Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 2
AUÞYÐÚBLAÐIÐ Finuntudagur 17. febrúar 194S Kennarar Tónlistarskólans. Tónlistarholl í Reykjayík* Sitjandi frá vinstri til hægri talið: Dr. Heinz Edelstein, Anna Sigríður Björnsdóttir og Björn Ólafsson. Standandi, einnig tal- ið frá vinstri: Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson, Victor von Ur- bantschitsch og Karl Ó. Runólfsson. Einn kennarann, Þorvald Steingrímsson, vantar á myndina. Fiskveiðaráðstef nan i London: ísland vildi ekki sampykkja 3ja illia laidbelilsiiin. ....■».—— Báru fram rökstuddar óskir um að 4 mílna lína yrði viðurkennd. Nýr franskur sendikennari kominn. Viðtal við Madame de Brézé... HINGAÐ er kominn fransk- ur sendikennari, madame de Brézé, og mun hún starfa hér um nokkurra mánaða skeið á vegum Allianse Fransaise. Mun frúin kenna við háskól- ann og auk þess mun hún flytja þrjá fyrirlestra fyrir almenn- ing og hafa námskeið í frönsku. Fyrsta fyrirlesturinn flytur hún 8. marz n. k. í háskólan- um og fjallar hann um skáldið Guy de Maupassant. Næsti fyrirlestur verður 15. marz, um skáldið Charles Péguy, en sá þriðji og síðasti um fransk- an nútímaskáldskap og verð- ur hann fluttur 22. marz. Allir fyrirlestrarnir verða fluttir milli kl. 6 og 7. Blaðamenn áttu í gær tal við madame de Brézé, á heim- ili Péturs Þ. J. Gunnarssonar, forseta Alliance francaise. Þar var ,og staddur Magnús Jóns- son, frönskukennari. Frúin er mjög vel menntuð kona, hefir stundað nám við Sorbonne háskólann í Frakk- landi og numið bókmenntir og lög. Hún hefir verið búsett í London síðan 1930, en síðast kom hún til Frakklands árið 1938. Hefir hún flutt fyrirlestra við King’s College og London School of Economice, sem Sir William Beveridge veitir for- stöðu. Madame de Brézé kvaðst ver^ mjög feginn því, að vera komin hingað til lands. Hún hefði fengið allglögga hug- Frfi. á 7. sáðu. FjHEpætt fjárðflnnarstart- semi Tónlistarfélagsins Sýning íslenzku óperettunnar usn mán- aðamót og konsert samkórs’ félagsins. Y T IÐ HÖFUM ákveðið að reisa Tónlistarhöll hér í Reykja- * vík strax og fer að draga úr dýrtíðinni. Við höfum haf- ið fjársöfnun til þessa menningarfyrirtækis og okkur verð- ur vel ágengt. Við gefum út verk Hallgríms Péturssonar og ævisögu hans og ágóðinn af þessari útgáfu rennur til Tónlistarhallarinnar. Tón- listarmenn halda konserta málefninu til stuðnings og um mán- aðamótin hefjast sýningar á fyrstu íslenzku óperettunni, en all- ur ágóðinn af þeim sýningum rennur einnig til hallarinnar.“ . .. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatil kynning frá utanríkis- málaráðuneytinu um 'fiskveiðaráðstefnuna í London s. I. haust. A SÍÐAST liðnu sumri barst ríkisstjórninni boð brezku stjórnarinnar, um að senda íslenzka full- trúa á ráðstefnu, er halda skyldi í London þá um haust- ið, til þess að undirbúa þar samkomulag þjóða á milli um eftirlit með fiskiveiðum í Norður-Atlantshafi og Norð ur-íshafi, svo og um vernd á ungfiski. íslenzka ríkisstjórnin tók þessu boði og valdi fulltrúa af sinni hálfu til þess að sækja ráðstefnuna, þá Stefán Jó'h. Stefánsson alþm. og hæstarétt- arm.flm., er var formaður sendi nefndarinnar, Árna Friðiksson fiskifræðing og Loft Bjarnason útgerðarmann. Ráðstefna þessi var haldin í London 12.—22. okt. s.l., að báðum dögum meðtöldum, og mætti þar einnig, sem skrifari íslenzku sendinefndarinnar, Ei- ríkur Benedikz, 2. sendiráðsrit- ari við sendiráð íslands í London. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 15 ríkja, eða frá íslandi, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi, írlandi, Ný- fundnalandi, Noregi, Póllandi, Porútgal, Spáni, Svíþjóð Bret- landi og Bandaríkjunum. Aðalverkefni ráðstefnunnar var að undirbúa nýjar og víð- tækar reglur um eftirlit það, er að framan greinir, og ráðstaf- anir í samræmi við það, er framkvæmt væri af öllum þeim þjóðum, er gerðust aðilar að reglum þessum. Á ráðstefnunni náðist sam- komulag um frumvarp að ítar- legri reglugerð um þessi efni, og mæltu allir fulltrúar með því, við ríkisstjórnir sínar, að Frh. á 7. síðu. Þetta sagði Ragnar Jónsson*' forstjóri, formaður Tónlistarfé- lagsins, í gær, en þá bauð Tón- listarfélagið blaðamönnum til sín. Tónlistarfélagið er félagsskap- ^ur 11 áhugamanna, sem hafa hafið tónlistarlíf okkar Islend- ingá á hærra svið — og raun- verulega skapað byltingu á því sviði. Það rekur Tónlistarskól- ann og heldur uppi margvíslegri músíkstarfsemi, sem allir lands- menn njóta góðs af. Og þó býr Tónlistarfélagið og skóli þess við næsta ómöguleg- skilyrði. Það verður að hafast við í hinum svokallaða „Hljómskála“ við Tjörnina, sem Páll Isólfsson skóla stjóri Tónlistarskólans gaf ömur- lega lýsingu á í gær, enda var og sjón sögu ríkari. I þessu húsnæði verða um 80 nemendur skólans og 8 kennarar hans að starfa — og er það næsta ótrúlegt hvaða árangri er hægt að ná, er maður kynnist húsnæðinu. Tónlistarskólanum var ætlað rúm í Þjóðleikhúsinu. Félagið fékk þar afnot af tveimur her- bergjum, sem það innréttaði sjálft, en er húsið var hernumið, varð skólinn að víkja. Fær hann vonandi herbergi sín aftur, er herinn hverfur úr húsinu. Blaðamennirnir fengu að líta á og heyra í hinum nýju hljóðfær- um Tónlistarfélagsins. Þau voru keypt frá London úr safni ein- staks manns, en áður munu þau hafa verið eign pólskrar hljóm- sveitar. Þessi hljóðfæri kostuðu um 80 þúsundir króna. Þau eru 40 að tölu. (28 fiðlur, 6 bratsar, 4 celló og 2 kontrabassar. „Þetta eru beztu hljóðfæri, sem við höfum eignazt,“ sagði Ragnar Jónsson. „Sumar fiðlurn- ar eru afbragðs hljóðfæri gerðar af snillingum í fiðlusmíði. Ein fiðlanna er frá árinu 1708 og önnur frá 1850.“ „Þessi nýju hljóðfæri bæta úr ákaflega brýnni þörf. Beztu lista- menn okkar hafa ekld getað not- ið sín vegna skorts á nógu góð- um hljóðfærum.“ UTGÁFAN AF VERKUM HALLGRÍMS PÉTURSSONAR Útgáfa Tónlistarfélagsins á verkum Hallgríms Péturssonar hófst í haust með útgáfu Passíu- sálmanna. Er það hin fegursta útgáfa. Næsta bindið kemur út í haust og verður það ævisaga Hallgríms, sem síra Vigfús Jóns- son í Hítardal, bróðir Finns bisk- ups, ritaði. — Taldi formaður Tónlistarfélagsins að útgáfunni yrði lokið á 4—5 árum. Tónlistarfélagið græðir mynd- arlega fjárupphæð á útgáfu Pass- íusálmanna, en auk þess hefir það ýmsar aðrar leiðir til fjár- öflunar. Hafa Samkór Reykja- víkur og Karlakór iðnaðarmanna efnt til söngskemmtana og látið ágóðann renna til Tónlistarhall- arinnnar. Þá hefir félagið stofn- að samkór um 50 manna óg kvenna og heldur hann fyrstu Frh. á 7. síðu. Séra Jóhann Þorkels- son látinn. S .ERA JOHANN ÞORKELS- SON fyrrum dómkirkju- prestur lézt að heimili sínu hér í bænum á aðfaranótt miðviku- dags. Hann var orðinn háaldr- aður maður og átti langan og annasaman starfsferil að baki. Sr. Jóhann fæddist að Víði- keri í Bárðardal 28. apríl 1851. Hann vígðist til prests árið 1877. Dómkirkjuprestur varð hann árið 1890 og gegndi því embættii til ársins 1925. Hann var vinsæll drengskaparmaður og naút hins mesta trausts, enda samviskusamur og gegn embættismaður. Kaupgjaldið. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að í töflunni um kaupgjald á ýmsum stöðum var allstaðar átt við almenna skipavinnu. Náttúrulækningafélag íslands heldur fund í húsi Guðspekifé- lagsins við Ingólfstræti kl. 8V2 í kvöld. Meðal fundarefnis er fyrir- huguð stofnun matsölu á vegum Náttúrulækningafélagsins. Síjórn Dagsbrúnar sfofnar effirlifslið Skipað 100 mönn- um og á að vaka yfir löglegri fram- kvæmd verkfallsins Stjórn stofnað Dagsbrúnar hefir 100 manna eftirlits- lið, sem hún kallar, í þeim yfir- lýsta tilgangi, að vaka, í sam- vinnu við lögregluna, yfir lög- legri framkomu hins boðaða verkfalls, ef til kemur. Hefir félagsstjórnin ritað lög- reglustjóra bréf um þetta, svo- hljóðandi: „Herra lögreglustjóri! Eins og yður mun kunnugt vera, hefir félag vort lýst yfir vinnustöðvun hjá atvinnurekendum frá og með 22. febrúar næstkomandi, verði nýir samningar ekki undirritaðir fyrir þann dag. I tilefni af þessu hefir stjórn félags vors tilnefnt eitt hundrað menn úr hópi félagsmanna vorra, sem eftirlitslið með eftirfarandi verkefnum: 1) Hafa vinsamlega samvinnu við lögreglu Reykjavíkur um eft- irlit með framkvæmd ákvæða vinnulöggj af arinnar og ákvarð- ana félags vors varðandi væntan- legt verkfall. 2) Skrásetja nöfn þeirra manna, er gerast kynnu brotleg- ir við ákvarðanir félags vors eða vinnulöggjöfina. 3) Sjá um, að verkfallið fari fram skipulega og á friðsamlegan hátt. I stjórn eftirlitsliðsins hafa þessir menn verið skipaðir: Eð- varð Sigurðsson, Litlu-Brekku, Ingimundur Guðmundss., Flóka- götu 1, Guðmundur Jónsson, Bergþórugötu 7. Ef henta þykir, mun tala eftir- litsliðsins verða tvöfölduð, og mun yður þá verða tilkynnt það sérstaklega. Frekari upplýsingar erum vér reiðubúnir að láta í té.“ Sigurgeir biskup farinn vestur um haf. Sigurgeir biskup á heimili sínu ásamt Borleis, kapellán í her Bandaríkjanna hér. FYRIR nokkru var frá því skýrt, að biskupinn, Sigur- geir Sigurðsson yrði fulltrúi rík isstjórnar íslands á tuttugu og fimm ára afmæli Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi í þessum mánuði , . Blaðinu var tjáð í gærkvöldi, að biskupinn væri nú kominn vestur, en hann lagði af, stað héðan loftleiðis í fyrramorgun. Skipun biskupsins til að vera fulltrúi íslenzku ríkisstjórnar- innar við þetta tækifæri, hefur Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.