Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYPUBLAÐIB Fimmtudagur 17. febráar 1943 Guðmundur G. Hagalín ; Höfundur útvarpssögunnar. Jolian Falkberget norskt námamatlarinBB, sem varH bæði stérskáM eg stjóramáiamaður. Otgeíandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. ' Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu. Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4908 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hafa orð þeirra ekkert gildi ? HVAÐA GILDI hafa gefin loforð ög gerðir samningar íslenzkra stjórnmálamanna? Þessa spurningu leggja margir fyrir sig í dag, eftir það, sem síðast hefir gerzt á alþingi í skilnaðarmálinu. * Vikum saman hefir verið unnið að því að því er Alþýðu- flokksmenn hafa álitið, að ná samkomulagi á alþingi um af- igreiðslu skilnaðarmálsins og lýðveldisstjórnarskrárinnar í því skyni að skapa sem mesta jþjóðareiningu um þessi örlaga- riku og viðkvæmu mál. Og síð- astliðinn laugardag virtist þetta samkomulag vera fengið , að minnsta kosti milli Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þannig litu í öllu falli þingmenn Al- iþýðuflokksins á það, og að þeir höfðu til þess gildar ástæður, má vel marka á því, að Gísli Sveinsson, formaður skilnaðar- nefndar sameinaðs þings, viður- kennir alveg afdráttarlaust í viðtali við Morgunblaðið í gær, að „áljangurjnn af sajhatölum og samningaumleitunum11 hafi ,,um næstliðna helgi“ verið orð inn sá, „að samkomulag mátti kalla innan nefndanna . . . um að allir flokkar þingsins vinni saman að afgreiðslu þessara mála“ á þeim grundvelli, sem hann tiltekur og er algerlega samhljóða þeim, sem ALþýðu- blaðið skýrði frá á sunnudag- inn. Þetta samkomulag var í þrem ur liðum ll) Þjóðaratkvæða- igreiðsla um sambandsslitin skyldi ekki fara fram fyrr en eftir 20. maí í vor. 2) Flokkarn ir skyldu feeita sér fyrir sem mestri jákvæðri þátttöku í henni. 3) Það ákvæði, að lýð veldisstjórnarskráin skuli ganga í gildi 17. júní í vor, skyldi tekið út úr stjórnarskrár- frumvarpinu, en það sett í stað- inn, að lýðveldisstjórnarskráin öðlist gildi, þegar alþingi ákveð- ur, eftir að hún hefir verið sam- ur liðum: 1) Þjóðaratkyæða- greiðslu. ❖ Sem sagt: Þetta var orðið að samkomulagi síðastliðinn laug-. ardag, að minnsta kosti á miili Alþýðuflokksins, Fralmsókiiar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. En svo líða tveir dagar. Þá, á mánudaginn, flytja forystu- menn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á alþingi, í félagi við forsprakka komm- únista, tillögu til þingsályktun- ar um skipun nefndar til að annast undirbúning hátíðahalda 17. júní í vor, „vegna gildis- töku lýðveldisstjórnarskrár ís- lands þann dag“, eins og það er orðað í þingsályktunartillög- unni! Hvað eiga nú heiðarlegir menn að hugsa um slíka fram- komu? Gísli Sveinsson reynir að klóra yfir þennan loddaraleik með skírskotun til þess, að for- ystumenn hraðskilnaðarflokk- 1. ' / , NORSK SKÁLD: Björnson, Ibsen, Lie, Kielland — allt eru þetta mjög kunn nöfn með- al þórra manna hér á landi, en einnig kannast f jölda margir við Wergeland, Aasen og Garborg, Aftur á móti eru þeir fáir, sem vita nokkur deili á Amalie Skram, sem var nokkurn veginn jafnaldra þeim Kielland og Garborg, og verður að teljast til norskra stórskálda vegna hins mikla skáldverks, Helle- myrsfolket, (I—IV). Af næstu tveim skáídakynslóðum Norð- manna kannast svo allir við Knut Hamsun og Sigrid Und- set — og einnig Johan Bojer. Hins vegar eru þeir ekki margir hér á landi, sem kunna nokkur skil á Hans Kinck, og flestir hinna fáu, sem vita um hann nokkuð verulegt, þekkja hann einungis sem höfund mjög merkilegra greina um ýmsar af persónum íslendinga- sagna, en Kinck var mikið og merkilegt skáld og spekingur að vita, — og einn af hinum mestu áhrifamönnum Norð- manna um bókmenntir og menningarleg viðhorf. Gætti áhrifa hans mjög mikið hjá allmörgum norskum höfun'dum —■ og þeim ekki af lakara tagi — og telja má, að hann hafi að ýmsu breytt skilningi Norð- manna á skapferli og menningu þjóðarinnar frá upphafi vega. Þá er Olav Duun svo til óþekkt ur hér á landi. Hinu ágæta skáldi, Gunnari Gunnarssyni, fannst svo mikið til um Duun, að hann tók sig til fyrir svo sem áratug og þýddi eftir hann bók á dönsku, en bækur Duuns — og ekki sízt sú, er Gunnar þýddi — eru erfiðar viðfangs, og er það áreiðanlega ekki að gamni sínu gert eða til að afla sér nokkurra króna að taka sig til og þýða slík skáldrit. Ann- ars skal þess getið, að pró- fessor A. H. Winsnes segir, að skáldsögur Duuns séu eitt af stóryirkjunum í bókmenntum tuttugustu aldarinnar, en Winsnes er einn af þremur höf- undum hinnar miklu norsku bókmenntasögu, sem Asche- hougs-bókaverzlun gaf út fyrir nokkrum árum. Loks var svo Johan Falkberget, höfund- ur útvarpssögunnar, langflest- um íslendingum með öll-u ó- kunnur, allt til þessa, svo að ekki sé nefndur Kristofer Upp- dal, §em hefir drýgt þá dáð að lýsa í margþættu, sérkenni- legu og stórmerku skáldverki, Dansen gjenom skuggeheimen, upplausn hins gamla bænda- þjóðfélags í Noregi, lífi flæk- ingsverkamanna — hinna rót- lausu bændasona — og hinni miklu nýsköpun, verkalýðs- hreyfingunni, sem fyrir um það bil áratug leiddi að lokum til valdatöku alþýðunnar í Noregi: verkamanna og sjó- manna — og að miklu leyti bænda. 2. Ég man það glögglega, hvar og hvenær ég heyrði Johan Falkberget nefndan í fyrsta skipti. Sumarið 1918 var ég blaða- maður við dagblaðið Fréttir, sem út var gefið í Reykjavík. Ég þóttist hafa talsvert fé í höndum og hafði á leigu stórt og bjart kvistherbergi í Iðnó. Síðla vors kom Stefán frá Hvítadal til Reykjavíkur. Hann hafði þá ekki dvalið þar árum saman, verið í Noregi og vestur í Dölum og strítt við dauðann. Nú var hann hress og furðu glaður. Ég hafði ekki þekkt Stefán áður, en við kynntumst í Unuhúsi. Hann las þar ljóð og brot úr ljóðum, og hrifinn varð ég. Hann á- kvað að gefa út ljóðabók, og hún kom út um haustið. Það voru Söngvar förumannsins. Það varð að ráði, að Stefán skyldi vera herbergisfélagi minn um sumarið, en borða í Unuhúsi. Og þar var yfirleitt komið á kvöldin. Þá var margt talað, mikið ort, en sátt og sam- lyndi ríkjandi. Menn voru róm antískir, framtíðin óljós og ó- viss, en veröldin svo fögur, að menn gátu ekki varizt tárum — sízt í Ijóði. . . . En Stefán var fullmótaður og oftast ógrátandi í sínum ljóðum, þó að klökkvi væri raunar í rómnum. Stefán fór nú að starfa að því að búa kvæði sín undir prentun. En það var seinlegt verk, því að mörg af hinum eldri kvæðum sínum kunni hann ekki sjálfur nema í brot- um, en átti aðeins sárfá í hand- riti. Hann hitti svo að máli vini sína frá fyrri dögum, og man ég, að sérstaklega urðu þeir honum að liði, Erlendur Guð- mundsson, sonur Unu og Unu- húss, Þórbergur Þórðarson, rit- höfundur, og Árni Óla, ritstjóri. En svo var sá annar vandinn, að ýmis af hinuxn nýrri kvæð- um átti Stefán líka í brotum, og sum voru óort — að mestu. Hann hafði því ærinn starfa og vanda, og ékki kastaði hann höndunum til kvæða sinna, hvort sem hann var við nýsmíði eða bræddi saman gömul eða nýleg brot. Ég var vanalega úti á tíman- um frá eitt til fjögur, fimm eftir hádegi. Þá sat Stefán oft- ast við, en stundum vildi það verða, að til hans kæmu menn og ýmist settust upp eða vildu fá hann með sér út. Þess vegna var það, að hann bað mig stundum að loka sig inni, þegar hann fann sig sérlega á valdi andans. Ég man það svo, að dag einn, þegar ég kom heim, hafði Stefán lokið við kvæðið „Hjarta rím“, sem ekki var nýtt, en hins vegar hafði ekki verið nema í brotum. Og nú las skáldið fyrir mér kvæðið, og ég ljómaði því meir, sem lengra leið á lesturinn. Það hygg ég, að ekki hafi verið erfitt að gera sér í hugarlund að lestrinum loknum, hvernig mér líkaði, enda komst Stefán, sem hafði verið dálítið beiskur, þegar ég kom heim, í mjúkt skap og ÞJÓÐVILJINN spyr í fyrir- sögn fyrir aðalritstjórnar- grein sinni í gær: „Hvað er á seyði í sjálfstæðismálinu?“ En greinin, sem á eftir fer, ber það með sér, að mikið hefir komið á blaðið við þá frétt, sem Al- þýðuiblaðið birti á sunnudag- inn, að samkomulag hefði á laugardaginn verið komið á með Alþýðuflokknum, Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæð- isflokknum um afgreiðslu skiln aðarmálsins á þeim’ grundvelli að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandslit fram yfir 20. maí og taka ákvæðið um gildis- töku lýðveldisstjórnarskrárinn- ar 17. júní út úr stjórnarskrár- frumvarpinu, sem nú liggur fyrir í þinginu. Þjóðviljanum hefir bersýnilega þótt það vera ill tíðindi, að eygður væri möguleiki á þjóðareiningu um skilnaðarmálið, þvi hann skrif- ar: „Eftir umræðurnar á þingi um stjórriarskrármálið var Alþýðu- flokkurinn á algeru undanhaldi í þessu máli og auðséð að þeir fáu leiðtogar hans, sem gegn lýðveld- isstofnun stóðu, voru gersamlega einangraðir með þjóðinni. Var nú um að gera fyrir samtök lýðveld- isflokkanna þriggja að fylgja mál- inu fast eftir á þeim grundvelli, er þeir hlöfðu þegar lagt, og láta eng- an bilbug á sér finna. Þessir lýðveldisflokkar komu sér saman um að láta þj óðaratkvæða- greiðsluna ekki fara fram fyrr en seint í maí. Með því var undan- haldsmönnunum gefið tækifæri til þess að geta greitt atkvæði með skilnaðinum. Og ef menn vildu rétta Alþýðuflokksleiðtogunum eittlivert hálmstrá til þess að bjarga sér á frá afstöðu þeirri, er þjóðin fordæmir hjá þeim, þá var þetta nóg, — og lítill vafi er á að þeir þeirra hefðu notað sér það, sem á annað borð geta hugsað sér að vera með málinu. Þeim var með þessu móti gefið tækifæri til að áQfflýsinoar, sem birtast eiga í Alþýðublaðirm, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá,' Hverfisgötu), fsrrir M. 7 að kvðldi. Siisai 4906. glatt, og tók hann nú að ræða við mig bókmenntir. Hann hafði áður talað talsvert um norskan skáldskap, hafði fyrstur getið við mig um Herman Wilden- wey og lesið eftir hann kvæði af mikilli hrifni. Hann hafði líka talað um Per Silve, sem hann dáði mjög, enda hafði hann orðið fyrir nokkrum á- hrifum frá honum. Þá hafði hann minnzt á sagnaskáldið Jens Tvedt, og hafði hann auð- heyrilega haft mikið yndi af hinum sérstæðu bændasögum hans. Og nú ræddi hann um skáld, sam hann hafði aldrei drepið á áður, en lofaði mjög. — Eli Sjursdotter er yndis- leg bók, sagði hann og hristi höfuðið. — Ef þeir skrifuðu (Frh. á 6. síðu.) framkvæma sína skilyrðislausu uppgjöf fyrir þjóðinni á meinlaus- an hátt.“ Menn taki eftir: Hraðskiln- aðarflokkarnir „komu sér sam- an um, að láta þjóðarátkvæða- greiðsluna ekki fara fram fyrr en seint í maí“! Það er nú svo. En hvers vegna kölluðu þeir þá þingið saman þegar 10. janúar? Og höfðu þeir ekki allt síðan í haust talað um þjóðaratkvæða- greiðslu þegar í vetur? Hvað kom þá til, að þeir skyldu allt í einu „koma sér saman“ um að fresta þjóðaratkvæðagreiðsl unni? Máske Þjóðviljinn vildi gefa ofurlítið nánari skýringu á því? Það skyldi þó aldrei vera, að Alþýðuflokkurinn hafi með „undanhaldi“ sínu í umræðun- um á alþingi og utan þings, eins og Þjóðviljinn kallar það, átt einhvern þátt í því? * Síðar í aðalritstjórnargrein sinni í gær ræðst Þjóðviljinn á Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn fyrir að hafa gengið það til móts við Alþýðu- flokkinn í samkomulaginu á laugardaginn, að fallast á, að 17. júní yrði tekinn út úr stjórn arskrárfrumvarpinu, sem gild- istökudagur hennar, og sakar þá um „alvarlegt athæfi“ í sam- bandi við það. Þjóðviljinn seg- ir: „En, ef Alþýðublaðið hermir rétt, þá hafa þeir flokkar, sem fram til þessa störfuðu í samtökum lýðveldisnefndarinnar með Sósíal- istaflokknum, gert sig' seka um mjög alvarlegt athæfi, til þess eins auðsjáanlega að auðvelda Aiþýðu- fjokknum uppgjöfina. Framsókn og íhaldið virðist hafa gengið inn á að fella ákvæðið um 17. júní burt úr stjórnar- skránni. En það myndi þýða, — þó þingsályktunartiílaga um stofn un lýðveldisins 17. júní væri sam- Frh. á 6. stö*. anna hafa aldrei dregið neina dul á það í viðræðunum við for- ystumenn Alþýðuflokksins, að þeir myndu eftir sem áður halda fast við 17. júní sem gild- istökudag lýðveldisstjórnar- skrárinnar, þó að ákvæðið um það yrði tekið út úr henni sjálfri En það skiptir bara engu máli í þessu sambandi, hvað þeir ætl- ast fyrir. Þeir hafa gert sam- komulag við forystumenn Al- þýðuflokksins um það, að í stað þess ákvæðis, að lýðveldisstjórn arskráin taki gildi 17. júní, skuli koma, ,,að hún taki gildi, þeg- ar alþingi gerir um það ályktun eftir að þjóðarat- k v æ ð a g r e i ð s 1 a n h e f i r farið fram‘‘ (orð Gísla Sveinssonar sjálfs í Morgun- þlaðinu í gær). Og hvemig geta því þessir sömu menn samþykkt þingsályktunartillÖgu um það \ á þessu þingi áðurenþjóð- aratkvæðagreiðslan fer fram, að lýðveldis- stjórnarskráin skuli taka gildi 17. júní, nema með því að brjóta heinlínis gefin loforð og gert samkomulag við Alþýðuflokk- inn um afgreiðslu málsins? * Gísli Sveinsson lýkur viðtali sínu um þetta mál við Morgun- blaðið í gær með því að segja, „að sjálfsögðu sé gert ráð fyrir því, að umrætt samkomulag haldist.“ Þetta eru mjög falleg orð. En hver á að taka þau al- varlega eftir það, sem gerzt hefir? Vel má að vísu vera, að hann og þeir aðrir, sem þings- ályktunartillöguna flytja, sjái að sér og taki 17. júní einnig út úr henni. Þar með gætu þeir sýnt í verki að þeir vilji virki- lega, að samkomulagið haldist. En geri þeir það ekki, verða þeir að gera sér það ljóst, að samkomulagið er rofið af þeirra hálfu, og með öllu ófyrirsjáan- legt, hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir afgreiðslu málsins við fyrirhugað þjóðaratkvæði í vor.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.