Alþýðublaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 2
2 <MJP»v*>UBLAÐiP Föstudagor 3. man 1941 Fjársðfnnn til danskra Mtamanna i Ssípjóð. Ávarp til ísienzku pjóðarinnar. MIKILL FJÖLDI danskra jlóttamanna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa komizt úr landi slyppir og snauðir, og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfa. Fólk þetta er úr öllum stéttum þjóð- félagsins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. íslenzka þjóðin hefur þegar sýnt Finnum og Norðmönnum samúð sína í verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norður- landaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur hefur verið sýnd- ur. Mun það hafa komið af því, að fram til þessa hafa íslending- ar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma, en nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Sví- þjóð vera einna brýnust þeirra Norðurlandabúa, sem unnt er að rétta hjálparhönd eins og sakir standa. íslendingum hefur vegnað svo vel, þrátt fyrir allar hörm- ungar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styrktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátttakan almenn, erum við færir um að létta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess, að nokkur einstak- lingur taki nærri sér. Væntum vér því, að íslendingar liggi nú ekki á liði sínu, heldur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er bezta hjálpin, enda verði féð sent jafnóðum og það kemur inn. Það má ekki einvörðungu telja rétt að íslenzka þjóðin efni til slíkra samtaka, heldur siðferðilega skylt. íslendingar mega aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðar- málum Reykjavík 1. marz 1944 Sigurður Nordal Kristján Guðlaugsson prófessor ritstj. Vísis, form. M. F. í. Lúðvíg Guðmundsson Ben. G. Waage skólastjóri. forseti í. S. í. Stefán Jóh. Stefánsson Páll S. Pálsson form. Norræna félagsins. form. Stúdentaráðs. Bjöm Br. Bjömsson Gísli Sveinsson tannlæknir. forseti sameinaðs alþingis. Björn Þórðarson Haraldur Guðmundsson forsætisráðherra. form. þingfl. Alþýðufl. Brynjólfur Bjarnason Ólafur Thors form. miðstj. Sósíalistaflokksins. form. Sjálfstæðisflokksins. Eysteinn Jónsson Sigurður Sigurðsson form. þingfl. Framsóknarmanna. form. Rauða kross íslands. Jón Hjaltalín Sigurðsson Guðmundur Ásbjömsson rektor Háskóla íslands. forseti bæjarstjómar Rvíkur. Pálmi Hannesson Magnús Jónsson rektor Menntaskólans. próf., form. Utvarpsráðs. Jónas Þorhergsson Jakob Kristinsson útvarpsstjóri. f ræðslumálast j óri. Skúli Skúlason Sigurður Guðmundsson form. Blaðamannafél. íslands. skólameistari, Akureyri. Ásmundur Guðmundsson Ingimar Jóhannesson próf., form. Prestafélags íslands. form. Samb. ísl. barnakennara. Helgi H. Eiríksson Hallgrímur Benediktsson forseti Landssamb. iðnaðarm. foryi. Verzlunarráðs íslands. Gúðgeir Jónssón Tómas Guðmundsson forseti Alþýðusamb. íslands. form. Bandalags ísl. 1 istamanna. Valtýr Stefánsson Stefán Pétursson ritstjóri Morgunblaðsins. ritstjóri Alþýðublaðsins. Sigurður Guðmundsson Ámi Jónsson frá Múla ritstjóri Þjóðviljans. ritstjóri Islands. Þórarinn Þórarinsson Bjarni Ásgeirsson ritstjóri Tímans. form. Búnaðarfélags Islands. Kristinn Stefánsson Kjartan Thors stórtemplar. form. Landssamb. ísl. útvegsm. Magnús Pétursson Ragnhildur Pétursdóttir héraðsl., form. Læknafél. ísl. form. Kvenfélagasamb. íslands. Daníel Ágústínusson Bjarni Jónsson ritari sambandsstj. U. M. I. vígslubiskup. Steindór Steindórsson Kristjan Jónsson form. Akurey.deildar Norr. fél. form. Isafjd. Norræna félagsins. Jakob Jónsson Jón Thorarensen prestur. prestur. Garðar Svavarsson -■ Ámi Sigurðsson prestur. f ríkirlcj uprestur. Helgi Tómasson Gunnlaugur Einarsson læknir. Stórkostleg vandræði í Reykja vik vegna rafmagnsleysisins. Borgin rafmagnslaus í hálfan annan sólarhring. ðll Iðntyrirtæki stððvuðnst, og neyðarástand var á heimilnnnm Reykjavíkurbær var rafmagnslaus undanfar- inn lVz sólarhring. Hvarf rafmagnið kl. rúmlega 8 á miðvikudagsmorgun, kom um stund kl. 9 um kvöld- ið, en hvarf aftur um miðnætti — og kom ekki aftur fyrr en kl. tæplega 6 í gærkvöldi. Allur iðnaður í bænum stöðvaðist, engin blöð komu út, nær öllum greiðasölustöðum var lokað og fjölda- mörgum skrifstofum, þar á meðal opinberum skrifstof- um t. d. skrifstofum stjórnarráðsins. * Mesta hörmungarástand ríkti á hundruðum heimila í bæmun. Ekki var hægt að elda eða hita vatn, þar sem ekki voru til olíu- eða kolaeldfæri, og svo bættist það við, að mestan hluta mið- vikudags hvarf einnig gas, þar sem það var þó fyrir. Hreinustu vandræði voru að dæla heitu vatni til bæjarins — og var þó Elliðaárstöðin notuð til þess (og handa útvarpsstöðinni, svo að hægt væri að útvarna út um land). En revnt var þó af fremsta megni að dæla heita vatninu, en er líða tók á báða dagana, tæmdust geymarnir og nístandi kuldinn bættist við mvrkrið á heimilum fólksins. Þó að enginn útreikningur liggi fyrir um tjón af völdum raf- magnslevsisins, þá má þó full- yrða, að það skipti milljónum króna. Er ægilegt til þess að vita, að við getum þá og þegar átt von g . n , áað slíkt og þvílíkt endurtaki efrl § fiær. sig. Eru Reykvíkingar að vísu orðnir ýmsu misjöfnu vanir í þessu efni á þessum vetri. Aðfaranótt miðvikudags gerði mikið frost og bfsarok. Var veður ákaflega vont og frostharkan mikil við Ljósafoss. IJndir morg- uninn . stöðvuðust vélarnar og kom í Ijós að ísnálar eða krap hafði setzt í vélar stöðvarinnar og varnað vatnsrennslinu. Stafaði þetta af frostinu og því. að rokið var svo mikið að vatnið lagði ekki. Þegar í stað voru allir verk- færir menn við stöðina, sem Dæmdur úr hemum með smán og í 8 ára þrælkunarvinnu. jL| ERNAÐ ARYFIRVÖLDIN gáfu í fyrradag út tilkynn- ingu um að hermaður sá, sem gerði um daginn tilraun til að nauðga 15 ára gamalli íslenzkri stúlku, sem var á leið til heimil- is síns á Seltjarnarnesi, snemma um kvöldið 16. febrúar, hefði verið dæmdur. Maðurinn var dæmdur burtu úr hernum með smán og í átta ára þrælkunarvinnu. Stiórnarskráin: Til lyrsiu umræðu iild í aær. 1 ST J ÓRN AR.SKRÁRFRUM- VARPIÐ kom til fyrstu umræðu í efri deild í gær, en alþingi hélt fundi báða dagana, þrátt fyrir rafmagnsleysið. — Ekki urðu teljandi umræður um frumvarpið í deildinni að þessu sinni og var því vísað til annarrar umræðu með sam- hljóða atkvæðum. Bæjarstjómarfundor í gær; Yerður raSmagnsverðlð læifkað afitur f Sérfróðir merni eiga að rannsaka bil- anirnar og truflaiiirnar á rafmagninu —----------------------------- BÆJARSTJÓRNARFUNDUR, sem haldinn var í gær, samþykkti svohljóðandi tillögu frá hæjarfulltrúum Al- þýðuflokksins og Árna Jónssyni frá Múla: „Bæjarstjórnin samþykkir að fella niður hækkun þá á verði rafmagns, sem ákveðin var 18. nóvember 1943.“ Mun þessi tillaga koma til annarrar umræðu og úrslita- atkvæðagreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar. Þá var samþykkt að fela hæjarráði að fá sérfróða menn til að athuga, hver ráð verði fundin til að koma í veg fyrir bilanir og íruflanir á Sogsvirltjuninni og rafmagnsveitu Reykjavíkur. Uátlðahðld Nor- rænafélagsins. ■SL5 ÁTÍÐ Norræna félagsins ■*■-" af tilefni aldarfj órðungs- afmælis félaganna verður í kvöld í Hótel Borg og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Aðalræð- una flytur Björn Þórðarson forsætisráðherra. Aðgöngumið ar sækist fyrir kl. 2 í dag. Dagskráin, sem félagið átti að hafa í útvarpinu í fyrra- kvöld, en fórst fyrir vegna raf- magnsbilunarinnar, verður á sunnudaginn kemur. Konsert félagsins verður á sunnudag kl. 1.30 (en ekki kl. 7.30 eins og misprentaðist á að- göngumiðunum). Eru félags- mennirnir beðnir að sækja miðana sem allra fyrst, annars verða þeir seldir öðrum. hægt var að koma við, settir til að reyna að hreinsa ísnálamar eða klakastykkin burtu. Var þetta ákaflega erfitt verk og ill- vinnándi, einnig vegna þess að líklegt var að það væri unnið- fyrir gýg. Reyndist það og svo. Þegar mennirnir höfðu unnið sleitulaust frá því snemma á miðvikudagsmorgun og fram á kvöld,_ var búið að hreinsa svo mikið, að hægt var að setja vél- arnar í gang og setja strauminn á bæinn. En strax sótti í sama horfið, nýjar ísnálar mynduðust og allt stoðvaðist enn að nýju. Var vinnunni enn haldið áfram án nokkurrar hvíldar. Veðrið lægði mjög við Ljósafoss um há- degisbilið í gær, og varð þá hæg- ara um vik og meiri vonir um að vinnan yrði ekki til einskis, og kl. 5.48 í gær var straumnum hleypt á bæinn. Það ástand, sem verið hefir hér í höfuðstaðnum tvo undan- farna daga af völdum rafmagns- leysisins, hlýtur énn einu sinni að vekja þann grun, að eitthvað meira en lítið hljóti að vera bogið við stjórn rafmagnsmál- anna hjá okkur. Menn trúa þv£ ekki, að við þurfurn að vera svo' varnarlausir gegn vetrarveðrátt- unni, sem nú hvað eftir annað hefir komið í ljós á þessum vetri í rafmagnsmálunum. Menn spyrja í því sambandi: Hvernig fara Norðmenn, Finnar, Svíar, Rússar og aðrar norðlæg- ar þjóðir að? Ekki eru frostin og vetrarhörkurnar minni í löndum þeirra en hér. Þó heyrist það ekki nefnt, að orkuver þeirra, lamist né heilar borgir verði raf- magnsláusar. Afreitt |fem löl: mm y Sigríður Eiríksdóttir Þuríður Bárðardóttir form. Hjúkrunarkv.fél. íslands. form. Ljósmæðrafélags íslands. Friðrik Hallgrímsson dómprófastur. ■E* RUMVARPIÐ um réttindi danskra ríkishorgara á ís- landi var í gær afgreiíí sem Iög frá alþingi, en þá gekk það I gegnum þriðju og síðustu um- ræðu í efri deild. Tók frumvarp- ið engum breyíingum í meðferð þingsins, enda gekk það gegnum allar umræður í báðum deildnm án þess að nokkur þjnymaður tæki til míls um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.