Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÍJriðjuáagirr lo. janúar 1244 Stefán Jóhann við 1. nmræðn lýðveldisstjórnarakrárlnnar: Óráðlegt að ákveða gildistökudag stj oruarskrárinnar löngu fyrirfram. Alþfngi minnist sjé tnanaanna, sem fór nst með „fflax Pemberton.“ Ölögleg viðskipfi wi setuliðið í sfórum sfíl! Þrjú kaupsýslufyrirtæki uppvís a® fsví að katipa sfoinar vörter af sefuiiHsmönnuni og selja íslendingum RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur . undanfarið unnið að því að upplýsa stórkostlegt tollsvikamál, sem fram- ið hefur verið hér í Reykjavík um alllangan tíma og bygg- ist á stórþjófnaði brezkra setuliðsmanna frá birgðastöð hers- ins hér. Hafa sex menn eða fleiri ver- ið hnepptir í gæsluvarðhald, auk setuliðsmanna, en stjórn brezka. setuliðsins. hefir. mál þeirra að sjálfsögðu með hönd- um. Þrjú íslenzk verzlunarfyrir- tæki eru við þetta mál riðin: Nýlenduvöruverzlun Jes Zim- sen, Þorkell Ingvarsson stór- kaupmaður og Ingólfsbakarí. Höfðu þessi fyrirtæki öll keypt vörur af brezkum birgðavörð- um við hina nefndu birgðastöð (N. A. A. F. I.) og selt síðan ís- lendingum. Þessi viðskipti hófust í árs- byrjun 1943 og stóðu langt fram á árið, en uppvíst varð um þau um síðastliðin áramót, og koma allmargir menn við þessa sögu. Nýlenduvöruverzlun Jes Zim sen hefir keypt margs konar vörur af einum starfsmanni þessarar birgðastöðvar fyrir marga tugi þúsunda króna. En auk þess, sem forstjóri þessarar verzlunar, Gunnar Jónsson, hef . ir rekið þessi viðskipti, hefir * hann haft ólögleg viðskipti við erlend skip, sem komið hafa hingað í höfnina. Þorkell Ingvarsson stórkaup- maður hefir, ásamt einum starfsmanni sínum, Sigurði Þor kelssyni, keypt tugi kassa af gin og whisky af þessum sama birgðaverði — og selt síðan til bifreiðastjóra. Eigandi Ingólfsbakaríis, Ing- olf Petersen, hefir keypt nokk- uð af ýmiss konar nýlenduvör- um af öðrum starfsmanni þess- arar sömu birgðastöðvar. Rannsókn þessa svikamáls mun enn ekki vera lokið, og má vera, að enn séu ekki öll kurl komin til grafar. Sagt er að upptökin að því, að þetta komst upp hafi verið þau, að birgðaverðirnir hafi kært yfir innbrotum og þjófn- uðum í birgðastöð þeirra, en þessar kærur þeirra munu hafa reynzt falskar, aðeins tilraun til að dylja þeirra eigin þjófn- að. „Skjolin á borðið uú þegar!“ Krafa fjðlmenos fœodar liphils- aðarmaooa á sonoadaglno. Fundnrinn fór mjög vel fram og sýndi eindregið fylgi lögskilnaðarmanna. FUNDURINN, sem lögskilnaðarmenn boðuðu til síða-st- liðinn sunnudag í Iðnó var sóttur af töluvert á fjórða hundrað manns, svo að húsið var troðfullt. Qllum ræðu- mönnum var fagnað mjög er þeir hófu mál sitt og þakkað með dynjandi lófaklappi, er þeir luku máli sínu. Lúðvig Guðmundsson skóla- stjóri setti fundinn og stjórnaði honum. Þessir menn töluðu og í þess- ari röð: Jóhann Sæmundsson yfir- læknir, Árni Pálsson prófessor, Sigurður Nordal prófessor, Pálmi Hannesson rektor og Lúð- vig Guðmundsson skólastjóri. Fluttu þeir erindi þau, sem full trúar hraðskilnaðarflokkanna í útvarpsráði neituðu þeim um leyfi til að flytja í útvarpið. Stóð flutningur erindanna í tæpar tvær klukkustundir. Að loknum flutningi erind- anna var borin upp og sam- þykkt eftirfarandi ályktun, og var hún samþykkt í einu hljóði: „Fundur haldinn í Iðnaðar- mannahúsinu í Reykjavík 16. janúar ^944 til erindaflutnings um lýðveldis- og sambandsmál- ið, skorar á alþingi og ríkis- stjórn að birta nú þegar öll skjöl skilnaðarmálsins, svo að þjóð- inni gefist kostur á að kynna sér málavöxtu áður en hún á að taka afstöðu til niðurfelling- ingar samhandslagasáttmálans og stofnunar Iýðveldis.“ Mun þessi áskorun hafa ver- ið send til alþingis og ríkis- stjórnar í gær. Alþýðuflokkurinn vill til samkomulags samþykkja hana, en fresta gildistöku þar til samband næst við konung Mun einnig beila sér fyrir að lýðveldisforsefinn verði þjóðkjörinn, en ekki þingkjörinn Hinir halda fasf við 17. júnír — en eru að riðlasf um forsefakjörið 'jVÍIKILL MEININGAMUNUR kom fram við fyrstu um- ræðu lýðveldisstjórnarskrárfrumvarpsins, sem fram fór í neðri deild í gær. Stefán Jóh. Stefánsson lýsti sig andvígan því, að 17. júní eða nokkur annar tiltekinn dagur yrði ,löngu ,fyrir- fram ákveðinn gildistökudagur lýðveldisstjórnarskrárinn- ar, eins og nú væri ástatt í heiminum. En hann bauð það til samkomulags. að Alþýðuflokkurinn samþykkti stjórnar- skrárfrumvarpið ásamt 'hinum flokkunum, þó þannig að á- kvæðum þess um forsetakjör yrði breytt og þjóðin látin kjósa hann, ef gildistöku hennar yrði frestað fyrst um sinn þar til hægt 'hefði verið að ná sambandi við konung og gefa honum tækifæri til að segja af sér af frjálsum vilja. Talsmenn hraðskilnaðarflokkanna, þeir Gísli Sveinsson, Ey- steinn Jónsson og Einar Olgeirsson, tóku því fjarri að gildistöku stjórnarskrárinnar yrði frestað lengur en til 17. júní, en voru hinsvegar ekki ákveðnir né sammála um fyrirkomulag forseta- ltjörsins. Forsætisráðherra, Björn Þórð arson, hafði framsögu um frum varpið af hálfu stjórnarinnar, og óskaði, að því yrði vísað til nefndar, en lét þess jafnframt getið, að stjórnin myndi síðar beita sér fyrir breytingum á einstökum ákvæðum þess, eink- um þeim, er snertu forsetakjör. Á eftir forsætisráðherra tók Stefán Jóh. Stefánsson til máls af hálfu Alþýðuflokksins. Skír- skotaði hann í upphafi máls síns til þeirra ummæla sinna í sameinuðu þingi, við fyrri um- ræðu þingsályktunartillögunnar um niðurfellíngu sambandslaga sáttmálans, að hér væri um tví- þætt mál að ræða, annars veg- ar sambandsslitin, hins vegar lýðveldisstofnunina, og snerti stjórnarskrárfrumvarp það, sem hér lægi fyrir aðeins síðari þátt inn, eins og þingályktunartil- lagan um niðurfellingu sam- bandslagasáttmálans aðeins hinn fyrri. L Ildistökndagurlnn. Stefán Jóhann sagði því næst, að sér. þætti hlýða, að gera sjálían gildistökudag lýð- veldisstjórnarskrárinnar að um talsefni strax á þessu stigi máls ins með því meðal annars, að oftar en einu sinni hefði sér- staklega verið vikið að sér og sinni afstöðu til hans. Þegar milliþinganefndin í stjórnarskrármálinu hafði frum varp þetta til athugunar, sagði Stefán Jóhann, höfðu umræður enn ekki farið fram um það innan flokkanna, hvenær eðli- legt og heppilegt væri að láta stjórnarskrána taka gildi, með öðrum orðum, hvenær lýðveldið skyldi stofnað. Það varð þó að samkomulagi í nefridinni að láta 17. júní 1944 koma til athugunar og álita fyr- ir flokkana sem gildistökudag lýðveldisstjórnarskrárinnar. En þá hafði eins og áður er sagt, Alþýðuflokkurinn enn ekki haft það mál til athugunar, frekar eri aðrir flokkar, epda ætla ég ekki, að ég hafi látið nein orð falla um það í nefndinni, að Al- þýðuflokkurinn væri eða myndi verða þeirri tímaákvörðun fylgj andi. Frá minni hálfu var því þetta ^tímatakmark — 17. júní 1944 — ekki hugsað nema sem áætluri til athugunar., án þess að ég teldi hana á nokkurn hátt bindandi fyrir mig eða flokk minn. Ég gat þess líka strax og blaðaskrif byrjuðu um þetta mál, hver afstaða mín sjálfs væri til þes's, en henni hafði ég að nokkru lýst þegar áður í grein í Alþýðublaðinu við síð- ustu áramót. Og í sambykkt, sem miðstjórn Alþýðuflokksins gerði 29. júní .1943 kom ótví- rætt í ljós, að flokkurinn vildi fyrir sitt leyti ekki binda sig við 17. júní Í944 sem gildistöku dag lýðveldisstjórnarskrárinn- ar. Ég er því ekki reiðubúinn til þess að slá því föstu í dag, að hún skuli taka gildi þá; Alþýðuflokkurinn mun þvert á móti beita sér fyrir þeirri hreytingu á ákvæði frum- varpsins þar að lútandi, að lýðveldisstjórnarskráin öðlist ekki gildi fyrr en hún hefir verið samþykkt við leynilega þjóðaratkvæðagreiðslu og al- þingi síðar tekið ákvörðun Frh. á 7. síðu. Ávarp forseta sameinaðs Hings. fk ÐUR EN reglulegir þing- fundir hófust í gær á alþingi var settur fundur í sameinuðu þingi til að minn- ast skipshafnarinnar* sem fórst með togaranum „Max Pemberton“. Forseti þi-ngsins, Gísli iSveins- son flutti stutt ávarp til þing- manna og fer það orðrétt hér á eftir: „Háttvirtu alþingismenn! Áður en alþingi gengur til starfa í deildum á þessum degi, þykir mér hlýða að minnast hér í sameinuðu þingi, hins ógur- lega sjóslyss, sem nú er bert að orðið hefir, við að togarinn Max Pemberton hefir farizt með allri áhöfn, 29 manns, að líkindum nálægt Snæfellsnesi. Á þessu nýbyrjaða ári hefir margt það gerzt í heiminum, sem sársauka veldur mönnum og seint bætanlegum missi. Vér Islendingar höfum eigi farið varhluta af voveiflegum slys- um, er sumpart hafa beinlínis verið af völdum hins æðis-1 gengna ófriðarbáls, er enn geis- ar en sumpart að sjálfsögðu pví óviðkomandi. Verðmætir farkostir og fiskiskip hafa sokkið í sjó, en framar öllu dýr- mæt mannslíf farið forgörðum, og er þar með ærið skarð höggvið í afkomumöguleika hinnar litlu og fámennu ís- lenzku þjóðar. Þótt eigi verði sagt eða sannað, að hið síðasta þungbæra sjóslys, er orðið hef- ir hér við land síðustu daga, er b/v. Max Pemberton fórst, standi í nokkru sambandi við styrjöldina, þá er þetta þó alli skylt, ógnir og eyðing, sem eigi virðist.verða við ráðið. Ber oss að taka því öllu með þeirri ró- semi hugans, er einkenna á góða menn og staðfasta þjóð, sem eigi lætur bugast, en held- ur áfram göngu sinni og gagn- legum störfum, í fullu trausti til handleiðslu hinnar eilífu for sjónar alls mannkyns . Minnumst þess, að á öllum öldum hefir íslenzk byggð ver- Frh. á 7. síðu. Hefir stjómin leifað1 fyrir sér um viður- kenningu lýSveld- isins! Fyrirspisrn Stefáns Jéiiamns á aiþingi í gær Qtefán JÓH. STEFÁNS- SON beindi þeirri fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar í síðari ræðu um stjórnarskrár- málið í neðri deild í gær, hvort hún hefði leitað nokk- uð fyrir sér um viðurkenn- ingu lýðveldisins af liálfu annarra ríkja, þegar til kæmi. Engin svör voru gefin við þessari fyrirspurn af hálfu ríkisstjórnarinnar við um-p ræðurnar í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.