Alþýðublaðið - 04.02.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.02.1944, Síða 6
f ALÞYÐUBLAÐiÐ Föstudagur 4. lebrúar 1344. Hún þarf ekkert benzín. Hún notar hjólaskauta og segl í stað bíls til þess að komast ieiðar sinnar í Hollywood. Það er hin unga kvikmyndastjarna Betty Alexander frá Texas í Bandaríkjunum. HVAÐ SEGJA HIM BLOi>í;«< Frh. af 4. siðu inu liggur nú stjórnarírumvarp, sem stefnir að því að koma barna- fræðslunni þar í svipað horf og Stefán gerir hér ráð fyrir. Aðal- atriði frv. eru að láta skólaskyld- una ná til 16 ára aldurs og skipta náminu í tvennt, barnaskóla og ungli-ngaskóla, sem leggur öllu meiri stund á verkleg en bókleg fræði. Blöðin skýra nú nær daglega frá því, að óknyttir unglinga í höfuð- staðnum fari óðum í vöxt. Hvað vérður þá eftir stríðið, þegar at- vinnuleysi eykst og fjárráð verða minni? Ekkert er unglingum jafn- hættulegt og iðjuleysi og slæpings skapur. Hins vegar er þeim ekkert jafn gagnlegt og að hug þeirra sé beint að vinnu og æskilegum skemmtunum. Það hefir oft verið rætt um, að stór hluti borgaræskunnar væri að slitna úr tengslum við landið, væri hættur að þekkja þær kröf- ur, sem það gerir til nýtilegra þjóðfélagsþegna. Það þarf að kenna öllum unglingum að þekkja til helztu vinnubragða við aðalat- vinnuvegina á landi og sjó. Ýmsir hafa álitið, að úr þessu mætti m. a. bæta með þegnskyldu. Unglinga- skólinn gæti verið miklu eðlilegri og framkvæmanlegri leið í þeim efnum. Þótt að þessu ráði væri horfið, er vart hægt að hugsa sér, að unglingaskólakerfið gæti náð til alls landsins fyrst í stað. Fram- kvæmdin yrði það torveld og miklu skiptir að vanda vel til byrj unarinnar. Það yrði að byrja þar, sem þörfin er mest, en það er í stærstu kaupstöðunum. Þar verður losið mest eftir styrjöldina og hættast við iðjuleysi hjá ungling- um, sem getur orðið stórfelld þjóð- félagsmeinsemd, ef ekkert er við því gert.“ Grein Stefáns Júlíussonar um framlengingu skólaskyld- unnar er vissulega mjög at- hyglisverð, ekki aðeins frá upp eldislegu, heldur og frá þjóðfé- lagslegu sjónarmiði; og þess er að vænta, að þær tillögur, sem hún hefir inni að halda, verði teknar til alvarlegrar íhugunar. Embæíiispróf við ífóskóla ísiaods. EMBÆTTISPRÓFI í Há- skóla íslands luku í jan- úarmánuði eftirtaldir menn: I guðfræði: Sigmar Torfason, 2. einkunn betri, 120 stig. Yngvi Þórir Árnason, 1. eink- unn, 127% stig. í læknisfræði: Elías Eyvinds- son, 1. einkunn, 157 stig. í lögfræði: Ásberg Sigurðs- son, 1. einkunn, 197 stig. Guðni Guðnason, 1. einkunni, 180 stig. Hallgrímur Dalberg, 1. eink- unn, 201 stig. Sigurður Hafstað, 1. einkunn, 179% stig. Sigur- hjörtur Pétursson, 2. einkunn betri, 176-stig. Kandídatsprófi í viðskipta- fræðum lauk: Önundur Ásgeirs- son, 1. einkunn, 283% stig. Hkriavelta Kvenfélags Hallgrímskirbju SUNNUDAGINiN 6. febrúar efnir Kvenfélag Hallgríms- kirkju til hlutaveltu. Markmið félagsins er að safna fé, sem verja megi til að skreyta hina væntanlegu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Mun þetta fé geyrn- ast í sjóði þar til að því kemur að það verður notað til þess- ara þarfa. Húsaleigunefnd hef- ir sýnt þessu málefni þá vin- semd, að lána húsnæði. Stend- ur skálinn rétt við listasafn Einars Jónssonar, gengið inn frá Eiríksgötu. Þennan dag mun skálinn auðkenndur með flögg- um svo að ekki verði um villst, hvar hlutaveltan er. Vonandi verður mikil aðsókn að þessari hlutaveltu. sem efnt er til í iþeim tilgangi að fegra og prýða eina merkustu kirkju landsins, og sem þera á nafn sálmaskálds ins ódauðlega, Hallgríms Pét- urssonar. EHnborg Lárusdóttir. Skotar og Skotlaod framtíðarinnar. Framhald á 6. síðu. ið erfiðar í Skotlandi. En nú hafa Skotar í hyggju að bæta úr þeim erfiðleikum hið fyrsta. Ætlun þeirra er sú að byggja samgöngubrú yfir Forth og aðra yfir Tay. Þar með hefir láglandið - tengzt hálandinu, og Dundee hlotið þá aðstöðu, sem henni ber legu sinnar vegna. Skotar tengja miklar vonir við það, að unnt reynist að virkja fallvötn hálandsins í fram tíðinni. Þeir, sem til þekkja, efast ekki um þá geypilegu þýð ingu, sem það myndi hafa fyr- ir iðnað og atvinnurekstur lands ins. Það verður ekki um það ef- azt. að Skotland á sér mikla og merka framtíð, þegar nýjungum þeim hefir verið á komið, sem þar eru í undirbúningi. Landið býr yfir miklum möguleikum, sem hingað til hefir aðeins iítið j verið gert til að hagnýta á rétt an og framsýnan hátt. Sir Pat- rick Dollan, sem er einn af at- kvæðamestu iðjuhöldum Glas- cow heldur því fram, að Skotar þurfi ekki að óttast atvinnu- leysi að minnsta kosti þar til árið 1960, ef skynsamlega verði á málum haldið. Hann sér Glas cow í anda sem einhverja þýð- ingarmestu borg heimsins í fram tíðinni. Hann er þeirrar skoðun ar, að skozka þjóðin eigi þess kost að skapa sér mikla og auðnuríka framtíð. Og það eru fleiri þeirrar skoðunar. VIÐ lifum á öld mikilla breytinga og umróta. Það er vandi um það að spá, hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. En þó má sjá margt af því fyrir, sem koma skal. Við ölum þá von í brjósti, að eftir að styrjöldinni lýkur, verði lögð á það öll áherzla að skapa nýjan og betri heim. Með því er átt við breytingar og umbætur, sem er á valdi einstaklinga og þjóða að koma á. Við væntUm þess, að sérhverri þjóð gefist þess kostur að nytja land sitt sem mest og bezt jafnframt því, sem við gerum okkur vonir um náið og heillaríkt samstarf þjóðanna. Við látum okkur dreyma um það, að enginn þurfi að búa við skort þess, sem er á valdi mann anna að skapa. En hins vegar er það augljóst mál, að þau lönd, sem eru vel í sveit sett og búa yfir miklum mögleikum frá náttúrunnar hendi, munu hafa upp á flest að bjóða börn- um sínum til handa af því, sem mennirnir þrá og vona. Margt mun breytast í komandi fram- tíð, sem áður var og nú er. Lönd og þjóðir, sem nú mega sín næsta lítils, munu koma mjög við sögu framtíðarinnar. Ný öld mun færa þeim nýja auðnu að höndum. Það er engin draumsýn, þegar menn gera ráð fyrir því, að Skotland verði í tölu þeirra ríkja, þar sem heillavæn- leg þróun muni eiga sér stað í ríkum mæli og það áður en langt um líður. Það eru vissu- lega öll rök, sem hníga að því, að svo muni verða. Fyrr en var ir kann svo að fara, að landið, sem varð að sjá á bak hinna mikilhæfu barna sinna vegna þess, að' þau töldu sér þar eigi viðvært, verði talið í tölu þeirra ríkja, þar sem hagsæld og ham ingja ríki og margir vilji kjósa sér að samastað. Skotar eru sem“betur fer teknir að þekkja sinn vitjunartíma. Og það mim eiga eftir að sannast, að Skot- lands og skozku þjóðarinnar bíður hamingja mikils starfs og mikilla framfara. Gaðmnoíitr ÁgAsts- son vann Skjald- arglíinnna. SKJALDARGLÍMA Ámanns fór fram á þriðjud.kv. sem fyrsta íþróttamót hins nýbyrj- aða árs. Var hún í þetta sinn sem einn liður í íþróttasýning- um Ármanns, í tilefni af 55 ára afmæli félagsns. Keppendur voru 16 á skrá og mættu allir til leiks, en þrír heltust þó úr lestinni, er á leið glímuna. ÍR-ingar hafa ekki fyrri svo ég muni tekið þátt í opinberri kappglímu hér, en nú sendu þeir fim.n enn í eldinn, sem allir virtust nýliðar. Það var því leiðinlegt mjög, að iveir af mönnum þeirra skvldu meið- ast í glímunni og verða að ganga úr leik. Þriðji maðurinn var Kristmundur Sigurðsson, fyrrum glímukóngur, sem var lasinn og hætti eftir tvær eða þrjár glímur, en kannske hefir og valdið nokkru um kuldalegar viðtökur fyrri aðdáenda hans. Sigurvegari í glímunni varð Guðmundur Ágústsson úr Ár- manni. Hlaut hann 12 vinninga og lagði alla keppinauta sína. Næstur varð Guðmundur Guð- mundsson frá Umf. Trausti með 10 vinninga (lá fyrir nafna sín- um og Ólafi Sveinssyni). Þriðji varð Rögnvaldur Gunnlaugsson úr K.R. með 9 vinninga (lá fyrir Guðmundunum og Kristni Sig- úrjónssyni). Næstir voru Ólafur Sveinsson, K.R. með 8 vinninga (lá fyrir Guðm. Ág., Rögnvaldi, Andrési Guðnasyni og Steini Guðmundssyni) og Kristinn Sig- urjónsson, K.R. með 8 vinn. (lá fyrir Guðmundunum, Ólafi og Ándrési). Þá komu Ármenning- arnir Andrés Guðnason, Sigurð- ur Hallbjörnsson og Steinn Guðmundsson, allir með 7 vinn- inga. Aðrir höfðu miklu færri. Glíman var yfirleitt skemmti- leg og spennandi, þó að snemma yrði ljóst hvar sigurinn myndi íenda. Guðmundur Ágústsson er manna glæsilegastur, hár og herðibreiður og sterkur vei, enda voru flestir keppendur sem fis í höndum hans. Var hann sjaldan í hættu, nema helzt í glímunum við Kristin og Ólaf, en Guðmundur komst með fullum sigri úr þeim viðureign- um. Tók hann lítt nærri sér í keppninni og var eflaust manna óþreyttastur að leikslokum. — Rögnvaldur Gunnlaugsson, sem varð þriðji, hefir tekið miklum framförum, því að á íslands- glímunni í fyrra var hann með 1 eða 2 vinninga. Hann verður áreiðanlega harðsnúinn þegar fram líða stundir. Guðmundur Guðmundsson hefir ekki keppt hér fyrr, en glímdi mjög vel og prúðmannlega; hefir hann æft hjá Ármanni í vetur. Kristinn Sigurjónsson glímdi manna glæsilegast framan af, en meytti síðar afls um of. Ólafur Sveins- son er mjög harður í horn að taka, en of bragðfár. Steinn Guðmundsson er mjög harð- skeyttur glímumaðijr, en And- rés og Sigurð hefi ég séð betri. — Mér þótti Ármenningar neyta hælkróks um of, en K.R.-ing- arnir notuðu það bragð áber- andi sjaldan. Guðmundur Ágústsson hlaut einnig 1. fegurðarglímuverð- laun að einróma áliti dómnefnd- ar. 2. verðl. hlaut Guðmundur Guðmundsson og þriðju Rögn- valdur Gunnlaugson. Ekki voru áhorfendur á einu máli um úr- skurð dómnefndar um 1. verðl., því ýmsir voru glímnari en Guðmundur, en ekki verður því neitað, að lítið reyndi á kuirn- áttu hans í viðiu-eigninni við flesta keppinautana. Só. Áskriftarsfmi Aiþýðublaðsins er 4900. Féiagslíf. Skíðadeildin SKÍÐAFERÐ að Kolviðarhóli á morgun kl. 2 e. h. Annað kvöld og á sunnudag verður farið eins og venjulega, ef fært verður og veður leyfir. Uppl. í ÍR-húsinu í kvöld kl. 8-—9 og í verzl. Pfaff á laug- ardag kl. 12—3. Skíðakennsla verður fyrir hádegi á sunnu- dag ef ástæður leyfa. Skíðaferðir K.R. UM HELGINA! Á laugardaginn verða ferðir kl. 2 e. h. og kl. 8 um kvöldið. Á sunnudaginn verður ferð kl. 9 f. h. Farseðl- ar eru seldir hjá Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Banka- stræti. Farið verður frá Kirkjutorgi. Farseðlar í laug- ardagsferðina kl. 2 verða að sækjast fyrir kl. 6 í kvöld. Odðaferð í ÞRYMHEIMA annað kvöld kl. 8. Farmiðar í Aðalstræti 4, uppi, í kvöld kl. 6—6.30. iBorðbúnaður. s S Borðhnífar 1.75 ) Matskeiðar 1.50 • Matgaflar 1.50 ^ Desertskeiðar 1.50 S Teskeiðar 1.00 $ Kartöfluhnífar 1.75 ^ Eldhúshnífar 3.25 SSmjörhnífar (plett) 5.00 j Borðhnífar (plett) 6.75 ÍK. Einarsson |& Bjömsson. . VIKUR HOLSTEINN EÍNANGRUNAR PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÍTUR PÉTDRSSON Slerslíptm & speglaoerð Sfmi 1219. Hafnarstrætl 7< INNRAMMANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljét afgreiðsla. VöndvS vinna. HéðfnshöfSí h.f. Aðalstræte 6B. Sími 4958.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.