Alþýðublaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 5
t.augardagur 19. febrúar 1944 *LÞYÐUBL*«U» Þrír forystumenn hinna stríðandi Frakka. DE GAULLE forseti frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar. GIRAUD yfirmaður alls hers hinna stríð- andi Frakka. CATROUX Eulltrúi stríðandi Frakka við austanvert Miðjarðarhaf. Stríðandi Frakk SMÁSAGA lýsir mun betur viðnáminu meðal hinnar frönsku þjóðar en nokkrar skýrslur myndu ger.a. Einhver bezta sagan, sem borizt hefir frá Frakklandi, lýsir mikilvægi útvarps bandamanna. Frakkar gera mikið að því að hlusta á brezka útvarpið, og fréttir þess eru þeim mikil hvatning þess að halda viðnámi sínu áfram og auka það. í hin- um hernumda hluta Frakklands er það þó dauðasök að hlusta á brezka útvarpið. í þeim hluta landsins, sem Vichystjórnin ræður, varðar sú sök hins vegar tveggja ára fangelsi. Frú Dupont, sem á heima í París, vissi, að sonur hennar var flugmaður í liði stríðandi Frakka. Dag nokkurn frétti hún, að hann hefði farizt í á- rásarleiðangri, og hún ákvað að efna til minningarathafnar um hann við Gros Cailloukirkj una. Hún bauð ættingjum sín- um og æskuvinum sonar síns að vera viðstadda minningarat- höfn þessa. Hún hlustaði á fréttir brezka útvarpsins kvöldið áður en minningarathöfnin skyldi hald- in. Þá heyði hún að sonur henn ar hafði hrapað 1 Ermarsund og hefði verið bjargað. Hann var á Bretlandi heill og hraust- ur. Frú Dupont hugðist í fyrstu aflýsa minningarathöfninni. En brátt gerði hún sér það ljóst, að það kynni að hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir hana, því að henni gátu ekki hafa borizt fréttir af syni sínum eftir öðr- um leiðum en gegnum brezka útvarpið. Þegar hún hafði þraut hugsað málið, ákvað hún að láta minningarathöfnina fara fram, án þess að skýra nokkr- um frá því, að henni væri um það kunnugt, að sonur sinn hefði komizt lífs af. Þegar hún kom til kirkjunn- ar daginn eftir, var hún mann- laus með öllu. Allir ættingjar og æskuvinir sonar hennar höfðu einnig hlustað á fréttir brezka útvarpsins. Skýrslurnar eru eigi síður á- hrifaríkar, þótt þær séu hinar óhugnanlegustu. Árið 1942 handtóku Þjóðverjar fimm hundruð manns á einni viku í Parísarborg einni. í hinum her- numda hluta landsins voru meira en tvær þúsundir svo- nefndra ,,kommúnista“ hand- teknar á viku hverri. Fyrstu sex mánuði ársins 1942 voru meira en fimmtán hundruð af- tökur eða dauðadómar í Frakk- landi og Norður-Afríku til- kynntir ópinberlega af Þjóð- verjum eða Vichystjórninni. Flestir þeirra, sem voru teknir af lífi, höfðu verið dæmdir fyr- ir glæpi slíka sem skemmda- ERLENDAR FRÉTTIR skýra að staðaldri frá baráttu hinna stríðandi Frakka utan heimalands síns, en þeir berjast nii með bandamönnum á mörgum vígstöðvum á, sjó, landi og í lofti, og hafa myndað sér stjórn undir forsæti de Gaulle hershöfðingja, hina svonefndu frönsku þjóðfrelsis- nefnd, suður í Algier, sem viðurkennd hefir verið af flestum lýðræðisríkjunum og hefir fulltrúa hjá þeim, þar á meðal hér á landi — Voillery sendiherra, sem og áður var sendiherra franska lýðveldisins hér. Miklu færri fréttir berast af baráttu stríðandi Frakka heirna fyrir undir oki Þjóðverja og leppstjómar þeirra, Vichystjórnarinnar. En nýlega kom í New York út bók um baráttu stríðandi Frakka, „The Figthing French,“ eftir Raöul Aiglon, sem einnig segir nokkuð frá hinni þöglu bar- áítu þar. Sú grein, sem hér birtist, er kafli úr þessari bók. verk, árásir á þýzka hermenn, hjálp við óvinina, fyrir að hafa vopn undir höndum eða telj- ast til fylgismanna de Gaulle, kommúnistaflokksins eða ann- arra þjóðhættulegra félags- skapa. Nú er það vitað mál, að Þjóðverjaf tilkynna áðeins eina aftöku af hverjum fjórum op- inberlega. Það er og alkunna, að þúsundir franskra stríðs- fanga hafa látið lífið í fanga- búðum Þjóðverja. Þegar rætt er um viðnám Frakka, ber að láta ýmissa stað reynda getið, sem til þessa hafa mjög legið í þagnargildi. Hrun I' rakklands orsakaðist eigi hvað sízt af því, að það var orðið al- menn skoðun þar í landi, að viðnámsþrek Breta væri einnig þrotið og styrjöldin svo gott sem til lykta leidd. Almennt viðnám meðal frönsku þjóðar- inn var óhugsanlegt, þar til þeirri skoðun hafði verið vísað á bug. Þeir, sem veittu viðnám, gerðu það mun fremur af því, að þeir töldu það siðferðilega skyldu sína en að þeir teldu sig vera að heyja markvísa bar- áttu fyrir frelsi og sjálfstæði landsins. Þá skorti ekki dirfð og dug til þess að þreyta við- nám við hin erfiðustu skilyrði heldur fulltingi almennings. Það var eigi fyrr en orustan um Bretland var háð, sem augu frönsku þjóðarinnar opnuðust. Ósigur nazistanna í loftinu færði mönnum heim sanninn um það, að viðnámsþrek Breta var fjarri því að vera þrotið, eins og áróðursmennimir höfðu haldið fram, þegar hrun Frakk lands var á næsta leiti. Þetta var augljós sönnun þess, að styrjöldinni myndi ekki ljúka á næstunni, og miklir herskar- ar, sem enn höfðu ekki til víg- valla komið, myndu eiga eftir Ag^U idr* Um gagnrýni á bókmenntimi, listum, kvikmyndum og útvarpi. — Bréf um kvikmyndir og annað um útvarpið. að koma eftirminnilega við sögu ófriðarins. Áhrifanna af sigri Breta gætti fyrst í Parísarborg, Norð ur-Frakklandi, Alsace og á Bretagneskaga. Fulltrúi innan- ríkismála, Philip, komst þannig að orði. — Það, sem er sér- kennilegt við þetta fyrsta ár eft ir uppgjöf landsins, er hinn aug ljósi munur á viðhorfunum í hinum tveimur hlutum Frakk- lands, þeim, sem er á valdi Þjóðverja, og hins, sem Vichy- stjórnin ræður. í hinum her- numda hluta landsins fór við- námið vaxandi svo að segja dag- lega. íbúar hans létu sem þeir vissu ekki af því, að Vichy- stjórnin væri til. Þeir gerðu sér þess glögga grein, að Þjóðverj- arnir réðu lögum og lofum í landinu og að þeir, sem unnu að því að endurheimta frelsi landsins, háðu baráttu sína á erlendri grund undir forustu de Gaulle, hershöfðingja. í hin- um óhernumda hluta landsins var viðnámið þreytt við mun erfiðari skilyrði. Þar voru vin- sældir Pétain viðnámsmönnun- um harla þungar í skauti. Vin- sældir hans hafa að sönnu mjög minnkað, en eigi að síður bera margir virðingu fyrir honum fyrst og fremst vegna þess, að hann kemur mönnum jafnan f.yrir sjónir sem brosmildur afi. Philip átti heima í Lyon, sem var í hinum óhernumda hluta landsins en eigi að síður einhver mikilvægasta miðstöð viðnámsins. Það var í Lyon, sem hundruð þúsundir manns tóku þátt í kröfugöngu á Bastilludeginum árið 1942. Við námsmenn þar í borg nutu á- gætrar forustu, sem hágnýtti sér fljótt og vel sérhvert tæki- færi, er bauðst til að vinna fjandmönnunum óþurftarverk. Dag nokkurn fréttist það, að Framhald á 6. s&ðu. KVIKMYNDAGAGNRÝNI hef- ur alltaf verið léleg í ís- lenzkum blöðum, eins óg yfirleitt öll listagagnrýni hefur setið á hak- anum fyrir pólitískum deilum og slíku rifrildi. Hér er ekki um beina sök að ræða hjá blaðamönn- um eða blaðaútgefendum, heldur stafar þetta ekki að litlu leyti af fámenninu. Það er ákaflega erfitt að fá gðs*. gagnrýnenöur og óháða, þar sem erfitt er að skapa fast- ar gagnrýnendastöður við blöðin, vegna mannfæðarinnar í lanðinu og þar af leiðandi lítíllar út- breiðslu blaðanna. EN ÉG VEIT, að ritstjórum og blaðaútgefendum er nauðsyn þessa mjög ljós, og hefur þetta mikið batnað upp á síðkastið, sérstaklega hvað bókmenntagagnrýni snertir. Hef ég orðið þess, til dæmis, á- þreifanlega var, hvað lesendur Al- þýðublaðsins hafa mikinn áhuga fyrir greinum Guðmundar G. Haga líns um bókmenntir hér í blaðinu, en hann hefur skrifað mikið um bækur og rithöfunda síðustu mán- uðina. En enn stendur til bóta að koma upp fastri gagnrýni á leik- list, kvikmyndum, útvarpi og ýms- um öðrum listagreinum. ÉG FÆ ALLOFT bréf nieð ým- iss konar gagnrýni, sérstaklega á kvikmyndum og útyarpi. En oft er þessi gagnrýni svo full af úlfúð og getsökum, að mér finnst hún vera fremur neikvæð en jákvæð. En þannig má gagnrýni ekki vera. Ég ætla nú að lofa ykkur að lesa tvö bréf, annað er um kvikmyndir og kvikmyndahús, en hitt er um út- varpið: ,NÚMER 13“ SKRIFAR: „ÉG sá fyrir nokkru í einhverju blaði, áskorun frá einhverjum til Tjarn- arbíós, um að sýna aftur myndina um vísindamanninn Paul Ehrlich. Síðan hef ég alltaf verið að bíða eftir, að bíóið yrði við þessari á- skorun, en úr því hefur ekki orðið enn. Bíóið bar því við, að ekki þýddi að sýna myndina vegna þess, að aðsóknin væri ekki nógu mikil. Sem sé: í>að borgaði sig betur að sýna lélegar myndir; þá yrði gróð- inn meiri.“ „ÞETTA SÝNIR VEL hvernig smekkur kvikmyndahúsgesta er, — þeir vilja sem sé helzt ekkert annað en lélegar myndir: grín- myndir, amerískar „jassmyndir“ með lýsingu á næturlífi stórborg- arbúa, karlmönnum í útstoppuðum fötum með ,,sæt“ andlit, grönnum kvenmönnum með vel „flatteruð- um“ andlitum, og söng, sem ekki er upp á íleiri fiska en það, að hvþr meðalmaður getur sungið betur. En þetta allt í heild hrífur unglinga á gelgjuskeiði, og þess vegna eru þetta bezt sóttu mynd- „EN ÞETTA SÝNIR EINNIG, að Tjarnarbíó hefur að noklcru leyti brugðizt því, er menn' bjuggust við af því, og sem mönnum skilzt, að það hafi lofað í byrjun. Menn reiknuðu með að það sýndi góðar myndir og fræðandi. Eftir því sem ég hef lesið í blaði, getur ekkert kvikmyndahús fengið eingöngu góðar myndir til sýningar, allar tegundir verða að fylgja með, og það er vel skiljanlegt. En þau fáu skipti, sem góðar myndir koma til borgarinnar, verður að gera kröfu til, að fólk fái tækifæri til þess aS sjá þær; ekki hætta að sýna þær næstum strax, af því að gróðinn yrði meiri af lélegu myndunum. Það er einmitt sennilegt, að þegar góðu myndirnar eru sýndar, fari hinir venjulegu kvikmyndahús- gestir, þeir, sem stunda bíóin, ekki, heldur þeir, sem sjaldnar fara, og þá má síður búast við fullu húsi í hvert sinn.“ „ANNARS VANTAR alltof oft hjá bíóunum, að þess sé getið í auglýsingum iþeirra, að mynd sé sýnd í síðasta sinn. Menn tapa oft þess vegna af myndum, sem þeir endilega vilja sjá, en búast við að verði lengur sýndar. — Að lokum vil ég segja, að mér finnst Tjamar- bíó ekki geta annað, sóma síns vegna, en að sýna þessa mynd, þar sem þetta er ein af hinum góðu og fræðandi myndum, og fólk hefur óskað eftir að fá að sjá hana; sýna hana að minnsta kosti einu sinni éða tvisvar enp.“ „VELVAKANDI“ SKRIFAR: „Ert þú vel að þér í starfsreglum útvarpsins eða lögum, um það? En því spyr ég þess, að mér og áreið- anlega æðimörgum öðrum, er for- vitni á að vita, hvað í þeim felst, eða hvernig því er markaður bás. Við heyrum talað um hlutleysi, sem það eigi að fylgja, en finxist það tíðum fara eftir mönnum og málefnum, hvernig því er fram- fylgt." „SKAL ÉG DREPA á dæmi því til sönnunar. — Ég vejt til þess, að iðulega eru auglýsingar teknar til meðferðar á þann hátt, að út úr þeim er dregið svo og svo mikið, eða vilji menn ekki sætta sig við það, þá eru þær ekki birtar. Þótt einkennilegt virðist hef ég hvað eftir annað vitað þessari að- ferð beitt, jafnvel þegar menning- armál hafa átt í hlut. Ég heyrði happdrættisnefnd og framkvæmd- arstjóra kvarta undan þessu með- an húshappdrættið var á ferðinni. Ég hef oft heyrt talað um blaða- og jafnvel bóka-auglýsingar, sem ekki hafa fundið náð fyrir augliti útvarpsins. Síðast heyrði ég að Samband bindindisfélaga í skólum, hefði orðið að breyta auglýsingu um útkomu blaðsins „Hvöt“. Út- gefendur höfðu ætlað að auglýsa efni blaðsins, þ. e. fyrirsagnir og ekkert annað. Það var ófáanlegt." „SAGT HAFÐI VERIÐ, að í auglýsingunni feldist áróður. Þetta voru yfirleitt bindindisgreinar, og útvarpsstjóri lítur auðsjáanlega svo á, að menningarstofnun, eins og ríkisútvarpið, megi ekki sýna sig vinsamlegt þeirri viðleitni, að minnka drykkjuskapinn í landinu. Að hans dómi er ríkisútvarpið, ekki slík menningarstofmm, að það megi veita hugsjóna- eða menningarmálum, neitt brautar- Frh. á 6. síðu. ennilásar fyrirliggjandi. Lffsfykkjabóðfn h.f. Hafnarstræti 11. — Sísti 4473.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.