Alþýðublaðið - 25.01.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.01.1944, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1S44., « fUþijÍtablaðti Otgeíajftdi: AlþýSufiekkuriau. Eitstjóri: Stefán Péturssou. Eitstjórn og afgreiðsla í Al- j þýðuluisinu við Hverfisgötu. I Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bréf rfkisstjðrans. ÞAÐ er vissulega ekki venju legur viðburður, að þjóð- höfðingi í þingræðislandi geri opinberlega tillögur um með- ferð og afgreiðslu þjóðmála, eins og ríkisstjóri okkar hefir mú gert um afgreiðslu skilnað- armálsins enda ber hið stórat- hyglisverða bréf hans til al- þingis þess vott, að honum er það fullkomlega ljóst sjálfum. Og með tilliti til þess, af hve einstakri gætni og háttvísi þessi fyrsti innlendi þjóðhöfðingi okkar hefir gegnt hinu vanda- sama emfoætti sínu, munu marg ir ætla, að sterk rök hafi knúið hann til þess, að skerast þannig persónulega í leikinn um með- ferð og afgreiðslu þess örlaga- ríka máls, sem nú er á dagskrá. ■t%. * * Það er ekki hægt fyrir þá, sem éru aðeins áhorfendur, að gera sér neina fulla grein fyrir ástæðunum til hins óvenjulega skrefs ríkisstjórans í skilnaðar- málinu. En á ýmislegt er bent í bréfi hans, sem að margra dómi mun vera talið ærin rök til þess„ að hann taldi sér sem æðsta trúnaðarmanni þjóðarinnar ekki unnt að láta það afskiptalaust lengur. Öllum er kunnugt hvernig nú er komið. Hatramm- ar deilur eru upp komnar um afgreiðslu málsins, og veruleg- ur 'hluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar, að þær aðferðir, sem þingmeirihlutinn vill hafa við sambandsslitin, séu bæði ólög- legar og vansæmandi fyrir þjóð okkar. Ef þannig verður haldið áfram er engin von til þess, að sú þjóðareining fáizt um skiln- aðinn, sem þó svo mikið er tal- að um, að nauðsynleg sé. Þegar viðhorf skilnaðarmáls- ins eru orðin slík, munu allir, sem ekki eru blindaðir af ofur- kappi og ofstopa. áreiðanlega fagna sérhverri einlægri tilraun til þess að stilla til friðar og tryggja sómasamlega lausn málsins. Tillaga ríkisstjórans er, að afgreiðsla skilnaðarmálsins og stofnun lýðveldisins verði lögð í hendur þar til kjörins þjóð- fundar. „Þjóðin hefir ekki verið spurð . . .“, segir hann í bréfi sínu, ,,eða henni á annan hátt gefinn kostur á að láta í Ijós fyr- irfram skoðun sína á þeim mál- um . . . Þessa rödd þjóðgrinnar, frjálsa og óbundna, virðist mér vanta. En hún myndi koma fram á þjóðfundi, sem kvatt væri til í því skyni.“ Og svo er sundrungin í mál- inu, þó að öllum komi saman um, hve miklu varði, að öll þjóð in geti sameinazt um lausn þess. „Því þykir mér svo“, seg- ir ríkisstjórinn, „að einskis megi láta ófreistað til þess að skapa þennan einhug; og til þess sé þjóðfundarkvaðning lík legri en flest annað.“ Og um- fram allt leggur ríkisstjórinn á- •herzlu á, að „einróma éða sama sem einróma samþykkt þjóð- fundar myndi sýna þjóðarvilj- ann með þeirri alvöru og þeim þunga, að enginn myndi vé- Þriðja grein Arngrims Kristjánssonar: Fögur borg, heilnæm borg. þær klekjast út. Þaðan fljúga þær inn um gluggana, taka þátt í kaffiþoðum og virðast hafa beztu lyst á vínarbrauð- um, sætindum og raunar öllu, sem á borð er borið. Er óþarft að lýsa, hve nærgöngular þær eru, en hættan, sem af þeim stafar, getur verið talsverð, að ógleymdu því, hversu ógeðs- legt er að sjá þær í húsum sínum, í brauðsölubúðum og matvöruverzlunum. Það er í sjálfu sér lofsvert að eitra fyrir rottur og kaupa sér flugnaveiðara. En leggja ber áherzlu á, og hana ríka, að af- nema klakstöðvar fyrir flugur í hálfúldnu sorpi fyrir utan stofugluggana, og eigi síður ber að afnema hins búmanns- legu tvínotkun sorpsins, sem fólgin er í því, að stríðala á því rottur í útjöðrum bæjanna á eftir. Eins og nú standa sakir. (árið 1942) ber að ganga ríkt eftir því, að öllu rusli og úr- gangi sé brennt í húsunum, og að ekkert sé sett í sorpílátin nema gjall og aska. Mun þá bæði flugum og rottum þykja nokkru þrengra fyrir dyrum. Þegar hitaveitan kemur, skapast nýtt vandamál einmitt á þessu sviði í Reykjavík, því að fjöldi fólks hér í bæ brennir öllu, sem brunnið getur. En, þegar menn hætta að taka upp eld í húsum sínum, verður eigi hjá því komizt, að bærinn setji á stofn allsherjar hrennslustöð fyrir sorpið, og er nauðsynlegt, að mál þetta sé rannsakað þeg- ar í stað. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að mikill á- burður er fólginn í þeim fisk- sem bixtast eiga í Alþýðúblaðina, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fj/rir kl. 7 afi kvfilfiL Sími 490«. úrgangi, sem til fellur á heimil- unum hér í bænum. Reykvík- ingar munu neyta um 6 tonna af fiski á dag. Talið er, að úr- gangur úr fiski nemi allt að þriðja hluta eða helmingi af brúttó þyngd hans, og er því ljóst, að allmikið áburðarmagn, er fólgið í þessum úrgangi. Virðist sjálfsagt, að rannsakað sé, hvort eigi megi hagnýta hann til áburðarvinnslu og slá. tvær flugur í einu höggi, þ. e. afla nokkurra tekna til að standast aukinn kostnað við fullkomnari sorphreinsun, og stuðla að ræktun hollra mat- jurta í stað skaðræðis kvik- inda.‘“ , Vonandi verða þessi skyn- * samlegu viðvörunarorð yfir- læknisins, tekin til greina af bæjaryfirvöldum, og sorphreins un í bænum komið í það horf,, að þeirra hluta vegna verði unnt: að lifa heilbrigðu lífi í höfuð- borginni. A. K. I. ISÍÐUSTU greinum mín- um, hafði ég m. a. gert skemmtigarða höfuðstaðarins að umhugsunarefni. Þar minntist ég og á, að hér þyrfti hið allra fyrsta að koma á fót: a. Fyrirmyndar ræktunar- og upplýsingastöð fyrir almenn- ing. b. Skólagörðum, þar sem 12 —13 ára börn ættu kost á að kynnast að nokkru, ræktun og gróðri og læra einföldustu handtök, er að ræktun lúta. c. Almennum jurtagarði, þar sem almenningur gæti sér til gagns og ánægju kynnzt gróðri og' gróðrarfari lands síns. Ef bæjaryfirvöldunum (heil- brigðis- og lögreglueftirlitinu) er alvara með það, að fá al- menning í lið með sér til þess að taka til í þessari borg, og sýna í verki sómasamlega fé- lagslega umgengni, þá verður að byrja á byrjuninni og gefa almenningi kost á að glæða fegurðartilfinningu og smekk, og auka þekkingu sína á gróðri og ræktun. Starfræksla framangreindra stofnana er því byrjunarskref í rétta átt. Hún er, ef vel er að- gætt, grundvallaratriði í þessu efni, og án þessa er meira að segja gersamlega vonlaust, að úr rætist, svo viðunandi sé. Almennt félagslegt hrein- læti, og félagslegir umgengnis- hættir, eru hér á svo lágu stigi, að þeir eru verri en í löku með- allagi og á þetta hvorutveggja við, um einstaklinga og hið op- inbera. Þetta höfum vér gott af að viðurkenna, og gera okkur grein fyrir, einmitt nú, þegar nokkur vilji virðist vera fyrir hendi, til þess að taka sig á, eða sjá að sér, eins og það er kallað. I II. Ef menn skyldu nú ætla, að það sem hér hefir verið sagt, væri af ósanngirni mælt, þá ætla ég að taka hér upp í grein mína tvö dæmi af handa hófi (úr mýmörgum), og sýna þau glögglega hvernig ástatt er í þessu efni: Um. n.L tveggja ára skeið, hefir það verið látið viðgang- ast, að starfrækt hefir verið all stórt viðgerðaverkstæði fyrir bifreiðar, á gangstétt við mjög fjölfarna götu, nálægt miðhluta borgarinnar. Að vísu mun þetta verkstæði telja sér heimilis- fang í húsi við götuna, en af- notaréttur þess að húsakynn- um mun ekki vera meiri en svo, að hann nægi fyrir verkfæra- geymslu, og eina bifreið til við- gerðar. Enda eru oft 3—4 menn, sveinar og lærlingar í þessari iðn, að vinnu á gang- stéttinni og hafa þar til við- gerðar, þetta 4—6 bíla, og leggja þá undir sig 40—50 metra af stéttinni. Á kvöldin hefir síðan gagn- stéttin verið rýmd, til afnota fyrir hina réttu eigendur henn- ar!! Þá er það, sem hinir fót- gangandi borgarbúar fá loks náðarsamlegast að ganga eftir gangstéttinni, sleipri og forugri frá verkstæðinu. — En sagan um viðgerðarverkstæðið og gangstéttina er ekki öll búin enn. Þannig stendur á, að strætis- vagn nemur staðar gengt þessu verkstæði, en einmitt þeim megin hefir enn ekki verið lok- ið við að leggja gangstétt. Veg- farendur verða því að bíða eftir strætisvagninum á gangstéttar- stæðinu, óbrotnu landi, þar sem staksteinar og klapparhorn rísa við þeim. — En bílaeigendur, bílstjórar, bílaviðgerðarmenn og bílskrjóðar hafa afnotin af gangstéttinni hinum megin. Þetta dæmi er hér tekið til þess að sýna hvernig ástatt er um umgengnismenningu, og að- búnað frá hálfu hins opinbera, því enginn þarf að segja mér, að það séu ekki einhver yfir- völd, sem bera ábyrgð á að aðr- ir eins hlutir geti átt sér stað árum saman, svo að segja í hjarta borgarinnar. Yfirvöld borgarinnar haga sér í þessu efni ámóta og eig- andi að stóru leiguhúsi, er léti það átölulaust, að einhver íbú- anna tæki sig til og setti upp skósmíðaverkstæði í forstofunni eða í stigaganginum. Hið síðara dæmi, er ég hyggst að taka, snertir einstaklingana, og á það að sanna hversu mis- jafnlega mönnum er sýnt um það að hirða um lóðir sínar og girðingar. Mér er kunnugt um það, að sumstaðar hefir verið gripið til þess ráðs, áð veita verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni á einkalóðum, hirðing þeirra og prýði, en beita hins vegar sekt- arákvæðum, fyrir hið gagn- stæða. Þannig stendur á hér í borg, að ef slíkum ráðum væri beitt, mundu m. a. tveir borgarbúar, er um langt skeið hafa sólað sig á hátindi virðinga og met- orða í bæjarfélaginu, koma til greina, hjá hlutaðeigandi dóm- nefnd. Öðrum bæru verðlaun, en hinn muni að öllum líkind- um fá sekt. m. Menning og heilbrigði bæjar búa er að verulegu leyti undir því komin, að sorphreinsuninni sé haganlega fyrir komið, og góð samvinna sé í því efni á milli einstaklinganna annars vegar og þeirra er framkvæma hreinsunina af hálfu bæjarfé- lagsins hins vegar, og þeim mönnum sé látin í té sem hent- ugust starfsskilyrði. Það vill nú svo til, að nýtt viðhorf og vandamál skapaðist í þessu efni, er hitaveitan var tekin til afnota, og hætt var að brenna í heimahúsum öllum megin þorra af matarúrgangi og öðru rusli er til fellst. Eg hefi hvergi séð opinber- lega tekið á þessu máli af meiri skynsemi og fyrirhyggju, en í grein hr. Jóhanns Sæmunds sonar yfirlæknis, er hann ritaði og nefnir: „Bakteríur, .vinir og féndur lífsins". Grein Jóhanns birtist í tímariti Rauðakrossins, „Heilbrigt líf“, 1,—2. hefti 1942. Ég birti hér í þessum greina- flokki, lítinn kaíla úr nefndri grein, með leyfi höfundarinas: „Þegar minnzt er á sorp, er rétt að fara nokkrum orðum um rottur og flugur, sem geta flutt sýkla víðs vegar. Sorp- hreinsun er víða mjög áfátt. Sorpílátin eru oft illa gerð og of sjaldan tæmd, að minnsta kosti á sumrin. Oft má finna ýldudaun og rotnunarlykt leggja ur húsagörðum á sumr- in, og sjá flugurnar sveima í þéttum fylkingum yfir krásun- um í sorpílátunum, þar sem AÐ mun marga hafa furð- að á hátterni Morgun- blaðsins varðandi birtingu fréttanna af skipun sendiherra okkar í Moskva og opnun stjórn málasambandsins við Rússland. Vísir ræðir þetta mál í forustu- grein í gæi». Blaðið bendir á hin þungu viðurlög, sem við því liggja, allt að 10 ára fangelsi, að Ijóstra upp um „leynilega samninga, ráðagerðir eða álykt- anir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagn- vart öðrum ríkjum eru undir komin“ o. s. frv. í áframjjaldi af því segir Vísir: „Er af þessu ljóst, að löggjafinn, sem setur svo ströng ákvæði, tel- um miklu skipía að ekki sé í ó- leyfi birtar opinberlega neinar ráðagerðir ríkisins, ef sú birting getur haft í för með sér skaða fyrir heill qða hag þjóðarinnar. Þess vegna er raunverulega ó- heimilt að birta eða gera opinber á nokkurn hátt utanríkismál, sér- staklega stjórnmálalegs eðlis, nema leyfi hafi verið gefið til þess af viðkomandi stjórnarvöldum. Engum ætti að vera þetta kunn- ará nú á tímum en blöðunum, sem verða þráfaldlega að leiða hjá sér birtingu ýmsra frétta, sem snerta utanríkismál, vegna þess að stjórn- arvöldin telja ekki tímabært að fregnin komi fram. Það er því enn meira áberandi og að öllu ámælis- verðara, er eitthvert blað brýtur þessa sjálfsögðu reglu og þar með lögin, til þess eins að koma fram með fregn, sem það veit að hin blöðin muni e'kki birta samtímis, vegna þess að þau halda sig innan vébanda viðurkenndrar og sjálf- sagðrar háttsemi.“ Síðan ræðir Vísir um áður- nefndan fréttaflutning Mbl. og farast þá svo orð: „Margir munu hafa veitt því at- hygli, að eitt blað hér í bænum, Morgunblaðið, flutti löngu á und- an öðrum blöðum fregn um það, hver ætti að verða sendiherra í Moskva. Næsta dag flutti blaðið grein um það á mjög ólundarlegan hátt, að því hefði borizt „leiðrétt- ing“ á því frá utanríkisráðherra, að mál þetta væri ekki enn afráðið og því ótímabært að birta fregn um þetta. Blaðið vildi þó auðsjá- anlega ekki bera fregnina tíl baka og sagði að tíminn mundi leiða 1 ljós, hvort það hefði ekki rétt fyr- ir sér. Öðrum blöðum var auðvitað kunnugt um þann orðróm, sem gekk í bænum um væntanlega skipun sendiherra í Moskva, en jafnvel eftir að Morgunblaðið hafði birt fregnina, varð ekkert hinna blaðanna til þess að minnast á málið, af þeirri einföldu ástæðu, að hér'. var um mikilsvert utan- ríkismál að ræða, sem íslénzk stjórn arvöld höfðu ekki enn gert opin- bert. Blöðunum var víst flestum einnig kunnugt um, að málið var þá ekki til lykta leitt í mikils- verðu atriði, er sneri að því stór- veldi, er við var samið. Gat þv£ birting málsins á þeirri stundu haft hin óþægilegustu, ef ekki skaðlegustu, áhrif. En í stað þess að taka fregnina hreinlega til baka sem blaðið undir kringumstæðun- um hefir vafalaust haft skyldu til að gera, heldur það áfram að rita um málið á mjög ósmekklegan hátt.“ Þá vakti ekki síður furðu (Prh. á 6. síðu.) fengja, hverjar væru raunveru- legar óskir þjóðarinnar.“ * Það eru þungvæg rök, sem ríkisstjórinn færir í þessum orðum fyrir tillögu sinni. Og þjóðin mun áreiðanlega eiga erfitt að skilja, að þingið geti gengið fram hjá þeim án þess, að taka þau til alvarlegiar at- hugunar, hvað sem segja má um einstök atriði í uppástungu hans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.