orðið
þannig, að ekki gat lengur tal-
izt verjandi að láta málið af-
skiptalaust, enda viðurkennir
greinarhöfundur það, þar sem
hann segir, að það hafi verið
„ástæða til, að Viðskiptaráðið
tæki í taumana“. En hvenær
sem verðlagseftirlit hefði verið
tekið upp, hefðu einhverjar
bækur verið nýkomnar út og
einhverjir verið nýbúnir að
kaupa bækur, svo að hjá ,,mis-
rétti“ af þeim sökum er ógjörn
ingur að komast.
Reykjavík, 5. janúar 1944.
Verðlagsstjórinn.
Tvöföldu
&Cverakápisriiar
komnar aftur.
H. TOFT
Sbölavörðustlg ð Stal 1035
ÞAÐ mun nú viðurkennt af
öllum siðmenntuðum þjóð
um, að þetta þrennt: skóli,
hvíld, skemmtanir, sé hverju
barni og ungling nauðsynlegt.
Hér á landi höfum við lögleidda
skólaskyldu frá 7—14 ára ald-
urs og flestir munu sammála
um að einhver tegund af skyldu
námi ætti að ná enn þá lengra,
til 15 eða 16 ára. Verður því
ekki annað sagt, en að við við-
urkennum sæmilega þörfina á
skólahaldi.
En einhver hin nauðsynleg-
asta undirstaða þess, að barnið
og unglingurinn hafi gagn af
skólagöngu sinni er það, að það
njótri nægilegrar hvíldar, þ. e.
a .s. fái nóg að sofa. Á þessu er
áreiðanlega mikill misbrestur,
að minnsta kosti hér í Reykja-
vík. Sökum hins tilfinnanlega
skorts á húsnæði hjá öllum
skólum, byrjar kennsla yfirleitt
kl. 8 á morgnana. Þá eiga nem-
endur að vera komnir á skóla-
staðinn, sumir talsvert langa
leið. Mun því fara frá hálftíma
til klukkutíma fyrir þeim í það
að klæða sig, fá einhverja hress
ingu og komast í skólann. Fóta-
ferðartími verður þá kl. rúm-
lega 7. Reyndar fer víst ekki
langur tími í að matast, því að
lystin er lítil hjá flestum svona
snemma á. morgnana.
Nú má náttúrlega segja: Það
gerir barninu ekkert til, þó að
það fari snemma á fætur. ef
það fer að sofa nógu snemma,
t. d. kl. 10 á kvöldin. Það er
einmitt við þetta, sem állir skói-
ar eru alltaf að glíma, að tá nem
endurna til að fara að sofa nógu
snemma á kvöldin. En ég full-
yrði að þetta gengur mjög erfið-
lega, af mörgum ástæðum. og
börnin og unglingarnir halda á-
fram að byrja sinn starfsdag
illa fyrirkölluð og óútsofin. Því
er oft haldið fram, að það sé
vegna samkvæmislífs heimil-
anna að börnin fari ekki að sofa
nógu snemma. Þetta kann að
vera í einstöku stað, og ættu þá
foreldrarnir að geta kippt því
í lag með ofurlítilli aðgætni og
umhugsun. En ég þekki lítið til
þessara ástæðna. Hitt þekki ég
aftur á móti mjög vel, að heirn-
ilisástæður eru þannig, að börn-
in geta ekki farið að sofa í friði
löngu á undan öðru heimilis-
fólki. Þarf í þessu sambandi ekki
annað en að minna á húsnæðis-
skortinn, svo að jafnvel hjá
sæmilega efnuðu fólki er ekkert
afdrep fyrir börnin.
Við íslen,dinga|r eírum ekki
gefnir fyrir það að fara snemma
að sofa og snemma á fætur.
Heimilisbragurinn verður eftir
því. Verkamaðurinn kemst ekki
á veturna til vinnu sinnar, fyrr
en byrjar að birta. Fólk. sem
vinnur við afgreiðslu í búðum
eða í skrifstofum byrjar yfir-
leitt. ekki vinnu fyrr en kl. 9—-10
En yngsta starfsfólkið á heimil-
unum, börnin, skulu vera komm
til sinnar vinnu kl. 8. Einhver
fer auðvitað á fætur með þeim
og kemur þeim af stað og — hall
ar sér svo ef til vill aftur á eyrað
þegar þau eru farin.
Það er almennt viðurkennt
að bezti námstíminn sé á morgn-
anna. En þá verða nemendurn-
ir að vera útsofnir. Skólastjóri
við unglingaskóla hér í bæ heíir
sagt mér. að um 10 ára sksið
hafi orðið betri útkoma á námi
hjá sér í þeim deildum skólans.
sem störfuðu síðari hluta dags.
Þetta getur ekki stafað af öðru
en því, að þessir nemendur
höfðu meiri svefn. því ekki er
þó betra að s-mda nám í skóla-
stofu. sem aðrrr eru búnir að
sitja í fyrr að deginum. Þetia
mál er svo alvariegt og hefir
svo mikla þýð i.gu fyrir heilsu
og nám barna og unglinga. að
ekki má gera sér að góðu minni
skólakost ,en það í framtíðinni.
að ekki þurfi aö byrja kennslu
fyrr en kl. 9 á morgnana.
Ég hefi nú minnzt á nám og
hvíld, en skemmtanir mega held
ur ekki gleymast. Þyrfti að
leggja við það miklu meivi rækt
en gert hefir verið. bæði frá
skólum og heimilum, að gefa
börnum og unglingum kost á
heilbrigðum skemmtunum í tóm
stundum þeirra. Veit ég að skót-
arnir gera nú meir og meir að
því að koma á íélagslífi meðal
barnanna. en aúk þess þyrfti
hið opinbera að styrkja íþrótta-
starfsemi þeirra, sérstaklega að
því er snertir skauta og sldða-
ferðir. ,En heimilin sjálf verða
SIÐA þessi, hefir beðið
birtingar frá því nov.
s. LKqmst húp ekki að í
blaðinu vegna auglýsinga
jólaföstunnar. Að réttu lagi
átti önnur síða að birtast í
desembier. Hlefir ritstjóri AI-
þýðublaðsins boðið að bæta
þetta upp á næstu mánuðum
og mun það boð þegið þakk-
samlega, ef efni berst.
líka og minnast þess, að æskunni
er saklaus gleði oð leikir eins
nauðsynlegt og nám og hvíldB
þess vegna verða þau að kapp-
kosta að leggja börnum sín-
um þetta tit, engu síður en
annað, sem þau mega ekki án.
vera. í
. Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Sampybkt WðnflobhsniÐBsins
nm fræðsln- m nppeiðisiá!.
Aukaþing Alþýðuflokks-
ins/sem haldið var í lok
nóvembermánaðar, ræddi
meðal margs annars
fræðslu- og uppeldismál
þjóðarinnar og gerði um
þau eftirfarandi sam-
þykkt:
\ LLIR HUGSANDI menn
viðurkenna, að uppeldi
barna og æskumanna, sé eitt
af þeim verkefnum, sem rík á-
stæða er til að rækja vel. Fram
tíð þjóðarinnar er undir því
komin, hvernig til tekst í
þessu efni. Það er vitað að skól
arnir, skipan þeirra og starf-
semi öll er áhrifamesta tækið
til þess að ala upp æskulýðinn.
Þetta sjá beztu menn hinna
lýðræðissinnuðu menningar-
þjóða, svo jafnvel nú mitt í
hinni ægilegu styrjöld er verið
að koma á merkilegum endur-
endurbótum í fræðslu- og upp-
eldismálum.
Hjá oss hefir þessum málum
ekki verið sinnt, eins og æski-
legt og nauðsynlegt hefði ver-
ið. Má fullyrða að íslendingar
standa langt, og það hættu-
lega langt að baki flestum
menningarþjóðum um skipan
fræðslu- og uppeldismála.
Fyrir því beinir 18. þing Al-
þýðuflokksins því mjög ein-
dregið til þeirra, sem nú vinna
að nýskipan skólamálanna í
landinu, að þeir geri ekki
minni kröfur til fullkomins
fræðálu- og skólakerfis hjá oss
en gerðar eru (og gerðar verða)
hjá helstu menningarþjóðum,
sem oss eru skyldar,
í því sambandi vill flokks-
þingið meðal annars benda á:
I. Aðstaða til skólastarfs og
uppeldis, sé stórlega bætt
frá því sem nú er.
a. með nýbyggingu vand-
aðra skólahúsa og uppeldis-
heimila.
b. með aukinni og bættri
menntun kennara.
II. Samræmt sé skólakerfi rík-
isins og þess sé sérstaklega
gætt, að binn almenni barna
skóli sé í sem hagkvæmust-
um tengslum við framhalds
skólana og að .aðstaða verði
sem jöfnust til framhalds-
náms fyrir unglinga, hvaðan
sem er af landinu.
III. Kennsla í hinum almenna
barnaskóla sé fyrst og
fremst helguð móðurmáli
og reikningi, handavinnu og
líkamsrækt, og annað náms
efni betur samhæft þroska
barna, en nú er. þá sé skóla-
tími, sérstaklega hinna
yngri barna, aukinn að
verulegum mun frá því sem
nú er.
IV. Þingið lítur svo á, að hin
fyllsta þörf sé á því að skóla
skyldu verði komið á til 16
ára aldurs fyrst og fremst í
bæjum og kauptúnum.
í því skyni, sé þegar komið
á heimildarlöggjöf, er heim
ili einstökum bæjar- og
sveitarfélögum uppfærslu
skólaskyldualdurs um 2 ár,
frá því sem nú er, jafnótt
og ytri skilyrði leyfa.
í framhaldsskóla sé þess
gætt, að hin almenna undir-
búningsmenntun verði sem hag
felldust, miðuð við framhalds-
nám í hinum ýmsu sérskólum
og almenn störf í þágu þjóð-
félagsins.
)
\ 5. bindi Nýals
S
S
s
V
s
S NTý bók eftir dr. Helga
S Pjeturss er ávalt .mikill bók-
mentaviðburður á íslandi.
S Dr. Helgi er löngu víðkunn-
S ur vísindamaður og viður-
i kendur sem einhver allra
^ snjallasti rithöfundur þjóð-
S arinnar. Boðskapur hans á
S erindi til allra hugsandi
• manna. Lesið Sannýal nú
S þegar. - Fæst hjá bóksölum.
^ Bókaútgáfa
{ Guðjóns Ó. Guðjónssonar.