Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 5
útsölumanna Alþýðublaðsins. i Vegna áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins S úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta. S Úseld Jólablöð óskast endursend sem allra fyrst, vegna þess, að blaðið er uppselt í afgreiðslunni. Föstudagur 4. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ ______ - - ... . ... ■ i.——— — i ■ i.i—..i.— ———~— " ■■■——•**•”■ .. " —1k*— Roosevelt forseti og Chianghjónin. Um íslenzka fánann og sérstaka misnotkun hans — við kosningar — Bréf úr „bragga“ — Bifreiðarstjóri skrifar kaldhæðnislega um göturnar. ÓHANN“ skrifar: „í útvarps- þáttum sínum um daginn og veginn, hefir Sigurður Bjarnason frá Vigur, tvívegis vikið að vernd- un þjóðfánans okkar. Vel sé hon- um fyrir það. Nú vil ég biðja þig, Hannes minn, að skila til Sigurð- ar, að ég vænti að hann Icomi í veg fyrir að flokksbræður lians hér í Bvík misbjóði fánanum — að ekki sé meira sagt — við kosn- ingar, eins og þeir hafa gert und- anfarið, öllum þjóðhollum möhn- um til hrellingar og sárrar gremju. „ÞAÐ MUN ÁREIÐANLEGA reynast fullörðugt að rækta við- eigandi hugarfar og tilfinningar til fánaans, hjá okkur íslendingum þótt pólitískir flokkar geri ekki leik að því að spilla þeim gróðri, eins og sj álfstæðisflokkurinn hef- ir gert, með því að nota fánann og fánalitina í sambandi við kosn- ingaáróður. Vona ég að Sigurður taki þetta til athugunar.“ „EINSTAKLINGUB UTAN af landi“ skrifar mér þetta bréf frá Innri Njarðvík. „Við erum hérna nokkrir menn í „bragganum“ okk- ar í kvöld og erum að tala svona um daginn og veginn eins og geng- ur. Við erum nú ekki sammála um allt og finrist ekki allt viðun- andi sem hér er, og urðum því sammála um að skrifa þér þessar línur og vita hvað þú segðir um eftirfarandi.“ „ER ÞAÐ FYRIR VANRÆKSLU póst- og símamálastjórnarinnar að hér skuli ekki vera bréfhirðing eða opin símastöð, eðá er það fyrir vanrækslu ráðandi mann hér í „Víkinni“? Þetta kemur sér mjög illa nú, þar sem hér eru margir að- komumenn, að geta ekki talað heim til sín, eða sent, bréf nema fara til Keflavíkur eða eitthvað annað burtu.“ „SVQ ER ÞAÐ ANNAÐ. Við kaupum hér fæði fyrir kr. 10.50 á dag, sem við höfum heyrt að væri hámarksverð frá „Verðlagsstjóra". Nú langar okkur til að vita hvort í þessu verði ætti ekki að vera kvöldkaffi, og einhver svolítill mjólkurdreitill, á dag þó ekki væri nú nema rétt út í þrjú kaff- ið.“ AÐ SJÁLFSÖGÐU er það venj- an að hafa mjólk út í kaffi. Bágt á ég með að trúa því að fæðissal- inn sé svo mikill nirfill, að hann dragi undan í fæðissölunni mjólk- „BIFREIÐARSTJÓRI“ skrifar: „Þegar barnið fer að ganga og leika sér utan húss, þá stígur það sín fyrstu spor út á götuna, það elst þar upp, hleypur eftir göt- unni í skólann, þegar það hefir náð s kólaaldri. Um götuna og: göturnar liggja leiðir allra, sem hreifa sig og sinna einhverjum störfum, um göturnar verður mað- ur að lalla með aurana sína niður á bæjarkontórinn til að greiða út- svarið sitt og aðra skatta og opin- ber gjöld:“ „EF GÖTURNAR eru svona þýðingarmiklar fyrir alla, að jafn- vel þingmenn, borgarstjóri og bæj- arstjórn verða að nota þær tií þess að komast úr og í mat, því í ósköpunum eru þær þá ekki gerð- ar gangfærar? Það er eflaust til of mikils mælst að láta sér detta í hug að gera þær akfærar um leið. Ég er það tilætlunarsamur að jafnvel þótt ekki verði svona í bráð, steyptar göturnar héma í Reykjavík og gerðar þannig var- anlegar um árabil, þá verði að minnsta kosti þessum ótætis hol- um og vilpum sem skera göturn- ar yfir eins og strikaða stílabók, og ég sem er atvinnubifreiðastjóri er farinn að þekkja eins vel og strætisvagnastjóri sínar stoppi- stöðvar, verði með einhverjum hætti komið fyrir kattamef, því þótt drottni almáttugum ofbjóði stundum og beri snjó á göturnar, þá er hann þó, hvergi nærri eins endingargóður og ofaníburðurinn hans Bjarna sem stjórnar bænum.“ „EN ÞÓTT GÖTURNAR séu í skýrslu bæjarstjórnar (víst ekki skattskýrslu) færðar honum til eigna í eignaupptalningu eins og mig minnir að fyrir hafi komið, þá get ég ekki séð að það geti hækkað fjárhæð bæjarsjóðsins að nokkrum mun, þótt drullupollar og aðrar vilpur séu gerðar að persónu légri eign borgarannna, sem um göturnar fara, og við bifreiðar- stjórarnir, sjálfkjörnir til að út- deila þessum óþverra á föt þeirra gegn nokkrum þakkarorðum, sem ekki er hægt að setja í dálkan þína Hannes minn og augnatilliti sem gæti hleypt öllum vindinum úr hjólbörðunum mínum.“ „JÁ, QG SVO þegar fólkið sofn- ar svefiiinum langa og er flutt í líkvagninum suður Laufásveginn þá er hroðalegt að horfa á vagn- ' inn veltast eins og skip í stórstjó og kastast á allar hliðar.“ Hannes á horninu. Á myrid þessari sjást þau Chiang Kai-Shek, yfirhershöfðingi Kínverja, Roosevelt forseti og Chiang (talið frá vinstri til hægri). Myndin var tekin, þegar Chiang Kai-Shek, yfirhershöfð ingi, Churchill forsætisráðherra og Roosevelt forseti sátu ráðstefnu í Norður-Afríku og skipu lögðu sóknina gegn Japönum. Myndin var send loftleiðis vestur um haf. Skotland framtíðarinnar. MAÐUR þarf ekki að hafa dvalizt lengi í Gfasgov/ eða Edinborg til þess að sann- færast um það, að styrjöldin hefir lostið Skotland ógnar- sprota sínum — og meira að segja í hjartastað. Það, sem ég á við með þessu, er í stuttu máli þetta: Fjöldi skozkra kvenna — ég faefi heyrt því haldið fram, að þær hafi verið alls nær 10 þúsuhd að tölu ■ — voru ráðnar til þess að vinna í hergagnaframleiðslu ufcan ætt- lands þeirra. Hvort þetta hefir verið nauðsynlegt, eða hvort þetta hefir verið æskilegt, er mál, sem ég mun ekki íella dóm um. En hitt er staðreynd, að þessi útflutningur verðandi skozkra mæðra vakti almenna gremju og andúð þar í lendi.' — Frambj óðandi til þings kvað þannig að orði í samtali ■ við mig: —■ Skozka þjóðin heíir orðið fyrir mikilli bióðtöku- gegnum aldirnar, en þetta hef- ir orðið til þess að við höfum staðráðið að korna í veg íyrir slíkt í framtíðinni. Þetta síð- asta atvik opnaði nugu okkar Um tíu ára skeið — frá 1921 —1931 hafa áttatíu af hverjum þúsund íþúum Skotlands flutt af landi brott. Á sama tíma hafa aðeins fimm af hverjum þúsund íbúum Fngiands ilutt af landi brott. iJtílutningur skozku kvenr.ann.a er því írarn hald þess. sem bav hefir verið að gerast frá því að heimstyri- öldinni fyrri lank eða réttara sagt allt frá því að Marlbor- oughsstyrjöldunum linnti. Skot land lét herjum hinna ýmsu þjóða Evrópu á átjándu óld í té marga mikilhæ’ía menn. Það lét til dæmis Pétri mikla Rússa keisara í té hinn fræga raðu- naut hans, Patrick Gordon. Það lét Friðriki mikla Prússa- konungi í té foringja her- foringjaráðs síns, sem átti mikinn þátt í sköpun prúss- neska hersins, Georg Keith. Það lét Lúðvíki fimmtánda í té fjármálafræðing hans, John Law. Skotar námu á nítjándu öld Nýja-Sjáland og Nýja-Skot land, mikinn hluta Ástralíu og verulegan hluta Montrealhér- aðsins. Þeir brúðuð velflest stór fijót þessara landa og lögöu járnbrautir um finnn heims- álfur. Þeir smíðuðu einnig fjöl- mörg skip, sem sigldu um höf og vötn í þann tíð, svo og vél- ar þeirra. GR EIN þessi, sem lýsír vel viðhorfunum i Skot- landi fyrr og nú, svo og hin- um miklu framtíðarmögu- leikum þess, er eftir Gcorge Edinger og hér þýdd úr fima ritinu World Dige;st. Mnn mörguni þykja fróðlegt að kynna sér þá þróun. sem er í undirbúningi með skozku þjóðinni og í súmum efnum þegar hafin. En heimalandið var vanrækt. Á tímabilinu rnilli hinna tve«“ia heimsstyrjalda réðust aðeins níutíu þúsundir skozkra manna í það að reisa bú í heimalandi sínu. Nú eru þar í landi aðeins um fimm hundruð þúsund hús, en íbúatala landsins nemur hins vegar fimm miUjónum. Það gefur að skilja, að margt sé um manninn, eða hafi verið, í húsum Skotlands. Meíra en helmingur • allra: fjölskyldna í Glascow búa í tveggja her- bergja íbúðum éða minni. Á Englandi og í Wales eru sex manns af hverjum hundrað hús næðislausir, en í Skotlandi hins vegar yfir tuttugu. Afleiðing þessa er sú. að í Skotlandi dóu áttatíu af hverjum þúsund ung börnum á tímabilinu milli styrj aldanna, en í .Englandi nam hins vegar tala þeirra ung- barna, sem dóu miðað við sömu hlutföll, fimmtíu og þrem. ❖ KOZKA þjóðin átti við mikið og tilfinnanlegt at- vinnuleysi að stríða. Um fjög- urra ára skeið var einn af hveri um fjórum verkamönnum at- vinnulaus. Og þegar styrjöldin hófst, leituðu fjölmargir skozk- ir vei’kamenn sér atvinnu ann- ars staðar. En. styfjöldjn hefir breytt við horfunum í Skotlandi að mikl- um mun. Tala atvinnulausra manna lækkaði úr fjórung mill jónar niður í sextán þúsundir. Matvælaskömmtunin hafði mikla og góða breytingu í för með sér eirikum fyrir börnin. Sjö af liverjum átta ungbörn- um, sem fæðast þar á landi, halda nú lífi. Styrjöldin hefir kennt Skotum að taka þjóðmál in föstum tökum. Þessi forna þjóð hefir staðráðið að efna til nýrrar þróunar og nýrra framfara -— og það þessu sinni innan landamæra heimalands- ins.. Skotar hafa efnt til merkra nýjunga í félagsmálum sínum. Þeir hafa og efnt til marg- þættra nýjunga á vettvangi at- vinnumálanna. Þeir hafa hafizt handa um umbætur og fram- farir, sem vitna um mikla djörf ung og framsóknarhug. Og nú eru allir menn og konur lands- ins önnum kafnir heima fyrir. :|= SKOTLAND mun í framtíð- inni verða mikilvæg án- ingarstöð á flugleiðinni frá Vesturheimi yfir Norður- Atlantshafið til Norðurlanda, Rússlands og Norður-Evrópu. Skotar hafa í hyggju að reisa flugvöll við Clydefljótið, sem verði einn af helstu miðstöðv- um flugsamgangnaan í hinum nýja heimi eftir stríðið. Glas- cow er nær New York en Liv- erpool. Það er unnið hörðum höndum og af miklu kappi á bökkum Clydefljótsins um þess ar mundir. Þrjú skmasmíðafé- lög hafa horfið að því að smíða flugvélar. Þess er skylt að minn ast, að Skotar ‘smíðuðu tvö þús und og fimm hundruð flugvél- ar í síðustu styrjöld. Árið 1938 voru smíðaðar tvö hundruð flug vélar í Skotlandi. Árið 1943 voru hins vegar smíðaðar tutt- ugu þúsund fjugvélar þar á landi. Þess er og skylt að minn- ast og hafa ríkt í huga, að við Clyde er flugvöllur, þar sem þoku gætir lítt eða ekki og ó- vænt veðrabrigði eru þár sjald- gæft fyrirbæri. Það er því eng- an veginn mælt út í bláinn, þeg ar um það er rætt, að þar muni verða einhver þýðingarmesta flugsamgöngumiðstöð heimsins í framtíðinni. Skotar gera sér einnig von um það, að skipaskurður sá, er þeir hyggjast leggja frá Forth til Clyde, verði í framtíðinni talinn þýðingarmikill í líkingu við Suez- og Panamaskurðinn. Þegar hann hefir verið lagður, hefir siglingaleiðin milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu verið stytt um margar sjómílur, sem farmenn munu engan veginn sakna. Þar með opnast og sigl- ingaleið frá Atlantshafi til Eystrasalts og Norðursjávar. Samgöngur hafa löngum ver Frh. á 6. síðu. #

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.