Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 4
4 JMJÞYÐUBLAÐIP Mánudagur 16. jauúar 1944 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Helfregn. ENN syrgir þjóðin þrjá tugi manna, er voru í röð henn ar vöskustu sona. Ein af mestu happafleytum flotans, togarinn Max Pemberton, er horfin í djúp hafsins með 29 manna áhöfn innanborðs. Nagandi kvíði, sem ríkti á heimilum þessara manna síðari hluta síðustu viku, breytt ist um helgina í nístandi sorg. Öll von var talin úti. Togarinn og hin mannvænlega áhöfn hans var taliri af. Það er ekki nýtt, að íslend- ingar bíði mikið afhroð í skipt- um sínum við Ægi. En tjón vort á mönnum og skipum nú á styrj aldarárunum er orðið svo gífur- legt, að öllum hrýs hugur við. Yfir þrjú hundruð manns hafa látið lífið og um tuttugu skip farizt, stór og smá. Meðal þess- ara skipa eru stærstu, yngstu og bezt búnu togarar flotans. Sjómennirnir, sem látið hafa líf- ið, voru hver öðrum vaskari, enda er það alkunnugt, að á tog- araflotanum er valinn maður í hverju rúmi, hraustir menn, vaskir og vel á sig komnir. Þetta tilfinnanlega og óbætan lega tjón íslenzku þjóðarinnar er fyllilega sambærilegt við það afhroð, sem hernaðarþjóðirnar hafa beðið á sama tíma. Mætti það vera áminning þeim, er geipa um það í tíma og ótíma, að íslendingar hafi uppskorið velsæld eina á styrjaldarárun- um. Eigi tjáir að æðrast, er spyrj- ást slík tíðindi og þau, er Max Pemberton hvarf af yfirborði hafsins með svo skyndilegum hætti, að ekki er vitað hvernig slysið bar að höndum. Öll þjóð- in getur sett sig í spor þess fólks, er hér á um sárast að binda. Stórfelld sjóslys við strendur landsins láta ekki ósnortið hjarta eins einasta manns, enda ekki nema að vonum. Engin stétt verðs;kuldar fremur heitið ,,her- menn íslands“ en sjómannastétt in. Engin stétt þjóðarinnar legg ur sig meira í hættu1 en þeir. Engin stétt færir meira í bú allra landsins ibarna en sjóménnirnir. Undir engri stétt á þjóðin jafn mikið um efnahagslega afkomu sína eins og sjómönnunum. Þakk arskuld þjóðarinnar við þá er því hverju maimsbarni auðsæ «g samúðin með eftirlifandi ást- vinum óhvikul. Margur leggur fyrir sig þá spurningu, hversu sú skuld verði bezt goldin, er slíka atburði sem þennan 'ber að höndum. Sjálf- sagt má finna við þeirri spum- ingu mörg svör. En tvennt virð- ist þar liggja næst og vera sjálf- sögðust: að búa svo um hnút- ana, að aðstendendur hinna föllnu hetja og nánasta skyldu- lið, eiginkonur, börn og foreldr- ar, verði ekki íátin líða við það á neinu efnalegu, að fyrirvinn- unni er kippt í brott svo svip- lega, isvo og, að sjómönnunum sé búið vel í hendur, skipin þeirra séu góð og fullkomin og búin öllum hugsanlegum ör- yggistækjum. Þetta tvennt er frumstæðasta skylda þjóðarinn- ar gagnvart sjómannastéttinni og ætti sízt undan henni að víkjast. fíiaðmniidnr G. Hagalfn; Kristmann kemur heim. ♦ Kristmann Guðmundsson: Nátttröllið glottir. — Vík- ingsútgáfan. Kvík 1943. AÐ eru nokkur ár síðan Kristmann Guðmundsson fluttist heim til íslands, og flestir munu ekki hafa vitað betur, en að hann hafi sjálfur þýtt úr norsku eða frumskrif- að á íslenzku bækurnar Börn jarðar og Gyðjan og uxinn. Nú er nýkomin út eftir Kristmann raunar löngu boðuð saga, Nátt- tröllið glottir, og' blöðin getá þess, að þetta sé fyrsta skáld- ritið, sem Kristmann hafi frum- skrifað á íslenzku, síðan hann varð fullveðja rithöfundur. Um hinar tvær áðurnefndu sögur er það að segja, að mér þótti þær standa mjög að baki öðrum bók- um Kristmanns um stíl og flest listræn einkenni, en á norsku hefi ég ekki lesið þessar sögur. En sannarlega er það hressandi og gleðjandi að líta ofan í nýju söguna og lesa hana síðan með hinar í huga. Það er eins og þarna sé allt annað tungutak, já, allt annar höfundur en fram kom t. d. í Börnum Jarðar. Nú, er Kristmann fyrst kominn heim sem skáld og listamaður orðsins. Og sannarlega væri það nú tímabært, að út kæmu á ís- lenzku þær tvær af beztu sög- um hans, sem út hafa verið gefnar á norsku, en ekki enn þá verið klæddar íslenzkum bún- ingi. Nú getur Kristmann þýtt þær sjálfur, en bækur hans eru vandþýddar svo að vel sé, vegna þess hve stíll hans er breyti- legur, erfitt fyrir þýðandann að hafa jafnoft hamskipti og þörf gerist. Þær sögur, sem ég á við, eru Det hellige fjell og Den förste vaar, önnur margbreyti- leg og veigamikil, hin fíngerð og yfir henni unaðslegur blær ungra vona og viðkvæmrar æskuástar. Nátttröllið glottir er löng skáldsaga. Hún er raunar ekki fullar 300 síður í þessari út- gáfu, og hún er prentuð á það þunnan pappír, að hún sýnist svo sem ekki sérlega löng. En væri ekki meira á hverri blað- síðu en t. d. er í íslandsklukk- unni, þá væri þessi saga Krist- manns um það bil 460 síður, og vaéri hún þá allmikil fyrirferð- ar, ef pappírinn væri þykkur. Þó að takmörk séu fyrir því, hve lítið megi vera á hverri blaðsíðu til þess að ekki verði til lýta, og þótt mjög þykkur pappír í bókum sé heldur leið- inlegur, þá virðist mér þessi út- gáfa heldur rytjuleg og um of til hennar sparað. En prófarka- lestur er góður, og svo er yfir- leitt á bókum frá Víkingsútgáf- unni. í þessu sambandi vil ég geta þess, að band á bókum þessa útgáfufyrirtækis er nú oftast vandað og smekklegt, en var fyrir nokkru svo hörmu- legt, sem hugsazt gat. Shirtings bandið á í verum, eftir Theódór Friðriksson var t. d. þannig, að forsmán var að. Sú persóna, sem við kynn- umst fyrst í Nátttröllið glottir, er íslenzkur maður, sem kemur heim eftir langa dvöl erlendis. Hann er fæddur og uppalinn í sveit þeirri, sem hann kemur í, þegar við kynnumst honum fyrst, en enginn þekkir hann þarna, og það líður og bíður, unz menn vita það almennt, að þetta er sami maðurinn og skyndilega hvarf íyrir mörgum áratugum, þá fátækur ungling- ur, lítillar ættar. Hinn nýkomni maður ræðst sauðamaður að höfuðbólinu og höfðingjasetr- inu Fossi, þar sem nú býr Odd- ur hreppstjóri, stórríkur maður og ráðríkur, aðsjáll og harð- drægur, en einu sinni bláfátæk- ur og einskis virtur snáði. Yfir hinum ókunna manni hvílir dularfullur og framandlegur blær. Hann hefir að farangri tvær stórar kistur, hann býst erlendum klæðum, hann les bækur á óskiljanlegum þjóð- tungum, og hann er að háttvísi mjög ólíkur íslenzkri alþýðu. Hann verst allra frétta um upp- runa sinn og segir ekki náið frá því, sem á dagana hefir drifið, en við fáum þó að vita það, að hann hefir víða farið o-g kynnzt mörgum þjóðum, hefir þekkt margur konur um dagana og komizt í kynni við ýmsa erlenda áhrifamenn. Við verðum þess líka áskynja, að hann er sízt snauður maður, og enn fremur, að hann fer sínar eigin götur í hugsun. Hann hefir þjáðst af heimþrá, og nú vill hann draga sig út úr solli veraldar og vera kyrrlátur skoðandi lífsins, njóta ilms íslenzkra grasa og lita- dýrðar á lofti, hafi og hauðri — og hyggst fylgja með athygli þeim bárum, er rísa í hugum hans gömlu sveitunga. En sú verður raunin, að hann getur ekki til lengdar verið hlutlaus á- horfandi. Straumiða lífsins gríp ur hann.. Ástríður hans vakna og löngun til sjálfstæðs starfs. Við skiljum þennan mann, en samt er hann ef til vill sú af persónum sögunnar, sem okkur virðist höfundur sízt hafa blás- ið í fullnægjandi lífi, en máske hefir höfundur þegar gert hon- um betri skil, því að svo er að sjá á fjórðu síðu bókarinnar, þar sem getið er óprentaðra handrita frá héndi höfundar, að hann hafi þegar fullgert sögu, sem heiti Skuggi Nátttröllsins. Það er margt fólk á Fossi. Auk húsráðanda, Odds bónda og konu hans, er tengdafaðir þeirra, karlægur, en síprjón- andi, tveir synir þeirra, báðir kvæntir, og svo margt vinnu- fólk, karlar og konur, sumt nokkuð við aldur, annað á blómaskeiði — og loks piltur og stúlka, sem eru milli fermingar og tvítugs. Þarna virðist allt bundið traustum böndum hefð- ar, auðs og valda. Hið eina, sem bendir til nokkurrar veilu, er það, að bóndi þjáist allmjög af svefnleysi, og öðru hverju fær hin mynduga og að því er virð- ist allkaldrifjaða húsfreyja köst af ,,frióðursýki“, verður þá blíð og ástrík og hjálparvana eins og hrellt og viðkvæmt b’arn. Við komu hins ókunna og framandlega manns kemst nokk urt rót á hugi fólksins á heimil- inu. Og nú kýmur það í ljós, að undir kyrrlátu yfirborði vanans, óttans eða skyldunnar, byltast ófullnægðar hvatir og meira og minna æstar tilfinn- ingar og þrár, og nú rísa þarna öldur, sem smált og sanátt æða í allar áttir frá þeim miðdepli, sem höfðingssetrið er, út um sveitina, heim á hvern bæ, jafnt bjargálnamannsins, sem hins blásnauða kotungs. Við kynn- umst nokkuð fáeinum mönnum utan Fossheimilisins, en þó einkum þeim anda, sem í sveit- inni ríkir, og nú verður sagan að því leyti táknræn og almenn, að það, sem þarna gerist á sínar greinilegu hliðstæður hvarvetna í þjóðfélaginu, já, hvarvetria í almennu samfélagi, þar sem eins eða svipað er ástatt. — Alls staðar þar, sem fólk hefir stritað í fjötrum fátæktar og vanmegns, þekkingarleysis, kúg unar og gamallar hefðar, vakn- ar það við vondan draum, kenn- ir uggs og kvíða og kveljandi tortryggni, þegar losað er um fjötrana og það á að fara að taka afstöðu til breyttra við- horfa, og allur þorrinn kapp- kostar að hjálpa þeim, sem vilja þrengja helsið og herða á bönd- unum á nýjan leik. En samt sem áður: Það er þarna eins og alls staðar annars staðar, þar sem frelsi og réttlæti, mannúð og umbótavilji hafa látið til sín taka: Nokkrar manneskjur hafa vaknað til vitundar um böl sitt, og næst . . . næst, þegar tæki- færi gefst, sýnir það sig, að þeim hefir vaxið þróttur vona og dirfsku — og helsi verða slitin og fjötrar höggnir. Eins og áður er á drepið, þekkjum við að loknum lestri einna sízt af persónum bókarinn ar hinn framandlega mann; sem kemur aðvífandi og gerist þarna örlagavaldur. Hinar verða í rauninni allar skýrar og okkur að fullu skiljanlegar. Ef til vill er hinn grályndi, seyrni og ó- geðslegi öldungur, Eldjárn, fað- ir húsfreyjuhnar, sú persóna, sem verður okkur minnisstæð- ust. Já, við sjáum karlkvikind- ið, uppisitjandi í rúmi sínu, sí- prjónandi, græneygan og lymskulegan, vingjarnlegan og blíðmálan, þegar því er að skipta, en undir niðri logandi af illkvittni, öfund og sjúklegri löngun til að skaða þá, sem enn geta notið sætleika auðs, valda eða æsku og ásta — og algerlega miskunnarlausan í þrælatökum sínum á þeim, sem komast undir vald flærðar hans, girndar og slægvizku. Það er vel af sér vikið hjá Krist- manni að lýsa þessu mannhraki þannig, að við trúum á lýsing- una, tökum hana gilda, segjum ekki höfundinn ýkja eða falsa. Málið á bókinni er að blæ og orðavali hrein-íslenzkt, og er auðsýnilegt, að höfundurinn hefir leitað til þeirra linda íslenzks sveitamáls, sem hann teygaði af í bernsku sinni. Hann notar ýmis þau orð, sem ég hefi D JARNI BJARNASON, •D skólastjóri á Laugarvatni ritar grein í „Tímann“, er hann kallar „Blaðagreinar um nýjan stjórnmálaflokk.“ Bjarni er að vísu „loðinn“ í málfærslu sinni, en þó virðist ekki vera hægt um það að villast, hvorum megin hjarta Bjarna er. í grein- inni segir m. a. á þessa leið: ,,í þessum fáu línum verður ekki ekki að því vikið, hvort við þurf- um nýjan stjórnmálaflokk. Persónulega hefi ég lengst af ver- ið ánægður í mínum flokki og ein- lægt fundizt Framsóknarflokkur- inn, undir forustu Jónasar Jóns- sonar, sinna vel og drengilega nauðsynjamálum alþjóðar, þó mál- efni sveitanna hafi afdráttarlaust, samkvæmt stefnuskrá flokksins, gengið fyrir öðrum málum. Hitt er annað, að slík vinnu- brögð, að flokkar og floklcsbrot sameinist og að flokkar skipti um nöfn, eru næsta hversdagsleg. Hefir gerzt mikið af því hér á landi og ekki sízt á síðustu árum. Ég ætla, að allir, sem nokkurn gaum gefa stjórnmálum, sjái að flokkaskipting sú, sem nú er á Is- landi, hlýtur að breytast mjög bráðlega. f>ó einstaklingar og blöð sýni slíkri tilhugsun andúð, mun það lítið stoða. Halda menn, að verkamannaflokkarnir verði tveir eða fleiri til langframa? Óðum fækkar þeim, sem trúa því, að allra-stétta-flokks-kenning Sjálfstæðisflokksins sé sönn og þjóðinni gagnleg. Treystir nokkur því, að til verði dáðrík bændastétt á íslandi til lengdar, ef bændurnir ekki sam- eina sig í samstillta hagsmuna- heild til sóknar og varnar? Odýrf!! Gardínutau frá kr. 1,50 Sirs 1,85 Léreft, mislit 2,00 Tvisttau 2,00 Kjólatau — — 6,50 Fóður — — 3,50 Silkisokkar — —- 5,50 Barnabuxur — — 7,50 / Verztanbi Dyngja Laugavegi 25. ekki áður heyrt, en þau eru þó fyllilega skiljanleg. Hitt kamr að vera, að þau séu fullmörg og áberandi sums staðar, og er það greinilegt, að höf. hefir gert sér far um að tína sem flesta sérstæðra, alþýðlegra kjam- lauka, þá er hann fór um gróð- urlendi átthaganna og minnir þetta nokkuð á Gunnar Gunn- arsson í Heiðaharmi, þ. e. að segja: báðir hinir heimkomnu rithöfundar hneigjast að því, hvor í sínum átthögum. . . Stíll- inn á bókinni er svipmikill, blæ þýður eða karlmannlegur, eftir því sem við á, ekki ýkja sér- kennilegur en ekki þá heldur ankannalegur eða skrúfaður. Norskir ritdómarar hafa oft dáð þau blæbrigði, sem koma fram í náttúrulýsingum Krist- manns á norsku, og einmitt í þessari bók nær hann þessum. Frh. á 6. síðu. Eru hugsandi menn sannfærðir um, að sú sameining, sem vitan- lega kemur fyrr eða síðar, beri nafn einhvers núverandi flokks? Mér þykir lang sennilegast, þegar bændurnir vakna af illum draumi niðurdrepandi margra ára inn- byrðis deilna, sldri þeir flokk sinn einhverju alveg nýju nafni og meira að segja velji sér ný andlit til forustu, ef þeir menn, sem fyrir eru þegar aldan rís, ekki skilja hreyfinguna. Þrír af fjórum núverandi stjórn- málaflokkum geta ekki átt langa tilveru án stórbreytinga. Fram- sóknarflokkurinn hefir langmesta möguleika til að lifa og færast í aukana að óbreyttu nafni og stefnu skrá. Þó fer því fjarri, að ég segi að ekki komi til mála að endur- skoða bæði nafn flokksins og stefnuskrá. Komi breytingar ekki til greina undir neinum kringum- stæðum, hlýtur þetta hvorttveggja að vera fullkomnara en önnur mannanna verk. Vil ég vona að svo reynist, en ég vil ekki fullyrð® það.“ Þórarinn Tímaritstjóri lætur fylgja þessari grein Bjarna ýmsar athugasemdir, sem að samanlögðu eru miklu lengrl en greinin sjálf. Er hann engan veginn á sömu skoðun og Bjarni, þótt aðstandendur Tím- ans hafi ekki talið það ,,klógt“ að varna Bjarna skólastjóra máls í blaðinu. —- Virðast ekki enn læklca úfar með leiðandi mönnum Framsóknarflokksins. * í nýútkomnu „Varðbergi“ birtir Þorvaldur Þórarinssoit mjög atlíyglisverða grein, sem vissulega ætti að geta verið til (Frh. á.6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.