Alþýðublaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnndagur 30. janúar 1944. « A. J. Johnson ; Útvarpið oo dagskrá pess. Orðsending til útsölumanna Alþýöublaösins. Vegana áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta. Óseld jólablöö •skast endursend sem allra fyrst, vegna þess, blaðið er uppselt í afgreiðslunni. I V y 4 4 4 y ý v y 1 v y v 4 v að V V 4 4 Gtgefe&di: AlþýSuflokkmiun. Ritslýóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Sixaar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Öryooið á sjónnm. TVEIR þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Finnur Jónsson og Stefán Jóh. Stefáns- son, hafa lagt fram í samein- uðu þingi tillögu til þingsálykt- unar um ,,að fela ríkisstjórn- inni að skipa 5 manna nefnd til þess að endurskoða lög um eftirlit með skipum og bátum og öryggi iþeirra, svo og tilskip- anir og reglugerðir, er settar hafa verið um þetta efni. Jafn- framt sé nefndinni falið að at- huga framkvæmd skipaeftirlits iris á lögum og reglum þeim, er nú gilda um eftirlit með skip- um.“ Hér er vissulega um þarfar og tímabærar aðgerðir að ræða. í hinum miklu umræðum blað- anna um iþessi mál nú undarifar- ið hefir það ótvírætt verið lát- ið í ljós af fjölda mörgum grein arhöf undum að örygginu á sjón- um væri stórkostlega ábótavant. Slysum og mannsköðum væri beinlínis boðið heim vegna of- hleðslu skipa, breytinga á þeim er rýrt hefði sjóhæfni þeirra, og fífldirfsku þeirra, er manna forráð hafa á sjónum. Gagnger rannsókn af hálfu hins opin- bera á því, hvað hæft kunni að vera í iþessu, er því alveg sjálf- sögð og óhjákvæmileg. Annars vegar eiga sjómennirnir sjálfir og aðstandendur iþeira skýra og ótvíræða kröfu á því, að hafizt sé handa í þessum efnum. Hins vegar er svo hin iþjóðhagslega þýðing málsins. Það varðar þjóð arheildina vissulega miklu, að reynt sé að draga úr hinu ó- eðlilega og tilfinnanlega mann- falli sjómannastéttarinnar og fyrirbyggja eftir megni missi dýrmætra atvinnutækja, sem þjóðin á vissulega of Mtið af. * Það er ekki á færi leikmanna, að dæma um, hvað hæft kunni að vera í skoðunum sMkum s'em þessum. En ekki verður um það villzt, að þær eru mjög út- breiddar, ekki- síður meðal sjó- manna en annarra. Og eins og áður er sagt hefir þeirra mjög .gætt í umræðum í blöðunum um þessi mál nú að undanförnu. Sjómennirnir, sem þátt hafa tek- ið d þeim umræðum, hafa í því tilliti verið sammála blaðamönn unum sjálfum og öðrum leik- mönnum, er um þetta hafa fjall að í blöðunum. Það verður heldur ekki um það villzt, að tjón íslenzku þjóð arinnar vegna sjósóknar er ákaf lega tilfinnanlegt. Fróðir menn fullyrða að hlutfallslega sé það oniklu meira en tjón annarra fiskiveiðaþjóða. Þetta er vissu- lega Ihugunarefni. Tjón íslend- inga vegna sjósóknarinnar á mið ■in við strendur landsins er fylli lega samibærileg við tjón þeirra þjóða, er nú heyja hrikalegustu styrjöldina, sem mannkynið hef- ir nokru sinni háð. Hafa íslend- ingar ráð á slíkum stríðsrekstri til lengdar? Og hvenær kemur að því, að leggja verður skip- unum af iþví að menn vilja ekki leggja sig í þá hættu, er sé því samfara að sigla út á hin auðugu fiskimið við strendur landsins? - Það dylst því engum manni, að öryggi skipanna þarfnast NÚVERANDI FORMAÐUR útvarpsráðs hefir hvatt til þess, að notendur létu til sín heyra viðvíkjandi dagskrá út- varpsins, og finnst mér sjálf- sagt að láta þá hvatningu ekki eins og vind um eyrun þjóta. En það, sem ég hefi að segja um dagskrána, kýs ég heldur að birta í talaði, en að senda ráðinu bréf, en það getur skoð- að þennan greinarstúf sem bréf til sín, að því er aðalefnið snertir. Sjálfsagt er að viðurkenna það, að útvarpsráð hefir tekið stakkaskiptum til bóta að sumu leyti á síðustu tímum. Dagskrá þess er fullkomnari og fjöl- breyttari en oft áður. Sumir nýir útvarpsliðir munu verða vinsæMr eins og t.d. lestur ís- lendingasagna (reyndar er hann nú ekki með öllu nýr), samfelld dagskrá — þegar smekkleysur eru ekki settar inn í hana — o. fl. En þó skortir enn mjög á fjölbreytnina, og að sumu leyti tilfinnanlega, og á ég þá aðallega við kórsönginn. Ég hjó eftir því, að þegar formaður útvarpsráðs var að tilkynna vetrardagskrána, sagði hann (ef ég man rétt) að kórsöngur yrði „eftir ástæð- um“. Þetta er með öllu óvið- unandi. Útvarpið hefir sina hljómsveit sem náttúrlega er sjálfsagt, og hellir hún tóna- flóði sínu yfir hlustendur æði oft, og mun sumum þykja full- mikið. En það hefir engan kór (,,Þjóðkórinn“, — með allri virðingu fyrir honum — getur alls ekki borið það nafn, þar sem aðeins er um einradclaðan söng að ræða), og það er rétt að það kemur fyrir að í því heyrist kórsöngur, nema karla- kórsöngur af plötum við og við, og þeim stundum skemd- um. Meðan útvarpið var á bernskuskeiði hafði það fastan blandaðan kór, „útvarpskór- inn“, undir stjórn Páls Isólfs- sonar, sem flestum hlustendum mun hafa verið kærkomið að hlusta á. Ég man eftir því, að fólk sem ekki hafði þá útvarps- tæki, fór í hús þar sera ta^ki voru til, til þess aö missa ekki af söng ú’.varpskórsms. En :-vo vtir þessi kór lagöur :n!iur, og heyrðist sagt, að borið væri við féleysi. Nú er því varla 'til að dreifa. Útvarpið á og þarf að hafa fastan blanadðan kór, ca. 25 manna, með völdum ródd- um er sé stjórnað af hæfum og duglegum manni er hefír það sem aðalstarf Öll aðalútvörp a. m. k. í öðrum londum hafa sérstaka launaða kóra. Geta ekki án þeirra venð, og því skyldum við geía það frekar? Útvarpskór á að verða sam- eiginleg ósk og krafa útvarps- notenda. Vitanlega mundi þetta kosta nokkurt fé því ekki er við því að búast að í kórinn fengist hæft fólk nema fyrir borgun og hana allgóða. Mér telst svo til, að 25 manna kór sem starf- aði í 8 mánuði ársins inundi kosta 60—65 þús. kr. á ári, og ætla ég þá söngfólkinu 200 kr. laun á mánuði yfir starfstím- ann. Söngstjóra ætla ég :,ömu laun og yfirmenn stofnunarinn- ar hafa, en geri ráð fyrir að hann annist raddsetningu, út- skrift á nótum o. s. frv. Þetta er að vísu nokkur upp- hæð, en menningarstofnun eins og útvarpið á að vera, má ekki láta hana vaxa sér í augum til gagngerðar endurskoðunar og endurbóta. Og vissulega er það hart að heyrast skuli á alþingi Iþær raddir að draga ætti fyrir fyrir lög og dóm þá’ menn, er af fullkominni ábyrgðartilfinn- þess að bæta og fullkomna dag- skrána. Útvarpsnotendur munu nú vera um 25 þúsundir, svo nærri lætur að útgjöid við kór- inn yrðu ca. kr 2,50 á hvern notanda. Mér þykir ólíklegt að óreyndu, að notendur vildu. ekki bæta þessu gjaldi á sig ef þeir ættu von á því að fá fagr- an og fullkomin kórsöng, eitt til tvö kvöld í viku, ef stofn- unin sjálf treysti sér ekki til að bæta þessum kostnaði á sig, 4 sem ég geri tæplega ráð fyrir. Ég hygg að Islendingar séu hrifnastir af blönduðum kór- söng. Fyrir nál. 20 árum söng blandaður kór kvöld eftir kvóld í Dómkirkjunni undir stjórn Páls ísólfssonar og ætið fyrir húsfyllir og fyrir nokkrum ár- um kom Björgvin Guðmunds- son hingað með Kantötukór sinn og söng í Garnla fííó við feykilega aðsokn í mörg skifti. Hlutverk útvarpskórsins ætti að vera það m. a., að kynna þjóðinni íslenzka tónlist. Eins og nú er, þýðir íslenzkum tón- skáldum lítið að semja lög eða stærri tónsmíðar, því lítil tök eru á að koma þeim á framfæri út til þjóðarinnar. En þetta á útvarpskórinn að gera. íslenzk tónskáld hin stærri eiga vafa- laust í fórum sínum allmikið af tónverkum stærri og smærri, sem alþjóð á að kynnast og eignast. Mér er t. d. kunnugt um, að eitt tónskáldið á stór verk (kantötur m. m.) sem er um klukkustundar verk að syngja, og svo eru sjálfsagt enn fleiri. Ög hvað þekkir þjóðin t. d. af tónverkum Sveinbj. Svein björnssonar? Einnig er vitan- legt að til er talsvert af lögum eftir menn sem ekki kemur til hugar að telja sig tónskáld, en geta þó verið hlutgeng, líkt og alþýðuvísurnar í skáldskap. Þegar útvarpskórinn væri bú- inn að kynna þjóðinni lögin (hin smærri a. m. k.) ætti út- varpið að gefa þau út smátt og smátt í heftum, og selja við kostnaðarverði. Til söngstjórans yrði að vanda vel. Hann þarf að vera vel menntaður, duglegur, og vinsæll af söngfólkinu. Sjálf- sagt eru hér til nokkrir menn er hafa allt þetta til brunns að bera. En sjálfkjörnastur í þessa stöðu (að öllum öðrum ólöstuð- um) finnst mér vera tónskáldið og söngstjórinn Björavin Guð- mundsson. Hann hefir unnið það þrekvirki að geta látið lifa, starfa og blómgast um mörg ár allstóran kór í ekki stærri bæ en Akureyri er, þari sem nokkr- ir kórar aðrir starfa. Ber þetta vitni hæfileikum hans, dugnaði og vinsældum. Mörgum mun líka finnast að þjóðinni beri skylda til, að fá þessu eina mesta tónskáldi sem hún hefir eignast, eitthvað veglegra hlut- verk í hendur, en að fást við lítið merkilega kennslu alla æfi. Útvarpskór, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar mundi verða útvarpinu til vin- sælda og vegsauka, og þjóðinni til mikillar ánægju og sæmdar. Næst verður að minnast á útvarpsmessurnar. Þar er ekki um mikla fjölbreytni að ræða. Venjulegast eru það þrír prest- ar sem flytja þær, en hér í bænum eru fimm prestar aðrir sem þjóna sérstökum söfnuð- um. í þessu efni virðist því vera . ósköp hægt að auka á fjöl- • breytni. Þetta sýnist og vera ingu og í góðum tilgangi gera þetta knýjandi vandamál að um- talsefni og eiga með því sinn iþátt í því, ef betur kynni að skipast í þessum málum hér eftir en hingað til hefir verið. beinlínis réttlætismál gagn- vart prestunum. Á þessu máli er og önnur hlið trúarlegs eðlis. Með út- varpsmessunum er útvarpið að sjá alþjóð fyrir andlegri fæðu til sálarheilla, og vitað er að fólk almennt um land allt vill hlusta á útvarpsmessurnar af ýmsum ástæðum. Víða í sveit- um landsins er t. d. svo fátt fólk, að það getur með engu móti komist til kirkju vegna óumflýjanlegra starfa á heim- ilunum. Nú er það kunnugt öll- ÞJÓÐÓLFUR ræðir nú ný- lega þann mikla kostnað og umsvif, er séu samfara út- förum hér í Reykjavík. Blað- inu farast orð sem hér segir: „Bezta lausnin á þessu vanda- máli er sú, að taka upp þá aðferð sem víða um lönd er að ryðja sér til rúms, að hver maður greiði sína eigin útför fyrirfram með lítilfjörlegum iðgjöldum í útfara- tryggingarsjóð, sem svo að öllu leyti sér um útfarir allra meðlima sinna. ■— Hafi það þótt sanngjarnt að gera sjúkratryggingu að skyldu, með jöfnum iðgjöldum, enda þótt heilsufari manna sé mjög misjaín- lega háttað ■— hversu miklu sann- gjarnara og sjálfsagðara er þá ekki að tryggja með óverulegu skyldu- gjaldi sína eigin útför, sem þó bíður fyrr eða síðar allra, er ekki týnast í sjó eða á annan hátt“. Um hinar fjárhagslegu byrð- ar, sem útfarirnar skapa efna- litlu fólki, segir blaðið: Það er löngu vitað, að fjöldi fá- tækra manna er að rogast með víxla vegna útfara eins eða fleiri látinna vandamanna svo árum skiptir, vegna þess hvað útfarar- kostnaðurinn er orðinn tilfinnan- legur. —- Þess er rétt að geta, að hina gífurlegu hækkun þessa kostnaðar má ekki eingöngu kenna þeim sem annast útfarir. Stjórn- leysið veldur því, að hégómlegt umstang' hefir hneigð til að fara vaxandi af sjálfu sér við slíkar athafnir. Þegar kostnaður af slík- um ástæðum fer vaxandi, þá fer vanheimtum einnig fjölgandi, en það eykur áhættuná, sem svo ai’t- ur leggst á kostnaðinn. Þessi svikamylla yrði auðveld- ast stiöðvuð með því, að Sjúlcra- samlagið eigi aðeins stofnaði út- fararsjóð þann er hér um ræðir, heldur tæki að sér að annast allar útfarir innan síns umdæmis. Þetta væri langsamlegasta eðli- legasta lausnin á þessu vand- um, að þjóðin er mjög skift í trúmálum. Sumt fólk vill hlusta á þennan prest en alls ekki annan. Það sem fylgir íhaldssamari stefnu í trúmálum vill heyra til þeirra presta er þeirri stefnu fylgja, annað vill hlusta á frjálslyndu prestana er nýjum stefnum fylgja. Rík- isútvarp verður að gera hér öll- um landslýð jafnt undir höfði. Þá tilbreytni þarf í útvarps- messurnar, að allir átta prestar bæjarins flytji þær jöfrium. Framhald á 6. síðu. ræðamáli og sú er allir mættus bezt við una. Verður að vænta þess að stjórn Sjúkrasamlagsins taki málið til skjótrar meðferðar. Þar er ekki eftir neinu að bíða“. I sambandi við fyrirhugaða byggingu útfararkapellu og; bálstofu ásamt líkgeymslu seg- ir Þjóðólfur: „Hér er því stigið fyrsta sporið til menningarlegri hátta í þessum efnum, og til þess að afnema þá óhæfu, sem ekki þekkist í erlend- um þorgum, að lík séu látin standa uppi í ibúðum manna og að lík- fylgdir séu látnar trufla umferð á götum úti. Eftir þessa ákvörðun er einnig stórlega búið í haginn fyrir stofn- un Útfarasjóðs og þá fyrirætlun með honum, að endurbæta hina þreytandi og mæðusömu útfara- siði, og koma þeim í samræmilegt,. ódýrt og smekklegt hórf“. Það er vissulega ekki ofmælt í þessari grein Þjóðólfs. Utfar- irnar í Reykjavík eru fyrir margra hluta sakir hið mesta vandamál, og er öllum ljóst, aS' svo sé. Þær siðvenjur hafa skapazt í þessum efnum, að það má heita efnalitlu fólki ofraun að koma aðstandendum sínum í hina hinztu hvílu. Vitaskuld gætir hér ýmiskonar fordildar. En það er nú einu sinni svo, að það er ákaflega ríkt í hverj- um manni að gera útför vanda- manna sinna „sómasamlega‘% eins og það hefir jafnan verið kallað. Og þegar einhver gikk- urinn hefir orðið til að skapa fordild oð óeðlilegt umstang í þessum efnum, þá finna margir sig knúða til að fylgja fordæm- inu. — Það er sagt að allir séu jafnir í dauðanum. Því þá ekki að hafa þá skipun á, að útfarir séu yfirleitt með sama sniði og sem allra einfaldastar og lát- lausastar? — Það er hið þarf- asta verk að vekja athygli á þessu og benda á leiðir til skynr- samlegrar úrlausnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.