Alþýðublaðið - 25.01.1944, Qupperneq 5
Þriðjudagur 25. janúar 1944.
ALfiYÐUBLAÐIP
S
„Queen Mary“ í þjónustu hersins.
„Queen Mary“, þriðja stærsta farþegaskip helmsins, er nú í þjónustu hersins og heldur.
uppi flutningsferðum milli landa bandamanna. Mynd þéssi af hinu fræga brezka skipi var
tekin, er það sigldi inn á höfnina í Sydney í Ástralíu.
Striðlð eain áramétie s
R lei
GKEIN sú, sem hér birt-
ist, er erindi, sem flutt
var af Lord Winster í brezka
útvarpið um áramótin og
fjallar um stríðið og horf-
urnar í því þá.
Hér er greinin þýdd upp
úr útvarpstímaritinu ,,The
Listener“.
YFIRSTANDANDI stríð er
nú orðið lengra en heims
styrjöldin fyrri og hefir haft í
för með sér meiri áraun fyrir
brezku þjóðina, þótt manntjón-
ið hafi orðið minna. Og stöð-
Ugt virðist draga að því, að al-
varlegasti þáttur styrjaldarinn-
ar hefjist, og sama spurningin
er á allra vörum: Hvað ber árið
1944 í skauti sínu? En í raun og
veru er það hugsanavilla að
skipta stríði í tímabil eftir ár-
um. Það er einn samfelldur
verknaður frá byrjun til enda,
en ekki hlutur, sem endurpýj-
ast um hver áramót eins og al-
manak.
Möguleikar þjóðar á því að
heyja algert stríð, byggjast á
sameiginlegum styrkleika flota
hennar, hers, flughers og ó-
breyttra borgara. Endalok
Þýzkalands verða þegar einhver
af þessum megin þáttum í
stríðsvél þess er orðinn uppgef-
inn og gerir áframhaldandi
baráttu ómögulegg, en ástæðan
fyrir hruninu verður ekki bein
línis sú, að andstæðingarnir
hafa herjað á þá í svo eða svo
mörg ár. Hvenær ve'rður þetta?
Athugum ástandið í Þýzkalandi
í þessu tiiliti. Þjóðin er harð-
gerð. Þótt afl þýzka hersins hafi
nokkuð þorrið, þá er hann enn
öflugur og undir góðri stjórn.
Þreki óbreyttra borgara er hald
ið uppi af hinni harðýðgislegu
stjórn. Truflanir eru á iðnaði
Þýzkalands, en ekki svo að
hætta sé á hruni í bili. Sam-
göngurnar eiga fyrir höndum
afar mikla en þó ekki óviðráð-
anlega erfiðleika. Siðferðisþrek
ið hefir ekki brostið, þótt ekki
verði sagt, að þeir, sem stjórna
þýzka áróðrinum, hafi orðið
spámenn í sínu föðurlandi.
Þegar kemuf að hinum tveim-
ur þáttunum, er sögu að segja
um alvarlega og sívaxandi örð-
ugleika. Styrkleiki þýzka flot-
ans byggist á kafbátunum, en
nú sem stendur virðast þeir lítt
færir um að granda skipum
bandamanna. Áróðurinn um
leynivopn er merki um veik-
leika þýzka loftflotans. Því
hefði hann verið fær um að
framkvæma áætlanir Görings,
væri engin þörf fyrir leyni-
vopn. Áætlað hefir vérið, að
þýzki flugherinn hafi nú yfir
að ráða fimm þúsund flugvél-
um allra tegunda, og nær full-
víst er, að miklu færri eru til
vara. Það er mjög mikilsvert,
því að ef flugher hefir ekki
mikið varalið, hlýtur hann að
fara minnkandi. Bandamenn
hafa yfirgnæfandi fleiri flug-
vélar en Þjóðverjar. Fram-
leiðsla Þjóðverja getur ekki
orðið nema hluti af framleiðslu
bandamanna, svo að þessi mis-
munur hlýtur að vaxa. B'anda-
menn hafa líka yfirburði í
tækni, sem leiðir af sér aukið
þrek flugmanna þeirra og um
leið lamar kjark andstæðing-
anna. Það er því ljóst, að styrk-
ur flota og flughers Þjóðverja
fer minnkandi og ef því heldur
áfram, þá mun landherinn og
óbreyttir borgarar ekki megna
að halda baráttunni áfram.
Hergagnaframleiðsla Banda-
ríkjanna er orðin risavaxin.
Bandaríkjamenn hafa'nú ellefu
milljónir manna undir vopn-
um. Á Kyrrahafi heldur stríð-
ið við Japana stöðugt áfram, en
í Evrópu eru amerísku dagá-
rásaflugvélarnar — Fljúgandi
virki og Liberator — stöðugt
að veikja lífæðina í þýzkri
hergagnaframleiðslu. Það er ef
til viH ekki almennt vitað, að
dagárásirnar mættu verulegri
mótstöðu. Ameríkumönnum var
sagt, að þær væru óframkvæm-
anlegar. En undir forystu Ea-
kers sýndu þeir fram á, að þær
eru mögulegar. Dagárásir krefj
ast þess, að flogið sé í mjög
mikilli hæð og áhafnir flugvél-
anna þjást ákaflega af frost-
bólgu,, sem þeir menn ættu að
minnast, sem kvarta undan
kuldapollum. Það getur ekki
verið skortur á frostbólgu og
hrakningum á Rússlandsvíg-
stöðvunum. Eftir sigursælt
tímabil, tókst Rússum að
stöðva gagnsókn Mansteins við
Kiev, en hún hefði getað orðið
Rússum mikill hnekkir, ef hún
hefði tekizt.
Aðrar þjóðir bandamanna
beita líka kröftum sínum. Menn
og konur í Noregi, Iiollandi,
Belgíu, Póllandi, Júgóslavíu,
Grikklandi og Tékkóslóvakíu
taka sinn þátt í baráttunni.
Það ólgar undir niðri og leyni-
leg samtök eru að starfi, en
allri samvinnu við Þjóðverja
neitað. Ég verð að láta eldri
stjórnmálamenn bollaleggja um
það, hvort Frakkland sé stór-
veldi eða ekki. Við álítum flest,
að franska þjóðin sé fyllilega
fær um að vernda Frakkland
sem stórveldi, ef rétti maðurinn
finnst til þess að halda urn
stjórnartaumana. Nú eru frönsk
skip, hermenn og flugmenn,
aftur komnir í stríðið, og þríliti
fáninn blaktir enn á ný þar, sem
hann á að vera, það er í röð
andstæðinga Þjóðverja.
Árið 1943 verður eftirminni-
legt ár vegna þeirra funda, sem
þá v'oru haldnir og þar sem þeir
hlutir, sem fram eiga að koma á
árinu 1944 voru látnir í deigl-
una. Á þessum fundum hafa
verið fulltrúar- fyrir helming
alls mannkynsins. Þeir hafa
ekki aðeins táknræna þýðingu.
Margar mikilsverðar ákvarðan-
, ir hafa án efa verið teknar.
Persónulegur misskilningur,
sem ef til vill gat valdið vand-
ræðum, hefir verið leiðréttur.
Leiðtogarnir, sem þurfa að eiga
svo náið samstarí, hafa kynnzt
hver öðrum.
Við skulum athuga, hvað Bret
ar hafast nú að. Þeir eru búnir
að berjast í Norður-Afríku og
á Sikiley og berjast nú á Ítalíu,
en sá hernaður er mjög hæg-
fara. Fimniti og áttundi herinn
hefir sótt fram um 40 mílur frá
því í september, eða að meðal-
tali hálfa mílu á dag. Róm er
90 mílur fyrir framan þá, en á
milli þeirra er hver varrxar-
virkjaröðin eftir aðra. Vegna
slæmra veðurskilyrðu og færð-
Framhaíd á 6. síðu.
Kennarar undir smásjá — Tveimur bréfum svarað —
Um skattstofxma — Um viðskipti Önnu og Magnúsar
— Um erlendar skáldsögur — Ókurteisi — Framkoma
í búðum.
KENNARARNIR eru undir smá-
sjá heimilanna. Börnin segja
foreldrum sínum það, sem gerist
i tímum og það vekur oft ánægju,
en stundum gremju. Starf kenn-
arans er vandasamt. I»ess vegna
má hann aldrei gleyma köllun
sinni. Pólitískar einkaskoðanir
kennarans koma börnunum ekk-
ert við. Þær eru einkamál kenn-
arans, enda lýsir það engu öðru
en siðlausu ofstæki, ef kennari
fer með pólitískan áróður í tím-
um hjá smábörnum.
ÉG SKRIFA þetta að gefnu til-
efni. Ég man eftir því, að í gamla
daga bar það við að kennslukona
predikaði pólitíska trú sína í
barnaskóla yfir nemendum sínum.
Þetta var ekki þolað. Hún var út-
hrópuð fyrir það. Síðan hefir lítið
kveðið að slíku — en þó komið
fyrir. En það má ekki koma fyrir.
Dugnað sinn geta pólitískir kenn-
arar sýnt í flokki sínum, en „sellu-
starfsemi“ má ekki þola í barna-
skólum.
VIÐ „B“ OG „MÓÐIR“, sem
bæði hafa skrifað mér um þetta
efni, að gefnu tilefni, vil ég segja
þetta: Ég hefi athugað þetta mál
nokkuð. Ég held að rétt sé að láta
þar við sitja í þetta skipti, en ég
skal ekki hika við að birta nafn
eða nöfn, ef slíkt og þvílíkt end-
urtekur sig.
„XXX" SKRIFAR: „Mig langar
til að segja þér ofurlitla smásögu
um greiðviknina á Skattstofunni.
Svo er mál með vexti, að skatt-
skýrslueyðublöðin er hér komu í
húsið hálfeyðilögðust fyrir óhapp.
Ég hringdi því til Skattstofunnar
og spurði hvort Skattstofan vildi
ekki' senda mér þrjú eintök af
eyðublöðum í pósti, Því fátt er um
sendisveina, a. m. k. meðan Skatt-
stofan er opin. Stúlka sem kom
fyrst í símann gat ekki svarað
þessu, en náði í mann. Ég bar
þessa ósk upp við hann, en hann
þverneitaði. Ég minnti þennan
herramann á, að þetta kostaði aðj
eins 25 aura — sá eftir á, að ég
hefi gleymt verði umslagsins 3-5
aurum —- og að það opinbera borg-
aði það, en ekki hann sjálfur. En
allt kom fyrir ekki. Svona stirð-
busaháttur í opinberri skrifstofu
er með öllu óþolandi, og því er
þettta gert að umtalsefni. Ég held
að flestir prívatmenn, opinberar
stofnanir og fyrirtæki hefðu gert
þetta orðalaust.“
„ANNA FRÁ MOLDNÚPI skal
hafa heiður og þökk fyrir gagn-
rýnina á dagskrá útvarpsins á ann.
an í jólum“, segir bréfritarina
ennfremur. „Frægð Magnúsar pró-
fessors, mun lengi lifa fyrir við-
ureignina við Önnu, að hlaupa í
útvarpið, af því að hann hafði
aðgang að því, og skamma Önnu
fyrir alþjóð, og líka fyrir það sem
hann las rangt úr grein hennarí
Svona menn kunna „Fair play“.
Aðalbjörgu ber líka þökk fyrir út-
varpsþátt sinn á föstudaginn. Hún
sýndi glöggt hvernig stjórnmála-
flokkarnir eru búnir að fara með
útvarpið. Nú er það algerlega í
heljargreipum þeirra, og kné lát-
ið fylgja kviði við andstæðingana.
Það væri ekki óskemmtilegt að
eiga forsetann í þeim fangastakk.“
M. G. SKRIFAR: „Það eru aUt-
af einhverjir til meðal okkar, sem
reyna að setja út á annarra gjörð-
ir, og ég er víst einn í þeirra tölu.
Það hefir t. d. oft verið sett út á
bókaútgáfu Menningarsjóðs. Og
ekki hefi ég heldur verið ánægð-
ur með allar bækurnar, sem ég
hefi fengið þaðan, sérstaklega þó
þýddu bækurnar. Eina bók, sem
þegar eru komin tvö bindi af,
og þó er ekki komin nærri öll
enn, finnst mér ekki vera ástæða
til að setja út á. Á ég þar við
Onnu Kareninu eftir Leo Tolstoy.“
„HYGG ÉG að margir séu þakk-
látir útgáfustjórninni fyrir þá
sögu, enda er hún talin ein af
frægustu skáldsögum heimsbók-
menntanna. Ég vildi fá meira á
íslenzku af bókum eftir öndvegis-
hiöfunda Rússa. Ekki segi ég' þetta
þó vegna þess, að ég sé svo mikill
Rússavinur, að ég vilji ekkert
heyra nema frá þeim. En samt
finnst mér einna beztar og skemmti
legastar sögur Rússanna af þeim
þýddu sögum, sem ég hef lesið
á íslenzku. Mér finnst að þeir nái
eðlilegri tökum á skilningi mín-
um, en t. d. amerísku höfundarn-
ir, sem hér hefir komið töluvert
út eftir í seinni tíð. Mér finnst
andi þeirra vera í öðru veldi en
ég get fellt mig við. Þessir höf-
undar geta verið stór skáld fyrir
því.“
„ÉG ÆTLA nú ekki að fara að
skrifa langt mál um þetta, enda
ekki rúm fyrir það í dálkum þín-
um. Mér datt þetta víst í hug af
\ Frh. á 6. síðu.
Stjórnmála- og fræðslurit ABgBýðufE. 111.
Allir SÓSÍALISTAR þurfa að lesa
SOSIAL
á vegum lýðræðis
Fæst í bókabúðum.
Áður hafa komið
þessum ritgerðum:
I. Sigurður Jónasson: Rafmagnsveitur fyrir allt ísland.
Jón Blöndal: Beveridgeáætlunin. Kostar kr. 1,25.
II. Jón Blöndal: Þjóðnýting og atvinnuleysi.
Sigurður Jónasson: Þjóðnýting á íslandi. Kostar kr. 1,00.
Eignist öll sijórnmála- og fræöslurit
Alþýöuflokksins
rit Gylfa Þ. Gíslasonar:
eða einræðis
Kostar aðeins 2 krónur.
út 2 stjórnmálarit með