Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 3
faaaodagar lt. mui 1144.
Al'ÞJÐUBUÐIÐ
anMíí
1 Tveirmenn.
ÞAÐ ER NÆSTA froðlegt
að bera saman þá tvo
raenn, sem hæst bera á yett-
vangi stjórnmálanna . nú.
Annars vegar er Adolf Hit-
ler, en hins vegar Winston
Churchill, forsætisráðherra
Breta. Vitað er, að ræðu-
raennska Hitlers hefir hrifið
milljónir Þjóðverja. Þeir
gleymdu að borða bjúgu sín
eða drekka ölið, gláptu fjálg-
ir á þetta furðuverk, sem nú
átti eftir að skjóta Bismarck
ref fyrir rass. Og Sieg Heil-
hrópin drekktu öllum mót-
mælaröddxnn, sem upp komu
og allar voru þær til þess
búnar að hylla foringjann á
viðeigandi hátt.
f>AÐ HEFIR ÁÐUR verið rakið
hér, hversu Adolf Hitler hef-
ir tekizt að blekkja umheim-
inn með sífelldum loforðum
um, að hann ætti engar
landamærakröfur framar.
Þetta hefir viðgengizt allt
frá hertöku Austurríkis fram
á þennan dag, en samt hafa
stjórnmálamenn Bretlands
ekki komið auga á óheilind-
in. Meira að segja voru Bret-
ar svo blindir um eitt skeið,
að Londonderry lávarður,
sem þá var flugmálaráð-
herra Bretlands, hvatti til
aukinnar samvinnu við
Þjóðverja og taldi, að af
þeim stafaði engin hætta.
1 BÓKINNI „Germany and
ourselves" rekur London-
derry að nokkru viðskipti
Breta og Þjóðverja, og er
helzt að skilja, að Bretar
hafi reynzt helzti ósam-
vinnuþýðir við Þjóðverja.
Virðist Londonderry hafa
■ tekið allmiklu ástfóstri við
1 hina prúðu heiðursmenn von
Ribbentrop, Göring og aðra,
sem gerðu það sér til gamans
að ráðast á London á sínum
tíma, þegar allt virtist í óefni
komið fyrir Bretum.
I BÓK ÞESSARI, sem út kom
árið 1938, rabbar lávarður-
inn á skemmtilegan hátt um
blitt viðmót Görings, heim-
sókn hans að Karinhall,
landsetri Görings, þar sem
hin fegurstu listaverk blasa
við manni af veggjum ofan.
Má fara nærri um, hvernig
þeirra hefir verið aflað. Lon-
donderry lávarður, sem var
raeiriháttar áhrifamaður í
Bretlandi allt fram til styrj-
aldarinnar, gefur nokkra
skýringu _ á því, að Bretar
voru síðbúnir, er Þjóðverjar
hófu árásir sínar „til þess að
bjarga Evrópu“. Ekki skal
hér sagt, að hann hafi af
ráðnum hug reynzt þdrengur
brezkum samborgurum sín-
um. Honum fórst líkt og Ne-
ville Chamberlain, þeim,
sem fór til Godesberg og
Múnchen og hélt að hann
hefði bjargað friðinum um
okkar daga og tók sér í munn
orð Disraeli, forsætisráð-
herra Breta árið 1878, „We
brought you peace with
honour“, eins og það var
orðað.
Í>ESSIR MENN VORU, vitandi
eða óafvitandi, þægilegt
■—--'-mSíámiM ' « ,-Jtf ,
FIKEIulSuCl * v.
Innrásarher bandamanna.
Myndin sýnir úrvalshersveitir úr fimmta hernum ameríska á Ítalíu á göngu gegnum ítalskt
•þorp á leið t il víg:töðvanna. Myndin var send loftleiðis til NewYork.
Telja frekari samnisigs&irríleitaiiir æskilegjr
SÆNSKU blöðin gera mjög að umræðuefni viðhorfin í
Iandi í tilefni orðsendingar Gústafs konungs til Manner-
heims marskálks, þar sem hann lét í Ijós miklar áhyggjur um
framtíð Finnlands og kvaðst eindregði ráða Finnum til þess að
fara að ráðum sænsku ríkisstjórnarinnar og freista þess að halda
áfram samningaumleitunum við Rússa í því skyni að friður yrði
samnin. Sænsku blöðin eru alvarlega áhyggjufull vegna þess að
Finnar hagnýti sér ekki gefið tækifæri til þess að hætta þátttöku
sinni í styrjöldinni.
Hér fara á eftir útdrættir
greina nokkurra sænskra blaða
um viðhorfin í Finnlandi sam-
kvæmt frétt frá sænska sendi-
ráðinu hér.
Dagens Nyheter ritar ítarlega
um þessi mál eftir að kunnugt
varð um álcvörðun finnska
þingsins síðast liðinn miðviku-
dag. Lætur blaðið þess getið,
að skoðun sænsku ríkisstjórnar-
innar sé sú, að friðartilboð
Rússa sé engan veginn aðgengi-
legt, og telur þetta ástæðúna
fyrir ákvörðun finnska þingsins
Jafnframt tjáir blaðið þau tíð-
indi, að sænska utanríkismála-
ráðuneytið hafi reynt á liðnum
vikum að vinna að giftusam-
legri lausn þessa máls eftir ýms
um leiðum og að álit sænsku
ríkisstjórnarinnar hafi oftar en
einu sinni verið skýrð og end-
urtekin fyrir Finnum.
Dagens Nyheter kemst
þannig að orði, að það ákvæði,
sem Finnum muni hafa fundizt
óaðgengilegast og erfiðast sé
það að einangra hersveitir
Dietls. Þó telur blaðið að ekki
hefði verið vonlaust að ná ein-
hverju hagkvæmara samkomu-
lagi um þetta atriði, ef Finnar
hefðu valið þá leið að freista
frekari samkomulagsumleitana
við Rússa. Minnir hið sænska
blað á það, að mikil andstaða
virðist hafa verið meðal finns'ku
þjóðarinnar við því að semja
við Rússa á grundvelli samn-
ingsins, er þeir lögðu fyrir
Finna auk þess sem Manner-
heim og Paasikivi, er taldir voru
hlynntir friði, virðist hafa átt
allmikinn þátt í þeirri ákvörð-
un finnska þingsins að vísa
friðartilboðinu á bug. Ræðir
blaðið um hættuna á því, að
Finnland verði einangrað og
glati vináttu Bandaríkjanna
eftir þau tíðindi, er nú hafi
gerzt. Harmar blaðið þá ákvörð
un Finna að hafa ekki freistað
frekari samkomulagsumleitana
það eð sænska utanríkismála-
ráðuneytið, sem hafði unnið
kappsamlega að lausn þessa
máls, taldi engan veginn úti-
lokað, að takast mætti að ná
hagfelldari samningi séð frá
sjónarmiði Finna. Lýkur Dagens
Nyheter grein sinni með því að
ræða þann þátt málsins, að öll-
Fvk. á 7. sáöei
er
Casstno.
JÓÐVERJAR verjast enn
í suðvesturhorni Cossino-
borgar. Bandamenn beita bæði
Fréllir frá Danmörku.
FRÁ sendiherra Dana hér
hefir blaðinu borizt eftir-
farandi, sem sýnir ljóslega, að
Danir búast við innrás og eni
enn sem fyrr hátrammúr and-
stæðingar hins þýzka hervalds.
Sendiherra Dana í Washing-
ton, Henrik Kauffmann, er um
þessar mundir staddur í Lond-
on. Mun hann þar ræða við for-
ystumenn Frjálsra Dana. Ekki
er búizt við að sendiherrann
muni flytja neina stefnuskár-
ræðu að þessu sinni. Heimsókn
sendiherrans til London er sett
í samband við heimsókn Christ-
mas Möllers til Bandaríkjanna
veturinn 1942—43.
Þjóðverjar hafa komið fyrir
sprengjum í Vestre Fængsel og
á svæðinu umhverfis fangahús-
ið. Þar hafa þéir sett upp spjöld,
þar sem á eru skráðar aðvaranir
til almennings um að fara ekki
út af götum og vegum. Óttast
menn, að ef til innrásar komi,
muni Þjóðverjar sprengja fanga
húsið í loft upp með 300 Dön-
um, sem nú eru í haldi þar.
Þjóðverjar hafa ekki birt nöfn.
hinna handteknu og hyggjast
með því að ginna aðra í gildru.
Þá hafa þeir byrjað að flytja
Dani úr landi til Þýzkalands,
án þess að tilkynna það dönsk-
um yfirvöldum.
Frli. á 7. síðu.
skriðdrekum og stórskotaliði til
þess að hrekja þá þaðan.
Bandamenn hafa náð á sitt
vald járnbrautarstöð fyrir
sunnan bæinn. Þá hefir lofther
bandamanna reynzt athafna-
samur yfir Anzio-svæðinu og
gert margar skæðar árásir á
stöðvar Þjóðverja þar,
a tekið járnbrautar-
rinka eftir harða
lardaga.
Setulið PJóIverJa í Vinnitsa á sér tæpasf
undankomu auðið.
ÍFYRRAKVÖLD tilkynnti Stalin marskálkur, að fyrsti Ukra-
inuherinn hefði tekið borgina Zhmerinka, eftir harðar or-
ustur. Borg þessi er mikilvæg jámbrautarmiðstöð á leiðinni frá
Odessa, til Lwow (Lemberg). Aðstaða hins þýzka setuliðs í Vinn-
itsa, sem Rússar hafa þjarmað að að undanfömu er mjög ískyggi-
leg og má búazt við, að hún falli Rússum í hendur þá og þegar.
Þá hafa Rússar einnig náð á sitt vald borginni Pomosnaya,
skammt suðvestur af Novo-Ukraina og eiga þeir nú skammt eft-
ir ófarið til borgarinnar Peromaisk við Bug-fljót.
Fregnir bárust í gær um, að
mjög kreppi nú að Þjóðverjum
í Nikolaev og hafi þeir unnið
a ðþví a ðflytja hersveitir sínar
vestur yfir fljótið. Þá sækja
Rússar einnig hratt að Þjóðverj
um í Dniestr-dalnum og er
sagt, að þeir eigi aðeins um 15
km. ófarna að fljótinu sjálfu. 1
fyrri fregnum var sagt, að
Rússar væru komnir að Dniestr
á nokkrum stöðum. Rússnesk-
ar steypiflugvélar hafa sig
mjög í framrni og engin merki
sjást þess, að Þjóðverjum hafi
tekist að stöðva eða hindra
sókn Rússa á þessum slóðum.
Reutersfregn hermir, að á
| hálfum mánuði hafi fallið um
eitt hundrað þúsund Þjóðverj-
ar á suðurhluta austurvíg-
stöðvanna, eitt hundrað þúsund
særst meira eða minna og um
það bil þrjátíu þúsundir verið
teknir höndum. Þá er frá því
greint, að Manstein hershöfð-
ingi hafi misst um 1000 skrið-
dreka og vélknúnar fallbyssur,
20 þúsund bifreiðir, auk mikils
forða vista og skotfæra.
Þá segir í fréttum frá Moskva
að 36 þýzk herfylki hafi beðið
hinn herfilegasta ósigur, 20—25
herfylki séu í hinni mestu
hættu og á Krímskaga séu 20
rúmensk og þýzk herfylki, sem
vart eiga sér undankomu auð-
ið. (Frh. á 7. síðu.)