Alþýðublaðið - 15.02.1944, Side 5

Alþýðublaðið - 15.02.1944, Side 5
JÞriðjudagur 15. febrúar 1944. 5 ALÞYÐUBLAÐIO MacArthur á Nýju - Guineu. Á mynd þessari sést Douglas MacArthur hershöfðingi ræða við A. E. F. Herring, þegar vopnaviðskiptin voru að hefjast á Nýju-Guineu á síðasta sumri, en hún hefir komið mjög við sögu Kyrrahafsstyrjaldarinnar svo sem blaðalesendur munu minnast. Myndinni var út- varpað frá Ástralíu til San Francisco. 7 Oþekkt furðudýr. HINN „ægilegi snjómaður“, sem sögur ganga um að jhaldi sig víðs vegar um Tíbet og annars staðar austur þar, gæti verið afturganga eða skrímsli í líkingu við þær, sem frá er skýrt í fornum sögnum. Hinir inn- fæddu trúa því að þetta fyrir- bæri, sem þeir nefna Mi-go, sé til, og að tvö þessara dýra fari jaínan saman, kvendýr og karl- dýr. Fjallgöngumenn og land- könnuðir þykjast hafa orðið þessara dýra svo oft varir, að það virðist full ástæða til þess að efna til leiðangurs í því skyni að ljósmynda dýr þetta, sem er kið furðulegasta og dularfyllsta i étliti og háttum öllum. Þeir, sem ala aldur sinn í Tíbet, Sikkim, Nepal og Bhutan, lýsa Mi-go mjög á einn veg. Hann er tvífættur, feikistór og ógnleg ur ásýndum. Tær hans snúa aft- Tur, og eru hinir innfæddu þeirr- ar skoðunar, að það valdi því, að mjög örðugt sé að 'rekja slóð hans. Kvendýrið er þó talið karl dýrinu mun ægilegra, og hin igeysistóru brjóst þess slettast fram og' aftur, þegar það hefir ihraðan á. Hin síðari ár hefir þess vart orðið, að eitthvert furðulegt og óþekkt dýr heldur rsig í Himalayafjöllum, enda íþótt enn hafi ekki tekizt að afla nákvæmrar lýsingar á því eða lifnaðarháttum þess. Fyrir sjötíu árum var Mi-go talinn til bjarndýra og valið heit ið ,,namh“ af O. St. John yfir- foringja. í maímánuði árið 1887 var Browne yfirforingi á ferða- lagi norður af Quetta. Hann varð þá var við dýr nokkurt, sem hvarf á braut áður en hann komst í námunda við það. Hins vegar mátti rekja hin stóru spor þess í leðjunni á árbakk- anum. Árið 1937 ljósmyndaði Frank Smythe fótspor í snjónum í seytján þúsund feta hæð. Fylgd armenn hans fullyrtu, að hér væri um að ræða fótspor Mi-go, en dýrafræðingar í Lundúnum felldu þann dóm, að hér væri um bjarndýrsspor að ræða. Ár- ið áður hafði Eric Shipton, sem var félagi Smythe í fjallgöng- um hans þarna austur frá, fund GREIN ÞESSI fjallar um furðudýr þau, sem sög ur fara af að sé að finna á ýmsum þeim stöðum, þar sem áhrifa menningarinnar hefir líít gætt til þessa, og vísindamennirnir eru jafnan að sannfærast um að hafa við nokkur rök að styðjast. Hun er eftir Frank Illingworth og hér þýdd úr tímaritinu English Digeát. ið fótspor eins og eftir fíl skammt frá fjallgarði nokkrum 'í sextán þúsund feta hæð uppi á Kuran Toli, þar sem enginn gróður vex. Fylgdarmenn Eric voru ekki síður undrandi yfir þessu en fylgdarmenn Smythe. Árið 1938 fann H. W. Tilmann, foringi Everest leiðangursins merkileg fótspor á fönn nokk- urri. Fylgdarmenn hans voru ekki í neinum efa um það, hver myndi vera að þeim valdur. Sumir eru þeirrar skoðunar, að hér sé allt með felldu. Fót- spor þessi séu eftir dýr, sem al þekkt sé, en þau stækki bara á furðulegan hátt í snjónum. En sporin, sem Browne yfirforingi fann í leðjunni á árbakkanum, afsanna þessa skoðun óneitan- lega. Kona nokkur, sem var á ferðalagi þarna austur frá, ung frá Macdonald að nafni, varð meira en lítið undrandi og ótta slegin, er hún heyrði ógnlegt öskur, þegar hún var stödd hátt uppi í fjöllunum í Tíbet. Fylgd- armenn hennar flýðu skefldir út í buskann. Ungfrúin skýrði Frank Smythe frá því, að jörð- in hefði skolfið, þegar öskrið kvað við. En þrátt fyrir allar þessar upplýsingar erum við litlu fróð ari um ,,hinn ægilega snjó- mann“. En hins vegar virðist engan veginn fjarstætt að gera sér í hugarlund, að óþekkt dýr kunni að hafast við á hinum miklu auðnum Himalayafjalla, enda er slíkt í fullu samræmi við skoðanir og sagnir hinna innfæddu. ,,Shapéinn“ er eitt þessara dýra. Hinir innfæddu hafa löngum skýrt frá því, að hann haldi sig í hinum miklu skógum Tíbet, en ég hygg mér óhætt að fullyrða, að hann hafi aðeins einu sinni birzt hvítum mönnum sýn. Það var þýzkur vísindaleiðangur, sem varð iþeirrar frægðar aðnjótandi. Fyrir einu eða tveimur árum las ég, að fiskur, sem talið er að hafi liðið undir lok fyrir fimmtíu milljónum ára, hafi veiðzt við Suður-Afríku. Þess er vert að minnast, að sjórinn geymir enn margt það, sem vís indamönnum er dulið. — Einnig er ástæða til þess að ætla, að enn séu til mörg dýr, skriðdýr fuglar og skordýr, sem en hefir að engu verið getið á söguspjöldum náttúrufræðinn- ar. Á síðustu hálfri öld hafa fjöl margar dýrategundir verið upp götvaðar. Iðulega hafa vísinda mennirnir fundið dýr þessi eft- ir tilvísun innfæddra manná á hinum ýmsu stöðum. Forsaga þessara uppgötvana hefir oft og tíðum verið hin furðuleg- asta og skrítilegasta. Sögur gengii um það, að grimmir og stórir drekar hefðu aðsetur á óbyggðri eyju í hol- lensku Austur-Indíum. Hinum innfæddu stóð mikill ótti af' drekum þessum. En árið 1912 gekk áhöfn báts nokkurs, er var að perluveiðum, á land á eyju þessari til þess að leita sér vatnsbirgða. Þeim félögum brá meira en lítið í brún, þegar þeir komust að raun um það, að eyja þessi reyndist sama- staður kynlegra skriðdýra, sem þeir báru alls ekki kennsl á. Nú þekkjum við dýr þessi sem hina svonefndu Komododrpka, sem nú eru til sýnis í ýmsum dýragörðum. Innfæddir menn á eyjaklasa þessum héldu því fram, að ann að dýr væri að finna á eyju þarna skammt frá. Dýr þetta líktist mjög apa í útliti og hélt sig í frumskógi eyjarinnar. Enn hefir ekki tekizt að afla ná- kvæmra upplýsinga um dýr þetta, sem hinir innfæddu hafa Frh. á 6. síðu. Tómstundir hermannanna — Hættur bak við víglín- una — Skemmtanir og önnur viðfangsefni fyrir her- sveitirnar — Erfitt viðfangsefni sem herstjórnin reynir að leysa og við þökkum fyrir. FYHSTA HERNÁMSÁRIÐ og' . fram á annað skrifaði ég oft um nauffsyn þess, aff herstjórn- irnar reyndu aff skapa hermönn- unum vifffangsefni í tómstundum þeirra. Það var varla viff því aff búast, aff hægt væri aff efna til slíkrar starfsemi í upphafi stríðs- ins bak viff víglínuna, hvorki hér á íslandi né annars staffar. Þó aff slík starfsemi væri nauffsynleg, þá var þó margt annaff, sem var mörg um sinnum nauðsynlegra. En starf semin var hafin, meffal Ereta hér, þó aff af skornum skammti væri — og mjög fljótt af Bandaríkjamönn- um, er þeir komu hingaff. ÞAÐ ER EINN liðurinn í stríðs- rekstrinum, að efna til skemmtana fyrir hermennina bak við víglín- una, því að hættulegur sjúkdómur vill gera vart við sig meðal þeirra, er þeir eru ekki í víglínunni sjálfri, svokölluð stríðssálsýki. Er hún afleiðing af því að hverfa að heiman í ókunn lönd, gjörsneydd- ur vinum og heimilislegri aðhlynn ingu, einmana og leiður á öllu og löllum, í algerri óvissu um fram- tíðina. Herstjórnirnar þekkja þetta vel og neyta allra bragða til að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm. ÉG HEF ÁÐUR drepið á það, að Bandaríkjamenn leggja mjög mikla áherzlu á að uppfylla tómstundir hermaimanna, efna til skemmtana fyrir þá, gefa þeim tækifæri til þess að iðka íþróttir, lesa, hlusta á konserta og horfa á leiklist. Þetta hefur sífellt aukizt hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir komu hingað- — og sérstakir full- trúar herstjórnarinnar hafa þetta hlutverk með höndum. Ég hejf kynnzt þessari starfsemi nokkuð, og ég dáist að henni. Er undravert hvað langt hefur verið komizt í þessa átt hér á landi, þrátt fyrir nær ómögulegar aðstæður. Eru leikhús hersins gott dæmi urh þetta og enn fremur það, sem þessi leikhús hafa upp á að bjóða. AÐ SJÁLFSÖGÐU er það mik- ils virði að láta hermennina sjálfa halda slíkri starfsemi uppi, eins mikið og hægt er, enda er það gert og eru meðal hermannanna marg- ir, sem á ýmsum sviðum geta á myndarlegan hátt efnt til skemmt- ana fyrir félaga sína, en auk þess hefur Bandaríkjastjórnin mikinn fjölda leikflokka, söngvara, töfra- menn, músíkanta o. s. frv. í þjón- ustu sinni og ferðast þeir meðal herstöðvanna og efna til skemmt- ananna. í þessum hópum eru fyrsta flokks listamenn, en reynt er að gera flokkana sem fjöl- breyttasta, svo að tilbreytingar séu 1 skemtununum. BANDARÍKJAMENN hafa sýnt hér mörg leikrit og efnt til margra skemmtana síðan þeir komu hing- að. Á sunnudagskvöld sýndi flokk- ur listamanna í fyrsta sinni fyrir hermennina ýmsar listir, sem tók- ust prýðilega. Voru þar söngvarar, dansarar, akrobatar, hljómlistar- menn og töframenn, sem gerðu mann alveg forviða með frábærum huglestri. Fle'stir úr þessum flokki hafa ferðazt víða meðal .herstöðva Bandaríkjamanna og ég fann vel að þeir voru að minnsta kosti au- • fúsugestir þarna, því að hermenn- irnir skemmtu sér kostuglega. ÞAÐ ER AUÐFUNDIÐ, þegar maður kemur á svona skemmtun, eða maður skoðar híbýli og aðbún- að bandarísku hermannanna, að það er mjög hugsað um það að búa sem bezt að þeim, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Maður verður ekki var við stétta- eða metorða- hroka. Og þó vantar ekki aga og reglu. Við hljótum að láta gleði okkar í Ijós yfir þessu, því að þó að það sé mikils virði fyrir hernað Bandaríkjaþjóðarinnar að gera allt, sem mögulegt er að halda við andlegu og líkamlegu heilbrigði hersveitanna, þá er það líka mik- ils virði fyrir okkur Islendinga. Það eru miklar hættur því sam- fara, þegar erlendur her setzt að í ókunnu landi, og lifir í tvíbýli við heimaþjóðina. Og þó að nokkur slys hafi orðið, þá má fullyrða að það, sem gert er fyrir hermenn- ina í tómstundum þeirra, hefur komið í veg fyrir vandræði — og þau mikil. ÉG HITl'I einu sinni hermann af tilviljun, og tókum við tal sam- an. Þetta var vel gefinn piltur og mentaður. Hann hafði komizt £ kunningsskap við íslenzka fjöl- skyldu. Hann sagði við mig: „Ég var búinn að vera hér í 6 mánuði, áður en ég talaði við nokkurn ís- lending. Eg gegndi skyldustörfum mínum dag eftir dag og viku eftir viku. Ég horfði allt af á sömu veggina í bragganum mínum og talaði alltaf við sömu kunningj- ana. Ég var að verða vitlaus. Stundum rölti ég niður í bæ, þegar ég átti frí, hékk á götuhornum, glápti á fólkið, leit inn á knæpur og fór út og heim í braggann og háttaði. Drottinn minn! Það var ljóta lífið.“ HANN SKILDI það vel, að ís- lenzk heimili eru svo fá, og að það breytir mjög heimilislífinu þegar stöðugur gestur er seztur að — og sum heimili hafa skemmzt mjög við það. Við skiljum aðstöðu hermannanna og líf þeirra. En sjálf getum við ekki að gert, af því að við hiöfum svo brýnum skyldum að gegna gágnvart okkur sjálfum, heimilum okkar og börn- um okkar. Þess vegna þykir okk- ur mjög vænt um þá starfsemi, sem haldið er uppi fyrir hermenn- ina, og' það er vel, er íslenzkir listamenn taka þátt í þeirri starf- semi. Hannes á horninu. ennilásar fyrirliggjandi. Lífslykkjabúðin h.f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.