Alþýðublaðið - 03.02.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 03.02.1944, Page 4
4 alþyðublaðið Fimnitudagur 3. febrúar 1944. r Sigurjón A. Qlafsson: Minning skipshafnarinnar á Max Pemberton. fUþtjðttblaðU) Ctgefandi: Alþýðuflobkurinn. Ritstióri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 eg 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Ofhleðsla togaranna. OPPLÝSINGAR þær, sem Finnur Jónsson .gaf á al- þingi í fyrradag varðandi hina skefialah.su hleðslu togaranna í Engiandssiglingum þeirra, hafa að vonum vakið gífurlega at- hygli og um fátt verið meira rætt manna á meðal en þær síð an Alþýðublaðið skýrði frá þeim í gærmorgun. Það hefir löngum verið á orði haft, enda á vitorði almennings, að ekki væri ávallt gætt hófs í hleðslu togaranna. Og það hafa menn líka þótzt vita, að nú upp á síðkastið hafi keyrt um þver- bak í þessum efnum. En hitt mun fáa hafa grunað, að ástandið í þessum efnum væri neitt þvílílct. og Finnur Jónsson upplýsti í ræðu sinni á alþingi í gær. Samkvæmt opin berum skýrslum, sem Finnur hafði aflað sér um hleðslu tog- aranna í Englandssiglingum, hefir átt sér stað svo gífurleg aukning á hleðslunni, að menn setur hljóða við. Aukningin er ekki undir sextíu af hundraði. í mörgum tilfellum hefir hún tvöfaldast eða allt að því tvö- faldast. Þessar tölur þarfnast ekki skýringa. Þær tala sínu ískyggilega máli. Svo augljóst sem það er, að með hinni stórkostlega auknu hleðslu togaranna, sem nú er upplýst um, sé brotið í bága við alla skynsamlepa varúð, þá orkar nokkuð tvímælis um það, hvaða aðila beri að sakfella í þessu tilliti. Margur mundi láta sér detta í hug að sakfella útgerðarmenn einhliða fyrir þetta, að gróðavonin ýtti undir þá að ofhlaða skipin. En þó að það sé ekki ætlunin að taka hér upp málsvörn fyrir útgerðar- menn, skal hitt sagt, að það mun vera skotið yfir rnarkið, ef skella á allri skuld í þessu tilliti á eigendur skipanna og útgerðarmenn þeirra. Þeir, sem á sjónum eru — yfirmenn skip anna og áhafnir þeirra — verða heldur ekki hvítþvegnar af þeirri ofdirfsku, sem hér hefir verið sýnd. En það er í sjálfu sér ástæðu laust, enda ekki ætlunin hér, að fara langt út í þá sálmá að bollaleggja um, hverjir eigi hér mesta sök. Hitt er aðalatriðið, að það er upplýst fyrir alþjóð manna, hvaða leikur hér héfir verið leikinn. Og eftir þetta síð asta og markverðasta innlegg í umræðumar um öryggi ís- lenzkra sjófarenda mun engum blandast hugur um það lengur, að hér er þörf skeleggra og hik lausra aðgerða. Æskilégast er, eins og Finnur Jónsson benti á í lok hinnar merku ræðu sinn- ar á alþingi í fyrradap, að það verði gert með löggjöf, er sett vaeri með fullu samkomulagi sjómanria, útgerðarmanna og ríkisvaldsins. En verði dráttur á, að slíkt samkomulag náist, ber löggj afarvaldinu að hefjast handa um úrlausn þessa vanda máls. Mannslífin eru of dýrmæt og atvinnutækin of fá til þess, að færa megi nokkrar fórnir, er í mannlegu valdi stæði að fyrirbyggja. 1 „Dáinn, horfinn — harma fregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. ÞANNIG KVAÐ ÞJÓÐ- SKÁLDIÐ GÓÐA eftir þjóðkunnan látinn vin sinn. Hafa margir til þess vitnað fyrr og síðar og svo mun lengi verða, meðan íslensk tunga er töluð. Fregnin um hvarf togarans „Max Pemberton“ kom sem reið arslag. Menn setti hljóða og spurðu sjálfa sig og aðra: Hvað er að? Hvað hefir komið fyrir? Veik von limi í brjóstum margra um nokkurt skeið, að þetta gæti ekki verið svo, að 29 menn væru horfnir í djúp hafsins, svo skyndilega, á þeim stað og tíma og undir þeim skil yrðum, sem fyrir hendi voru um veður og fleira. En menn urðu að trúa að lok um, blákaldar staðreyndir töl- uðu sínu máli. Eftir ýtarlega leit með flugvélum og skipum gat ekkert bent til, að skipið væri ofansjávar, og heldur ekki á hitt með hverjum hætti það hefði horfið af yfirborði sjávar. Traust skip með 29 manna á- höfn var horfið í hafsins djúp. Frá landnámstíð hafa íslend- ingar stundað sjóinn öðrum þræþi sér til lífsbjargar, og lengst af á veikum og ófullkomn um fleytum. Saga þjóðarinnar á umliðnum öldum er um leið baráttusaga við úfinn sæ, veð- urfar Norður-íshafsins, brim og klettótta strönd. Saga um slys- farir ár eftir ár, öld eftir öld. En þrátt fyrir manntjón, volk og hrakninga hefir þjóðin orðið að leggja marga af sínum hraust ustu sonum í sömu hættuna sýknt og heilagt pg taka það sem óviðráðanlegar orsakir sjó sóknarinnar, að hún yrði að fórna svo og svo mörgum manns lífum árlega hennar vegna. Þessi hugsunarháttur er ekki með öllu horfinn þótt margt hafi breyzt hin síðari ár. „Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn,“ segir eitt skáldið, og mun hann sannspár, svo lengi sem þjóðin hfir á fisk veiðum að meira eða minna leyti. Hið mikla kapp, karl- mennska og á stundum ofdirfska við veiðiskapinn mun lengi f.ylgja íslenzkum fiskimönnum. Á síðari tímum hefir mikið breyzt um skipakostinn. Stærri skip, sterkari skip, og útbúin samkvæmt kröfum tímans. Samfara þessu hefir allri tækni og þekkingu farið fram, en kappið og ofdirfskan engu minni en áður. Sjóslysin eru á þessum tímum svo stórfeld, að uggvænlega horfir, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir manna til að koma í veg fyrir þau. Enginn betri og veglegri bauta- steinn gæti verið reistur hin- um mörgu löndum vorum, sem horfið hafa í hina votu gröf ijyrr og síðar, en sá, að forða hinum, sem lifa, frá sömu ör- lögum. Öll þjóðin verður að leggjast á eitt í því stóra máli. Hún má ekki við því, að missa árlega menn svo hundruðum skipti í hafsins djúp, í blóma lífsins, og þótt færri væru. * Mér er erfitt tungu að hræra við missi þeirra 29, sem nú hafa hlotið hina votu gröf. Flestir þeirra voru mér kunn- ugir gegnum árin, og margir þeirra höfðu um mörg ár verið í samtökum þeim er mér hefir verið falin forysta. Sumir þeirra voru nýliðar, aðrir voru eldri og nokkrir voru gamhr traustir hlekkir í samtakakeðju sjó- manna hér í bæ. Sjómannafé- lag Reykjavíkur á á bak að sjá 17 félögum, tápmikilla drengja og traustra gamalla sjó manna. Hér var saman fríður hópur efnilegra manna, sem áttu lífið í sínum margbreytileik framundan, gömul og nýstofnuð heimili, bjart lífsviðhorf, fögn- uður yfir lífinu, ást og unaður, gleði yfir vel unnu starfi og gleðin yfir því að koma heim til ástvinanna. Allt þetta beið þeirra að ferðalokum. Þessa kend skilja þeir fyrst og fremst, sem eru eða verið hafa sjó- menn. Ótti eða vanmáttarkend, gegn hættunum er í velflestum tilfellum ekki til og í' öðrum tilfellum vísað á bug. Og augna blikið þegar hið stóra skeður: Hver getur lýst því? Flestir munu þeir ef ekki allir enda sitt skeið eins og sönnum sjómanni er samboðið, æðrulaust eins og hermaðurinn á vígvellinum, sem ekki kann að hræðast. Minning þessara manna er okk ur öhum kær, sem af þeim höfð um kynni. ■ ... * . , , Ástvinum þessara manna, er svo mikið hafa misst, er ég ekki maður til að flytja þau hugg- unarorð, sem græða þær blæð- andi undir, saknaðar og sorg- ar, sem atburður 1 þessi hefir valdið þeim. Hér hurfu feðgar og venslamenn, bræður og mág ar, forsjá konu og barna, aldr- ,aðra foreldra og annara nákom inna. Lífshamingja þeirra og lífs- unaður, byggðist á lífi og at- orku þessara föllnu ástvina þeirra. „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Sú lífsskoðun hefir veitt mörgu harmþrungnu hjarta þrek til þess að bera byrðar, sem lífið leggur alltof mörgum á herðar og svo mun enn. í dag fer fram í höfuðkirkju landsins athöfn til minningar um hina föllnu ástvini, félaga og bræður. Hinn víði sær er þeirra legstaður, aldan kveður þar sín dánarljóð. Um leið og þeirra er minnst á þann virðu lega hátt, sem þeim ber, hljót- um vér að minnast þeirrar skyldu, sem hvílir á hinu ís- lenzka þjóðfélagi, það er að koma í veg fyrir sjóslysin, með öllum hugsanlegum ráðum, að taka burt þann beiska bikar, saknaðar og tára og margs konar böl og skort, sem sjóslysin valda. Áð tryggja lífsafkomu þeirra, sem mist hafa fyrirvinnu sína, og létta þeim lífsbaráttuna í hvers konar mynd. Þjóðin öll harmar missi 29 vaskra manna, og ég þykist þess fullviss að heit bylgja sam úðar og saknaðar streymi frá brjóstri flestra manna til allra þeirra er um sárast eiga að ibinda og biðja þeim hugg- VÍSlR skrifar í aðalritstjórn argrein sinni í fyrradag um „frjáls blöð“ og varar við því pólitíska ofstæki, sem í seinni tíð hefir meira og meira gert vart við sig í afstöðu sumra blaða til manna og mál- efna. Vísir skrifar meðal ann- ars: „Sú mun vera reynslan hvar- * vetna, að þegar blöðin hætta að J vera frjáls, þá er það merki þess að þjóðfélagið gengur ekki heilt til skógar. Þjóðin er þá búin að taka sjúkdóm sem leiðir til ólgu eða byltingar fyrr eða síðar. Hins- vegar greinir heldur ekki á um það, að því frjálsari sem blöðín eru í því að láta í Ijós bældar skoðanir og réttmæta gagnrýni, því sterkari fótum stendur þjóð- félagið gegn ýmsum meinsemdum. Hér er ekki átt við „frelsi“ til þess að svívirða eða mannskemma þá menn er taka þátt í opinber- um málum, eins og sumir gera sér til hugsvölunar. Hér er heldur ekki átt við frelsi til að vinna mál- efnum þjóðarinnar tjón, ef ein- hverjum býður svo við að horía. Hér er átt við það að blöðin hafi slíkt frelsi og frjálslyndi að þau geti birt skoðanir sínar og annarra um velferðarmál alþjóðar hver sem í hlut á og að þau séu ekki bundin á klafa sérstakra hags- muna eða þröngrar flokkshyggju. Ef þau eru þann veg bundin, skort ir mikið á að þau hafi það frelsi sem hlutverk þeirra krefst. Mörgum verður nú tíðrætt um stjórnmálaástandið í, landinu um þessar mundir. Flokkarnir standa öndverðir hver öðrum og svo virð- ist sem um stund sé þeim ekki mögulegt að gegna þeirri frum- skyldu sinni að sameinast um stjórnarmyndun. Er þetta ekki merki þess að þjóðfélagið gengur ekki lengur heilt til skógar? Anolýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alpýðuhúsinu, (gengið inn frá,1 Hverfisgötu), fym kl. 7 að kvðldi. Sfml 4906. unar í sorg þeirra og þrenging- um. j Sigurjón Á. Ólafsson. Leiðrétting. Sú misrituh varð í auglýsingu frá Happdrætti Háskóla íslands, að umboð Önnu Ásmundsdóttur og Guðrúnar Björnsdóttur var talið vera í Suðurgötu 22, en það er í Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju, Austurstræti, og leiðréttist þetta hér með. Karlakór iðnaðarmanna hefir samsöng í Gamla Bíó í kvöld kl. 11.30. Söngstjóri er Robert Abrahams, einsöngvari Annie Þórðarson, en undirleik ann ast Anna Péturss. Félagsblað KR er nýkomið út meö fjölda greina um íþróttamálefni, og mjög niörg- um myndum. Ef svo er, hlýtur einhverjum að koma í hug sú spurning, hvort blöðin hafi notið og njóti þess „frelsis" sem nauðsynlegt er fyrir þau til að fyrirbyggja eða lækna þann krankleika sem hér er á ferðinni. Frá hendi löggjafans njóta þau fulls frelsis. En ér hægt að segja að þau njóti pólitískt bing sama af hendi flokkanna? Víðsýni og umburðarlyndi hefir ekki ver- ið hin sterkari hlið íslenzkra stjórn mála og flokkspólitíkin hefir ver- ið og er mjög einhliða. Blöðin mega skrifa en helzt ékki neitt sem fer í þá átt að unna mótstöðumönnum eða andstöðuflokkum sannmælis. Blöðin mega birta greinar en helzt ekki neitt sem gagnrýnir flokks- stefnu þeirra eða efast um óskeikul leik flokksforustunnar. Blöðin mega gagnrýna margt en helzt ekki neitt sem snertir hagsmuni •flokks þeirra. Ef þetta er hið rétta „frelsi“ opinberrar gagnrýni, þá er vafa- laust enn langt í land að hér skap- ist heiíbrigt stjórnmálaástand.“ Það er margt rétt í þessum ummælum Vísis. Og Alþýðu- þlaðinu er ekki grunlaust um, að þau kunni að byggjast á nokkuð biturri reynslu. Því það hefir það fyrir satt, að rit- stjórar Vísis hafa ekki alls fyr- ir löngu verið kallaðir fyrir hina svokölluðu „lýðveldis- nefnd“, skipaða fulltrúum Sjálf stæðisflokksins, Kommúnista- flokksins og Framsóknarflokks- ins, og látnir sverja henni trún- að og það með, að birta ekkert það í blaði sínu, sem þeir væru ekki vissir um, að væri henni velþóknanlegt „Ef þetta er hið rétta frelsi, opinberrar gagn- rýni “ viH Alþýðublaðið taka undir með Vísi, „þá er vafalaust langt í land, að hér skapist heilbrigt stjórnmálaástand.“ Orðsendim til útsölumanna Alþý$ubia$sins. Vegna áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta. I 7 Óseld jélablöö óskast endursend sem aUra fyrst, vegna þess, að blaðið er uppselt í afgreiðsluani.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.