Alþýðublaðið - 12.02.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 12.02.1944, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 13. felusúar 1944» Finnur Jónsson : Ivað dvelnr shlpnn sjédðmsins til pess el ramsake siéslysli? Pað verður að hraða raimsóknmni og notfæra sér niður- stöður hennar í lagasetningu og lagaframkvæmd. Otgefandi: Alþýðuflebkurinu. Ritst|óri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Skemmdarverb. AÐ er orðinn siður í Þjóð- viljanum í seinni tíð, að tala í sífellu um „skemmdar- verk“. Flest það, sem andstæð- ingar kommúnista gera, á að vera ,,skemmdarverk“, og þeir sjálfir „skemmdarvargar." Það má um slík skrif Þjóð- viljans segja, að „margur held- ur mig sig“; því ^að, sem kunn- ugt er, hafa skemmdarverkin verið veigamikill þáttur í starf- semi kommúnista frá því fyrsta og mætti nefna mörg þekkt dæmi þess víðsvegar um heim. En hér skal í þessu sambandi látið nægja, að minna á stór- hyglisverðar afhjúpanir á kommúnistískum skemmdar- verkafyrirætlunum hér á landi fyrir nokkrum árum, sem gerð- ar voru í umræðunum um skiln aðarmálið á alþingi nýlega. * Stefán Jóh. Stefánsson upp- lýsti í þeim umræðum, að Ein- ar Olgéirsson hefði í þrengsta hring flokksmanna sinna nokkr um árum fyrir stríðið verið að ræða það við þá, hvað Komm- únistaflokkurinn ætti að gera, ef til ófriðar kæmi. Þá þóttust þeir nú svo sem ekki þurfa að því að spyria, að það yrði stríð ,,auðvaldsríkjanna“ gegn sovétríkjunum, og að England yrði þar í fararbroddi; og þá var aðeins spurningin, hvaða skemmdarverk kommúnistar gætu unnið hér hjá okkur til að koma í veg fyrir, að ísland yrði Englandi að nokkru gagni í ófriðinum gegn húsbændum þeirra austur í Rússíá! Einar Olgeirsson, hinn vísi yfirutanríkismálasérfræðingur Kommúnistaflokksins, stakk við þetta tækifæri upp á því við félaga sína, að þeir reyndu að fá íslenzku sjómennina til að sigla togurum okkar til Rúss lands og afhenda þá Rússum! Af því, hvernig íslenzkir sjó- menn og íslenzk alþýða yfir- leitt ætti að fara að því að draga fram lífið eftir það, virt- ist þessi umhyggjusami verka- lýðsleiðtogi ekki hafa miklar áhyggjur. Þvert á móti: Til þess að fullkomna þetta þjóð- þrifaverk og koma í veg fyrir að vélbátaflotinn gæti heldur haldið áfram veiðum hér við land, stakk Einar Olgeirsson upp á því, að kommúnistar sprengdu olíugeyma þá, sem hér eru, í loft upp! Það fylgdi að vísu þessari frásögn, að svo fíflalegar bollaleggingar hefðu ekki fengið mikinn byr — ekki einu sinni í þessum þrengsta hóp kommúnistískra byltingar- fooðara og skýjaglópa. En þær sýna, hvaða hugmyndir þróast í heila sumra kommúnista jafn vel hér úti á hjara veraldar og hve vel það situr á þeim, að vera að brigzla öðrum um fyrir- huguð eða unnin skemmdar- verk. r Þessar afhjúpanir Stefáns Jóh. Stefánssonar vöktu að von um mikla athygli á alþingi, og það því fremur, að hvorki Einar Olgeirsson né nokkur flokksbræðra hans, sem við- staddir voru, gerði svo mikið UMRÆÐUR þær, sem hafnar voru í blöðunum um of- hleðslu togaranna og skipaeft- irlitið, hafa nú borið þann ár- angur, að alþingi hefir sam- þykkt einróma að vísa til ann- arar umræðu og allsherjanefnd ar tillögu þeirri, er við Stefán Jóh. Stefánsson fluttum,' um skipun nefndar til þess að at- huga lögin um eftirlit með skipum og um framkvæmd eft- irlitsins. Enginn hreifði and- mælum gegn tillögunni nema Gísli Jónsson þm. Barðstrend- inga. Hann hafði ýmislegt við hana að athuga og taldi m. a. skýrslu þá, er ég birti frá Fiski- félaginu um hleðslu togaranna mjög villandi. Einnig vítti hann atvinnumálaráðherra fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir til þess að „hreinsa“ skipaeftirlitið af öllum ámælum. Þó ég búist við að' fáir dirf- ist að taka undir þessar skoð- anir Gísla Jónssonar, er full á- stæða til þess .fyrir almenning að fylgjast vel með í þessu máli svo rannsókn þess verði ekki drepið á dreif eða það látið sofna. Eftir þeirri reynslu sem fengist hefir af rannsókn Þormóðsslyssins, er mikil hætta á þessu. Atvinnumálaráðherra hefir gefið út opinbera tilkynningu um að hann ætli að fela sjó- dómi vissar athuganir í sam- bandi við sjóslys og hleðslu togaranna. Þessi tilkynning var birt fyrir rúmum hálfum mán- uði síðan og þó er ekki enn lcunnugt um að búið sé að skipa nefndan sjódóm. Hvað á þessi dráttur að þýða? Á að bíða eftir einu stórslys- inu enn, áður en farið er að rannsaka þetta mál? Hafa hörmungarnar enn eklíi vak- ið menn til skilnings um nauðsyn þess að hefjast þeg- ar handa? Þessi dráttur er óþolandi, eins og svo margt annað í öryggismálunum. Sumir segja að þetta séu viðkvæm mál, sem ekki megi ræða, nema sem allra minnst. En þær umræður, sem þegar hafa orðið um öryggismálin, ættu að hafa sannfært menn um, að ef þær hefðu byrjað fyrr, er ekki ósennilegt að hægt hefði verið að - afstýra slysum. Viðkvæmnin fyrir þessum málum ætti að lýsa sér í auknum áhuga fyrir að koma í veg fyrir slys, en ekki í því að Jpegja yfir orsökum þeirra. í umræðunum á alþingi sann aðist ýmiskonar sofandaháttur sem tilraun til þess að and- mæla þeim, þegar þær voru fram settar. Hitt lætur vitan- lega ekki nema að líkindum, en afsannar í engu frásögn Stefáns Jóhanns, þó að Einar Olgeirsson mannaði sig upp til þess að bera á móti henni með nokkrum marklausum orðum í ræðu, sem hann flutti daginn eftir, þegar flokksbræður hans voru búnir að stappa í hann stálinu og leiða honum fyrir sjónir, að einhverju yrði hann að svara svo óþægilegum á- burði. viðvíkjandi skipaeftirlitinu. Sem dæmi má nefna: 1. Tilskipun um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra frá árinu 1922, sem átti samkvæmt lögum að endurskoðast fyrir árslok 1938, hefir enn eigi verið endurskoðuð. 2. Fjórðungseftirlitsmenn, sem átti að skipa samkv. lögum frá 1938 voru loks skipaðir í jan. 1944. 3. Skipaskoðunarstjóri hefir enn með höndum launuð aukastörf hjá Eimskipafé- lagi íslands h.f. 4. Vélskipið Homona sigldi hlaðið ísfiski til útlanda með haffærisskýrteini frá Banda- ríkjunum, eftir að það var skráð hér á landi, án þess að aðalskoðun færi fram á skip- inu, þegar það var keypt hingað frá útlöndum, sem þó er lögboðið. Böndunum úr þessu skipi var mokað með skóflu upp í poka og þau borin upp á Ægisgarð. 5. Hleðsla togaranna hefir aukist alveg ótrúlega mikið. Ýms fleiri dæmi mætti nefna um vanrækslu í þessum efn- um, eða brot á settum fyrir- mælum, og hafa mörg þeirra verið nefnd ' undanfarandi í blöðunum og standa þar óhrak- in, m. a. hafa komið fram mjög alvarlegar upplýsingar í sam- bandi yið Þormóðsslysið. Margir vanir sjómenn hafa sagt frá hinum ótrúlegustu sögum, sem því miður eru sannar. Aldrei fyrri hafa birst jafn ríkar sannanir fyrir ýmsu sem aflaga fer í öryggismál- i unum, sannanir, sem hrópa til þjóðarinnar um að hefjast þeg- ar handa og bæta tafarlaust úr ágöllunum, skeytingarleys- inu, og andvaraleysinu. Eftir hina röggsamlegu til- kynningu atvinnumálaráðherra munu margir hafa búist við röggsamlegum aðgerðum, en svo líður og bíður og ekkert er gert. Eftir hverju er verið að bíða? Stéttarfélög sjómanna hafa að vísu sýnt lofsverðan áhuga og kosið nefnd til þess að gera tillögur til fulltrúafundar um öryggismálin. En það er ekki nægilegt. Hversu góð löggjöf sem sett kann að verða um þessi mál kemur hún ekki að gagni, ef hún verður ekki framkvæmd og mönnum komið í skilning um að þeir eiga að hlýða lögunum, en verða ella að sæta ábyrgð ef út af er brugðið. Rannsókn sú sem fyrir- Sá maður, sem með slíkar fyrirætlanir var fyrir nokkrum árum, á nú sæti í utanríkis- málanefnd alþingis sem full- trúi Kommúnistaflokksins. Hann á einnig sætti í hinni svo kölluðu lýðveldisnefnd hrað- skilnaðarflokkanna og þykist þar öllum ákveðnari sjálfstæðis hetja. Halda menn ekki, að það sé heillavænlegt fyrir þjóð- ina, að hlíta forystu slíks manns í viðskiftum sínum við aðrar þjóðir? Halda menn ekki að sjálfstæði hennar væri vel borgið í hans höndum? skipuð hefir verið verður að fara fram tafarlaust. Hin væntanlega þingnefnd þarf að styðjast við rannsókn- ina og gera tillögur sam- kvæmt henni. Síðan þarf ríkisstjórnin og löggjafar- valdið að bregða skjótt við, lagfæra galla, sem vera kunna á löggjöfinni um skipaöryggið og framfylgja lögunum hlífðarlaust. Við verðum að læra af þeirri sorglegu reynslu sem við höf- um orðið fyrir. Hætturnar á sjónum eru nógu margar eftir samt, þó allrar varúðar sé gætt og allt gert, sem unnt er til þess að afstýra þeim. Vera má að eitthvað sé hæft í því, sem Gísli Jónsson, þing- maður Barðstrendinga sagði í þingræðu hýlega, að engin þjóð ætti eins róttæka löggjöf um öryggi skipa, og við íslend- ingar. En þess ber að gæta að engir sækja sjóinn af öðru eins kappi, og engin þjóð á eins marga menn að tiltölu við ÞJÓÐVILJINN hefir nokkra undanfarna daga verið að reyna að gera sér pólitískan mat úr því, að eignaaukaskatts- frumvarpið skyldi falla eftir aðra umræðu í efri deild vegna fjarvistar annars fulltrúa Al- þýðuflokksins í deildinni. Mun blaðið þó varla ,vera þeirrar skoðunar, að frumvarpið hefði náð fram að ganga á þessu þingi, þótt það hefði komizt eitthvað lengra áleiðis, enda meira en vafasamt, hvern á- huga kommúnistar sjálfir höfðu á því. Tíminn minnist á þetta mál í aðalritstjórnargrein sinni i gær. Þar segir meðal annars: „Skömmu eftir að þingi lauk í vetur, átti utanbæjarmaður tal við einn af helztu forsprökkum kommúnista. Utanbæjarmaðurinn lýsti vanþóknun sinni á því að, forseti efri deildar, kommúnistinn Steingrímur Aðalsteinsson, hefði tafið eignaaukaskattsfrv. svo lengi í deildinni, að ekki hefði ver ið auðið að afgreiða það á þinginu. Kommúnistaforsprakkinn svaraði þessu fljótt á þá leið, að það væri mesti misskilningur, að flokkur hans hefði nokkurn áhuga fyrir eignaaukaskatti á „þessu stigi þjóðfélagsþróunarinnar“. Til þess að við höfum skilyrði til að koma stefnu okkar fram, sagði hann enn fremur, verðum við að hafa talsvert marga auðkónga, þegar atvinnuleysið kemur. Tómur rík- issjóður, mikið atvinnuleysi og þröngsýnir auðkóngar skapa bezt- an jarðveg fyrir okkur. Eða held- urðu, að nokkurntíma hefði orð- ið kommúnistisk bylting í Rúss- landi, án keisarans og aðalsins? Það er víst, að kommúnistafor- sprakkinn hefir hér túlkað rétt hina raunverulegu stefnu flokks- síns. Á „þessu stigi þjóðfélagsþró- unarinnar", svo að notuð séu orð kommúnistaforingjans, eru komm- Auglýsingar, sem birtast ’eiga i Alpýðublaðinu, verða að vera , komnar til Auglýs- ; ingaskrifstofunnar i í Alþýðuhúsinu, ■ (gengið inn írá* Hverfisgötu)] fptr kl. 7 að Wúlil \ Simi 4m \ 18 og 19 cm. BARNAKOT nýkomin. Unnur íborni Grettisgötu og Barónsstígs). fólksfjölda á sjónum eins og: við. Okkur er því lífsnauðsyn, og hún ríkari en nokkurri ann- ari þjóð, að hvorttveggja sé £ góðu lagi: löggjöfin og fram- framkvæmd laganna. únistar sízt mjinni andstæðingar eignaaukaskatts en blindustu sér- hyggjumenn. Þeir vita, að þegar hrunið kemur, muni ekkert væn- legra til að skapa óánægju og: byltingarhug en mikill einkaauð- ur, sem ekki er notaður í þágui heildarinnar. Þess vegna vilja þeir hindra nú, að ráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir slíkt. Þess vegna hjálpuðu þeir íhaldsmönnum í fyrra til að fella úr dýrtíðarfrv. ákvæðið um afnám á skatthlunnindum gróðafélaga. Þess vegna töfðu þeir eignaauka- skattsfrv. á haustþinginu. Þess vegna felldu þeir verðlækkunar- skattinn á haustþinginu. Þess vegna varð það þeim óvænt hjálp nú, að eignaaukaskattsfrv. var fellt áður' en þeir þyrftu opinber- lega að auglýsa þessa raunveru- legu stefnu sína í eitt skiptið enn. Kommúnistar vita vissulega, hvað þeir vilja með þessu fram- ferði. Þeir eru að skapa sér sem ákjósanlegasta vígstöðu, þegar hrunið kemur. Auðkóngarnir vita líka hvað þeir vilja, því að þeir ætla sér að beita öllum brögðum til þess, að þeir einir, en ekki þjóð- in, fái notið þeirra óvæntu auð- æfa, sem fallið hafa í hlut íslend- inga að undanförnu. En þeir, sem hvorki tilheyra kommúnistum eða auðkóngunum og samt fylgja þess- ari stefnu, skilja bersýnilega ekki, hvað þeir eru að gera. Þeir sjá ekki, að með slíku háttalagi sínu eru þeir að bjóða öfgunum heim. Þeir möguleikar eru enn fyrir hendi, að hægt sé að ná stríðs- gróðanum og nota hann til þess aS afstýra atvinnuleysi og byggja upp atvinnuvegina eftir stríðið. En þeir möguleikar verða því aðeins hag- nýttir, að þeir, sem hvorki aðhyll- ast kommúnistá eða auðkóngana, skipi sér í einhuga sveit til að vinna þetta verk. Aðeins öflug ' ^ , (Frh. á 6. síðu.) Finnur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.