Alþýðublaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 7
Fhnmtudagur 3. febrúar 1944.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
•0000000000000000000000003
ÍBœrinn í dag.l
I ”1
©OOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOO*?
Næturlæknir er í nótt í Lækna-
varðstoíunni , sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki.
Næturakstur annast Bifreiða-
stöð Steindórs, sími 1580.
ÚTVARPIÐ:
12.101—13.(10 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 2. fl.
19.00 Enskukennsla, 1. fl.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar
inn Guðmundss. stjórnar):
a) Franskur forleikur eftir
Kéler Béla. b) Extase eftir
Ganne. c) Dansmæirin —
vals eftir Translateur. d)
Mars eftir Fucik.
20.50 Frá útlöndum (Jón Magnús
son, fil, kand.).
21.10 Hljómplötur: Lög leikin á
cello.
21.15 Lestur íslendingasagna (dr.
Einar Ól. Sveinsson).
20.40 Hljómplötur: íslenzk lög.
21.50 Fréttir.
Carl Rydén
hefir sent bæjarráði umsókn um
leyfi til reksturs kvikmyndahúss.
Xiiggja nú fyrir hjá bæjarstjórn
tvær slíkar umsó.knir, báðar óaf-
greiddar.
Leiðrétting.
í frásögn af ræðu Finns Jóns-
sonar hér í blaðinu í gær, varð mis
ritun, þar sem skýrt var frá þeim
ummælum hans, er lutu að eftir-
liti með haffærni skipa. í frásögn-
inni stóð, að skipaeftirlitinu, ásamt
útgerðarmönnum og sjómönnum
væri lögð sú skylda á herðar að
líta eftir haffærni skipa. í stað
„sjómönnum“ átti að standa „skip-
stjórum“.
Árshátfð Kvenfélags
á fösludagskvöSd
Fjölbreytt
skemmtiskrá —
góS skemmtun
KVENFÉLAG Alþýðuflokks-
ins heldur árshátíð sína
næstkomandi föstudagskvöld 4.
febrúar í fundarsal Alþýðu-
brauðgerðarinnar. Stundvíslega
kl. 9 verður setzt að sameigin-
legu kaffiborði.'
Þá verður sýnd kvikmynd
l’rá Vestur-íslendingum, en þar
riæst mun Sigfús Halldórss frá
Höfnum flytja erindi um
byggðir Vestur-íslendinga. Síð-
ar munu 5 ungar stúlkur
skemmta með söng og gítar-
leik, en að lokum verður dans-
að.
Félagskonur! Mætið á árshá-
tíð ykkar og takið með ykkur
gesti.
Aðgöngumiðar fást hjá
hverfisstjórunum og við inn-
ganginn.
Fertugur
Hallsfeinn Hinriksson
íþróflakennari í
Hafnarfirði
|7 ERTUGUR varð í gær Hall-
steinn Hinriksson íþrótta-
kennari í Hafnarfirði.
Hann ólst að mestu leyti upp
í Vestur-Skaftafellssýslu. Eftir
að hann lauk námi í Samvinnu-
skólanum varð hann skólastjóri
við Unglingaskólann í Vík í
Mýrdal, en það var aðeins eitt,
ár, því að þá sigldi hann til
framhaldsnáms til Danmerkur
og stundaði nám við íþróttahá-
skóla þar. Árið 1929 var hann
settur kennari við barnaskólann
í Hafnarfirði og hefir verið þar
síðan, og auk þess kennt við
Flensborgarskólann og íþrótta-
félög bæjarins síðan 1930.
Að hans tilhlutan var F. H.
(Fiaaleikafélag Hafnarfjarðar)
stofnað árið 1930 og hefir hann
verið kennari þess síðan.
Hallsteinn er góður kennari
og vel látinn og landskunnur
íþróttamaðin:. íþróttamenn og
aðrir vinir hans senda honum
hugheilar árnaðaróskir á þessu
afmæli hans.
Gamall félagi.
Me&níaskólarnir.
Frh. af 2. síðu.
var Htið eitt skemmri nyrðra
og nokkru ódýrari framfærsla
þar en í Reykjavík. Sættu því
kennarar við Akureyrarskól-
ann sig við þann mun, er þeim
var búinn um vinnuskyldu af
ríkisvaldinu.
Nú eru hins vegar ástæður
þessar úr sögunni. Menntaskól-
arnir starfa nú jafnlengi og dýr
tíð að kalla hin sama á Akur-
eyri og í Reykjavík. Þykir því
öll sanngirni mæla með, að
starfsmönnum þpssara stofnana
séu búin sömu kjör, eins og hér
er ráð.fyrir gert.“
Skemmtisvæð-
ið i Laugadal.
Frh. af 2. síðu.
60—80 cm. Sjálf æfingar- og
keppnislaugin yrði þá 50 x 22
m. og 4.65 m.—1,10 m. djúp.
Við dýpri enda laugarinnar
yrði komið fyrir fjórum fjaðra-
pöllum, tveim IV2 m. og tveim
3ja m. háum og enn fremur
„turni“ með tveim pöllum, 5 og
10 m. á hæð. !
Við gerum ráð fyrir að
byggja yrði búningsklefa fyrir
allt að 800 gesti, og sólskýli fyr-
ir jafnmarga, Einnig teljum við
æskilegt að aðstaða væri þar
fyrir gesti til að njóta þar einn-
ig gufubaða og jafnvel ljósbaða
a. m. k. að vetri til.
3. Nefndin telur þörf á að
komið verði upp 8 knattspyrnu-
völlum til æfinga. Af þeim
verði tveir malarvellir og 6
grasvellir. Má gera ráð fyrir að
malarvellirnir yrðu aðallega
notaðir á vorin og haustin með-
an eigi verður viðkomið notum
af grasvöllunum. Grasvellirnir
yrðu hins vegar aðal æfinga-
vellirnir enda teljum við víst,
að knattspyrna verði í framtíð-
inni hér eins og víðast hvar er-
lendis, að mestu leyti iðkuð á
grasvöllum.
Gert er ráð fyrir að tveir af
grasvöllunum séu svonefndir
„krossvellir“, sem hafa þá yfir-
burði yfir venjulega knatt-
spyrnuvelli, að sól truflar þar
miklu síður leikmennina, svo
og að þeir veita helmingi betri
ákilyrði til æfinga en venju-
legir knattspyrnuvellir.
Við viljum geta þess, að á
skipulagsuppdrætti af fyrirhug
uðu íþróttasvæði sunnan Eski-
hlíðar var gert,. ráð fyrir 6
knattspyrnuvöllum. Síðan
(1937) hefur áhugi fyrir knatt-
spyrnu aukizt mjög hér í bæn-
um, og má gera ráð fýrir að
svo verði einnig framvegis.
Aukinn áhugi og sí-vaxandi
fjöldi knattspyrnuiðkenda
krefst hins vegar fleiri æfingar-
valla og bættra skilyrða yfir-
leitt til knattspyrnuiðkana.
4. Leikvangur sá (hinn
minni), sem sýndur er á upp-
drættinum, er fyrst og fremst
knattspyrnuvöllur, en auk þess
er þar gert ráð fyrir skilyrðum
til að iðka þar frjálsar íþróttir,
svo sem: stökk, köst og hlaup,
enda er. gert ráð fyrir að þar
verði t. d. komið upp góðri
hlaupabraut.
5. Nefndin telur alveg óhjá-
kvæmilegt, að reist verði í nán-
ustu framtíð tennis- og hand-
knattleikshöll á sjálfu íþrótta-
svæðinu, bæði til þess að hægt
verði að iðka slíkar íþróttir allt
árið, svo og til þess að fært
verði að hafa þar kappleiki á
öllum tímum ársins.
Gerir nefndin ráð fyrir að
höllin þurfi að rúma 1200—
2000 áhorfendur, og að sjálft
keppnissvæðið verði 20 X 40
m. að stærð.
I tennishöllinni mætti að
sjálfsögðu iðka fleiri íþróttir en
tennis og handknattleik. Myndi
höllin að sjálfsögðu verða not-
uð til ýmissa frjálsra íþrótta-
iðkana jöfnum höndum, sem til
tennis- og handknattleiksiðk-
ana.
6. Nefndin leggur til að kom-
ið verði upp 4 tennisvöllum,
sem yrðu staðsettir, samkv.
uppdrættinum, syðst á vestur-
hluta íþróttasvæðisins og 8
handknattleiksvöllum, sem stað
settir yrðu nyrzt á svæðinu.
Vegna mjög aukins áhuga fyrir
tennis og handknattleik er óvar
legt að gera ráð fyrir færri völl-
um eða landsvæði fyrir þá, þó
að komizt yrði e. t. v. af með
færri velli til að byrja með.
II. Á sjálfu skemmtisvæðinu
gerum við ráð fyrir að reisa
þurfi ýmsar byggingar, t. d.
veitingahús eða skála, einn eða
fleiri. Einnig leikskála eða skýli
fyrir börn, hljómskála þar sem
hægt væri að halda útihljóm-
leika eða söngleiki, borgarbú-
um til skemmtunar. Ber upp-
drátturinn það með sér hvar
nefndin telur slíkar byggingar
bezt settar.
Leggur nefndin til að allmik-
ið sVæði verði notað fyrir skóg-
og plönturækt eða alls 7,78 ha.
Við val á landi undir slíka stöð
hefur nefndin að sjálfsögðu
Sonur okkar
Jón Haukur
verður jarðsunginn föstudaginn 4. þ. m. Athöfnin hefst kl. 1Q*Æ
f. h. á heimili hans, Karlagötu 21.
Jarðað verður frá Dómkirkjunni.
Kristín Brynjólfsdóttir. Guðmundur Guðjónsson.
Hjartans þakkir til allra Eyrbekkinga og annarra, sem
sýnt hafa mér vináttu með heimsóknum og stórrausnarleg-
um gjöfum í sjúkrahússvist minni.
Landsspítalanum, 2. febr. 1944.
JÓNATAN JÓNSSON.
KARLAKÓR IÐNAÐARMANNA
Söngstjóri: Róbert Abraham.
Einsöngur : Annie Þórðarson.
Undirleikur: Anna Pjeturss.
Samsöngur
í Gamla Bíó í dag, fimmtud. 3. febr. kl. 11.30 e. h.
stundvíslega.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzl. Sigfúsar Eymunds-
sonar og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur.
haft hliðsjón af því hvar myndi
vera heppilegust og bezt skil-
yrði fyrir trjárækt.
Að sjálfsögðu gerir nefndin
ráð fyrir því að nota megi
landsvæði þau, sem hún, sam-
kv. framanskráðu, gerir tillögu
um að hagnýtt verði fyrir trjá-
eða plöntusafn einnig, er fram
líða stundir, t. m. k. að ein-
hverju leyti sem skemmtisvæði
fyrir borgarbúa. Hins vegar
leggur nefndin til að aðal-
skemmtisvæðið verði miðsvæð-
is eða á svæðinu milli Múlaveg-
ar og Holtsvegar annars vegar,
og frá Suðurlandsbraut að nýj-
um vegi, sem teiknaður er inn
á uppdráttinn, sem framhald af
Laugarásvegi þar sem sá veg-
ur sker Múlaveg, og að Holta-
vegi. Stærð þessa svæðis er alls
20,42.
Telur nefndin sjálfsagt að á
iþessu svæði verði komið upp
(bæði runnum og trjágróðri er
samræmi iþað, að til fegurðar
að skjóls geti orðið. Einnig
verði lagðir margir gangstígar
um svæðið og við þá komið
fyrir nægilega mörgum bekkj-
um fyrir garðgesti. Einnig
verði svæðið prýtt með högg-
myndum. tjarnarlíkum, gos-
ibrunnum og fögrum blóma-
gróðri (skrautblómum) eftir því
sem við verður komið og ástæð-
ur leyfa.
I
|
S
s
s
s
s
(
s
s
s
s
EIÐAHLUTIR
Housingar — Drifhús — Drif — Afturöxlar — Afturfjaðrir og
Demparar — Hjöruliðir og allt til þeirra — Gearkassar og allt í
þá —- Koplingsplön — Koplingsdiskar — og fleira í koplingu —
Cylinderhead — Headpakningar — Vatnspumpur og allt til þeirra
— Vatnslásar — Kamgearshjól og keðjur — Knastásar — Raf-
kveikjur — Rafkerti — Startaraanker — og burstar — Olíuhreins-
arar — og rör — enn fremur allar mótorpakningar — Bremsu-
pumpur — (Höfuðpumpur og Hjólpumpur) enn fremur allt til
þeirra — Bremsuborðar í settum — Fram- og afturhjóla lagerar
og slífar -— Spindlar -—, Spindilboltar í settum og lausir — Fram-
og afturbretti — Vatnskassahlífar — Hodd — Lugtir — Lugtar-
gler — Perur, m. gerðir — Benzínmælar — Hitamælar —- Olíu-
mælar — Rafmagnsmælar — Lyklamót — Miðstöðvar með og án
rúðublásara — Hraðamælissnúrur og barkar — enn fremur Flued
Drive-vökvi.
Allar ofantaldar vörur eru frá Chrysler-verksmiðjunum, og þarf
því alls ekki að efast mn gæði þeirra.
Afgreiðum gegn eftirkröfu um allt landið.
m
( SKÚUGVa sr ini .1111 ’
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
S
S
!
í
s
s
s
s
s
s
s
s
s