Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 5
Iviánufaagur IC. janúar 1S44 ALÞYÐUBLAÐIÐ s Á mynd þessari sést Cordel Hull (í miðið), þegar Roosevelt forseti og frú Hull buðu hann velkominn heim eftir för -hans á hina sögufrægu ráðstefnu í Moshva. Myndin var tekin á flugvellinum í Washington. „Við biómgumsí i snjómim.44 Cordell Hull kemur aftur heim. EIiNU SINNI las ég eftirtekt- arverða grafskrift í kirkju- garði fiskiþorps nokkurs, er stendur við vog á hinni klett- óbtu strönd Nýja-Englands. Ég taldi hana svo merkilega, að ég skrifaði hana hjá mér. Þe.tta var grafskrift á leiði alþýðu- konu, sem hafði alið allan aldur sinn í þorpi þessu og skilað miklu og góðu ævistarfi. „Starfa hennar fyrir þorpið okkar mun lengi mmnzt.“ Þegar ég ritaði orð þessi hjá mér minntist ég einkunnarorða íbúanna í Nýja Skotlandi, sem er skammt frá Nýja-iEnglandi á Atlantshafs- strönd Ameríku hinum megin landamæra Kanada. Nýja Skot- land er frægast fyrir vorblóm- in sán. Þau sjást iþar strax í maimánuði, áður en síðustu snjóa leysir. Einkunnarorð þessi eru svohljóðandi: — „Við blómg umst í snjónum“. Grafskriftin á leiði konunnar í kirkjugarði fiskiþorpsins í Nýja-Englandi og einkunnarorð Nýja Skotlands rifjuðust upp fyrir mér fyrir nokkrum mán- uðum, þegar ungur kanadiskur flugmaður kom inn í garðinn- minn í Hampshire og sagði: — Ég er nýkominn ihingað í flugvél frá Kanada, og þar eð ég er öll- um öðrum ókunnur hér á Eng- landi, ákvað ég að koma rak- leiðis til yðar. Eg varð meira en lítið undrandi. Ég hafði ekkert frétt af manni þeosum í tvö ár, og þegar ég sá hann síðast, stóð- um við meðal grenitrjánna í æt't landi hans og hiorfðum yfir timb urhús fiskimannanna út á Ma- honeflóann í Nýja Skotlandi. Þegar ég sá hann nú, hávaxinn, vörpulegan og fríðan sýnum, fannst mér ^m hafrænan'í Nýja Skotlandi léki um mig og ilmur gr nitrjánna þar bæri*t s' v t- 'iiT' mu,uij Starfi hans rnun Þngi minnzt eins og annarra Kanadamanna, er ég til þekki 03 .ugt h ta 'teiöir s’osr austur yfir Atlantshafið til þess að inna sinn þátt í styrjöldinni af hönd- um. Ég kynntist þessum vini mínum fyrst í hvítlita mennta- skólanum við Mahoneflóann. Skóli þessi stendur á hæð eins og flest bændabýli, beitilönd og akrar í iþessum hluta Nýja Skot- lands. Það er saga út af fyrir sig, hvernig á því stendur. Sú var sem sé tíðin, að frumbyggjarnir töldu sig miklu skipta að geta í tæka tíð séð til ferða einkennis klæddra, óvinveittra hermanna HEIN þessi, sem er eftir R. A. Fletcher, var upp- haflega flutt sem erindi í brezka litvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritinu The Listener. Fjallar greinin um landshætti og íbúa Nýja Skotlands í Kanada, en eink- um hina svonefndu Lunen- i borgara, sem byggja suður- strönd þess og eru af þýzk- um ættum. eða varðelda, sem voru merki til nágrannanna um það, að Rauðskinnar væru í nánd. Þess vegna völdu þeir það ráð að byggja hús sín uppi á hæðurn. Við sáum af hæðum þessum út á flóann með hinum mörgu eyj- um sínum. Einu sinni höfðu sjóræningjar bækistöðvar sínar 'í eyjum þessum og enn rennur sjóræningjablóð ■ í æðum hinna hæglátu þýzkættuðu manna, er héruð þessi ibyggja. Þessi vinur minn líktist mun meira sjómanni en flugmanni. Sömu ,sögu er að segja af flest- um þeim .mönnum, er fljúga sprengjuflugvélunum frá Kan- ada til Englands um þessar mundir. Forfeður hans fluttust vetur um haf frá Hannover í Þýzkalandi fyrir nær tveim öld- um. Þetta var á átjándu öld á valdadögum Georgs II. Englands kommgs og kjörfursta í Hann- over. Það var því sízt að undra, þótt Hannoverbúar væru óðfús- ir þess að flytjast búferlum til hinnar nýju heimsálfu. Illu heilli var stærsti hópurinn, er til Veturheims fór af þessum slóðum, á vegum hvatvíss um- boðsmanns, er fékk vissa fjár- hæð greidda fyrir hvern mann, sem vestur fluttisi. Það var því hagsmunamál hans, að vestur- fararnir yrðu sem flestir, enda lá hann ekki á liði sínu. Hann gekk jafnv.el svo langt að ráða lil vesturfarar gamlar konur og munaðarlaus börn. Þegar maður þessi hafði fengið nægi- lega stóran hóp að dómi sjálfs sín, lét hann hann fara um borð, fékk honum eins lítinn vista- forða og hann taldi sér frekast auðið og fullyrti, að byrinn væri 'hinn hagstæðasti og ferðin stutt, enda þótt þetta væri að haust- lagi, þegar allra veðra var von. . En ryngja hans varð mun þyngn eftir en áður. En þvi fór fjarri, að byrinn reyndist hagstæður. Eftir mikla hrakninga náði skipið loks í höfn í Halifax. Farþegarnir höfðu kvalizt svo af hungri, að sum- ir þeirra gátu ekki staðið á fót- unurn. Halifaxbúar reyndu að láta þeim allt það í té, sem þeim var auðið, En hjálp þeirra hrökk skarnmt, enda voru íbúar Hali- fax í þá daga aðeins nokkrar þúsundir. Veturinn myndi brátt ganga í garð, og íbúarnir voru sízt aflögufærir um nauðþurftir. Þá fann Cornwallis ofursti ráð til bjargar og kom tillögu sinni á framfæri við forustumenn fólksins frá Hannover. Hann kvað ihermenn sína fúsa til þess að láta því í té nokkurn hluta af mjölbirgðum sínum og flytja þær urn borð í skip það, er hafði flutt það vestur um haf. Þá skyldi siglt suður með strönd- inni og setzt að við Mahone- ílóa, þar sem gnægð fiskjar myndi að hafa. Þannig voru góð ar horfur á því, að fólk þetta myndi lifa veturinn af. Af ótta við árásir sjóræningja og Rauð- skinna var því ráðlagt að reisa bjálkakofa sína uppi á hæðun- um. Ef það lifði veturinn af og hygðist brjóta landið til rækt- unar að vori, var því gefið fyrir heit um það, að því skyldi sent korn til útsæðis. Flestir lifðu veturinn af, enda þótt nokkrir dæju. Brátt hóf svo fólk þetta blómlegan bú- skap í héraði þessu, er það valdi heitið Lunenborgarfylki. En þar með var ekki sagan öll. Fólk þetta var bændafólk af sléttum Þýzkalands. En forfeður þess 'höfðu verið bátasmiðir og fiski- menn á strönd Eystrasalts. Frum 'byggjar þessir tóku nú brátt upp siðu forfeðra sinna,. enda var ástin til hafsins þeim í blóð borin, og hagleik höfðu þeir til að bera í ríkum iriaáLi. Aldar- langt helguðu þeir sig iðju þeirri að smíða fallegar og rennilegar skonnortur handa sjálfum sér og Bandaríkjamönnunum hinum megin við landamærin. Betri megin við landamærin. Betri' skip gat ekki. Þegar smíði tré- skipanna lagðist niður og skipa byggingar nútímans hófust, hurfu íbúar Nýja-Skotlands frá iðju þessari. Én þeir er búa í hafnarbæjunum í Lunenborgar- Frh. á 6. sí&u Gramur bæjarbúi skrifar um hitaveituna, rafmagns- leysið og kalda vatnið og ber fram nokkrar óþægilegar fyrirspurnir. UR BRÉFAHRÚGUNNI nm hitaveitunii og rafmagnsleys- ið tek ég þetta bréf frá „Sigga á Sjónarhóli“ um neyðaróp forstjór- anna. ,,í blöðum og útvarpi hefir að undaníörnu mátt lesa og heyra lesið regíulegt neyðaróp frá for- stjórum hitaveitu og rafmagns. Þegar fyriríækin sem þeir stjórna reynast með öllu ómöguleg, þá hrópa þeir út til bæjarbúa, sem sitja skjálfandi af kulda í 12 til 17 stiga frosti, og í hálfgerðu myrkri, og geta ekki hitað ofan í sig bita eða sopa: Notið ekki heita- vatnið, notið ekki rafmagnið!“ „HVAÐ ÆTLI að milljónatug- irnir þurfi að verða margir sem eytt er í þessi fyrirtæki til þess að svo mætti nota þau? Kunnugir menn, sem víða fóru um bæinn sögðu, að ástand fjölda margra bæjarbúa um næst síðustu helgi hefði verið hræðilegt. Fólk sem búið var að fá hitaveituna, reiddi sig á hana til upphitunar, enda var þess hvergi getið að það væri ekki óhætt. Blöðin voru látin til- kynha það hátíðlega að í svona og svona mörg hús væri, heita vatn- ið komið, og bætt yrði við af alefli. Allt var í stakasta lagi.“ „ÞÁ VAR EKKI með einu orði minnst á það, að hitaveitan væri ekki fullgerð". Þá var ekki getið um að ekki væri búið að koma fyrir einhverjum ólukkans krön- um, sem tæmdu vatnsgeymana! Fólkið, sem heita vatnið hafði fengið, vissi vel, af því að það þreifaði á því, að vatnið var oft- ast í ólagi, enda höfðu þeir menn sem hitaveitan hafði til að fará í hús til að lagfæra, svo mikið að gera, að oft komu þeir ekki fyrr en eftir sólarhring, eftir að kvört- un hafði verið send skrifstofunni. En eftir því sem hleypt var vatni á fleiri hús, versnaði ástandið. Með sama innrennsli, hríðféll þrýsti- mælir, af því að vatnið var of lít- ið, og þrýstingur á því ónógur.“ „FÓLK FÓR, sem vonlegt var, að reyna að auka innrenslið íog með því að auka eyðsluna) til þess að reyna að fá sama hita og áður með hæfilegu innrensli, en ekkert dugði, og síðast kom ekki nokkur | dropi. Þá varð fólk annaðhvort að | taka veituna úr sambandi og hita upp með kolum ef kolablað var til (ekki mun hitaveitan þó hafa útvegað nein kol, sem hún ætti þó að vera skyldug til), eða sitja í kuldanum — þó rafmagnsofn væri til. Fólkið tók eftir því, að þrýst- ingurinn á vatninu féll, eftir því sem rafmagnið varð lélegra, en forráðamennirnir þrættu fyrir að þetta stæði í sambandi hvort við annað, en það kom annað hljóð í strokkinn þegar neyðarópið kom“. „AÐ ÞESSU ATHUGUÐU spyr maður: Hversvegna var farið að hleypa heita vatninu í húsin með- an veitan er ekki nærri fullgerð og vitað var að bærinn hefir um langan tíma á degi hverjum ver- ið að heita má rafmagnslaus? Þó ( fólk hefði beðið eftir veitunni í i 1—2 mánuði, var það búið að bíða | lengur — af orsökum sem helst ! eru ekki nefnandi. En að demba vatni inn í sem flest hús, sem svo | reynist algjörlega ófullnægjandi er j hálfgerð hefndargjöf. Ég er einn af þeim sem varð að taka veituna úr sambandi, og fara að kynda með kolum, og ég held að ég setji hana ekki í samband aftur fyrr en húns er komin í fullt lag svo ég þurfi ekki að auka eyðsluna vegna vatnskorts, eða vantandi þrýstings á því, — enda verður upphitun með vatninu með „reynslu-taxt- anum miklu dýrari, en með kolum.“ „RAFMAGN SMÁLIN eru búin að vera lengi í mesta ófremdar- ástandi. Bæjarmenn munu þó hafa vonast eftir að þau væri komin í fullt lag með Sogsvirkjuninni. Byrj að var á því að selja rafmagn í stórum stíl til Hafnarfjarðar, ekki aðeins til ljósa og suðu- heldur einnig til upphitunar, því vitan- legt er, að þar eru hús, sem hituð eru eingöngu með rafmagni. Síðan er setuliðið víst látið fá það raf- magn er það þarfnast, en einu- ungis valdboð frá þess hendi getur afsakað það — en því mun ekki til að dreifa frekar en með mjólk- ina — meðan skortur ’ er á raf- magni til bæjarbúa. Síðan, þegar orðinn er algjör skortur á raf- magni, er verðið á því hækkað að dæmi okrara og Gyðinga." „ÁÐUR FYRR voru menn verð- launaðir með lægri taxta fyrir að eyða sem mestu af því, nú er mönnum hengt með hærri taxta fyrir að eyða miklu rafmagni, og þetta gerir stofnun sem er eigra bæjarbúa; Ekki má koma hér byl- gusa í nokkrar klukkustundir, þá fara Elliðaárnar úr farvegi sínum. Rafmagnsstjóri segir að þetta hafi komið fyrir fyrir tæpum sex árum, Framhald á 6. síðu. Fóðurbætir: Fóðurfolöndur fyrir mjólkurkýr, 2 teg. Hænsnakorn Hænsnamjöl, 2 tegundir Hestafóðurblanda Svlnafóðurblanda Fóðurblanda fyrir sauðfé Hestahafrar Okkar langa reynsla í blöndun og sölu fóðurbætis tryggir viðskiptamönnum okkar bezt, að fá jafnan góða og hentuga samsetningu á fóðurbæti fyrir allar skepnur. Komið sem fyrst og leitið upplýsinga um fóðurbætis- tegundir okkar, sem eru blandaðar daglega í okkar full- komnu fóðurblöndunarvélum. Mjólkuríélag Reykjavíkwr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.