Alþýðublaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAD8Ð Suimudagur 15. janúar 1944 fUþíjðnbUðið Otgefandi: Alþýðufloklturinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 49.02. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj.an h.f. Ræða Stefáns Jóhanns. Ræðu stefáns jó- HANNS STEFÁNSSON- AR, formanns Alþýðuflokksins, við fyrri umræðu þingsálykt- unartillögunnar um sambands- slitin í sameinuðu þingi í fyrra- dag, mun síðar meir tvímæla- laust verða minnzt sem einnar af hinum stóru ræðum þing- sögunnar. Það þarf að leita mörg ár aftur í tímann til þéss að finna í þingtíðindunum nokk- uð það, sem sam.jöfnuð þoli við hana. Og það voru ömurleg við- brigði, að heyra á alþingi í fyrra dag, að hinni stórbrotnu, vitur- legu, drengilegu og hnjóðsyrða- lausu ræðu Stefáns Jóhanns lokinni, hinn ómerkilega, per- sónulega róg þeirra ræðumanna, sem á eftir honum töluðu, svo sem Ólafs Thors og þó einkum Einars Olgeirssonar. Það leyndi sér ekki, að í ræðum þeirra var alþingi aftur komið inn í hið þekkta andrúmsloft hversdags- leikans. Enginn mun eftir það hafa haft það á tilfínningunni, að verið væri að ræða stórmál á einni af örlagastundum þjóð- arinnar. * Ræða Stefáns Jóhanns var sú alvarlegasta og rökfastasta gagnrýni, sem nokkru sinni hef- ir komið fram á flani hraðskiln- aðarliðsins. Eftir að hann hafði bent, með þungvægari orðum, en nokkur hingað til, á nauðsyn þess fyrir okkur, litla og vopn- lausa þjóð, að gæta ótvíræðs réttar og velsæmis í viðskiptum okkar við allar þjóðir, og leyst upp í reyk öll þau tyllirök, sem fram hafa verið færð af hálfu hraðskilnaðarliðsins fyrir tafar- lausum sambandsslitum á grund velli svokallaðs riftingarrétts okkar, kom hann að sjálfum kjarna skilnaðarmálsins, sem hraðskilnaðarliðið hefir að sjálf sögðu hingað til farið í kring- um eins og köttur í kringum heitan graut. En það er sú stað- reynd, sem mörgum hefir hul- ízt í moldviðri hraðskilnaðar- áróðursins, að sambands- lagasáttmálinn er enn í g i 1 d i og þá einnig uppsagn- arákvæðin í 18. grein hans, og aðhann verður þar af leiðandi ekki löglega niður felldur, nema farið sé eftir þeim, eínnig við væntanlega þjóðar- atkvæðagreiðslu um skilnaðínn. En það hefir, sem kunnugt er ekki verið ætlun hraðskilnaðar- liðsins. Það fer ekki hjá því, að þessi röksemd hljóti að vega þungt á metaskálunum í skilnaðarmál- inu, að minnsta kosti hjá öllum þeim, sem vilja fara örugga og sómasamlega leið við lausn þess. En það er einkennandi fyrir rakaleysi hraðskilnaðar- stefnunnar, að enginn af þeim forsprökkum hennar, sem á eftir Stefáni Jóhanni töluðu á alþingi í fyrradag, treystu sér til þess, að minnast á hana eða andmæla henni með einu orði í hinum löngu og innihaldslitlu ræðum sínum. ❖ . En ræða Stefáns Jóhanns var Eimskipafélagið 30 ára. Samtal við GnOmund Vfilhjálins* son, forstjéra félagsins. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS er 30 ára á morgun. Það var stofnað 17. janúar árið 1914, nokkrum mánuðum áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út. Alþýðublaðið átti í gær samtal við Guðmund Vilhjálmsson for- stjóra félagsins af tilefni þessa afmælis. „Reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár eru ekki tilbúnir", sagði forstjórinn, „en ég get sagt það um rekstur skipanna á þess- um styrjáldartímum að það eru bókstaflega ómögulegt að gera nokkrar áætlanir um hann. Ég skal geta þess sem dæmis að í fyrra var gerð „klössun“ á Lagar foss og Goðafoss og var talið að hann mundi verða rúm millj- ón króna, en hann hefir orðið um 2,5 milljónir.“ —* Hvað hafa mörg af skipum félagsins verið í fullkomnu starfi s. 1. ár? Aðeins þrjú Fjallfoss, Detti- foss og Brúarfoss — Lagarfoss var í 7 mánuði í viðgerð og Goðafoss 5 mánuði. Selfoss er svo seinfær að hann fær ekki að vera með í skipalestum.“ — En heildaryfirlit um rekst- urinn? „Stórkostlegt tap hefir orðið á rekstri þeirra skipa, sem við eigum sjálfir, en gróði hefir verið á leiguskipunum. En þetta er engin framtíð. Við verðum strax og um hægist að eignast ný skip — á því foyggist allt líf okkar.“ — En hvernig hefir afkoma félagsins verið þessi umliðnu ár. „Frá • stofnun félagsins til ársloka 1942 hafa tekjur skipa þess af farmgjöldum og -far gjöldum numið samtals kr. 106.220.736 en allar tekjur þess, að meðtöldum tekjum af leiguskipum o. fl. kr. 157.614,- 081. Gjöld skipanna hafa num- ið allls kr. 95.859.639, en heild- argjöldin að útgjöldum fyrir leiguskip meðtölduum kr. 137.- 329.818. Samanlagður tekjuaf- gangur 1915—1942 hefir því alls numið kr. 20.284.203. Þessi tekjuafgangur hefir nær allur farið til þess að afskrifa eignir félagsins og mynda sjóði. Þannig hefir verið afskrifað af skipum og fasteignum félagsins kr. 10 milljónir 680 þús. eða rétt um helmingur tekjuaf- gangsins. í sjóði hafa verið lagðar 9 millj. 93 þús. kr. (þar af til Eftirlaunasjóðs félagsins 1 millj. 115 þús. kr.) og eru sjóðirnir í árslok þessir: Varasjóður kr. 1.808.622 Byggingarsj. skipa — 4.030.000 Vátryggingarsj. — 4.691.842 Arðjöfnunarsjóður — 450.000 Gengisjöfnunarsj. — 348.433 Sjóðir samtals kr. 11.298.897. Vátryggingarsjóður er ekki myndaður af tekjuafgangi fél- agsins, heldur eru greiðslur til hans taldar til vátryggingar- gjalda í reikningum félagsins, sem iðgjald fyrir eigin áhættu. Af tekjuafganginum hefir að- eins verið greitt til hluthafa alls kr. 1.424.258 af þessum 20 milljónum kr. ágóða, þannig að hluthafar hafa ekki fengið nema 3.4% að 'meðaltali á ári í vexti af fé sínu eða lægri vexti en sparisjóðsvextir hafa að jafn aði verið á þessu tímabili. Ef bera á saman útgjöld skipanna í fyrra stríði og nú, er „Lagar- foss“ eina skipið af skipum þeim, sem félagið á nú, sem er fullkomlega sambærilegt, að því er snertir gjöld og tekjur, þareð hann sigldi allt útgjalda- hæsta sti'íðsárið fyrra (1918) og einnig nú, Til samanburðar er hér einnig getið gjalda og tekna árið 1938, sem telja má síðasta eðlilega árið fyrir þetta stríð. Vátryggingargjöld 1918: 204 þús. 1938: 42. þús. 1942: 623 þús Kaup skipshafnar, fæði, virrna við fermingu og afferm- ingu o. s. frv. 1918: 111 þús. 1938: 202 þús. 1942: 895 þús. Kol 1918: 215 þús. 1938: 86 þús. 1942: 257 þús. Aðgerðir og viðhald 1918: 24 þús. 1938: 22 þús. 1942: 229 þús. Heildarútgjöld þessa skips voru árið 1918 671 þús. kr. en 1942 2 millj. 202 þús. kr. (1938 voi'u þau 465 þús. kr.) Tekjur voru aftur á móti 1 millj. 358 þús. kr. árið 1942 (1938 voru þær 378 þús. kr.). Þetta hefir því snúist þannig við að í stað þess að árið 1918 er ágóði af rekstri skipsins 543 þús. er tap á rekstrinum, sem nemur 825 þús. kr. árið 1942.* Siglingar skipsins voru svip- aðar hvað mílufjölda snertir, og nam kostnaður fyrir hverja siglda sjómílu 1918 kr. 24.73, 1938 var hann kr. 14.98 en 1942 er kostnaðurinn kr. 90.70. Tekjur skipsins reiknaðar á sama hátt eru 1918 kr. 44.28, 1938 kr. 12.00 og 1942 kr. 55.95 fyrir hverja siglda sjómílu. í þessu sambandi má til sam- anburðar geta þess að á fyrsta reikningsári félagsins 1915 vonx öll útgjöld þess kr. 393.525, árið 1938 eru þau kr. 4.125.109 en árið 1942 nema ekki aðeins neikvæð gagnrýni á fyrirhuguðum lögleysum hrað- skilnaðarliðsins; hún var jafn- framt jákvætt tilboð um sam- komulag í skilnaðarmálinu. Stefán Jóhann lýsti yfir því, að enda þótt hann teldi lang öruggast, eðlilegast og drengilegast, að við frestuðum sambandsslitunum þar til sam- bandsþjóð okkar hefir aftur fengið frelsi sitt, þá vildi hann og Álþýðuflokkurinn þó vinna það til samkomulags um þetta viðkvæma og örlagaríka mál, að fallast á sambandsslit, þ. e, a. s. niðurfellingu sambands- lagasáttmálans sjálfs, eftir 19. maí 1944, þegar þrjú ár eru lið- in frá uppsögn hans af hálfu al- þingis 1941 og því löglega hægt að fella hann úr gildi, svo fram- arlega, að fylgt verði uppsagn- arákvæðum hans við þjóðarat- kvæðagreiðsluna. En hann lagði áherzlu á að afgreiðslu og gildis töku lýðveldisstj órnarskrárinn- ar yrði frestað nægilega lengi fram yfir þann tíma til að gefa konungi kost á að segja af sér áður en lengra er gengið; því að þannig myndi sæmd okkar ótvírætt bezt borgið gagnvart umheiminum ,svo stórkostlegr- ar virðingar, sem sá þjóðhöfð- ingi nýtur nú sakir hetjulegrar baráttu í broddi. þjóðar sinnar. Það verður erfitt fyrir hi'að- skilnaðarflokkana að halda því fram eftir slíkt samkomulags- tilboð, svo vel og viturlega rök- stutt, að Alþýðuflokkurinn sé í vegi fyrir nauðsynlegri þjóðar- éiningu í skilnaðarmálinu. Al- þýðuflokkurinn hefir sannar- lega sýnt vilja sinn til sam- komulags með ræðu Stefáns Jóhanns á alþingi í fyrradag, samkomulags að vísu aðeins á grundvelli ótvíræðs réttar og velsæmis; en á öðrum grund- velli getur heldur enginn ærleg ur íslendingur óskað þess. Guðmundur Vilhjálmsson núv. forstjóri Eimskipafélagsins gjöldin 37.616.124. Tekjurnar voru hinsvegar árið 1915 kr. 495.243, árið 1938 kr. 4.662.700 en árið 1942 kr. 38.154.957.“ — Hvemig hefir útagjalda- breytingin verið? „Ef miðað er við útgjaldaupp hæðir árið 1938, hafa helstu út- gjaldaliðir skipa félagsins hækkað þannig fyrir árið 1942: Vátryggingai'gjöld um 1532% (aðallega stríðsvátrygging og trygging skipshafnar). Kaup skipshafnar, fæði og vinna við fermingu og affermingu um 407 %. Aðgerðir og, viðhald um 334%. Heildarútgjöld skipanna hafa hækkað samtals um 304% eða rúmlega fjórfaldast, en tekjur þeirra hafa hinsvegar aðeins aukist um 206% eða rúmlega þrefaldast. — Um skipastólinn? „Fyrra stríðstímabilinu má telja lokið 1919. Á því tímabili hafði félaginu græðst 3.507 þús. kr. og af því hafði um 1500 þús. kr. verið notað til afskrifta á. eignum félagsins, en um 1 millj. lögð í varasjóð. Á næstu 10 árum lét félagið> byggja 3 skip, „Goðafoss‘% „Brúarfoss“ og „Dettifoss“ og keypti „Selfoss“, enda voru þá allir sjóðir félagsins gegnir til þurðar, þannig að allt andvirði síðasta skipsins (Dettifoss) varð að taka að láni, og skuldaði fé- lagið á þriðju millj. kr. eftir þessi ár, aðallega erlendis. Síðan 1930 hefir félagið ekki getað bætt neium skipum við skipastól sinn, meðfram vegna þess að þeir sjóðir, sem félagið eignaðist voru í íslenzkum kr., en vegna g j aldey ris vandræða landsins fékkst ekki yfirfært neitt fé til skipabygginga, og þó félagið gæti fengið lán er- lendis til byggingar skips fékkst ekki trygging fyrir því að hægt. yrði að standa skil á vöxtum. og afborgunum af slíku láni,. eins og ástandið var fyrir stríð- ið. Sú aukning skipastólshxs, sem orðið hafði fyrir 1930 var þó hvergi nærri nægileg, eins og sýndi sig nú er þetta stríð skali á, og erlend skip hættu að sigla hingað. á sama hátt og þau höfðu áður gert. Er vandalaust að gera sér grein fyrir hvernig farið hefði ef ekki hefði fengist skip á. leigu til siglinga hingað, þegar það er athugað að skip félags- ins ein hafa ekki getað annað' nema þriðjungi af innflutningí til landsins.“ — Vörumagnið, sem flutí, hefur verið? Árið 1938 fluttu skip félags- ins um 46 þús. smálestir af vör- um til landsins, en 1942 að- eins 27 þús. smálestir, sems. Frh. á 6. síðu. BLAÐAUMRÆÐURNAR um skilnaðarmálið hafa hing- að til miklu meira snúizt um sambandsslitin en um lýðveldis stjórnarskrána. En nú hefir lýð veldisstjórnarskrárfrumvarpið verið lagt fyrir alþingi og blöð- in eru að byrja að ræða það. Jón Blöndal gerir það að um- talsefni í grein í fyrsta tölublaði „Varðbergs“, sem nefnist „Það er krafizt einingar þjóðarinnar — en um hvað?“ Þar segir með- al annars: „Hvað ætili þeir yrðu margir ís- lenzku kjósendurnir, sem fengjust til þess að athuguðu máli, að ljá þessari stjórnarskrárómynd at- kvæði sitt, ef þeir ættu nokkurn annan kost? Tökum til dæmis um kosningu forsetans. — í 3: gr. stendur: „Sam einað alþingi kýs forseta lýðveldis ins“. 5. gr. byrjar þannig: „Til þess að kosning forseta lýðveldisins sé lög- mæt, þurfa meir en % hlutar þing manna að vera á fundi og skila þar gildu atkvæði“. í 11. gr. stendur: Sameinað Al- þingi getur samþykkt, að forseti lýðveldisins skuli þegar láta af störfum, enda beri 10 þingmerin hið "fæsta fram tillögu um það, % hlutar þingmanna séu á fundi og séu tillagan samþykkt með a. rii- k- % gildra atkvæða þeirra, sem á fundi eru“. Við skulum hugleiða svolítið þessi dæmalausu ákvæði, sem þjóðin á segja annaðhvort já eða nei við, og krafizt er 100% þjóðareining- ar m. Ef 10 þigmenn koma sér saman um að setja forsetann af fyrirvara laust og án nokkurra saka, þá geta þeir það, ef 20 þingmenn, auk þeirra, greiða því atkvæði. Þannig á að búa að hinum þing- kosna forseta, æðsta embættis- manni þjóðarinnar. Hann á með: öðrum orðum að vera algerlega valdalaus toppfígúra, sem meiri hlutinn getur sett af, hvenær sem er, ef honum mislíkar eiihvað smávegis við hann, og jafnvel lítill minnihluti þingsins getur hrakið hann frá völdum, þ. e: hindrað endurkosningu hans, ef hann skyldi að einhverju leyti ekki falla í kram einhverra 13 þingmanna. Það er jafnvel ekki sýnilegt annað en að þeir geti hindrað, að nokkur forseti sé kosinn! Hvað eru það margir íslenzkir kjósendur, sem , vilja fela alþingi því, er nú situr, slíkt vald? Skoðanakönnun, sem nýlega hef ir farið farm, virðist benda ótví- rætt í þá átt, að þjóðin vilji sjálf fá að ráða vali forsetans, enda er allt, se mmælir með því: Þjóðin myndi aldrei sjálf kjósa í sitt mésta virðingarsæti aðra en þá, sem borið gætu forsetanafnið, — heiðursnafn Jóns Siðurðssonar — með sóma. Hún myndi ekki telja það nóg, að forsetinn væri hlýðinn og auðsveipur flokksmaður ein- hvers stjórnmálaflokksins. En, hætt er við, að slíkir menn veld- ust í embættið, ef flokkai'nir mættu ráða því. En auk þess gæti forset- inn ekki látið til sín taka á sama hátt og ef hann hefði umboð sitt frá þjóðinni, þar sem hann hefði stöðugt sverð flokksvaldsins hang- andi yfir höfði sér Hugleiðið þetta vel, áður en þið takið ákvörðun ykkar. — Um þetta skipulag er ykkur boðið að sameinast“ ■ Já, yþað er flest á sömu ibókina lært fyrir hraðskilnaðarleiðtog unura! Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.