Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 6
6 Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- jaas og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vísindin í lífi pjóðanna. Tveir verkamenn um Jén Magraússoii skáld- ið og Iðnaðarmanninn. (Frh. af 5. síðu.) 1835. Þó var það ekki fyrr en undir 1880, sem stræti Lund- únaborgar voru lýst með raf- ljósum. Clerk Maxwell, sem var fyrsti prófessor í eðlisfræði við háskólann í Cambridge, gerði endurbætur á hinni fyrstu uppgötvun á vettvangi rafmagnsins og segulmagnsins árið 1865. Herz jók svo við þátt hans aftur árið 1888, en þó komu þráðlaus símskeyti eigi til sögu fyrr en árið 1890. Eftir það hefir hver uppgötvunin rekið aðra. Því fer alls fjarri, að hin hreinu vísindi séu gróðafyrir- tæki að öllum jafni fyrir þá, sem helga þeim kraft sína. Það orsakast af því, að starf margra manna, er hefir tekið mörg ár, verður til að koma áður en unnt er að fullkomna verk það, sem að er unnið. Verkfræðing- ar þeir, sem stjórna byggingu skipa, byggja á þekkingu, sem á sér tvö hundruð og fimmtíu ára sögu, eða allt frá dögum Newtons til vorra tíma. Ef til vill ætti ég að kveða þannig að orði, að þeir byggðu á þekk- ingu, sem ætti sér tvö þúsund ára sögu, eða allt frá því að Arkimedes var uppi. Þegar þessa er minnzt, liggur það í augum uppi að menn þeir, sem öfluðu þessarar þekkingar kyn- slóð fram af kynslóð hafá ekki auðgazt á þeirri iðju sinni. Það er næsta skiljanlegt, að hin hreinu vísindi hafi löngum átt örðugt uppdráttar fjárhags- lega. Þó munu flestir vera sam- mála um mikilvægi þeirra fyrir einstakar þjóðir og mann- kynið í heild. Þetta orsakast af því, að þótt einhverjir vilji verða til þess að styðja slíka starfsemi, geta þeir ekki vænzt þess að njóta góðs af framlagi sínu, þar eð þróun þessara mála tekur jafnaðarlega svo langan tíma, sem raun ber vitni. Copernicus gat ekki selt einka- rétt á þeirri uppgötvun sinni, að jörðin snerist kringum sól- ina. Sömu sÖgu er að segja um uppgötvun Newtons á þyngdar- lögmálinu. En þegar fram liðu stundir, sannfærðust menn um það, hversu mikilvægt starf þessara manna raunverulega var. Það olli þáttaskiptum meðal annars í hagnýtum efn- (um eins og siglingum til dæmis. Uppgötvanir þessar urðu meðal annars til þess, að nýjar starfs- greinar komu til sögu og eru enn við líði. Mikilvægi þeirra verður því aldrei metið til fjár. Ég hefi hér gert grein fyrir því, hversu hin hreinu vísindi skipta miklu máli fyrir hin hagnýtu vísindi. En ég get ekki skilizt svo við þetta mál, að ég geti ekki jafnframt mikilvægis hinna hagnýtu vísinda fyrir hin hreinu vísindi. Þegar ljúka skyldi uppgötvuninni um raf- magnið var það til dæmis mikl- um erfiðleikum háð að finna nothæfa rafmagnsþræði. Fara- day lýsir því í dagbók sinni, að hann hafi vafið þráðum um segulstálið, sem, að því er ég bezt veit, eru enn í dag notað- ir í kvenhatta. Sömu sögu er að segja um aðrar uppgötvanir og aðra hugvitsmenn. Það að hin hreinu og hagnýtu vísindi fylgist að, gefur fyrirheit um nýjungar og framfarir, sern munu ef til vill eigi síður móta líf vort og framtíð en uppgötv- anir þær, er lögðu grundvöll að hinum nýja iðnaði, gerðu á sínum tíma. Hér er því ekki um andstæður heldur samstæður að ræða. Þess ber að minnast, að vís- indalegar uppgötvanir eru ekki því að þakka, að'einhver ein- stakur maður vinni þrekvirki af einskærri tilviljun. Þar verð- ur þáttur margra til að koma. Vísindalegum uppgötvunum liggja til grundvallar þarfir og siðir menntaðra þjóða. Þær eru og mjög mikið undir því komn- ar, að vísindamennirnir njóti velvilja og fulltingis þjóða sinna og þeirra, er hafa forustu þeirra með höndum. Aukin menntun og betri skipun fjármála er mikið atriði fyrir vöxt og við- gang vísindanna. Vér nútíma- menn eru ekki forfeðrum okk- ar atorkusamari né dugmeiri. En vér höfum aflað okkur meiri þekkingar úr ríki náttúr- unnar síðustu hálfa öld er for- feðrum okkar tókst að afla sér á fimmtán öldum samkvæmt okkar tímatali. Og við munum engan veginn setjast í helgan stein, þótt merkum áföngum á vettvangi vísindanna hafi þeg- ar verið náð. Vér munum þvert á móti leggja á það áherzlu að skapa vísindamönnunum sem bezt starfsskilyrði fullvissir þess, að enn má vænta mikilla n.Ýjunga og framfara frá þeirra hálfu. Vísindin eiga eftir að verða sterkari þáttur í lífi þjoð- arma .en nokkru sinni fyrr, og þeir snillingar, sem helga þeim fræðum líf sitt og starf, munu í komandi framtíð vinna nýja /og stærri sigra til heilla og hamingju fyrir gervallt mann- BLANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðuj við borun eftir vatni og undirbún- ingsframkvæmdir. Búið var að fá leyfi fyrir bor, en hann er enn ekki kominn. Talið er að’ hægt verði að ná miklu betra vatni en er í þessum brunni og er þá mein- ingin að dæla því um þorpið með rafmagni. Var mér sagt áð nú væri unnið að þessu. STARF SJÓMANNA er svo erf- itt og vinna þeirra sjóðaleg, að það verður að búa vel að þeim. Það hefur að vísu aldrei verið gert og fullyrt er við mig að þetta sé sízt verra í Sandgerði en í öðrum verstöðvum, en það er engin bót í máli. Ég get ekki betur séð en að hér verði um að bæta. En allir verða að gera skyldu sína. Eig- endur verstöðvarinnar og sjómenn irnir. Umgengnismenning er eitt fyrsta skilyrðið. Ef hún er í lagi þá mun ekki þolað að vanræktar séu frumstæðustu kröfur manna um sómasamlegt líf. Hannes á horninu. Áheit á Strandarkirju, gamalt og nýtt, frá Þ. kr. 45.00. Sænsk kvikmynd. Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir ágæta sænska kvikmynd, sem heitir „Æskan vill syngja“ (En trallande jánta). Aðalleik- endurnir eru: Alice Baks Nilsson, Nils Kihlberg og Anna-Lisa Eric- son. Hefur verið ákaflega mikil aðsókn að þessari mynd, síðan byrjað var að sýna hana. Tvær greinar 'hafa Alþýðu- blaðinu borizt um Jón Magnússon, skáldið og iðn- aðarmanninn, til viðbótar við hina ítarlegu grein Guðmundar G. Hagalín. Eru þær báðaf eftir reyk- víkska verkamenn, önnur eftir Magnús Gíslason, hin eftir Sigurjón S. Svanberg. Fara greinar þeirra hér á eftir: ENN er fallinn maður í val- inn, sem mikill mann- skaði er að. Ekki einungis fyrir nánustu vandamenn hans, held- ur og fyrir þjóðina alla, því að Jón Magnússon var einn af þeim mönnum, sem vann að dýrmætum arfi handa þjóð sinni. Ég veit að það munu verða ýmsir til að skrifa um Jón Magnússon nú við fráfall hans, og það miklu færari menn til þess en ég. En þó get ég ekki setið hjá, án þess að leggja orð þar að, af því að ég þekkti hann svo vel. Jón var við beykisnám hér í Reykjavík, þegar ég kynntist honum fyrst. Var hann þá nv- kominn úr sinni síhugstæðu sveit — Þingvallasyeitinni. Bar hann þá flest einkenni sveita- drengsins, sem hann í raun og veru sleppti aldrei alveg, þó að hann lifði að mestu -leyti eftir þetta borgarlífi. — Um þessar mundir tók Jón fyrir alvöru að yrkja, og hafði hann ætíð gaman af að láta mig heyra kvæði sin, þó að ég væri ekki skáld, eða dómbær um ljóðagerð. En ég hefi jafnan haft gaman af fallegum kvæð- um, og kvæði Jóns Magnússon- ar voru þegar í byrjun falleg. Sum af fyrstu kvæðum hans birtust í Æskunni og Heimilis- blaðinu. En svo tóku önnur rit, sem talin voru meiri bók- menntarit, en fyrrnefnd blöð, að sækjast eftir kvæðum hans, því að Jón var að komast í skáldatölu, og stóðu þegar von- ir til að hann yrði gott skáld. Þær vonir brugðust heldur ekki, því að Jón Magnússon varð eitt með fremstu ljóðskáld um þjóðarinnar á þessum tíma. Það hafa þegar komið út fjórar ljóðabækur eftir Jón, og mun vera til nægilegt í þá fimmtu af 'kvæðum, sem hann hefir ort síðan sú síðasta kom út. Má þetta kallast mjög mik- ið af manni, sem jafnan hefir haft annað lífsst’arf með hönd- um en ljóðagerðina. En mest er um það vert, að kvæðin eru öll mjög vönduð að efni og formi. Og það munu allir mæla, sem skyn bera á þessa hluti, að Jón hafi sífellt verið í framför á listamannsbraut sinni. Jón var mesti dugnaðarmað- ur, að hverju sem hann gekk, hvort heldur það voru andleg eða líkamleg störf. Og drengur var hann góður í orðsins beztu merkingu, enda hvers manns hugljúfi, þeirra er honum kynntust. Vorið 1930 giftist Jón heit- mey sinni, Guðrúnu Stefáns- dóttur frá Fagraskógi. Fóru þau brúðkaupsför sína á al- þingishátíðina á Þingvöllum, og dvöldu þar um vikutíma. Hygg ég að Jón hafi hvergi fremur kosið að eyða þessum fyrstu sæludögum hjónabands- ins en einmitt þarna við Hvannagjáarbrekkur, sem hann unni svo heitt. Jón mun jafnan hafa talið sig mjög lánsaman, að bindast samvistarböndum við sínía á- gætiskonu, enda var heimilis- líf þeirra til fyrirmyndar. Þar var jafnan gott að koma, og mun flestum hafa fundizt þeir vera þar eins og heima hjá sér — alít var svo hlýtt og lát- laust. í Jón átti við vanheilsu að stríða allmörg ár að undan- förnu, en hann bar krankleika sinn með karlmennsku og still- ingu, og vann með sínum með- fædda dugnaði meðan stætt var.' Síðastliðið ár var heilsan orðin svo lömuð, að hann varð að vera rúmliggjandi langa tíma,- ýmist í sjúkrahúsi eða heima. Síðustu mánuðina vann hann liggjandi í sæng sinni, að nýrri útgáfu á öllum ljóðmæl- um sínum, sem hann mun hafa gert ráð fyrir að kæmu út á þessu ári, hvernig sem færi. — Nokkrum dögum áður en hann fór á sjúkrahúsið til uppskurð- ar, kom ég til hans. Var hann þá að yrkja kvæði, sem mun hafa orðið hans síðasta kvæði. Var það ættjarðarkvæði, og átti að nefnast: ísland. Hann lofaði mér að heyra það, sem búið var af því, og fannst mér það dásamlega fallegt. Sagði ég að þetta kvæði myndi lengi lifa. Hann var búinn með þrjú erindi, en sagðist myndi bæta einhverju við áður en lokið væri. Vonandi veitist mér tæki- færi til að sjá og heyra kvæði þetta síðar, ásamt með öðrum kvæðum harrs. Það var ómetanlegur skaði fyrir fslenzkar bókmenntir, að missa Jón Magnússon svona fljótt. Enginn getur vitað hvað mikið hann hefði átt eftir að gjöra, ef honum hefði hlotnazt lengrá líf. Það þýðir aldrei að reyna til að geta neinar gátur ur slíka hluti. En hann skilur þjóð sinni eftir góðan arf, þó að æfin yrði ekki lengri. Og þjóðin mun , geyma nafn hans meðal sinna beztu sona frá þessum tíma. Blessuð veri minning hans. Magnús Gíslason. IðnaðarDsaðuriiin VIÐ ÚTFÖR Jóns Magnús- sonar skálds urðu margir til að minnast hans sem slíks. En fáest skáld vor, þótt í fremstu röð séu, lifa á skáldskapnum einum saman, og svo var og um Jón Magnusson. Æfiskeiði hans, hinu ytra eða sýnilega, mun einkum mega skipta í þrennt: sveitaveruna. iðnaðar- mannsferilinn • og kaupsýsluár- in. Nú kynntist ég ekki Jóni Magn.issym fy"r en hann hafði runnið hið fyrsta skeið æfi sinn- ar, sem á kafla mun ’hafa verið honum all erfitt. En með því, að rétti efniviðurinn hefir í hon- um verið, munu þeir erfiðleik- ar, ásamt þeirri gæfu hans, að eíga óvenju góða móður, ein- mitt hafa átt sinn drjúga þátt í því að skapa úr honum þá heilsteyptu persónu, sem hann náði að verða og var til hinstu stundar. Það er sem iðnaðarmanns og frábærs samstarfsmanns, sem mig á þessari stundu, langar til að minnast Jóns ]\/r--- með nokkrum hversdagslegum orðum. Árið <1916 hóf hann nám sitt í beykisiðn hjá Jóni heitnum Jónssyni beyki, og lauk því eins og venjulegt er um iðnaðarnám á 4 árum. Þau árin var mikið að gera í þeirri iðn, og þurftu þeir ekki að vera neinir veifi- skatar, sem skiluðu þar full- komnu dagsverki, sem þá var kallað. En sá sem síðar kvað (er hann var að grafa fyrir grunni húss síns að Bjargarstíg 7): „Þótt mér sterkir steinar Miðvikudagur 8. marz 1944. standi mót, á ég afl, að sigra allt það grjót“, stóð hér engum að baki sem burðarmeiri virt- ust vera í flýti við hin erfiðu störf, og ekki var það á kostn- að handbragðsins, því vart gat betri frágang á smíðisgripum en einmitt hjá honum. Jón Magnússon vann ekki störf sín með ól'und eða hangandi hendi, enda hefði það verið ólíkt þeim er kvað: „iSöm er iðjan, ætíð ný óskagyðja mannsins...“ og ,, . . . Starfið er minn styrkur, stál og rönd.“ Margt ljóða sinna, frá hinum fyrri árum a. m. k., mun Jón hafa kveðið við störf sín, en eigi vann hann þá ver en ella, nema síður væri. Þannig varð t. d. Steðjahreimur, hið langa og snjalla hringhendukvæði bans, til að mestu leyti. Yorum við þá tveir einir að sama starfi. Gjörðist hann þá þögull um stund, en tók síðan að smá kíma til mín, og er ég inti liann eftir hvað að honum gengi, hafði hann yfir fyrir mér 3—4 vísur úr þessu kvæði. Og áfram dundu höggin á steðjanum með sýnu meira krafti en fyrr, og vísunum fjölgaði jafnt og þétt, þar til mynduð var upnistaðan í þessu kunna kvæði hans. Það var eftirtektarvert hversu ávallt fór vel á með þeim nöfn- um, Jónunum, nemanum og meistaranum, hinum unga manni nýkomnum úr sveitinni og hinum aldraða manni, sem dvalizt hafði svo áratugum skipti með öðrum þjóðum. Mun þar hafa komið til greina hið andlega atgjörfi Jóns Magnús- sonar, sem snemma kom í ljós, ekki síður en starfsleikni hans. Einhverju sinni er gamli maðurinn var eitthvað úrillur við starfsmenn sína, varð hon- um að orði: ,,Það .er jú eini maðurinn, sem svarar vísilega, Jón Magnússon.“ (íslenzkan að vonum ekki góð eftir um 30 ára dvöl erlendis og á heims- höfunum). En meiningin er auðskilin. Þessum unga manni treysti hann alltaf skilyrðis- laust, jafnvel þótt kastaðist í kekki við ýmsa aðra, sem átti sér þó sjaldan djúpar rætur og var fljótt að firnast. Mátti og glöggt marka það af minning- argrein er Jón Magnússon rit- aði um nafna sinn látinn 1929, skömftiu eftir að hann lauk sínum eigin iðhaðarmannsferli og fór inn á kaupsýslubrautiná, að þetta traust þeirra nafnanna var gagnkvæmt. Og hvernig átti annað.jað.; vera? Ég þekki engan, sem ekki var hlýtt til Jóns Magnússonar og virti hann. Ekki fyrir það, að hann var hið verðandi þjóð- skáld (því skáld geta vitanlega verið upp og ofan menn eins og aðrir), heldur vegna mannkosta hans, því Jón heitinn var vissu- lega hvort tveggja í senn, gott skáld og hið mesta valmenni. Skáldskapurinn og lífið var honum eitt hið sama, heilög köllun. Hvorugt misnotaði hann. Hvort tveggja var í þjón- ustu fains góða, fagra og hreina. Klúryrði eða óhreinar hugsanir er ófinnanlegt í ljóðum hans, heldur ber þar hver ljóðlína vott um siðfágun og heilbrigt hugarfar. Þakjkir og kveðjúr. S. Svanberg. Ullarkjólaefni og silkiefni í mörgum litum. Unnur (horai Grettisgöíu og Barónsstígs). Ofbreiðið Albýðubiaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.