Alþýðublaðið - 08.03.1944, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.03.1944, Qupperneq 8
ftl>YgUBUPB MiSvikudagur 8. atarz 1944. iTJARNARBIðtBS syngja. (9n traMandi jaute) Sænsk söagvamyad Alice Babs NiLsson Nils Kihlberg Anua-Lisa Bricsen Sýnd kl. 5, 7 og 9. AF GUÐMUNDI Á AUÐKÚLU Guðmundur hét maður Ara- son og bjó að Auðkúlu (eða Kúlu) í Arnarjirði. Hann and- aðist árið 1840 og var þá 84 ára mð aldri. Hann var greindur maður og gegn, en hefir verið einkennilegur í tali og tvíræð- ur í svörum. Þingstaður er á Auðkúlu. Eitt sinn var það, að sýslumaður uar kominn og skyldi setja þing á Kúlu. En er menn söfnuðust að, veik Guðmundur því að sýslumanni, að nú mætti setja þing, því að allur þingheimur væri kominn. Sýslimi. mælti: ,yÆtlar hann (þ.e. Guðmund- itr) að setja þing í dag?“ Guðmundur svaraði: „Eitt er að vera gikkur, annað er að vera meira en gikkur“. Þá mælti sýslumaður: „Tal- ar þú það til mín?“ Guðmundur svaraði: „Eng- inn skyldi svigwrmæli að sér tdka, nema eiga þættist.“ * * * í LOFTVARNABYRGINU: — Þú hefir aldrei kysst mig svona dásamlega áður, Lára. Er það vegna myrkvunarinnar? — Nei. Það er vegna þess, að áff heiti Vera. * * # — FINNST þér, góði minn, mð ég líti út fyrir að vera orð- m þrítug? — Nei, góða mín. Ekki nú or&ið. * * * AUGLÝSING um kvikmynda sýningu: — Barnasýning kl. 5 4 dag. Fúllorðnum ekki leyfður o&gangur, nema þeir séu í fylgd með börnum. I straiimi örlaianna Nei, ekki teljandi. Drekkur þú að ráði? Ef ég hefi efni á því. Hefir áfengi nokkur fjörg- andi áhrif á þig? Alls ekki. Eg verð bara veik eftir stundarkorn. Hefirðu notað önnur eitur- íyf? Auðvitað, kókain, heroin. Allt, sem ég hefi getað komizt yfir. Hafði það góð áhrif á þig og færði þér hamingju? Nei, alls ekki svo að ég viti. Marion hafði skrifað niður þessa sögu, atriði fyrir atriði. Hún mundi vel eftir sjúkrastof- unni, þar sem hún hafði heim- sótt Olgu. Olga var af æskuár- um, þegar þetta gerðist. Hún var illa farin og líkami hennar gersýktur. Hún kveinkaði sér lítið eitt undan því, þegar líf hennar var þannig dregið fram í dagsljósið. Marion hafði hikað ofurlítið við að leggja fyrir hana síðustu spurninguna, sem skýrsluformið gerði ráð fyrir: Hvað finnst þér um lífið yf- irleitt? — Lífið? spurði Olga og sett- ist upp í rúminu. — Lífið? Hvað —■ lífið er dásamlegt. Marion hló hugur í brjósti, þegar hún minntist þessa. Vissu- lega, Olga, þú hefir rétt fyrir þér. Lífið er dásamlegt — og kemur ökkur ávallt á óvart. Það er fullt af góðum hlutum, sem hvorki stríð né nokkur önnur vandræði geta frá okkur tekið. Bók, fiðla, blóm, gler, viðarbút- ur. Litlir morgunskór af barni. Nýr< hattur. Jafnvel vindlinga- bútur, sem einhver, er maður elskar, hefir skilið eftir sig. Erf- iðleikarnir eru einnig góðir. Þeir eru meðal þess bezta, sem ég þekki. Hvern einasta dag í lífi mínu vildi ég hafa ein- hverja örðugleika við <að etja og eitthvað til að gleðjast yfir. Að öðrum kosti fannst mér ég ekki vera á lífi. Þetta fór að vísu ekki ávallt eftir áætlun. Stundum voru erfiðleikarnir í of ríkum mæli en ánægjan naumlega mæld. Erfiðleikarnir voru kannske þeir að frétta lát eiginmannsins og ánægjan ekki önnur en sú, að hafa rúm til að sofa í eða geta farið í heitt bað. Rúmið mitt, hugsaði Marion með sárum söknuði, góða, trygga rúmið mitt, hlýtt og mjúkt, reiðubúið til að veita mér hvíld, svefn og gleymsku nótt eftir nótt. Þökk, rúmið mitt kæra, bezti vinurinn, stað- ur friðar og hvíldar, staður fæð- inga og dauða. Þau örlög voru mér sköpuð, að við gætum ekki verið saman síðustu stundirn- ar, þú og ég, rúmið mitt. Jæja, sleppum því. Ég er ekki dáin enn. Raunverulega er ég bráð- lifandi og líður vel. Heitt bað. Hver sagði að heitt bað væri lítilf jörleg ánægja? Ef ég ætti að velja milli þess að vera ein með Kristófer í kuldanum eða eiga kost á heitu baði, þá mundi ég velja baðið. Ég mundi teygja úr mér 1 vatninu og þíða fros- inn líkama minn. Ég mundi horfa á litlar loftbólur myndast við líkáma minn og, stíga síðan upp á yfirborðið. Allt vildi ég gefa til þess, að eiga einmitt nú kost á heitu baði. Marion hlýnaði í nokkrar mínútur, meðan hún hugsaði um rúmið sitt og heitt bað. En svo var hún aftur stödd í kaldri jökulsprungunni. Jæja þá, hugs- aði hún og var nú aftur róleg og jafnvel hugrökk. Ekkert bað. En ég á vindlinga enn þá. Ég á enn þá súkkulaði. Ég hefi ein- mitt það, sem ég hefi alltaf þráð: ánægju og erfiðleika. Fyrst snæddi hún súkkulaðið, hægt og rólega til þess að njóta hvers munnbita sem allra bezt. Síðan kveikti hún í vindlingi og sogaði að sér reykinn nokkr- um sinnum. Eftir stundarkorn reyndi hún að blása honum frá sér í hringum. Það var list, sem hún alla æfi hafði þráð að læra, en aldrei reynzt nógu þol- inmóð til þess. í dag lærði ég að hóa. Nú er bezt að reyna að búa til hringi úr reyknum. Hún reyndi það aftur og aftur, en árangurslaust. Marion lagði hart að sér. Henni leið miklu betur. Hún var langt frá því að gefast upp. * Ég var gift Jóni Spraque og Jón var giftur Dinkley loft- þrýstiborvélinni. í rauninni gazt mér vel að Dinky, þótt ég væri oft afbrýðisöm í henn- ar garð. Dinky hafði hins veg- ar ekki neina ástæðu til að vera afbrýðisöm í minn garð. Því að enda þótt hún hefði áhrif á allt mitt líf, var mér óviðkomandi sá hluti af eiginmanni mínum, sem algerlega var helgaður henni .Það er hægt að keppa við aðra konu, en það er ekki hægt að keppa við þrjátíu hest- afla vél með Dieseljhreyfli. Dinky reyndi á eiginmann minn til hlítar. Engin eigin- kona hefði getað verið jafn örðug, jafn óþjál og jafn kröfu- hörð og Dinky var. Ég býst við, að allar eiginkonur í Ame- ríku hafi við einhvers konar Dinky að stríða. Karlmennirn- ir eru tengdir órjúfandi ástar- böndum við vátryggingarfélag- ið sitt, verzlunina sína, lög- fræðisskrifstofuna sína og hverja aðra starfsgrein. Dinky gekk til hvílu með okkur og sat 9S NYJA Blð 83 i 1 SB SAMLA Blð BB Í Hefðarfrúin áSTARÆÐI svonefnda LOVE CRA2Y) („Lady for a Night“) Joan BlondeU [Sprenghlægileg gamanmynd. John Wayne Aðalhlutver kin: Ray Middeltoat WiIIiam Powell Sýnd kl. 9. Myrna Loy Gail Patrick DRAUGASKIPIÐ Sýnd kl. 7 og 9. (Whispering Ghosts) Brenda Joyce. Milton Berle. SLÉTTURÆNINGJARNIR 1 Aukamynd: (Pirates on the Prairie). g Viðhof á Spáni. TIM HÓLT. (March of Time) Sýning kl. 5 Sýnd kl. 5 og 7. Bönrn innan 12 ára fá ekkiB Bönnuð fyrir börn. aðgang yngri en 12 ára. ® ■ § Hún lét sig heldur ekki vanta við kvöldverðarborðið og rauf kyrrlátustu stundir okkar með símtölum, símskeytum og hrað- skeytum. Jón lifði fyrir Dinky. Þó að ég legði mig alla fram, gat ég oft ekki sveigt huga hans að mér. Stundum tók hann með sér bréfabihdi í rúmið, fullt af útreikningum og hag- fræðilegum upplýsingum. Hann hlóð koddum bak við sig og bjóst til að vinna í nokkrar klukkustundir. Ég varð að láta mér nægja illa útilátinn koss og klapp. Ég heyrði skrjáfið, þegar hann fletti einni síðunni eftir aðra. og mér fannst ég vera sett hjá. Þrátt fyrir mikla fyrirhöfn gat ég aldrei gert mér ljósa vafningana við að framleiða og selja Dinky. — . . . . sjáðu til, barn, höf- uðmunurinn á höggbor og loft- þrýstibor er hinn sami og á Öxi og hamri og meitli. Þú getur vafalaust skilið að það er væn- legra að brjóta sér leið gegn- MEDAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJEBBO á staðtnn, en hafið myndi teygja gíruga hramma sína eftir honum og mátti þá treysta því, að hann brotnaði ekki, og mundu festarnar þola átakið? Kyndill lýsti upp 'hellinn og varpaði flöktandi bjarma á alvarleg andlit þeirra félaga. Hjálmar sat þungbúinn og hugði að óveðrinu fyrir utan og í hvert skipti, sem stór elding klauf loftið, fór hrollur um hann. Sama máli var að gegna um hundinn Bob, en hann ýlfraði líka, þegar bergið skalf af völdum þrumugnýsins. Blökkumaðurinn var einnig gripinn óhugnanleik, og þegar fram liðu stundir, án þess að .óveðrið .lægði .hið minnsta, jókst óhugnanleiki hans að miklum mun. Páll varð þess var og spurði því nærgætnislega: — Er Kaliano hræddur við óveðrið? — Nei, ekki við óveðrið heldur við Aram, þrumuguðinn. Við hann eru allir hræddir. — Hefir trúboðinn ekki kennt ykkur* að þrumurnar séu eðlilegt fyrirbæri, sem engin ástæða sé til þess að óttast? — Jú, faðir segir, að enginn Aram sé til. Kaliano trúir þessu líka, en þegar gerir þrumuveður verður hann samt sem áður alltaf hræddur. En hinir eru þó miklu hræddari en Kaliano, bætti hann við eins og afsakandi. En þetta varð til þess, að Páli varð um arrnað hugsað. Fyrst svo var, hlutu villimennirnir þarna úti líka að vera YNDA- fAGA í FLUGVÉLINN: „'Þú hefur nú sagt okkur allt af létta, Örn. Nú verður þú að fá að kynn- ast okkur.. Þetta er Bungan, stýrimaðurinn okkar. Ég er flugstjórinn og heiti Larkin og þessi þama .... SAMURY: „kallaðu mig bara Sammy, eftir honum frænda mínum. Og hérna er kaffið. Heyrðu húsbóndi góður, hvað erum við langt frá P. S. 93?“ ÖRN: „Hvað, hvað er nú það. Hr það dulmál?“ STÝRIMAÐURINN: Nei, hana langar bara heim. „Hann kallar flugvöllinn okkar á JBgyptalandi. Og við erum köagt á fourtu.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.