Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 4
ALÞYOUBLAÐIP Föstudagur 11. Idarwr ilM4. [UþijfablaMft Otgeíaadi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sigurður Guðmundsson: Biðendur eiga byr, en bráðir andróða. Fnrðnlefl erleod blaðaskrif nm ísland SAMKVÆMT frásögn eins dagblaðanna hér hefir staða íslands eftir stríðið, verið rædd nú nýlega í amerísku tíma ritinu Time. I þýðingu hins ís- lenzka blaðs eru urnmæli Time m. a., sem hér segir: „iEf ísland væri óháð Dan- mörku, mundi iþað annað hvort verða innan áhrifasvæðis Banda ríkjanna eða Bretlands. Sendi- herra íslands í Washington, Thor Thors, hefir tekið af öll tvímæli um það, að ísland muni fyrst og fremst líta til Banda- róikjanna. En það eitt út af fyrir sig mundi ekki skera úr þessu. Þegar setzt verður við samninga borðið á friðarráðstefnunni mun staða hins litla íslands verða vandamál, sem Bandaríkin og Bretland verða að ráða fram úr.“ ❖ Þetta er hjáróma rödd. Ríkis stjórnir beggja hinna engilsaxn esku stórvelda hafa gefið ís- lenzku þjóðinni hátíðleg heit um það, að verða héðan á brott £með öll hervirki sin og styrjald arviðbúnað iþegar að stríðinu loknu. Þau hafa ennfremur heit ið því að blanda sér ekki í inn- anlandsmál íslendinga og viður kennt fullveldi þjóðarimiar. Á grundvelli þessara loforða þykj- ast íslendingar hafa óskorðaðan rétt til að skipa málum sínum til frambúðar og búast sízt af öllu við því, að hin engilsaxn- esku stórveldi muni sitja yfir rétti þeirra í þeim efnum. Það skal heldur ekki dregið í efa hér, að öll heit þessara stórvelda varðandi ísland og ís- lendinga verði haldinn til hins ítrasta. íslendingar hafa ekki á annað að treysta í skiptum sín- um við þjóðirnar en helgi gerðra samninga og gefin heit. Og sízt af öllu vænta þeir þess, að þau stórveldi, sem nú heyja blóð- ugustu styrjöld veraldarsögun- ar í því skyni að skapa þjóðun- um öryggi og tryggja tilveru- rétt þeirra, verði til að rjúfa á sér grið, enda sízt af öllu ástæða til að vænta slíks. En blaðaskrif sem þessi, er hér hafa verið gerð að uimtalsefni, eru vissulega næsta ótilhlýðileg og vandséð, af hvaða hvötum þau eru sprott in. Á sízt af öllu að láta þau óá- talin og ómótmælt af hálfu Is- lendinga. 'i' íslendingar hafa ekki hugsað landi sínu stað á ,,áhrifasvæði“ eins eða neins stórveldis og mundu á ótvíræðan hátt frá- biðja sér alla ,,kauphöndlun“ í bví skyni, ef þær treystu ekki hiklaust gefnum loforðum engil saxnesku b.ióðanna um fullan og ótvíræðan sjálfsákvörðunar- rétt sinn. Hitt er svo allt annað mál, að íslendingar hugsa vissu lega til góðrar samvinnu við þau tvö stórveldi, sem nú og í fram tíðinni munu verða mestu ráð- andi á norðanverðu Atlantshafi. Reynsla þriggja stórstyrjalda hefir sannað ótvírætt hversu anjög öryggi íslands er komið undir þeim aðilum, er drottna ó norðurhöfum. En þetta raskar ekki þeirri ÉG er einn í flokki hinna seku og svörtu sauða, þessara 270 óhappamanna, sem skoruðu á hið háa alþingi að „ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa.“ Það er því ekki hvítt að velkja, þótt ég birti hér kafla úr’ bréfi, þar sem greint er frá áliti Svía á fram- komu íslendinga við Dani í sjálfstæðismálinu, eftir því sem ástatt er fyrir sambands- þjóð vorri nú á þessari tíð. En áður en ég vík að þessum bréfakafla, ætla ég að skjóta hér að nokkrum athugasemd- um um skilnaðarmál vort. Ég hefi látið mér í léttu rúmi liggja þær ásakanir um óþjóð- rækni og landráð, sem riðið hafa á oss, sem rituðum und- ir þessa áskorun. Þótt það sé í sjálfu sér hvorki skemmtun að því né frami í því, að vera vísað til sætis hið næsta föð- arlandsvininum norska, Quis- ing, er þó auðveldara að taka slíkri sæmd, er hún veitist mörgum í senn. Raunar er því ekki að leyna, að ég hefði feg- inn viljað vera betri íslending- ur en mér hefir tekizt að vera, viljað vinna þjóð minni og þjóðerni voru meira gagn en mér hefir auðnazt. Eg held samt, að ég að innræti og í hugarinni sé ekki lélegri Is- lendingur en ýmsir þeir, er nú iskjala mest og hjala hæst í sjálfstæðismáli voru. En auð- vitað er ég ekki óhlutdrægur dómari í því efni. Það getur oft verið erfitt, að skera úr því, hverir séu þjóðræknastir og hverir óþjóðræknastir. Ég get ekki að því gert, að ég tel það raunalegt og óheilla- vænlegt, að skilnaðarmál vort bar að höndum, þá er „öldin var úr liði“, sem segir á fræg- um stað, veröldin öll æðilega og ægilega af göflum gengin. Það er, að minni hyggju, magn að ólán, að báðar þjóðirnar, ís- lendingar og Danir, búa nú við ástæður og kjör, sem eru mjög sérstaklegs eðlis. Danska þjóð- n er nú í fyrsta sinni í, æva- langri sögu sinni hertekin þjóð og íslendingar í „hervernd“ ríkis í annarri heimsálfu, eins og sannlyndum stjórnmála- mönnum vorum þókknast að kalla slíkt. Aldrei hefir það verið eðlilegra né skiljanlegra en nú, að skoðanir með vorri sundurlyndu þjóð séu sundur- leitar um, hversu aka beri seglum eftir þessum nýja vindi. Það virðist því ekki ó- sanngjörn krafa, að þetta mál v^eri rætt með meiri rökum, rosemd og umburðarlyndi, en siðvenja er í íslenzkum stjórn- málum. En sú hefir samt orðið raunin á, aðjum fátt hefir ver- ið rætt með meiri æsingi, of- stæki og skorti á röksemdum heldur en skilnaðarmál vort. Ég fæ#ekki ráðið við það, að sú er óhagganleg sannfæring mín, að það sé mjög illa farið, að frjálsir íslendingar gátu ekki í bróðerni og með hrein- skilni, rósemd og einurð samið við frjálsa Dani um skilnað og sambandsslit við þá. Slíkt er báðum þjóðunum óviðráðan- legt. En hitt er viðráðanlegt, hvort vér frestum því, að ganga fá sambandsslitum, unz vér sjálfir náúm tali af dönskum stjórnmálamönnum og konungi vorum, eða vér slítum sam- SIGURÐUR GUÐMUNDSSON skólameistari á Akureyri hefir sent Alþýðublaðinu grein þá, sem hér birtist. Gerir hraðskilnaðarmálið í henni að umtalsefni og varar við þeirri afgreiðslu þess, sem forystumenn hraðskilnaðarflokk- anna hafa boðað. Vitnar hann aðvörun sinni til stuðnings meðal annars í nýkomið athyglisvert bréf frá Svíþjóð, sem sýnir, hve alvarlegum augum þar er litið á þá meðferð, sem skilnaðarmálið hefir fengið hjá okkur síðustu mánuðina. bandinu þegar í stað, án þess að fulltrúar beggja þjóða, er til slíks væru sérstaklega kjörnir, eins og í samningunum 1918, hafi getað talazt við. Þá hefði verið auðveldara að skapa sér skoðun á þessu mikilsverða máli, er hugsandi menn þætt- ust geta treyst. Það er mörgum og stórum orðum farið um það, að, þjóð vor verði að hugsa hátt, vera djörf og stórhuga og þora að stofna sér í nokkra hættu. Sízt vildi ég lasta slíkt. En örugg- ara virðist mér samt að gæta drengskapar í viðskiptum við aðrar þjóðir. Það er heimsins mikla mein, hve siðferðilegum lögum er lítt fylgt í viðskipt- um þjóða og ríkja. Þar er farið eftir lögum er tíðkast í viðskipt- um merkra einstaklinga hverir við annan meðal menningar- þjóða. Þvílík smáþjóð sem vér íslendingar getur lítil áhrif haft í alþjóðamálum. En eitt gætum vér gert: Vér gætum sjálfir farið drengilegar að, leitazt við að vera svo grand- varir, að sæmdarskjöldur þjóð- ar vorrar verði tvímælalaust og vafalaust óflekkaður. Vér gætum freistað að vera veg- lyndir, gleyma gömlum rang- indum, þá er fornir andstæðing ar eru staddir í hinum mestu nauðum, og ekki sízt er þeir eru beittir hinni mestu kúgun, ofsalegasta ofbeldi og ránum, er sögur fara af. Smáþjóð gæti reynt að kenna stórþjóð- unum veglyndi í viðskiptum og viðureign. Annarri háspeki virðist og nokkuð á lofti haldið í sam- ræðum um málið. Ég hefi spurt suma hraðskilnaðarmenn að því, hvort núverandi stjórn brezka heimsveldisins hafi lofað að viðurkenna stofnun lýðveldis vors, hvort þing og stjórn hafi tryggt sér slíka viðurkenning. Enginn hefir kveðið já né nei við þessari eðlilegu spurningu. En sumir Thafa svarað: „Vdð eigum að vera bjartsýnir.11 Með slíkum andsvörum og slíkri lífsspeki kref jast leiðtogar lýðsins fylgis við sig í ‘ þessu ’mikla máli. Bjartsýni-boðið er að því leyti rétt, að sigurvænlegra er að stýra eftir von en kvíða. En eigi má ábyrgum mönnum sjást yfir hitt, að skammt er á milli bjarsýni og léttúðar. Það var bjartsýni, óskhyggja, „wishful thinking“ — þ. e. óskþrungin hugsun, óskum fyllt hugsun, sem átti drjúgan þátt í því,. að heimsstyrjöldin skall á. í brezkum blöðum og tímaritum er „wishful think- ing“ nú með lítilsvirðingu not- að um margt, er þykir grunn- úðlega hugsað. Rausæi og hlut- sæi má hvergi skorta í ábyrgð- ar mikla ráðagerð, ekki frem- ur en slíkt má bresta í gildan skáldskap né listaverk. Fjármálamenn vita, að fjár- gæzla fer nokkuð eftir því, hvernig auðs er aflað. Það er sagt, að það sé ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Ég hygg, að sjálfstæði þjóða lúti sömu lögum. Ef þess er aflað með ugg og ótta og æsingi, er hætt við því, að minnsta kosti fyrst í stað, að þess verði gætt með sama taugaóstyrk og sama geig, sem barizt er með fyrir því. Ef til vill ætla sumir, að sjálf- stæðisbaráttu vorri sé lokið, er við losnum við Dani, úr hinni dönsku úlfakreppu, er sumum virðist finnast mikið til um, þótt vér höfum öllu ráðið í eiginmálum, allt átt undir oss sjálfum, síðan vér urðum full- valda þjóð 1918. Þótt ég minni á slíkt, felst ekki í því, að ég neiti hinu, að sú sé hugsjónin, að vér verðum sjálfstætt lýð- veldi. En ekki er vanþörf á að vekja eftirtekt á því, að sjálf- stæðisbaráttu vorri er alls ekki lokið með stofnun lýðveldis, eins og núverandi forsætisráð- herra minnti rækilega á í hinu þjóðkunna erindi sínu fullveld- isdaginn 1. desember 1942 og gerr var góður rómur að meðal alþjóðar. Og það er, ef til vill, ekki óhyggilegt, að gera ráð fyrir, að vér eigum þá við þjóð- ir, sem í sumu verða oss hættu legri en Danir. Þess vegna skiptir miklu, að vér í loka- baráttu vorri við Dani beitum „vopnum guðanna" eða þeim vopnum, sem eigi verður efað um, að séu vopn drengskap- ar og þjóðargöfgi. En hvað sem því líður, er víst, að sjálf- stæðisbaráttu vorri lýkur ekki, meðan vér viljum vera sjálf- stæð menningarþjóð, ekki fremur en fjárgæzlu nokkurs einstaklings lýkur fyrr en á banadægri hans, nema ef hann er sviptur fjárforræði, sökum ellihnignunar, geðbilunar eða ráðleysis. Nú er það auðvitað hinn mesti vandi að skera úr, hvað er drengskapur og hvað er ódreng- skapur. Vísindaaðferðum verð- ur ekki beitt á slíkum vettvangi. Næmleikur einstaklinga og þjóða í þeirri grein er geysi- misjafn, eins og aðrir hæfileik- ar þeirra eru mismiklir og ólík- ir. Og iþá er menn eða þjóðir greinir á í því efni, væri æski- legt, að öll rök og dæmi væru vandlega könnuð og hugsuð. í iþessu efni er risinn mikill á- greiningur í skilnaðarmáli voru. Ýmsum finnst það hvorki drengilegt, djarfmannlegt né stórmannlegt, að skilja alger- lega við Dani án annarra um- ræðna en þeirra orðsendinga, sem farið bafa á milli ríkis- stjórna Íslands og Danmerkur. Verið getur, að sumir séu ör- uggir um, að þjóð vor ynni mál sitt á lögfræðlega vísu, ef því væri skotið til gerðardóms. Hitt veit þó alþjóð, að löglærða menn greinir alvarlega á um rifting- arrétt vorn. Og því má ekki igleyma, að það er eins konar „vis major,“ er veldur því, að vanefndir hafa orðið af Dana hálfu í fullnægingu samnings- ins frá 1918, ef hægt er með réttu að kalía slíkt vanefndir. En „líf er eftir þetta líf,“ var mælt forðum. Þótt það væri mikilsvert, að vér ynnum mál vort fyrir gerðardómi, er til réttur ofar þeim rétli. Annars er það grunur minn, að í mörg- um foringjum hraðskilnaðar- rnanna og málsvörum þeirra, ein|hvers staðair neðst í hug- skoti þeirra, lejynist ofurlítill ótti við að, ef til vill, sóu þeir ekki alls kostar á réttri leið. Stóryrði, hrópyrði um andstæð- inga, skortur á umburðarlyndi og frjiálslyndi við þá vekja slík- an grun. Ef hraðskilnaðar- menn væru óbifandi í trú sinni ó réttleika aðferðar isinnar,' myndi þeir fagna færi á að leiðrétta misskilning and- stæðinga sinna og meinvillur, og þeim veittist með sliku lagi fcostur á að glæða skiln- ing þjóð|ar sinnar iá málsltað sínum. Þeir myndu þá, í hæsta lagi, brosa góðlátlega að tregðu vor, hinna skilningstregu. Ef þeim væri annasit um að kom- la|st hér að réttri niðlurstöðu, væru þeir jafnan búnir og boðn- Frh. af 4. síðu staðreynd, að ísléndingar til- heyra hinni norrænu þjóðafjöl-' skyldu. Og vissulega mun þeim vera ríkast í huga að rækja vel frændsemisskyldunar við hin Norðurlöndin. Það mun verða þungsótt að fá þá til að segjast úr lögum við nánustu frændþjóð ir sínar, þó að hugur þeirra standi til vinsamlegra skipta við allar þjóðir heims, og þá ekki sízt engilsaxnesku stórveldin, sem þeir eiga svo mikið undir nvað öryggi þeirra snertir. ennilasar fyrirliggjandi. Lífstykkjabúðin b.f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Sendisveinn óskast strax tií Iéttra seodiíerföa hálfan daginn. Upplýsingar á afgreiðslunBii. Áiþýðublaðl. — Simi 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.