Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 6
_____________ALÞYÐUBLftOIÐ_________ iohan Falkberget — Höfundur útvarpssögunnar. Kýl pelsjafcklni. IÞað er kvikmyndastjarnan Ann Savage, sem nýlega eignaðist þennan pelsjakka og er að sýna hann á mynd- inni. HVAf) SEGJA HIN BLÖÐLN7 Frh. aí 4. sí6u. 'þykkt, — að stofnunin 17. júní er ekki lengur stjórnarslcráratriði, sem þingið ekki getur breytt, er það hefur endanlega samþykkt stjórnarskrána, — heldur bara einföld þingsályktun, saj’m hægt væri fyrir þingið að hringla með og breyta allt þetta misseri og hafa Alþýðuflokksleiðtogarnir gengið út frá því að það yrði gert, eins og sýnilegt er af Alþýðublaðinu. Það væri með öðrum orðum sköpuð hætta á frestun — og Alþýðublað- ið lýsir því yfir að Alþýðuflokk- urinn ætli að nota sér þessa glufu, til þess að reyna að spilla málinu: fá stofnuninni frestað fram yfir stríð. Þannig væri málinu stofnað í ó- þarfa hættu, aðeins til þess að þóknast þessum mönnum, sem ætla að vinna að því að spilla því. Og, ef þessi samkomulagsfregn reynist sönn, þá hefur íhald og Franjsókn með því rofið samstarf- ið við Sósíalistaflokkinn í lýð- veldisnefndinni, eyðilagt þau sam- tök lýðveldisflokkanna, aðeins til þess að þóknast nokkrum andstæð- ingum lýðveldistofnunarinnar 17. júní. Væri sannarlega illa farið, ef svo reyndist." Já, það væri „sannarlega illa farið“ — ekki satt? — ef sam- lcomulag og þjóðareining næð- ist um skilnaðarmálið og lýð- veldisstofnunina?! Þannig lítur Þjóðviljinn að minnsta kosti á það mál. Um það verður ekki efast. Myndasafn fyrir börn og unglinga heitir bók, ef fært þastti að kalla það því nafni, sem kom í bókaverzlanir í gær. í raun og veru eru þetta að- eins auð blöðin, en mjög handhæg og mátuleg fyrir þá, sem safna myndasögum reykvísku dagblað- anna, til þess að líma myndimar inn í. Pappírinn er dálítið loðinn og sígur vel í sig lím. Þetta er orðfæsta bók á íslenzka tungu, sem út hefir verið gefin, en fæst orð hafa minnsta ábyrgð, og bókin kemur án efa að góðum notum og í góðar þarfir hjá yngstu lesendum biaðanna. Frh. af 4. síðu þannig sögur, fjárlagaskáldin hérna á íslandi! . . . Höfundur Eli Sjursdotter er Johan Falkberget, en hún er svo gerólík Bör Börson, að það er eins og þessar bækur séu eftir tvo óskylda höfunda. Og beztu bækur Falkbergets, Lisbet paa Jarnfjeld, Den fjerde nattevakt og stórvirkið Christian Sextus, (I.—III.), eru hvorki líkar Bör Börson né heldur Eli Sjursdotter — þó að þar beri raunar minna á milli. 3. Reyrós heitir námabær í Nor egi, orðinn til um miðja 17. öld. Hann heyrir til Þrændalög- um, en vötn úr umhverfinu falla ýmist norður eða suður, | því að í rauninni stendur Rey- | rós uppi á heiðum — milli j Dofrafjalla og Jamtalands, Austurdals og Þrændalaga. Daladrög og dalverpi, ásar, höfðar og sléttur, hamrar og hvilftir eru umhverfis Reyrós, vötn á strjálingi, ár, lækir og fossar. Gróðurinn er gras og lyng, einir og birki. Á Reyrós- heiðum varð úti árið 1719, í ofviðri og þreifandi byl, Arm- feldt, einn af herforingjum Karls XII., og allt lið hans, fjögur þúsund manns. Það er málminum, koparn- um, sem Reyróssveitirnar eiga að þakka sína frægðarsögu. Þegar málmnámið hófst, dreif þarna að fólk úr ýmsum átt- um, en sumt hvarflaði þaðan aftur, og svona hefir þetta ver- ið lengstum, — fallið þar að og út. Margir af yfirmönnum, æðri og lægri, voru Danir eða Þjóð- verjar — eða aðrir útlendingar og námamennirnir voru Tékk- ar, Finnar, Danir, Þjóðverjar, en þó fyrst og fremst Norð- menn og Svíar, og Svíarnir einkum frá Jamtalandi. Eftir styrjöldina miklu á Norður- löndum, sem lauk skömmu eftir fall Karls XII., kom t. d. stór hópur Karlunga frá Jamta- landi til Reyróss. Sumir af þeim mönnum, innlendum og erlend- um, sem fluttust til Reyróss, byggðu sér kofa úti á heiðun- um, í daladrögum og skjólgóð- um hvömmum, ræktuðu tún- blett og komu sér upp skepn- um. Það varð síðan'að vana, að mánaðartíma að sumrinu var rekstri námanna hætt, til þess að námamenn gætu heyjað fyr- ir skepnur sínar. Sum smábýlin urðu svo smátt og smátt að sæmilegum bújörðum, sem menn gátu lifað á með fjöl- skyldur sínar, án þess að vinna nema hlaupavinnu við málm- nám eða málmhreinsun. Eins og geta má nærri — af því, sem áður er sagt — átti sér stað allmikil blöndun ýmissa þjóð- erna í Reyrósi og sveitinni í kring, og skáldið Johan Falk- berget er ekki einungis af norskum ættum. Hann er fæddur á smábýlinu Falkiberget hinn 30. september 1879, og hann verður því hálf- sjötugur á hausti komanda. Móð- urfaðir hans var af sænskum ættum, og ætt móðurömmunn- ar var blönduð þýzku blóði, en faðir Falklbergets var af gáfaðri og góðri bændaætt í Austurdal. Móðurforeldrar Falkbergets höfðu numið land skammt frá í Reyrosi, höfðu ræktað smábýl- j ið Falkberget, eða Valshamar, en faðir hans var annars einn $1 af undirverkstjórum námafé- lagsins á Reyrósi. Hann var greindur maður og hafði áhuga á þjóðmálum og las frjálslynd blöð úr höfuðstaðnum. Hann las einnig góðar skáldsögur. Móðir skáldsins var kona söngelsk og draumlynd og hafði yndi af að ráfa ein um auðnimar. 1 Falkberget byrjaði á níunda ári að vinna í námum, og var hann síðan námaverkamaður þangað til hann var 27 ára gam- all. Hann var snemma bók- hneigður og um fermingu byrj- aði hann að skrifa blaðagrein- ar, en skáldsagnagerðina hóf hann 17 ára gamall. Hann fékk ekki aðra slcólafræðslu en þá, sem barnaskólinn veitti, og þar hneigðist hann mest að landa- fræði og sögu. Þá er hann gekk til prestsins, var vísað frá tveimur fátæk- um piltum, sem áttu heima á heiðarkotum og höfðu lítillar fræðslu notið. Þá rann Johan Falkberget kapp í kinn. Hann mótmælti. Nokkru síðar gerði prestur honum boð að finna sig. Erindið var að láta hann vita, að honum væri vísað frá, ekki vegna kunnáttuleysis,- heldur vegna framkomu sinnar. Þá hleypti drengur brúnum og sagði að hann skyldi skrifa um það í iblað þeirra Reyrrós- manna ef prestur ekki fermdi hann og piltana frá heiðarkot- unum. Það varð að samningum, að Falkberget og annar piltur- inn skyldu verða fermdir. Hinn mun hafa reynzt svo lítill guð- fræðingur, að ekki væru tiltök að láta hann sleppa við frekara nám. Falkberget varð snemma áhug^samur um opinber mál og ákveðinn jafnaðarmaður. Og hann vakti um nætur og skrif- aði greinar og -sögur. Frá því hann var 23 ára og þangað til hann varð 28, komu úteftirhann fimm skáldsögur. Þær voru engar stórar, og ekki voru þær heldur veigamiklar, og hvorki Falberget né aðrir telja þær til fagurra bókmennta. Þær voru gefnar út af lítt þekktum mönn- um, ekki sérlega vandaðra. Höf- undurinn hafði svo hvorki upp úr þeim fé né frama. En hann var ákveðinn í því að verða skáld og leggja eingöngu fyrir sig ritstörf. En þar var ekki svo létt um vik. Hann hafði kvænzt tvítugur, og brátt varð hann faðir. Og skáldskapurinn gaf ekki mikið af sér — enn sem komið var. En árið 1906 sótti Falkberges urti ritstjórastöðu við verka- mannablaðið Nybrot í Álasundi. Honum var veilt staðan, og þó að hún væri rýr, þá þótti honum nú heldur en ekki vænkast sinn hagur. Hann var þó ekki lengi ritstjóri í Álasundi, og 1907 fer hann til Oslóar og fékk þar gefna út bókina Svarte fjelde, sem vakti mikla athygli. Og á ár unum 1907—1910 rak hver bók- in aðra um svipað efni, ýmist smásögur eða stuttir rómanar, alls sjöi bækur, og allar eru þær svipaðar að blæ og máli, þó að raunar sé stílleikni skáldsins meiri í hinum síðari en þeim fyrri. Einna merkastar þessara bóka munu vera Ved den evige sne og Urtidsnat, en med Svarte fjerde var það, sem Falkberg- ed vann sinn fyrsta sigur. Þyk- ir árið 1907 ailmikið merkisár í bókmenntasögu Norðmanna. Þá kom út sú bók Johans Falk- berget, sem í rauninni er talin fyrsta skáldverk hans — og þá voru gefnar út fyrstu bækur þeirra Sigrid Undset og Olav Duun, Frú Martha Oulie og Log- lege skruvar og anna folk, en Falkberget, Undset og Duun eru hin miklu sagnaskáld sinn- ar kynslóðar í Noregi. Þetta sama ár kom líka út fyrsta bók Elsters hins yngra, en hann er eitt af merkari sagnaskáldum Norðmanna á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, mikiisverður ritdómari og höfundur stórrar noskrar bókmenntasögu'. Þá má ekki gleyrna því, að fyrsta ljóða- bók töframannsins, Hermanns Wildenwey, Nyinger, kom út 1907. 4. Bækur Falbbergets, Svarte fjelde og þær, sem komu út á næstu árunum, vöktu ekki at- hygli bókmenntamanna vegna þess, að þeim virtist þarna vera á ferðinni frábær listamaður eða stórskáld. En þarna var í fyrsta sinn í bókmenntum Norðmanna lýst lífi námaverkamanna, og auk þess kom þarna fram mann- tegund, * sem áður hafði varla sézt á sviði bókmenntanna. Það voru norskir eða sænskir bænda- synir, rotlausir í tilverunni, villtir og berandi í brjósti ríka ófullnægða þrá. Þeir voru hin- ir ágætustu verkamanna, töldu það ekki samrýmast sóma sín- um að draga af sér við verk. En þeir drukku og slóust og gripu jafvel til hnífsins, og þeir voru fjöllyndir í kvennamálum. Þeir voru ekki heflaðir í orði, og hinir norsku blönduðu mál sitt sænskum orðum, einkum blótsyrðum. Þá er rallararnir höfðu um hráð unnið á einum og sama stað, kom óróin yfir þá, og svo fóru þeir til næstu borgar, drukku þar gjarnan út hvern eyri, en lögðu síðan af stað fótgangandi í atvinnuleit — til næstu námu eða þangað sem verið var að leggja nýja járnbraut, nýjan veg, virkja fallvötn eða reisa verksmiðjur. Þeir betluðu sig bæ frá bæ, sveit úr sveit, sultu oftast meira og minna, og þetta kölluðu þeir að vera paa luffen. Vegna þess, að þeir voru óháðir og rótlausir og höfðu óákveðna löngun til einhvers betra en þeir áttu við að búa, urðu þeir djarfir fram- herjar verkalýðshreyfingarinn- ar, og það eru svo einmitt þess ir menn, sem mest koma við sögu í hiriu stóra skáldriti Upp- dals, Dansen gjenom skugge- heimein. . . . Lífi .rallaranna og einnig þeirra heimaverkamanna, sem höfðu fast aðsetur, lýsti Falk- iberget af fullu raunsæi með til- liti til lífskjara og siðmenningar, en hins vegar var ávallt einhver furðulegur ævintýrabjarmi yf- ir mannlýsingum hans. Rallararnir í sögum hans tvinnuðu raunar saman blóts- yrði, drukku, slógust, lifðu í lausíæti, voru trylltir af heift og beiskju — en samt var líkt og ofan frá félli yfir þá einhver undraljómi, gegnumlýsti þá, sýndi saklausa, hreina, tregandi og löngunarþrungna sál undir hami villidýrsins. Og einmitt þetta í persónulýsingunum, þessi ljómi að ofan, er eitt hið mest áberandi einkenni Falks- bergets sem rithöfundar, fyrr og síðar. . . . En það var fleira en þegar hefir verið á minnzt sem dró athyglina að hinum áð- urnefndu bókum hans. Hann töfraði fram í huga lesandans hin undarlega sterku og lítt skýranlegu áhrif auðnanna, fjalla og heiða, vatna og elfa, ljós og litbrigði, mýra og móa, fegurð og angan hins harðfenga gróðrar. Og loks var það málið. Hvílíkt mál! Þarna var hið fagra bókmál blandað alls kon- ar alþýðlegum kringilyrðum og furðulegum orðformum, sænskum slettum, blótsyrðum og skammaryrðum. Hann var ribbaldi og friðar- og fegurð- arspillir, þessi ómenntaði náma- dónli, sögðu sumir. En samt: Það var eitthvað heillandi, eitt- hvað bjart og hreint og innilegt við stílinn, já, þrátt fyrir allt. í sögunni Fimbulvinter, sem kom út 1911, víkur Falkberger að nýju efni. Þar lýsir hann lífi og baráttu smábónda, sem lent hefir í skuldum og banka- valdið kreistir í greip sinni, og Fimmtudagur 17. febrúar 1943 í Brændoffer 1918 segir haim frá einum af sonum sveitanna,, sem fer til verksmiðjuborgar..: þar sem hann í rauninni getur ekM fest yndi. Hann og fjöl- skyldan lifa við þröngan. kost — stundum skort, og hann sér enga leið út úr ógöngunum, gerist sekur við lögin og er full ur beiskju og haturs. Þarna — og eins í Fimbulvinter — sér lesandinn, hvernig þjóðfélags- legt ranglæti og harðneskja naga hið góða í manneðlinu, vekja hatur, vonleysi og hefni- girni. Þessar og hinar aðrar bækur Falkbergets, sem ég hefi nú farið um nokkrum orðum, eru alls ekki í ádeiluformi, en samt sem áður hljóta þær að vekja lesandann til umhugsun- ar um það, hve fjarstætt það er óg vonlaust, að þær manneskj- ur fái notið sín, öðlast menn- ingu og búið sér og öðrum ham. ingju, er verða að lifa því lífi„ sem þarna er lýst. (Niðurlag á mogrun). Er Evrópa dauðadæmd ? (Frh. af 5. síðu.) Svar við þessari spurningu er þýðingarmikið, ekki aðeins fyrir Þýzkaland, heldur einnig fyrir Evrópu og heiminn allan: Sumir saklausir og frjálslynd- ir menn í Ameríku láta í ljós hina ótrúlega barnalegu skoð- un, að það væri ef til vill fyrir- tak, að Stalin tæki við stjórn Þýzkalands. Slíkt einræðisveldi myndi verða ógnun við heims- friðinn, svipað því, sem þriðja ríkið hefði orðið, ef valdadraum ar Hitlers hefðu rætzt. Það eru gildar ásætður til að ætla, að annað þýzka lýðveldið yrði farsælla en hið fyrsta. Einn aðalgallinn á Weimar- lýðveldinu var sá, að það vant- aði styrka lýðveldissinna utan verkalýðshreyfingarinnar. Og verkalýðshreyfingin var klofin og óskipuleg vegna undirróðurs frá Moskva. Að þessu sinni hafa fangabúðir nazista stapp- að stálinu í þá menn, sem munu taka við völdum í Þýzkalandi að ófriðnum loknum, þegar nazisminn er upprættur, og veikleikar Weimarlýðveldisins, sem einkenndu það svo mjög í skiptum þess við afturhaldið, verða horfnir. Fyrir Evrópu re tæpast umt annað að velja en að játast undir og Breta og Rússa, undir yfirráð eða samband, fyrst á. staðbundnum grundvelli, síðar- á Evrópugrundvelli. Vonandi á sambandsgrundvelli. Nú má halda því fram, að Sovétstjórnin hafni sambands- grundvallarhugmyndinni. Það er augljóst mál, að ef gengið yrði að öllum kröfum Stalins, myndi það þýða, að Evrópa yrði stjórnað frá Moskvu. En er það skynsamlegt eða nauðsynlegt að gera ráð fyrir algerum stjórnmálayfirráðum Rússa að ófriðnum loknum? Það er at- hugandi og gefur góðar vonir„ að Rússar hafa á öllum tímum, barizt hraustlega þegar þeir áttu að verja sitt eigið land. Finnar gátu barizt við Rússa í 3 V2 mánuð. Eitt sinn barðist rauði herinn við brezka og franska innrásarheri í Norður- og Suður-Rússlandi og Japana í Austur-Síberíu. En hann beið ósigur þegar Lenin reyndi að ráðast inn í Pólland árið 1920 til þess að flýta fyrir heims- byltingunni. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands ættu að halda fast við, að Atlandshafssáttmálinn og Moskvuyfirlýsingin eigi jafnt við Sovétríkin og Austur-Ev- rópu og allan heiminn. Það myndi skapa hreinna andrúms- loft og veita þjóðum Evrópu rétt til þess að skipa framtíðar- málefnum sínum sjálfar, eftir að hörmungum styrjaldarinnar lýkur óg endurreisn hefst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.