Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 3
Fösíudag’ur 11. íebrúar 1044. ALÞYÐUBLA0IÐ Teheran-fundarins. Vandamál MENN í ÖLLUM LÖNDUM heims hafa rætt og ritað um þýðingu ráðstefnanna í Cairo og Teheran, og allir virðast á einu máli um mikilvægi þeirra. Þó hafa ýmsir komið auga á galla og óljós viðfangs efni í sambandi við þau, og telja, að ekki hafi nægilega skýrt verið kveðið upp úr um framtíð hinna smærri sam- einuðu þjóða. Er á það bent, að það sé með öllu óhæft, ef á fundum þessum hafi verið ákveðin landamæri ýmissa smáþjóða eða annarra þjóða, j- sem nú þjást undir oki naz- ismans, að þeim fornspurð- um; Að vísu er ekki vitað í öllum atriðum, og raunar ekki nema að litlu leyti, hvað þeim Churchill, Roosevelt og Stalin fór á milli í Teheran, né heldur um einkafyrirætl- anir Stalins, en Rússar virð- ast hafa mjög ákveðnar hug- myndir um landamæraskipan ýmissa Evrópuríkja að styrj öldinni lokinni, hvað sem hver segir. í BLAÐINU „NEW LEADER,“ sem út kemur í New York, er nýlega fjallað um þessi mál og vitnað í álit ýmissa kunnra stjórnmálamanna, m. a. Sumner Welles, fyrrum varautanríkisráðherra Banda ríkjanna. Blað þetta birtir oft óvenju skarplegar og ber söglar greinar um utanríkis- mál og er mikið lesið víða um heim. NÝLEGA RITAR blaðamaður- inn Liston M. Oak grein í blaðið og gerir ýmis vanda- mál í sambandi við Teheran að umtalsefni. Hann byrjar grein sína á því að segja, að hinn sögulegi Teheran-fund- ur, svo og Cairo-. og Moskva fundirnir muni tryggja sig- ur í styrjöldinni, en ekki frið inn að henni lokinni. Að Teheran-fundinum loknum ; var ekki gefin út nein sögu- lega mikilvæg tilkynning. Hinn sameiginlegi boðskap- ur stórveldanna þriggja fel- ur ekki í sér neitt um fram- tíðarskipan málefna heims- ins og allskyns orðrómur er á kreiki. EF TIL VILL voru ákveðin nokkur þau mál, er snerta þessi stórveldi, einkum í sambandi við styrjaldarrekst urinn. En jafnsennilegt er, að hinum viðkvæmari vanda málum, sem óumflýjanlega hljóta að krefjast úrlausnar, hafi verið skotið á frest, til þess að spilla ekki samvinri- unni nú. MEÐAN CAIRO-FUNDURINN sat á rökstólum, ritaði Sumn er Welles grein í New York Herald Tribune, sem vakti allmikla athygli. Sagði hann þar á .meðal annars, að ekki mætti gera ráð fyrir því, að smáþjóðir Vestur-Evrópu, Suður-Ameríku og annars staðar, gætu fallizt á ákvarð anir, sem hefðu áhrif á full- veldi þeirra og framtíð, á- kvarðanir, sem þær hefðu engan þátt átt í. „Mér kem- Þjóðverjar gera heiftarlegar gagn- árásir á Anzio-vígstöðvuniim. Hafe þó hvergi rofið vígEssiu bancðamaEiiia. 13 ANDAMENN eiga nú í hrikalegum bardögum á Anzio-víg- stöðvunum, þar sem Þjóðverjar sækja á af miklum þunga. Er teflt fram vélknúnum hergögnum af beggja hálfu, en banda- menn segja, að Þjóðverjum hafi hvergi tekizt að rjúfa varnir þeirra. Ekki er enn upplýst í herbúðum bandamanna, hvort hér sé um allsherjar gagnsókn Þjóðverja að ræða, en af öðrum fregnum er ljóst, að bandamenn eru í vamarstöðu. í fregnum í gærkvöldi var sagt, að þeir hefðu sums staðar treyst aðstöðu sína, þrátt fyrir mjög öfluga stórskotahríð Þjóðverja. Vígsföivarnar á Ílalíu. í Berlínarfregnum er látið vel af gagnárásum Þjóðverja og sagt, að þeir hafi unnið aft- ur nokkurt landsvæði af Bret- um. Sömuleiðis segjast þeir hafa grandað nokkrum skrið- drekum bandamanna með stór- skotahríð. Lundúnafegnir í gær kveldi sögðu,í að enn væri ekki unnt að sjá fyrir, hver yrðu endalok hinna hörðu bardaga á þessum slóðum, en fram að þessu væri víglína bandamanna me ðöllu órofin. Þrát fyrir ó- [ hagstæð flugskilyrði hafa bandamenn haldið uppi sífelld- um árásum á flutningalestir Þjóðverja og reyna að hindra liðsauka þeirra í því að komast á vettvang. Við Cassino er barizt af sömu hörku og áður og segir í Lund- únafregnum, að mannfall sé mikið hjá báðum aðilum. Bandaríkjamenn taka á öllu sem þeir eiga til þess að ryðja torfærunni, Cassino-vörnum Þjóðverja, úr vegi, til þess að geta sótt til Róm og komið liðs- sveitunum við Anzio til hjálpar. Þjóðverjar leggja hins vegar allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir þetta og hafa enn þrjá fjórðu hluta borgarinnar á valdi sínu og er vörn þeirra geysi- hörð. Sumar hersveitir bandamanna eru að brjótast upp Cassino-fjall Framsveitir þeirra eru aðeins skamman spöl frá Benedikts- munka-klaustri, sem þar er, en Þjóðverjar hafa víggirt það og láta sfcotihríðina dynja á andstæð ingunum. Flugvélar bandamanna komu sprengjum á þrjú flutningaskip Þjóðverja undan Korsíku og eitt sem lá á höfninni í Nizza í Suð- ur-Frakklandi. Viktor Emanúel ítaláukonung ur hefir gefið út tilskipun, þar sem afnumin er Gyðingalöggjöf MusSolinistjórnarinnar. Munu Gyðingar nú tafca við embættum þeim, er fasistastjórnin svipti þá. Rússar 15 km. frá Krivoirog. A austurvígstöðvunum halda Rússar áfram að brjótast gegnum varnarbelti Þjóðverja í Dniepr-bugnum og í gærkveldi var sagt, að þeir ættu aðeins um 15 km. ófarna til Krivofrog, sem er mikilvæg iðnaðarborg og eitt síðasta varnarvirki Þjóð verja í Suður-Ukrainu. Rússar sækja fram í tveim fylkingum frá Nikopol og vinna að því, að hrekja Þjóðverja með öllu, af svæðinu norður af Krímskaga. Um 100.00 Þjóðverjar eru innikróaðir í nánd við Cherkas- sy og vinna Rússar að því að taka þá alla höndum, eða tor- tíma þeim ella. Norðar á víg- stöðvunum hafa 33 þorp og byggð ból gengið Þjóðverjum úr greipum, er Rússar sækja til Luga. i HP ILKYNNT var í Washing- 1 ton í gær, að manntjón Bandaríkjamanna væri nú sam tals 150.478, þar af eru 34.179 fallnir. 51.292 særðust, 34.764 týndust en 30.261 voru teknir höndum. Mantjón hersins er 112.230, en flotans 38.448. ur ekki til hugar,“ skrifaði Welles, „að að sigri fengn- um geti frjálsir menn og konur af fúsum vilja fallizt á forsjá fjögurra stórvelda, sem yrði með einræðisblæ, hversu velviljuð, sem sú for sjá kynni að vera í byrjun. Ef .varanleg alþjóðleg stofn- un á að komast á fót á grund velli bandalags þeirra þjóða, sem nú heyja stríð við mönd ulveldin verður að mynda kjarna slíkar stofnunar nú þegar. í slíkri stofnun yrðu allar hinar sameinuðu þjóðir að eiga fulltrúa, er pólitísk- ar ákvarðanir vérða teknar, hin fjögur stórveldi eru ekki nóg.“ WELLES vonaði, að Roosevelt, Churchill og Stalin myndu þegar koma á fót ráði hinna hinar smærri þjóðir ættu sér fulltrúa, en sú von hefir brugðizt. HINN 4. DESEMBER S. L. til- kynnti útvarpsstöð „FrjftTá?^, Júgóslava“ í Rússlandi, að foringi skæruliða í Júgóslav- íu, Tito, hershöfðingi, hefði komið á fót bráðabirgða- stjórn, sem viðurkenndi ekki stjórn Péturs konungs í Cairo, en hún nýtur stuðn- ings bandamanna, þar á með al Rússa. Þarna er mikið vandamál, en um það voru Teheran-fundarmenn þögulir sem gröfin. Ef til vill er þetta einn liður í þeirri stefnu Rússa að ná varanleg um áhrifum á Balkan og víð ar í álfunni. Loks ríkir und- arleg þögn um málefni Pól- verja, en þeirra hefir verið getið nokkuð áður. Orrusturnar um Róm virðast nú vera að ná hámarki sínu. Bardag- arnir eru harðastir við Anzio, neðarlega til vinstri á kortinu. Skammt fynr austan sést Appia-vegurinn frægi, semv mjög er barizt um. Enn ein sfórárásin á Braunschweig var gerð í björtu í gær. iVfikfar S©ft©rriustair iiáSar yfir Þýzkalandi. GÆR fóru fjölmargar ámerískar sprengjuflugvélar til árásar á Þýzkaland og flugvelli í Hollandi. Aðalárásin var gerð á Braunschweig í Mið-Þýzkalandi. Árásin, sem var afarhörð, var gerð í björtu og kom til mikilla átaka yfir skot- mörkunum. 84 þýzkar flugvélar voru skotnar niður, en bandamenn misstu 37. í Braunschweig, sem áður^ hefir orðið fyrir skæðum loftá- rásum, eru miklar flugvéla- smiðjur og annað iðnaður, sem starfar í þágu þýzka hersins. Þar eru meðal annars smíðaðar flugvélar af gerðinni Messer- schmitt, sem Þjóðverjar beita mjög. Mörg hundruð þýzkra orrustuflugvéla komu til móts við hinar amerísku flugvélar, sem nutu fylgdar orrustuflug- véla og' kom til harðra átaka. Þjóðverjar misstu 84 flugvél- ar en bandamenn 37. Mikið tjón hlauzt af. Þá fóru Liberator-flugvélar til árása á einn mesta flugvöll Þjóðverja í Hollandi'og stöðvar í grennd við Calais í Frakk- landi. Tilkynnt er í aðalbæki- stöð ameríska flughersins í Bretlamdi ,að sprengjuflugvélar hans hafi farið til árása á stöðvar Þjóðverja 10*sinnum, undanfarna 13 daga. Hörfa Japanir frá Finnar aSvaraðir enn. ORDELL HULL, utanríkis ^ ráðherra Bandaríkjanna hefir enn sent Finnum aðvörun um áframhaldandi þátttöku þeirra í styrjöldinni. Sagði Cordell Hull enn fremur, áð þeir yrðu að taka á sig ábyrgð- ina, sem leiddi af því, að halda áfram samvinnu við Þjóðverja gegn Bandaríkjunum, Bret- landi og Rússlandi. Skömmu áður hafði hið rúss neska blað „Isvestia“ látið svo um mælt, að loftárásin á Hel- sinki fyrir skemmstu væri að- eins forleikur að því, sem koma skyldi, ef Finnland hætti ekki styrjöldinni. ¥ OFTÁRÁSIR hafa enn ver ið gerðar á Rabaul á Nýja Bretlandi og Madang á Nýju Guineu, Sagt er, að Japanar muni ætla að flytja herskip sín frá Rabaul, þar sem þeiin er tæpast vært þar lengur, vegna hinna sífelldu loftárása, og jafn vel muni þeir ætla að yfirgefa Rabaul og Madang með öllu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.