Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 6
B Með eða án hitaveitu — Breiðfjörðs bylgjuofnar hafa allfaf reynzt vel. Vegna ummæla, sem birzt hafa í tveimur dagblöðum um að Breiðfjörðsofnar séu einu ofnarnir, sem ekki þoli hitaveituþrýstinginn, birtum vér eftirfarandi vottorð: Undirritaður hefir notað Breiðfjörðs bylgjuofna undan- farin ár, og nú einnig síðan hitaveitan var lögð inn til mín, og votta ég hér með að þeir reynast vel. Reykjavík, 2. janúar 1944. Sveinn Guðmundsson járnsmiður, Bárugötu 14. Ég undirritaður votta hér með að ég nota til upphitunar með hitaveituvatninu Breiðfjörðs bylgjuofna í húsum mín- um við Laufásveg 21, og reynast þeir í alla staði mæta vel. Reykjavík, 12. janúar 1944. Oddur Jónasson. Ég undirritaður keypti árið 1942 bylgjuofn hjá Breið- fjörð í húsið Laugaveg 41 A, og hafa þeir reynzt mér prýði- lega. Hita bæði fljótt og vel. En er farið var að leggja heita vatnið í hús hér í bæn- um, heyrði ég að sprungið hefðu bylgjuofnar ásamt hellu- ofnum og kötlum. Hugði ég því að hér væri um vantemprun á heita vatninu að ræða og leitaði ég því fyrir mér hvort eigi væri hægt að fyrirbyggja það og komst að þeirri niður- stöðu, að eigi væri annað en að hafa frárennslið óhindrað frú ofnunum. Tók ég því 2 krana af, sem hitaveitan hafði sett á frárennslið og lagði því næst % tommu rör upp eftir skor- steininum upp í 2 metra hæð hærra en hæsti ofn hússins var til að fyrirbyggja að ofnarnir gætu tæmt sig, leiddi það aftur niður í frárennsli hússins og er þetta sama rörvídd, er liggur frá því og að því. Hefi ég síðan hleypt á 20 lítra rennsli á mínútu og er það helmingi meir en þörf er á til þess að hita allt húsið. Þessi reynsl^ mín hefir reynzt mér prýðilega og vonast ég til að öðrum reynist eins ef reyna. Reykjavík, 9. janúar 1944. Virðingarfyllst. Benedikt Benediktsson. Af ofanskráðum vottorðum er ljóst: að fleiri tegundir ofna en þeir, er við framleiðum, hafa bilað af ofmiklum þrýstingi hitaveitunnar. að ofnar okkar reynast vel þar sem sú aðferð er viðhöfð, sem lýst er í vottorði nr. 3. Með ofanskráðum vottorðum og mörgum öðrum, er fyrir liggja hjá okkur, ætti ummælum hinna tveggja dag- blaða um ofna þá, er við framleiðum, að véra að fullu hnekkt. Sfálof nagerðin GuSm. J. BreitSfförð h.f. AJLÞYÐUBLAÐIÐ_____________ Kristmann kemur heim. EANNES A HORNINU (Frh. af 5. síðu.) og aftur nú. Það er ekki ástæðu- laust að spyrja í þessu sambandi. Hefir ekkert verið gert á þessum sex árum til að koma í veg fyrir að þetta gæti endurtekið sig, t. d. með því að hækka bakka ánna þar sem hættast er við að þær flæði yfir? Eða á þetta að ganga svona ítil í hvert sinn sem bylgusu gerir?''1 „NÚ ER VERIÐ að auka við Sogsstöðina, svo bæjarbúar gætu vonað að líða ekki skort á raf- magni framar. En á ekki að fara að selja rafmagn til Keflavíkur, og um allar trissur? Verður fyrir hyggjan fyrir eigendum Sogsstöðv arinnar meiri nú en áður? Lendir ekki allt í sama öngþveitinu og nú, eftir stuttan tíma?“ að það er hver „silkihúfan upp af annari í þessum málum“. ERINDI ÞAÐ, sem Sigurður Ein arsson flutti á sunnudagskvöld, hefir vakið geysilega athygli, enda var það með öðrum blæ og veiga- meira en flest önnur erindi, sem flutt hafa verið í útvarpið. Von- andi fáum við fljótt að heyra fram haldið. Hannes á horninu. Jóhannes Reykdal verksmiðjueigandi í Hafnarfirði er sjötugur í dag. Leikfélag Hafnarfjarðar leikur Ráðskonu Bakkabræðra, annað kvöld kl. 8, (en ekki kl. 8.30, eins og venjulega). Frh. af 4. síðu. og málinu á þessari sögu, vil ég minnast á notkun orðsins fersk- Áður en ég svo vík frá stílnum sömu blæbrigðum á íslenzku. . . ur. í mínum átthögum og yfir- leitt hér vestra, allt norðan af Hornströndum og vestur að Tálknafirði, er þetta orð aðeins notað í tveim samböndum. Það er talað um ferskan fisk, og fólk segir, að því sé eitthvað í fersku minni. Kona mín og tvær aðrar austfirzkar konur, sem ég hefi spurt um notkun orðs þessa á Austurlandi, segja mér, að þær hafi ekki heyrt það notað nema einungis í einu sambandi — eða þegar fólk vilji leggja áherzlu á, að það muni einhvern atburð mjög greinilega. Þessar konur þekkja allvel til málfars alls al- mennings um Vopnafjörð, Jök- uldal og Fljótsdalshérað. Þá hafa heldur ekki neinir þeir Vestfirðingar, sem ég hefi spurt um notkun þessa orðs, heyrt það neins staðar á landinu, þar sem þeir hafa komið, notað í fleiri samböndum en þeim tveim ur, sem ég heíi þegar drepið á. En íslenzkir rithöfundar — og þar á meðal ég — hafa á síðari árum notað það utan þeirra tak- marka, sem því virðast hafa verið sett í alþýðumáli, og hjá sumum hefir mjög vel tekizt um hina nýju notkun þess. Aftur á móti hefir öðrum skeikað all- mjög um hóf og smekkvísi í þessu efni, og til eru þeir, sem virðast hafa tekið sérstöku ást- fóstri við orðið ferskur, vilja sem víðast trana því framan í íslenzka lesendur. Látum nú alveg vera, þó að ung stúlka sé sögð vera fersk og ilmur og angan sömuleiðis, en ég býst helzt við að heyra bráðum tal- að um ferskar kerlingar, fersk- ar gamalær og ferskan óþef . . . Það er nú svo langt frá því, að Kristmann Guðmundsson geri sig sekan um slíkar smekkleys- ur sem þessar, en hins vegar er því ekki að neita, að honum hefir auðsjáanlega geðjazt alveg sérlega vel að orðinu ferskur — og hann er áreiðanlega far- inn að treysta fullmikið á fjöl- hæfni þess til áhrifa og sam- löðunar. Það, sem ég kynni helzt að hafa við þessa sögu að athuga, er sjálft Náttröllið, en svo heitir steindrangur í skarðinu ofan við bæinn Foss. í rauninni virð- ist mér helzt, að höfundurinn hefði ekki þurft á Nátttröllinu að halda. Sagan hefði verið táknræn langt út fyrir það svið, sem henni er í þrengsta skiln- ingi markað þó að tröllsins hefði að engu verið getið, og að mín- um dómi er það í sögunni, sem að því lýtur, frekar annmarki en kostur. Minnsta kosti er óhætt að segja, að betur hefði farið á því, að Nátttröllið hefði ekki sem tákn komið í ljós jafnber- lega og raun ber vitni um, og það eykur síður en svo á reisn og áhrifamagn þessarar skáld- sögu, þegar höfundur lætur af- skipti Odds bónda af hinni steindu óvætt valda honum ald- urtila. Ég þykist þess og full- viss, að svo kunnustulega sem Kristmann fléttar saman hina ýmsu þræði orsaka og afleið- inga, þá hefði honum ekki orð- ið nein skotaskuld úr því að botna söguna án þátttöku Nátt- tröllsins. En hvað sem þessu líður, er sagan skáldverk, sem er þrungið þrótti og lífi, ber vott um mikla mannþekkingu, hvort sem litið er á einstaklinga eða fjöldann, sýnir sérlega leikni í meðferð efnisins, vitnar um stílgáfu, sem yfirleitt forðast öfgar, og orð- auðgi, sem má teljast einstök, þegar tekið er tillit til þess, hve lengi höfundurinn hefir búið er- lendis og skrifað á framandi máli. Og loks: Þrátt fyrir raunsæi 'höfundar- ins á hið misjafna í fari mann- anna er honum enginn sorti fyrir augum eða bölmæði fyrir brjósti. Og gaman væri nú að því, að útgefandanum tækist að koma út næstu bók Kristmanns á þó ekki væri nema svo sem sex til átta mánuðum styttri tíma en það hefir tekið hann að koma þessari sögu fyrir sjónir ís- lenzkra lesenda. Guðm. Gíslason Hagalín. iýja SkotEand. Frh. af 5. sí&u. fylkinu á suðurströndinni eiga ágæta fiskibáta, sem þeir eru næsta stoltir af. Þeir hafa getið sér mikinn orðátír sem sjómenn. Ég hefi oft séð klakaða fiskibáta þeirra halda til hafnar á vetrum. Það eru iþessir menn, sem hafa valið sér einkunnarorðin: ,,Við iblómgumst í snjónum.“ Kanada menn hafa getið sér þann orð- stír í styrjöld þeirri, er nú geis- ar, að þeir séu einhverjir mikil- hæfustu isjómenn flota banda- manna. En ibeztu sjómenn Kan- ada eru frá Nýja iSkotlandi. Syn- ir Lunenborgarfylkisins hafa vissulega lært vel til starfa síns. Nýja Skotland var upphaflega ibyggt mönnum af enskum, skozkum, þýzkum og frönskum ættum. Lunenborgararnir á suð- urströndinni lögðu brátt þýzk- una niður hæði sem talmál og ritmiál. En ástin á hljómlist og sönglist hefir aldrei fyrnzt þeim. Vinur minn, flugmaðurinn, sem fyrr um getur, heimsót-ti mig oft síðar. Hann hafði mér margt að segja. -Hann lýsti fyrir mér órahæð þeirri, er hann flygi í, kuldanum og ísingunni á flug- vél -sinni. Enn minntist ég eink- unnarorðanna: „Við hlómgumst í snjónum.“ iSiíðar frétti ég að -hans væri saknað, og hugði helzt að hann myndi 'hafa farizt. En áður en la-ngt um -leið ibarst mér ibréfspjald frá honum, þar sem hann lét isvo um mælt, að hann væri ií Þýzkalandi. Hann hafði haf-t hug á því forðum daga að stunda framhaldsnám við þýzk- an íhiás-kóla. Þegar þar að kemur hygg ég, að hann muni verða í t-ölu þeirra, sem leggja fram krafta sína til þess að reisa að nýju hinar hrotnu borgir meg- inlandsins. Evrópa mun þarfn- 4st- fuKLtingis slíkra manna. Þyrfti ég hjálpar með, kysi ég mér engra manna fulltingi fr-ern ur en dáðadrengjanna fr-á Nýja iSkot-landi. -Starfa þeirra mun lengi minnzt. ,,-Því kaldari, sem snjórinn er, því bjartari verða iblómin." Þriðjudagur 18. janúar 1944 1 ■ " 1 ...........~ 8, SÚÐIN vestur og norður á morgun. Kemur við á báðum leiðum á Sandi, Ólafsvík, Stykkis- hólmi, Flatey og helztu Vest- fjarðahöfnum vegna pósts og farþega, ef veður og aðrar ástæður leyfa. tívAÐ SEGJA HIN BLÖÐLN? Frh. af 4. síðu. viðvörunar, ef hraðskilnaðar- liðið á eftir nokkurn snefil af dómgreind. í greininni, sem nefnist ,.Á almenningur að borga?“, segir m. a. á þessa leið: „Dansk-íslenzk sambandslög frá 1. desember 1918 eru enn í fullu giídi. Og þau halda áfram að gilda þangað til þau hafa verið numin úr gildi annaðhvort með nýjum samningi íslendinga og Dana eða með einhliða ákvörðun okkar eða þeirra, að loknum lögmæltum undirbúningi. Ríkisstjórn Islands hefir lagt fyrir Alþingi 'það, er nú istur, 63. löggjafarþing, „tillögu til þingsá- lyktunar um niðurfelling dansk- íslenzka sambandslagasamningsins og um rétt danskra ríkisborgara, heimilisfasta á íslandi“. Lesandinn veitir því strax at- hygli, að ríkisstjórnin leggur til, að ísland taki á sig þá ábyrgð, að nema úr gildi á eigin spýtur á- kvæði 3. málsgreinar 6. greinar sambandsl. um gagnkvæm rétt- indi ríkisborgaranna til fiskveiða í landhelgi hvors lands, án tillits til búsetu. Ríkisstjórninni er kunnugt um, að enn eru ekki liðin þrjú ár frá því sambandslögunum var sagt upp. Henni er enn fremur ljóst, að engar viðræður hafa átt sér stað um framtíðarsambúð landanna. Tillaga stjórnarinnar er því ekki reist á neinum réttar- eða samn- ings-gr undvelli. Þeim tveim lögfræðingum, sem sæti eiga í ríkisstjórninni, ætti að vera það auðskilið, að með því að svipta Færeyinga og aðra danska ríki-sborgara, búttsea utan íslands, rétti til fiskiveiða í íslenzkri land- helgi, sem -þeir hafa nú samkv. 3. málsgr. 6. gr. sambandslaganna, er verið að fella á ísland skaðabóta- skyldu, sem getur numið mörgum milljónum króna. Þess er að vænta, -hvað sem öðru líður, að ríkisstjórnin láti þegar í stað bera fram á alþingi aðra til- lögu til leiðréttingar því atriði, sem hér er nefnt, þó ekki sé nema til að firra landið stórtjóni. Ef stjórnin heldur fast við hina upphaflegu tillögu sína, knýr al- þingi til að samþykkja hana og framfylgir henni síðan með þeim auðljósu afleiðingum, sem hér hef- ir verið bent á, er rétt fyrir nú- verandi ráðherra að vera við bví búnir, að þeir verði sóttir til sekt- ar og bóta fyrir það tjón, sem ætla má að þeir baki landinu með þessum hætti.“ Áreiðanlega blandast engum hugur um, að þetta eru varnað- arorð í tíma töluð. En er hrað- skilnaðarliðið móttækilegt fyrir nokkur rök? Sjálfsagt telja margir litlar líkur á því. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fund í Háskólanum ann- að kvöld kl. 8.30. Umræðuefni er: Stofnun lýðveldis á íslandi. Fram- sögumaður er Gísli Sveinsson, al- þingism. Lýðveldisnefndinni og útgefendum Varðbergs er sérstak- lega boðið á fundinn. „OG SVO ER ÞAÐ kalda vatnið. Það sést nú ekki á efri hæðum húsa sem standa á hæðum bæjar- ins, nærri hálfan daginn. Salernin er ekki hægt að hreinsa 5—6 klst. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Vopn guðanna“, eftir Davíð Stefánsson, annað kvöld kl. 8. — Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 á degi hverjum. — Það má segjaý dag- Kvöríunum um rolfugang í húsum er veitt móttaka í síma 3210 frá 18. jan. til 25. jan. kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. Einnig getur fólk snúið sér til Aðalsteins Jóhannssonar meindýra- eyðis, sem verður til viðtals á Vegamótastíg 6 alla virka daga kl. 9—12 f. h. til febrúarloka. Heilbrigðisfulltrúinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.