Alþýðublaðið - 15.02.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1944, Síða 3
I»ri3ju<íagnr 15. febróar 1944. ALÞYÐUBLAÐiÐ Cimbria. SKKI ALLS FYRIR LÖNGU ritaði hinn kunni norski hagfræðingur, prófessor Yilhelm Keilhau, athyglis- verðar grein í blaðið „Norsk Tidend“, sem út kemur í London. Meginmál hennar var síðan birt í blaði frjálsra Dana í London, „Frit Dan- mark“. GREIN ÞESSI fjallar um það, að æskilégt væri að tryggja suðurlandamæri Danmerkur á sem bestan hátt og þá helzt með því að gera Slésvík-Hol- stein að sérstöku ríki, sem væri að einhverju eða öllu leyti undir eftirliti banda- manna að ófriðnum loknum. í BYRJUN GREINAR sinnar segir prófessor Keilhau á þessa léið: ,,Á undarigeng- inni öld skipar Danmörk sér- stakt heiðurssæti. Danmörk var fyrsta ríkið, sem brást til vamar gegn hinni þýzku útþennslu. Þeir urðu að heyja tvær styrjaldir við árásar- mennina í suðri. Ófriðnum 1848—49 lauk með því, að hinum þýzku tilraunum var vísað á bug. En árið 1864 urðu Danir að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu. Á því ári skepaðist sú vanmáttar- kennd, sem ofsótti her Baza- ines 1870 og her Gamelins 1940. í Danmörku varð hún svo sterk, að Danir létu bug- ast án nokkurrar alvarlegrar tilraunar til mótspymu.“ SÍÐAN RÆÐIR prófessor Keil- hau þá hugmynd sína að gera Slésvík-Holstein að bandamannalandi. „En sam- tímis getum við ekki verið blindir fyrir þeirri staðreynd að ef Þýzkaland verður aftur nógu öflugt til þess að hyggja á hefndarstyrjöld, hlýtur Danmörk að verða veikasti hlekkurinn í varnarbeltinu gegn Þýzkalandi, ef hinum landfræðilegum aðstæðum verður ekki breytt. Því er þáð, að hinar sameinuðu þjóðir hljóta að taka til með- ferðar öryggismál Danmerk- ur, áður en endanlegur frið- ur er saminn. RÉTT ER AÐ MINNAST ÞESS, að Bismarck og Moltke völdu Slésvík-Holstein sem heppi- legan stað til árása og fyrsta fómarlambið í yfirráðastefnu Þýzkalands. Það voru land- vinningarnir 1864, sem skópu aðstöðu Þýzkalands sem stórveldi á ■ heimsmæli- kvarða, Þegar Þjóðverjar höfðu tekið Slésvík-Holstein voru þeir ekki lengur megin- landsveldi, heldur höfðu þeir greiðari aðgang að haf- inu. Án þessara héraða myndi Þýzkaland hafa svip- aða aðstöðu og Prússland fyrrum, vera annars flokks veldi. DANMÖRK VERÐUR áreiðan- anlega ekki nógu sterk til þess að ríkja yfir Slésvík- Hólstein og af stjórnmálaá- stæðum er tæpast rétt að sameina hertogadæmin Dan- Finnskir forystumenn. Á myndinni sjást frá vinstri til hægri þeir Erkko, fyrrum utanríkisráðherra, Riisto Ryti, Finnlandsforseti og Tanner, sem er kunnur forvígismaður Alþýðuflokksins finnska. Ern Finnar að leita fyrir [ sér nm sérfrið við Rðssa? s ■ • B'fT' •; Fjórir finnskir stjórnmálamenn sagðir vera í þeim tilgangi í Stokkhólmi. YMISLEGT bendir til þess, að til stórtíðinda dragi í Finn- landi á næstunni og að sérfriður við Rússa standi fyrir dyrum. Styrkir það gruninn um þetta, að finnska útvarpið birti í gær áskorun til þjóðarinnar frá Alþýðuflokknum finnska, þar sem menn eru beðnir að vera rólegir á þessum alvarlegu tímum, en að fylgjast vel með því, sem er að gerast. Þá er og sagt, að fjórir fulltrúar Finna séu nú í Stokkhólmi til viðtals við fulltrúa Rússa þar. Fulltrúar Finna í Stokkhólmi eru: Erkko, ritstjóri hins kunna blaðs Helsinkin Sanomat, en hann var utanríkisráðherra Finnlands fyrir stríð, Paasikivi, sá er átti í samningatilraunum við Rússa 1939, Ehrenroth, inn- anríkisráðherra og Virttanen, kunnur fræðimaður. í nánari frégnum um þessi mál, sem vakið hafa feykiat- hygli víða um heim, segir, að fulltrúar Finna hafi þegar átt tal við fulltrúa Rússa í Stokk- hólmi og leitað hófanna um við- unanlegan sérfrið. í finnska útvarpinu í gær var meðal ann- ars komizt svo að orði, að Finn- ar yrðu- að treysta ábyrgum stjórnarvöldum til þess að dæma um alvöru yfirstandandi tíma. Finnar verði að taka djarflegar ákvarðanir til þess að treysta lífsöryggi þjóðarinn- ar og tryggja frið í stað ófriðar. Talið er að Finnar hafi hiut- skipti ítala í huga og óttist hefndarráðstafanir Þjóðverja, eins og varð á Ítalíu þegar land ið gafst upp. Fréttaritarar telja að sennilega muni Þjóðverjar reyna að halda nikkel- og kop- arnamum Norður-Finnlands, j menn og Dani. enda þótt friður komizt á milli Rússa og Finna. Óstaðfest fregn hermir, að kunnur finnskur stjórnmálamaður hafi komið friðartilboði Finna á framfæri í Moskva. Fram til þessa hafa oft heyrzt háværar raddir í Finn- landi um það, að réttast væri að semja sérfrið við Rússa, og telja verður víst,, að allur þorri þjóðarinnar vilji slíta samvinn unni við Þjóðverja, enda þótt menn óttist Rússa, svo sem vonlegt er. Telja verður víst, að endurteknar aðvaranir Cord ell Hulls, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi haft mikil áhrif í Finnlandi, og vitað er, að Finnar vilja sízt af öllu tapa vinsældum þeim, sem þeir hafa fram til þessa notið vestra. Þá má einnig telja öruggt að loft- árásir Rússa á Helsinki að und- anförnu hafi hert á gangi mál- anna, enda er þjóðin orðin langþreytt á styrjöldum og blóðsúthellingum. Að lokum er það álit margra, að Finna taki það sárt að vera bandamenn þeirra, sem kúgað hafa bræðraþjóðir þeirra, Norð Loftárás á London. mörku. Er þá aðeins ein leið önnur, sem fær má teljast og það er, að bandamenn taki að sér stjórn þessara héraða. Síðan stingur Keilhau upp á því, að þessi leið verði farin og leggur jafnframt til, að hertogadæmin hljóti nýtt nafn og verði nefnd Cimbria, sem sé mjög fornt heiti. Síð- an verði alþjóðleg lögregla látin hafa bækistöð þarna. PRÓFESSOR KEILHAU gerir ráð fyrir, að þessar ráðstaf- anir myndu duga til þess, að (Frh. á 6. síðu.) T FYRRAKVÖLD gerðu Þjóðverjar loftárás á London og varð nokkurt tjón af, bæði á mönnum og mann- virkjum. Þjóðverjar gera Jgik- ið úr árásinni og segjS að að nokkur hundruð flugvéla hafi flogið inn yfir London og valdið feikna tjón.i Hins vegar segja Bretar, að flugvélarnar hafi verið 50—60 og þar af hafi 15 komizt inn yfirborgina. 6 þeirra voru skotnar niður. Um 100 menn biðu bana í ár- ásinni í janúar. Flugvélar bandamanna réð- ust á stöðvar Þjóðverja í Norð- ur-Frakklandi og flugvelli í Hollandi. Þjóðverjar tilkynna, að öll suðurströnd Frakklands, allt frá Ítalíu til Spánar, verði undir nákvæmu eftirliti þýzka hersins. Luga á valdi Rússa. "O ERSVEITIR Þjóðverja á -■ norðurvígstöðvum Rúsa- lands eru nú í hinni mestu klípu. Rússar hafa tekið jám- brautarbæinn Luga og halda á« fram hraðri sókn í áttina til Pskov, sem er síðasta varnar- virki Þjóðverja á þessum slóð- um, um það bil 65 km. frá Luga. Þá var sagt í fréttmn í gær, að Þjóðverjarhafi nú ver- ið að mestu leyti hraktir af austurströnd Peipus-vatns. Tald ar eru horfur á, að járnbraut- arlínaan frá Pskov til Staraja- russa gangi Þjóðverjum úr greipum innan skamms. Brelar gangaá land á Dalmaliuslrönd. SAMKVÆMT fregnum fré Júgóslavíu hafa brezkar hersveitir gengið á land á eyj- unni Hvar á Dalmatíu-strönd, um það bil 40 km. suður af Split. Hafa Bretar barizt við hlið Júgóslava skammt frá þar sem heitir Belo Groblje. Þá var sökkt 4 þýzkum seglskipum ná- lægt Sibenik. Voru það brezkir hraðbátar, sem þar voru að verki. Nánarifregnir af þessu eru enn ekki fyrir hendi, en ekki er talið, að hér sé um f jöl- mennar sveitir að ræða. u TANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefir til- kynnt, að yfir 22.000 Banda- ríkja- og Filippseyjahermenn hafi dáið af illri meðferð í einum fangabúðum á Filips- eyjum. Fromkvæðið á Italiu aítur i hðndum bandamanna. ■—.-.-♦----- Skæéaa* Idtáráslr á samgðEEgia* leléla* islrgáalesfir í»|éðveir|a. ——— ♦ EKKI er annað að sjá en að frumkvæðið á Ítalíu sé nú aftur í höndum bandamanna. Hafa þeir hrundið öllum árásum Þjóðverja við mikið manntjón í liði þeirra. Undan- farna tvo daga' hefir flugher bandamanna látið mjög til sín taka, enda fór veður batnandi. Var einkum ráðizt á birgða- lestir og samgönguleiðir Þjóðverja og urðu veruleg spjöll af. tjóni. Bretar hafa sótt nokkuð fram norður af Anzio og éru komnir að aðalvirkjabelti Þjóð- verja. Þá féllu sprengjur af Bucine- járnbrautarbrúna við Flórens. Áðrar flugsveitir gerðu skæðar árásir á flutningalesir Þjóð- verja í grennd við Ánzio. Banda- ríkjamenn eiga í hörðum bar- dögum við Cassino og hefir þeim orðið mikill stuðningur af lofthernum. 30 þýzkar flugvél- ar áttu í bardögum við amer- ískar flugvélar yfir langöngu- svæðinu og voru fjórar þeirra skotnar niður. Bandaríkjamenn misstu 2 flugvélar. Bandamenn tilkynna, að Þjóðverjar hafi varpað sprengjum á hermanna- spítala. Nokkurt manntjón varð. í grennd við Aprilia voru háð ir geysi-harðir bardagar. Þjóð- Á Cassino-vígstöðvunum er barizt af mestu heift og er bú- izt við, að bandamenn muni brátt hefja mikla stórskotahríð á stöðvar Þjóðverja á Cassino- fjalli. Eins og áður hefir verið getið í fréttum hafa Þjóðverjar víggirt rammlega Benedikts- munkaklaustrið á fjallinu og hafa bandamenn ekki enn skot- ið á það, fyrir bænarstað ítala, en talið er, að ekki verði hjá iþví komizt, úr því, sem komið er. Taka Cassino-fjalls myndi raska mjög varnarkerfi Þjóð- verja og opna Bandaríkjamönn- verjar urðu fyrir tilfinnanleguum leiðina til Rúmaborgar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.