Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 7
Hístiidagar 11. íebrúar 1*44. 7 I >j94><»OOOO0O0O0«»000O<0<»<5O<0®<»<! Jtœrinn í dag. | f 1000000000000000000000000« Næturlæknir er.í nótt í Lækna- -ívarOstofunni, sími 5030. Næturvörður er í nótt í Reykja- 'ríkurapóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, »imi 1383. ÚTVARPIÐ: M6.10-—13.00 Hádegisútvarp. 15,30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberg- et, VI (Helgi Hjörvar). 31.00 Útvarpskvartettinn: Flautu- kvartett í D-dúr eftir Moz- art. 31.15 Fræðsluerindi í. S. í.: Skíða íþróttin (Steinþór Sigurðsson magister). 31.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 31.55 Fréttir. 32.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Ríanókonsert í Es-dúr eftir Liszt. b) Fiðlukonsert í D-dúr eftir Brahms. P»ib eru bólusett gegn barnaveiki, á Pöstudaginn kl. 5.30—6. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett, hringi 1 síma 5967, milli kl. 9—10 sama <4ag. Minningargjafir í Barnaspítalasjóð Hringsins. Frk. Soffía Daníelsson færði fé- iaginu afmælisgjöf, kr. 1000.00, til jminningar um móður sína, bæjar- iógetafrú Önnu Daníelsson, er var meðlimur félagsins frá stofnun ;|>ess og lengst af í stjórn. Til minningar um Grétu Maríu Sveinbjarnardóttur, fædd 15. ágúst 1856, dáin 7. jan. 1944, kr. 75.00. Og Jón Jónsson, frá Skóg- -arkoti, fæddur 11. okt. 1841, dáinn 11. jan. 1944, kr. 50.00. Ffrá systr- mm. Til minningar um Árna litla, írá móður, kr. 500.00. — Áheit: Sigrún Ársælsdóttir kr. 50.00. Topsi kr. 25.00. N. N. kr. 10.00. Gjafir: H. T. kr. 15.00. Spilaklúbb- iur kr. 300.00. Mvöt, blað sambands bindindisfélaga í akólum, kemur út £ dag, og er selt á götum bæjarins og í bókabúðum. fjárhsgsáætlBBii. Frh. af 2. síðu. ’iögu svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að -veita sjómönnum í Reykjavík kost á hagkvæmum 2. eða 3. veðréttarlánum til kaupa á nýj um fiskiskipum, er henta til út gerðar úr bænum, gegn trygg- ingum er bæjarstjórn metur gildar og að því tilskyldu að skipin verði gjörð út héðan og heimilisfang þeirra hér og öðr- um þeim skilyrðum er bæjar- stjórn setur.“ Útsvðrin. Frh. af 2. síðu. af því dráttarvexti frá gjald- dögum skv reglum þessum. 8. grein. Lögtak má gera fyr- ir vangoldnum útsvarsgreiðslum skv. reglum þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lög- tök fyrir vangoldnum opinber- um gjöldum. 9. grein. Bæjarstjórn auglýs- ir reglur þessar í dagblöðum bæjarins, auk þess, sem þær verða birtar í Lögbirtingablað- inu, en aðrar tilkynningar eða auglýsingar þarf ekki að birta gjaldendum eða kaupgreiðend- um.“ I Ljós os skoggar. SVO heitir einn kaflinn í Reykjavíkurbréfi í Morg- uniblaðinu 23. janúar s. 1. Er kafli þessi skrifaður í sambandi við ummæli Alþýðublaðsins um Rafveitu og Hitaveitu Reykja- víkur. í Morgunblaðinu stendur: ,,Á ísafirði ráða Alþýðu- flokksmenn ríkjum. Alþýðu- blaðið kennir ekki flokksmönn- um sínum um rafmagnsskort- inn þar. Þar er þeim þakkað myrkrið. Þar er ekki verið | að vinna að stækkun rafstöðv- ar. Þar koma engar nýj- ar vélar upp i næsta mánuði. Þar sitja menn ekki við kerta- ljós vegna þess að einn þráður slitnar í ofsaveðri. Þar eru menn í myrkri á hverjum degi, alveg án tillits til þess, hvernig viðrar og engin fyrirsjáanleg von uni endurbætur“. Ég var á ferð í Reykjavík í desember s. 1. Ég dvaldi í húsi, þar sem er hitalögn frá hita- veitu Reykjavíkur. Ég dvaldi þarna líka í haust og fyrra- haust, en ég sá ósköp lítinn mun á ljósunum nú í desember frá því, sem verið hafði. En léleg voru þau. Þó að lifði á 40 kerta peru, þá var Ijósið ámóta og fjóstýrur voru í sveit. Væri peran 100 kerti, þá má vera að ljósið hafi jafnazt á við birtuna frá 8 línu lampa. Og svo voru tafirnar og vandræðin hjá þeim, sem sjá áttu um mat. Stundum slokknuðu ljósin, og eitt sinn var ég staddur í mestu umferðar- ösinni niðri á Laugavegi, þegar allt í einu varð kolamyrkur. Og það var ekki til neins að reyna að bíða myrkrið af sér. Það helzt lengi. Vísir hefir lýst rséki lega, hvernig hinar sífelldu straumbreytingar verka á út- varpstæki. Var lýsingin bæð.i skemmtileg og sönn, og vel var hún skrifuð. Skýrði greinarhöf- undurinn frá hinum furðuleg- ustu hljóðbreytingum, þar sem alls konar kvikindi upphefja sína raust. Þá er það hitinn. Þegar leið að hádegi, fór að kólna, og meira og meira kóln- aði, unz óvært var orðið við lestur eða skriftir. Þá var klukk an um tvö. Og kuldinn varð á- leitnari og áleitnari, unz bar kom, að hlýrra var úti en inni, ekki viðlíka eins hráslaga’legt. Þetta er ekki gott ástand, en ekki skal ég leggja neinn dóm á það, hvort nokkrir eiga hér sök. Ef til vill hefir alls ekki verið mögulegt að endurbæta götukerfi rafveitunnar vegna þess, hve erfitt er að fá efni. Ef til vill hefir ekki verið hægt af ófriðarástæðum að útvega vél- ar. En þetta ástand í rafmagns- málum Reykjavíkur hefir hald- úzt alllengi. Þá er að víkja að ísafirði. Hér var fram yfir nýár nægi- legt rafmagn til allrar notkun- ar, og ég hygg, að Reykvíking- um þætti alveg nóg um birtuna frá 100 kerta perum hér á ísa- firði, svo óvön sem augu þeirra eru orðin skæru ljósi. Annars eru það fáir,, sem þurfa svo stór ar perur hér, og ekki hefi ég séð slíkar perur í -herbergis- kompum eins og ég sá víða í Reyl^javík. Hér hefir rafljósa- kerfið aðeins bilað einu sinni, það sem af er þessum vetri, og yfirleitt er það hér í góðu lagi. Én í janúar tóku menn að ótt- ast vatnsskort, enda hitanotk- un mjög mikil, og var þá hit- inn hækkaður til íþess að draga úr notkuninni. Þetta dugði ekki, og var þá tekið það ráð að taka af strauminn klukkan ellefu að kvöldi og hleypa honum ekki á aftur fyrr en hlukkan sex að morgni — og ennfremur tak- marka rafmagn til suðu. Og vel má vera, að svo fari, ef tíðarfar verður eins og verið hefir, nú um skeið, að hér verði svo mik- ill vatnsskortur, að ekki verði hægt að nota rafmagn meira en tíu klukkutíma á sólarhring — eins og um tíma í fyrravetur. ALÞTÐUBLAÐiÐ En þegar straumur er hafður á leiðslunum á annað borð, þá eru ljósin engar fjóstýrur. Þá er það, að ekki sé unnið að stækkun rafveitunnar hér, sé ekki von á vélum o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að hér var hafizt handa um pöntun á vél- um og um nýja virkjun vorið (1942, og ef sérstök mistök hefðu ekki orðið — ekki hjá rafveitu- stjórn eða bæjarstjórn ísafjarð- ar — heldur á öðrum stöðum, þá hefðum við fengið stóraukið vatn til rafveitunnar í haust sem leið, og vélar eigum við að fá í apríl — eða því er okkur lofað. Þær vélar eru svipaðar að afli og þær, sem fyrir eru. Það er þess vegna allt á eina bókina ilært fyrir höfundi Reykjavíkurbréfsins, sem mér er sagt að vera muni prófessor í guðfræði. Nú mun þessi sami guðfræðiprófessor eiga sæti á alþingi. Hann ætti því að vita að samþykkt var ríkisábyrgð á láni fyrir Rafveitu ísafjarðar í fyrra vegna nýrrar virkjunar. Hvernig stendur þá á hinum röngu fullyrðingum hans? Er hann ekki þjónn þess, sem sagð- ist vera kominn til þess að bera sannleikanum vitni? En hvað segir ekki Bjarni skáld Thor- arensen: „í huga duldusl guðdómsljós, oftla 'glýju þó hulin.“ Látum Bjarna vita það. Guðm. Gíslason Hagalín. Stúdenfagarðurinn og hæstaréltardónMirinn. ISSÖGiN varð í frásögn- * inni af hæstaréttardómin- um hér í blaðinu í gær. Málið féll ekki á stjórn Stúdentagarðs- ins, krafa Margrétar Árnadótt- ur og Egils Benediktssonar var sú að Stúdentagarðurinn greiddi íþeim kr. 15,050,00 og til vara mrnlega 13 þús. kr. Hæstiréttur féllst ekki á þessar kröfur. Stjórn Stúdentagarðsins hafði alltaf boðizt til að greiða þeim þá upphæð er rétturinn gerði henni að greiða — en við það vildu þau Margrét og Egill ekki una. Verður áburður unn- ■ r i r bænum! O RIGGJA manna nefnd, en í henni áttu sæti' Agúst Jósefsson heilbrigðis- fulltrúi, Valgeir Björnsson, hafnarstjóri og Ásgeir Þor- steinsson, verkfræðingur hafa undanfarið rannskað á vegum bæjarins hvernig bezt verður hægt að eyða sorpi, sem safnazt fyrir í bænum. Hafa þeir fyrir nokkru lagt skýrslu um rannsókn sína fyrir bæjarráð — og í sambandi við fjárhagsáætlunina var borin fram á bæjarstjórnarfundinum í gær tillaga um þetta mál, sem byggðist á þeim niðurstöðum, sem nefndin hafði komizt að. Tillagan, sem var samþykkt, er svo hljóðandi: „Bæjarstjórn ákveður, að hefja skuli undirbúning að á- burðarvinnslu úr úrgangi frá húsum með því að rannsaka ít- arlega úrganginn úr tilteknu bæjarhverfi, og þá einkum hversu mikið reynist í honum af áburðarefni, hvert hitagildi hans er, hve mikið er af pappir o. s. frv. Bæjarstjórn heimilar að sett sé upp mölunar- og gerjunarstöð fyrir þessar til- raunir og að útbúinn sé ofn, þar sem tilraunir séu gerðar með brennslu á hvers konar úr- gangi.“ Konan mín, dóttir okkar og systir Helga Stefánsdóttir verður jarðsungin laugardaginn 12. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar Öldugötu 47 kl. 1 e. h. Kjartan Benjamínsson, Jóna Guðnadóttir og systkinL Maðurinn minn Pétur Magnússon, hifreióastjóri Krosseyrarvegi 4 Hafnarfirði, andaðist í Vífilstaðahæli 10. febr. Fyrir hönd barna okkar og systkina hins látna Guðrún Guðmundsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og minn- ingarathöfn sonar, unnusta, bróður og mágs, Jóns Jónssonar, er fórst með b. v. Max Pemberton. Guðbjörg Magnúsdóttir. Þórdís Aðalbjörnsdóttir. Sigríður Jónsdóttir. Magnús Hannesson. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir Guójón Brynjóifsson lézt í gærmorgun. Guðlaug Eyjólfsdóttir, dætur og tengdasynir. Aðaliundur Pöniunariélagsins á Grímsslaðaholti. AÐALFUNDUR Pöntunar- félagsins á Grímsstaða- holti var haldinn sunnudaginn 6. febr. í barnaskólabygging- unni á Grímsstaðaholti. Fund- urinn var fjölsóttur. Fyrir fund inum lá reikningur félagsins fyrir árið 1943, og var hann samþykktur. Sýndi reksturs- reikningur verzlunarhagnað um kr. 63 þús., en að kostnaði greiddum, um kr. 11 þús. á- góða. Ráðstafaði aðalfundur á- góðanum og lagði við stofnsjóð félagsmanna, sem nemur nú um kr. 55 þús. Varasjóður er um kr. 5 þús., en félaginu barst gjöf frá Þórði Halldórssyni múrarameistara, að upphæð um kr. 500, sem ákveðið var að verja til stofnunar styrktar- sjóðs fyrir umkomulausa byggð armenn. Kaus fundurinn nefnd til að semja reglugerð fyrir sjóðinn og athuga hvernig hann mætti efla. í nefndina voru kosnir: Ögmundur Stephensen, bóndi, Hólabrekku, Lárus Sig- urbjörnsson, rith., Garðaveg 4 og Skúli Þórðarson, magister, Fálkagötu 37. Á árinu hafði fé- lagið reist verzlunar- og ibúð- arhús við Fálkagötu 18, og rek- ur þar vefnaðar- og nýlendu- vöruverzlun og sérverzlun með kjöt. Einnig er í húsinu, auk íbúðar, vörugeymslur, skrif- stofa félagsins og ipjólkur- og brauðasölubúð, sem verið er að ljúak vi ðað mála. Uppdrætti að húsinu gerði Pétur Ingi- mundarson, slökkviliðsstjóri, en fé til húsbyggingarinnar lögðu félagsmenn fram sjálfir með sérskuldabréfaláni til 20 ára. Hafði félagsmönnum fjölgað mjög á árinu, og eru nú um 120 að tölu, langflestir heimilisfeð- ur, búsettir á Grímsstaðaholti. Úr stjórn skyldu ganga eftir hlutkesti, Lárus Sigurbjörnsson og Sigurgestur Guðjónsson, bif- vélavirki, Foss. 4, en vorú báð- ir endurkosnir, og skipa þá fé- lagsstjórnina auk þeirra: Her- mann Björnsson, Signýjarstöð- um, Eyjólfur Brynjólfsson, verkam., Smis. 28 og Helgi Tryggvason bókbindari, Lóug. 2. Endurskoðendur voru endur- kosnir þeir: Stefán Hannesson, bílstjóri og Pálmar Sigurðsson, rafvirki. — í laganefnd og til að semja reglugerð fyrir hús- eign félagsins voru kosnir: Jón Eyjólfsson, verkam., Fálkag. 36, Sigurgestur Guðjónsson og Árni Björnsson, hagfræðingur, Hörpug. 38. — Auk verzlunar- mála hefur félagið látið til sín taka um menningar- og fram- faramál byggðarinnar á Gríms- staðaholti og í þvi sambandi samþykkti aðalfundur svohjóð- andi tillögur einum rámi: 1. Aðalfundur Pöntunarfé- lagsins á Grímsstaðaholti, hald- inn 6. febr. 1944, skorar á bæj- arstjórn Reykjavíkur, að láta leggja hitaveituleiðslu til byggð arinnar á Grímsstaðaholti eigi síðar en á sumri komanaa. Tel- ur fundurinn það fyrirhyggju- leysi, að hitaveituleiðsla í Mela- vegi að Háskóla er svo mjó, að hún gerir ekki betur en að nægja byggingum Háskólans, og þarf því að leggja nýja leiðslu til byggðarinnar. Fund- urinn vill benda á, að í byggð- arlaginu eru beztu skilyrði til að hagríýta afrennslisvatn til ræktunar. 2. Aðalfundur Pöntunarfé- lagsins á Grímsstaðaholti skor- ar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að láta hraða sem mest má verða, byggingu fyrirhugaðs barnaskóla á Melunum. í því sambandi vill fundurinn beina þeirri ósk til bæjarstjórnar, að félagið fái umráðarétt yfir nú- verandi húsnæði barnaskólans ' á Grímsstaðaholti, þegar nýi skólinn kemst upp, til að halda þar uppi unglingafræðslu og gagnlegu félagslífi í byggðar- laginu. 3. Aðalfundur Pöntunarfé- lagsins á Grímsstaðaholti, skor- ar á bæjarstjórn og hafnar- stjórn Reykjavíkur, að láta nú þegar fara fram endurbætur á Grímsstaðavör. Pöntunarfélagið á Gríms- staðaholti er stofnað 1933 og hefur síðan 1936 rekið sjálf- stæða verzlun. Verzlunarstjóri þess hefur verið frá fyrstu tíð Stefán Árnason, Fálkagötu 9. Úfbreiðið álþýðubiaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.