Alþýðublaðið - 12.02.1944, Síða 5
Lsugftrdagur 13. febnW 1844.
ALÍ>YCUSSLA©SO
34. herfylkið tekur Fralplfe.
Mynd þessi var tekin er hersveitir 34. herfylkisins tóku borgina Fratella á Ítalíu. 34. her
fylkið tilhéyrir hinum fræga 5. her Clarks hershui'ðingja, se:n gcuo heirc ser hirin mikla
orðstír á Ítalíu. Herfylki þetta er að mestu leyti skipa'd mönnurn frá Iowa, en einnig
mönnum frá Norður- og Suður-Dakóta, svo og frá
Myndin var send loftleiðis veitur um haf.
Rvikmp
A42. degi lofsóknar Þjóð-.
verja gegn Lundúnum
hirti Daily Mirror langt
símskeyti frá einkaritara sínum
í Hollywood, er fjallaði um
deilu kvikmyndaleikkonunnar
Ann Sberidan og kvikmyndafé-
lagsins, er hún vann hjá, Warn-
er Brothers, vegna endurnýjun-
ar samnings hennar. Mér mun
jafnan verða atburður þessi
xíkur í minni, því að hann lýs-
ir því glögglega, hvaða áhrif
Hollywood hefir á þjóðir heirns-
ins. Mörgum kann að virðast,
að atburður þessi hafi litla þýð-
ingu haft og telja það kátbros-
legt, að hans skyldi getið með
slíkum hætti. En þegar nánar
er að gætt, ber þetta augljóst
vitni um það, að allt það, sem
fram fer í Hollywood vekur
meiri athygli um víða veröld, en
ýmsir þeir atburðir aðrir, sem
ástæða er þó til að telja-
örlagaríkari og söguiegri.
Hollywood er ekkert annað
en staður sá, þar sem kvik-
myndir eru framleiddar. Kvik-
myndir þessar eru framleidd-
ar af nær þrjátíu þúsundum
manna, og leikararnir, leikkon-
urnar, útgefendurnir, rithöfund
arnir og framkvæmdastjórarnir
eru minnstur hluti þessa fólks
sem gefur að skilja, enda þótt
þeirra sé að mestu getið og dýrð
þeirra sé af öllum þráð. Það eru
hins vegar þessir aðilar, sem
hafa valdið því, að nafnið Holly
wood lætur sem ljúflingslág í
eyrum alls fjöldans.
Nær allir þeir, sem heyra
naínið Hollywood nefnt gera
sér í hugarlund, að það sé stað-
ur þar sem vitfirringar, snill-
ingar, milljónamæringar og
ragmenni ali aldur sinn. Þeir
ímynda sér einnig, að þar í borg
sé hver höllin við aðra svo og
marmarasundlaugar. Þannig er
Hollywood sannnefndur furðu-
heimur í augum flestra.
En þrátt fyrir alla þá frægð
og töfraljóma, sem um Holly-
wood leikur, fer því fjarri, að
hún sé merkilegri borg en
margar aðrar borgir í Vestur-
heimi eins og til dæmis Buenos
Aires og New York. En Holly-
wood nýtur þess, að hún er
fræg fyrir iðju, sem margir fylgj
ast með og hún er samastaður
fólks, sem hefir getið sér frgsgð
á vettvangi sömu eða hliðstæðr-
ar iðju. Þess vegna er það, að
sérhvert það, er þar ber á góma,
þykir tíðindi hvarvetna um hinn
GR.EÍN þessi um kvik-
myndaframleiðsluborg-
{na Hollywood, sem ýmsir
spá að hafi nú þegar lifað
sitt fegursta, er eftir Leo C.
Rosten og hér þýdd úr tíma-
v.'ocd er ekki á marga fiska.
Will Durant hefir ritað bók
um listir Forn-Grikkja. Hann
lysir bar leikurum þeirra þann-
ig, að þeir líkist helzt mönn-
um, sem ferðast frá einum
stað til annars og eru ýmist
auðkýfingár eða öreigar og
semja sig um fátt að siðum ann-
ritinu English Digest.
menntaða heim.
Kvikmyndaframleiðsluborg-
in hefir við sig sérkenni, sem
aðrar ionaðarborgir hafa ekki
af að segja. Þeir, sem þar njóta
ríkidæmis og frægðarinnar,
eru fyrst og fremst ungt fólk.
Það er því sízt aö undra, þott
þeir sem ríkidæmisins og
írægðarinnar njóta þar í borg
herist mikið á og hlutskipti
þeirra virðist glæsilegt öðru
ungu fólki.
Það er nær óþekkt fyrirbæri
í Hollywood, að fólk auðgist af
arfi eða tengdum. Þar ræður
heppni og hæfileikar hver.s.ein-
staks manns eða konu úrslitum.
Það má því með sanni komast
þan'nig að orði, að Hollywood
sé borg tækifæranna. Hún er
staður þar sem segja má, að
hver sé sinnar gæfu smiður.
Og hún er staður, þar sem æsk-
an ræður ríkjum.
En þótt þannig sé að orði
komizt, að Holh/wood sé sú.
horg, þar sem fólk lifi í vellyst
ingum og geri sér allt far um
að njóta skjótfengsins auðs og
frægðar og leggi mikla áherzlu
á það að gleyma gærdeginum,
þegar hlutaðeigendur voru ef til
vill snauðir af auði og auðnu, bá
er ekki þar með sagan öll. Holly
wood er líka, og kannski ekki'
síður, borg hinnar skáldlegu en
þó tilgerðarlausu lífsgleði. Og
jafnframt því sem hún er horg
ærsla og leikja, er hún einnig
borg áhyggju og annar.
Því hefir löngum verið við-
brugðið, að leikarar og leikkon-
ur væru fjarri því að vera
dyggðugt og skírlíft fólk. Guð-
fræðingarnir hafa líka fjölyrt
um það um ár og áldir, að leik-
listin og syndin ætlu löngum
saman. En nú er það staðreynd,
að allur almenningur er óðfús
þess að taka hina miklu lista-
menn sér til fyrirmyndar —
ekki hvað sízt leikarar og leik-
konur. Og því er ekki að
neita, að siðferðið í Holly-
arra manna. . . . Þeir létu sér
fátt finnast um siðferðishug-
myndir samtíðar sinnar. Slíkt
gæti með sanni talizt lýsing á
Hollywood og þeim, er hana
byggja.
Marglr höndla hamingjuna í
Höllywood með skjótum og ó-
væntum hætti. Nú er það mála
sannast, að það er lítið um það
að menn höndli óvænta ham-
ingju eða hljóti skjótan frama
í heimi hér. Við lifum í heimi,
þar sem margt annað ræður
íremur frægð og frama en hæfi-
leikar hvers emstaklings. Nú er
hamingja manna ekki komin
undir hæfileikum, heldur allt
öðrú- Það ágerist jafnan, að
rnenn eigi gengi sitt að þakka
kuriningsskap og tengdum eink-
um eftír að kreppan og at-
vinnuleysið kom lil sögu, ep
hæfileikar og dugnaður hafa
tvátt sín mun minna. En Holly-
wood er sá staður, þar sem ham-
ingja manns og heill lýtur ekki
lögmáli kunningsskaparins og
tengdanna. Þar getur hver og
einn höndla hamingjuna aðeins
ef hann uppfyllir sérstök skil-
yrði. Hún er staður hinnar æv-
intýralegu auðnu og frægar, þar
sem allir standa jafnvel að vígi.
Það -er því sízt að undra, þótt
Hollywood hafi orðið furðu-
heimur í augum milljónanna.
En sumir spá því, að frægð-
arsaga Hollywood muni senn
öil. '
Síðustu fimm árin hefir á-
hrifa hinnar nýju stjórnmála-
stefnu Roos&velts forseta gætt
rnjög í Hollywood eigi síður en
í Detroit eða Wall Street. Hinir
geysiháu skattar á tekjur ein-
’Staklinga og fyrirlækja hafa
ekki hvað sízt komið þungt nið-
u.r á þeim, sem Hollywood
byggja.
Styrjöldin hefir skapað Holly
woodbúum miklar búsifjar, því
að hún hefir valdið því, að marg
ir erlendir markaðir hafa lok-
azt. Og allt frá því árið 1939
hefir kvikmyndaframleiðslan
miðazt mjög við styrjöldina og
h-erinn.
Um Jjjóðfánann og meðferð hans. — Hverjir smíða
fánastengur. — Hirðuleysi landlægt — Nokkur orð
um þjóðminjahöll.
OFT HEYRIST minnst á þjóð-
fánann nú til dags, það virð-
ingarleysi og tómlæti er honum er
sýnt. Flest það sem skrifað hefir
verið um þetta mál, hefir verið
satt og rétt. Á það hefir marg oft
verið bent, og það með réttu, að
óþarflega fáar fánastengur eru í
þcssari borg. En liver er í raun og
veru ástæðan fyrir því að svo er?
Tæplega verður það talin ástæðan,
að menn vilji ekki hafa íslenska
fánann við sínar húsdyr. Með því
að ætla mönnum siíkt, held ég að
sé verið að gera meira úr óþjóð-
legheitum en sanngjarnt er.“ Þetta
segir Mg. í hréfi og heldur áfram:
„ER EKKI hugsanlegt að megin-
ástæðan fyrir þessu fánaleysi í
sjálfri höfuðborginni, sé einmitt
sú, hve erfitt er að eignast fána-
stöng. Það má vel vera að það sé
ekki óskaplega dýrt, miðað við
ýmislegt annað, þó hygg ég að það
kosti töluvert. En það eru ein-
ungis mjög fáir sem fást við slíka
hluti sem smíði á fánastöngum, ef
það eru þá nokkrir, eins og sakir
standa. Vel gæti ég hugsað mér,
að fljótt yrði ráðin bót á þessu
fánaleysi ef einhver eða einhverj-
ir, sem fást við smíðar, auglýstu
að þeir tækju að sér smíði og
uppsetningu á stöngunum, fyrir
skaplegt verð.“
„HITT ER AFTUR annað mál,
hvernig, því miður, alltof margir
af þeim fáu, sem nú hafa fána við
sín hús, nota hann og misnota.
Það er ltunnara en að frá þurfi
að segja, að um notkun þjóðfán-
ans gilda sérstakar reglur, sem
borgurunum ber að fara eftir. Þó
verður maður þess var, að þær
reglur eru daglega brotnar. Átak-
anlegast finnst mér þó þegar að í
hlut á „fáfróður“ almenningur. T.
d. sá ég það í gær (8. febr.), að
á Landsbankahúsinu var fáni dreg
inn á stöng.“
„ÞAR SEM það er nú ekki hvers-
dagslegur viðburður að fáni er
þarna dreginn á stöng, skyldi mað-
ur ætla að það væri þannig frá því
gengið, að það hneykslaði engan.
En það var nú öðru nær. Þarna
hafði verið dreginn á stöng fáni,
sem var meira og minna rifinn og
druslurnar héngu niður úr hon-
um. Hvernig getur eiginlega stað-
ið á að slíkt getur komið fyrir og
það á sjálfum Landsbankanum?
Varla getur bankinn verið í þeirri
ijárþröng að hann geti ekki aflað
sér betri fána.“
„ÁSTÆÐAN fyrir því að slíkt,
sem þetta getur komið fyrir hjá
okkur, er þessi alkunna deyfð og
sófandaháttur, er hér ríkir á svo
mörgum sviðuum. Það er eins og
að menn haldi að það sé nóg að
krækja sér í fín og vellaunuð
embætti, þar sem einhver völd
fylgja. með því sé takmarkinu
náð. Svo má allt fljóta sofandi að
feigðarósi. Hvar haldið þið að
slíkur roluháttur hefði verið lát-
inn viðgagnast, eins og átti sér
stað í sambandi við farangurinn
í Laxfossi? Og haldið þið að það
hefði verið látið viðgangast í
nokkurri annarri borg en Reykja-
vík, að spítnabrak úr brunarúst-
um stöðvaði umferð um tvær aðal-
götur í heila viku. Slíkt kemur
einungis fyrir hérna hjá okkur.“
ANNAR M. G. skrifar: „Eitt af
því sem liggur fyrir að gera í nán-
ustu framtíð, er að reisa veglegt
hús yfir Þjóðminjasafnið, enda
munu forráðamenn þess þegar
vera búnir að tryggja sér stað und-
ir bygginguna. Ekki líkar mér
samt að hafa það hús fyrir innan
Barónsstíg, ég hefði heldur viljað
hafa það neðar í bænum. En ég
ætla nú ekki að ræða frekar um
það.“
„ENN SEM KOMIÐ er, er Þjóð-'
minjasafnið ekki nema vísir a£
því, sem það á eftir að verða, og
þarf því fyrir mörgu að hugsa áð-
ur en ráðist verður í bygginguna.
Eitt af því, sem okkur er nauðsyn-
legt að eignast, og geyma í þessu
safni, er víkingaskip í fuliri stærð,
eins og þau gerðust á landnáms- *
öld, og við erum svo heppnir ís-
lendingar að frændur okkar, Norð-
menn geta bætt úr þessu, því að
þeir eiga víkingaskip frá þeim
tímum. T. d. Gauksstaðaskipið
svonefnda, sem grafið var úr jörðu
nálægt Oslófirði fyrir nokkrum
áratugum og þykir stórmerkilegur
gripur.“
„ÞEGAR kringumstæðurnar
batna aftur, þá verðum við að eiga
gott við Norðmenn við það, að fá
fullkomna eftirlíkingu af þessu
skipi þeirra, og ætla því rúm í
Þj óðminj asaf nsby ggingunni. Það
stendur engri þjóð nær en íslend-
ingum að eiga slíkan grip á Þjóð-
minjasafni sínu.“
„SUMIR VILDU máske hafa
skipið fremur í sjóminjasafninu
þegar það kemst uþp. En ætii þessi
Frh. af 6. síðu.
k
vantar okkur nú þegar til að bera blaðið
Sélvelli
Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna.
Alþýðublaðið. — Sími 4900.
ÁUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐiNU
Fram. á 6. síðu.