Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 4
ftU»TÐU3LAO»n Sunnudagur 19. man 1944„ Otgelandi: Alþýðuílokkariim. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Ai- þýðuhúsinu við Hveríisgötu. j Bimar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.l Þáttur Morgun blaðsins. MORGUNBLAÐIÐ birti gær óvenjulega ógeðslega forustugrein — enda þótt mönn um kunni að þykja mikið sagt með því. Grein þessi, sem bér yfirskriftina „Stærsta öryggis málið“, er rætin árás á þau blöð og þá menn, er að undanförnu hafa rætt öryggismál sjómanna stéttarinnar af fullri einurð og með gildum rökum. Morgunblaðið amast við þess um umræðum. Það er með ó svífnar dylgjur í garð þeirra manna, er opinberlega hafa reif að þetta stórmál. Blaðið lætur sér sæma að gefa í skyn, að til- gangur þessara manna sé sá einn að fá almenning „til að trúa því, að íslenzkir útgerðar- menn séu glæpamenn.“ Það er óhætt að láta lesend- unum eftir að dæma um það hugarfar, er felst að baki skrifa slíkra sem þessara. Þeir munu ekki þurfa á neinni leiðsögn að halda í því efni. Skal heldur vikið nokkuð að þætti Morgun- blaðsins í þessum málum. Sérhverjum góðum dreng hrýs hugur við hinu gífurlega mannfalli íslendinga af völd um sjósóknarinnar. Það geta allir sett sig í spor þeirra, sem eftir lifa og verða að sjá á bak ástvinum sínum og fyrirvinnu. Hið þjóðhagslega tap af völd- um sjóslysa dylst heldur ekki neinum. Rök tilfinninganna og rödd blákaldrar skynsemi tala því hér einu og sama máli. ís- lendingar mega ekki og geta ekki látið neitt undir höfuð leggjast í því tilliti að reyna að draga úr slysahætunni á sjón- um. Fyrir rúmu ári síðan kom fyr ir eitt hörmulegasta sjóslys, sem orðið hefir hér við land á síðari árum. Sjódómur var kvaddur til að rannsaka þetta slys, orsakir þess og tildrög, eft ir því, sem framast væri unnt. Til þessarar rannsóknar var vitaskuld efnt í því skyni einu að draga mætti af henni lær- dóma til varnaðar í framtíð- inni. Þessi rannsókn og þær nið ' urstöður, er hún leiddi í Ijós, var því ákaflega þýðingarmik- il ekki aðeins fyrir sjómanna- stéttina heldur og fyrir alþjóð. Sjódómurinn lagði sig allan fram við rannsóknina og skil- , aði ítarlegri álitsgerð í hendur stjórnarráðsins. En hvað skeði? Mánuðum saman var þessari merku skýrslu leynt fyrir þjóð- inni. Loks var birtur úr henni útdráttur, gerður af dómsmála- ráðuneytinu, þar sem veiga- miklum atriðum skýrslunnar var „vikið við“, en þýðingar- mestu atriðum hennar var með öllu stungið undir stól. Fyrir atbeina blaða og ein- staklinga tókst að knýja dóms- málaráðherrann til að birta skýrslu sjódómsins í heild. En hver var þáttur Morgunblaðs- ins í því tilliti? Aldrei heyrðist það taka undir þær réttmætu og sjálfsögðu kröfur, að niður- stöður sjódómsins yrðu gerðar heyrinkunnar. Og loks þegar búið var að knýja dómsmála- ráðherra til að afhenda blöð- unum skýrsluna til birtingar, Sæmundur Ólafsson: Uvmvepa sðgðn kommánistar Dagsbrún arsanmingnnnm ekki npp fyr en i vetnr? MEÐ vaxandi undrun og við bjóði fylgjast menn með skrifum „ráðsmanns“ Dagsbrún ar í „Þjóðviljanfftn“, nú eftir Dagsbrúnarsamningana. í 54. tölublað! blaðsins ritar hann mjög rætna og svívirðilega grein um afstöðu Alþýðublaðs- ins til kaupdeilu þeirrar er Dagsbrún háði nýlega. Þessi skrif um afstöðu Alþýðublaðs- ins eru næsta ómakleg þar sem Alþýðublaðið og Alþýðuflokks- menn studdu Dagsbrún með ráð um og dáð, í deilunni, eftir því sem efni stóðu til, þó ekki væri tekið undir vaðal „Þjóðviljans” um undirbúning deilunnar af þeim eðlilegu ástæðum, að um margt í undirbúningi kommún- ista undir deiluna var ekki hægt að ræða án þesss að við- urkenna það áð undirbúningn- um var í mörgu mjög áfátt og ýmislegt, sem gert var, var bein línis hættulegt málstað félags- ins, að ' um það væri rætt á meðan deilan var í aðsigi, eða stóð yfir. Þessi skrif eru þó sérstaklega svívirðileg, þegar þess er gætt, að í byrjun deilunnar kom inn í félagssstjórnina, flokksbund- inn alþýðuflokksmaður, og ann ar verkamaður, frjálslyndur vinstrimaður og kommúnista andstæðingur. Báðir þessir menn voru komnir í stjórn fé- lagsins fyrir þrábeiðni komm- únista, sem fyrir voru 1 stjórn- inni, og voru að gefast upp við að stjórna félaginu og að falla saman undir ofurþunga þeirrar óánægju, sem stjórn þeirra á félaginu hafði skapað þeim á meðal verkamanna í bænum. Óánægjan náði hámarki sínu, er kommúnistar svikust um að segja upp samningum. síðast- liðið sumar. Kommúnistum var orðið Ijóst, að ekki var lengur hægt að greiða Sjálfstæðisflokknum stuðning hans við Moskvavald- ið í verkalýðshreyfingunni með því að halda niðri kaupi verka- manna í bænum. Það mundi mjög bráðlega kosta kommún- ista öll völd og áhrif yfir verka lýðnum í landinu. Kommúnistar voru mjög hik andi og ráðviltir, er þeir voru búnir að segja samningunum upp. Fyrstu tillögurnar til nýrra samninga frá þeim, sem komu í dagsljósið á trúnaðar- ráðsfundi, voru svo auðvirðilega lágar, að þeir þorðu aldrei að sýna þær fullmótaðar, því þær köfnuðu strax í andstöðu verka mannanna sjálfra. Með Árna Kristjánssyni og Jóni Agnarssyni bættust komm únistum í Dagsbrúnarstjórninni, þeir kraftar sem dugðu félag- inu til þess að fá þær kjarabæt ur, sem náðust með nýju samn ingunum. Árni Kristjánsson og Jón Agnarsson hafa þann skamma tima, sem þeir hafa ver ið í stjórn Dagsbrúnar, unnið reykvískum verkamönnum mjög mikið og verðugt gagn, og er nú Árni Kristjánsson að út- taka launin fyrir störf sín, í skrifum „ráðsmanns“ Dagsbrún ar um flokk Árna og ílokks- blað hans. Vonandi lætur Á. K. ekki málstað verkamannannna gjalda þeirra fólskuverka E. Þ. og kommúnistanna í nútíð eða framtíð. í 57. tölublaði Þjóð- viljans heldur ráðsmaðurinn á- fram að rita í sama dúr og áð- úr og ræðir þá um einstaka Al- þýðuflokksmenn og þar á með- al mig. Eru þar á hinn bjánalegasta hátt tilfærð ummæli eftir mig án þess þó að geta þess^hvar eða hvenær ég hafi látið þau falla. Þessi ummæli hafa, að því er ég bezt veit, aldrei mér um munn farið, og hafa þau vænt- anlega orðið til í hinu ekki allt of skáldlega heilabúi „ráðs- mannsins“ sjálfs, eða einhvers annars sálufélaga hans. Ekki verður af neinu sambandi í greininni, sem hin ívitnuðu um mæli eru tilfærð í, séð, í hvaða tilgangi þau eru sett fram, öðr- um en þeim að reyna að klína á mig þeim áburði, að ég hafi verið á móti því að verkamenn fengju kauphækkun, og má það heita næsta merkilegur áburð- ur, eftir það sem á undan er gengið, þar sem vitað er að ég á minn þátt í því ásamt öðrum Alþýðuflokksmönnum, að Dags brúnarkommúnistarnir voru píndir til þess að segja upp samningunum og gefa þannig verkamönnunum tækifæri til þess að ná kjarabótum. Á eftir hinum ívitnuðu um- mælum segir ,,ráðsmaðurinn“ orðrétt: „Sæmundur Ólafsson, vopnabróðir Stefánanna, treysti sér til að leiða Dagsbrún út í harðsnúið verkfall og fara út úr því með samning upp á sama. Virðist mönnum nú ekki á- stæða til að harma það að eir\- mitt þessi þrautreyndi foringi Alþýðuflokksins skyldi ekki hafa verið formaður Dagsbrún- ar í hjáliðinni Dagsbrúnar- deilu“? Illu heilli er ég ekki félags- maður í Dagsbrún, og get því ekki sýnt hverju ég gæti áork- að þar með aðstoð og í sam- vinnu við verkamennina í fé- laginu. Við uppsögn samninganna kom í Ijós, að mjög auðvelt var að fá bætt kjör fyrir verka- mennina. Laun þeirra voru orð- in svo óheyrilega lág, að jafnvel atvinnurekendur með Claessen í broddi fylkingar treystust ekki að standa á móti allverulegum kjarabótum, án þess að til neinna átaka kæmi. Þetta kom mér og öðrum ekki á óvárt. Það var vitað, að þær kjarabæt þá stakk Morgunblaðið henni undir stól. Slíkur var áhugi þess í öryggismálum sjómannastétt- arinnar. Það liggur í augum uppi, að gögn eins og skýrslu sjódóms- ins varðandi rannsókn Þormóðs slyssins á að birta almenningi. Málið varðar alþjóð. Þeir, sem rannsóknina höfðu með hönd- um, eiga vissulega kröfu á því, að hinu merka innleggi þeirra í málið sé ekki stungið undir stól. Enda er þess ekki að vænta, að þeir, sem síðar yrðu xvaddir til slíkra starfa, sæju ástæðu til að leggja alúð við verk sitt, ef fyrirfram mætti vænta, að árangur þess yrði að engu hafður. Morgunblaðið samþykkti með þögninni það einkennilega hátterni dómsmálaráðherra að leyna niðurstöðum rannsóknar- innar fyrir almenningi. Og þeg ar því loks var afhent skýrsla sjódómsins óbrjáluð til birting- ar, stakk það henni fyrir sitt leyti undir stól. 1 stærsta blaði landsins hefir enn ekki birzt stakt orð úr þessari stórmerku skýrslu. Skyldi Morgunblaðinu ekki vera hentara að þegja um þetta stóra mál í stað þess að vekja sérstaka athygli á sinni frammistöðu í því með jafn hraklegum og ódrengilegum dylgjum og það gerði í gær? ur, sem nú fengust, var hægt að fá fyrir ári síðan, eða í febrúar 1943. Ef samningum hefði þá yerið sagt upp eftir 6 mánuði, og á síðasta sumri hefði svo verið hægt að fá frekari lagfæringar hefði mátt ná því takmarki, sem á að verða næsti áfangi baráttunnar, það að verkamenn fái lífvænlegt kaup fyrir 8 stunda vinnudag eins og aðrir launþegar. Árni Ágústsson sagði á Dagsbrúnarfundinum, sem samþykkti samningana að hækkunin næmi rúmum 2200,00 kr. á mann, fyrir 8 stunda vinnu alla virka daga ársins. Nú hafa verkamenn haft all- verulegan hluta af tekjum sín- um árið 1943 fyrir eftir-, næt- ur- og helgidagavinnu. Það er því ekki hátt að áætla hækk- unina kr. 3500.00 á mann yfir árið miðað við árið 1943. Ef nú er gert ráð fyrir, að þessi hækk un kæmi á alla Dagsbrúnar- menn, 3000 talsins, þá verður það kr. 10.500.00, sem ráðs- mennska kommúnista í Dags- brún hefir fært í vasa íslenzkra og erlendra atvinnurekenda, af því fé, sem íslenzku verka- mönnunum bar, og þeir hefðu notað til fæðis og klæðis, sér sem birtast eíga i Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöidi. og sínum, á því eina ári, sem liðið er síðan, að ég tel að hægt hefði verið að hækka verka- mannakaupið upp í það, sem það er nú. Þó kommúnistar séu argir og auðvirðilegir, þá verður þó að vera eitthvað sérstakt á seiði. til þess, að þeir láti slíkt stór- fé ganga úr greipum umbjóð- enda sinna, án þess að gera til- •raun til að klófesta eitthvað af því, að minnsta kosti þann hlutann, sem hefði koipið í hlut kommúnistanna sjálfra. Að sérstaklega mikið var á seiði hjá komúnistum á síðasta ári,. vissu allir, en það vissu fáir hvað það var, og er það að þakka ,,ráðsmanni“ Dagsbrún- Frh. á 6. síðu. | NÝÚTKOMNU hefti af tíma- ritinu „Heimili og skóli“, sem gefið er út á Akureyri, ræðir Hannes J. Magnússon kennari um hlutskipti óskil- getnu barnanna í grein, sem hann nefnir „Syndir feðranna". 1 grein þessari segir m. a. svo: „Árið 1939 fæddust hér á landi 559 óskilgetin börn og árið 1940 635 af 2531, sem þá fæddust. Það eru um 25% af öllum fæddum börnum það ár, eða með öðrum orðum: Fjórða hvert barn, sem fæddist hér á landi árið 1940, var óskilgetið. Ég leiði hjá mér að ræða hina siðferðislegu hlið þessa máls, enda er fjöldi óskilgetinna barna hæp- inn mælikvarði á siðgæðisstig þjóða og einstaklinga, en ef við viljum hugsa í alvöru um þetta mál, og við komumst ekki hjá því, þá hlýtur athyglin fyrst og fremst að beinast að börnunum, sem þannig eru í heiminn komin og að því uppeldi, sem bíður þeirra. Þótt þess séu mörg dæmi, að óskilgetin börn hafi orðið hinir nýtustu og beztu menn, þá er það ekki vegna þess, að þau voru ó- skilgetin, heldur þrátt fyri.r það, en hitt mun dómur allra uppeldis- fróðra manna, að yfirleitt hljóti óskilgetin börn verra uppeldi en hin, sem njóta beggja foreldranna. Enda þarf ekki að deila um það, að barn, sem aðeins elzt upp hjá öðru foreldrinu eða vandalausum, hlýt- ur að fara margs á mis. Uppeld- isfræðingar telja t. d. að það hindri allmjög námsafköst barna, ef annað hvort foreldrið vantar í fjiölskylduna. Og hvað mætti þá segja um hin uppeldislegu og sið- rænu áhrif? Myndu þar ekki verða enn meiri og tilfinnanlegri eyður i uppeldi barnsins? Hitt er skylt að viðurkenna, að mörg börn eru svo lánsöm að komast til góðra fósturforeldra, er rækja við þau allar skyldur foreldranna. En hin munu því miður vera fleiri, sem annað hvort alast upp hjá öðru foreldrinu, og þá oftast hjá móð- urinni, eða hjá vandalausum við takmarkaða umhyggju og ástúð. Saga óskilgetinna barna, bæði hér á landi og annars staðar, hef- ur verið óslitin harmasaga, og þó að aukin menning og mannúð hafi nú búið þeim flestum eða öllum. sæmileg kjör, fer því þó fjarri, að uppeldi þeirra sér sambærilegt við uppeldi hinna, $em alast upþ hjá foreldrum sínum innan traustra heimilisveggja. Þetta hlutskipti hinna óskilgetnu barna er þeim mun lakara, sem úr því verður tæplega bætt. Þau eru borin til þessa hlutskiptis. í þáttum mínum um uppeldi og aga hér í ritinu sýndi ég fram á, hvernig frelsið hefði verið mis- skilið og misnotað á síðari ára- tugum, og hvernig vaxið hefði margvísleg upplausn og menning- arlegt rótleysi upp úr þeim jarð- vegi. Ein leið þessa gullna frelsisr átti að vera vegur hinna „frjálsU' ásta“. Hjónabandið átti að vera byggt á úreltum siðaboðum og þv£ gamaldags og bindandi form fyrir sambands karls o^ konu, alls ekki í samræmi við frelsishugjónir ald- arinnar. Það er vafalaust hægt að fá á- kaflega mörg eyru til að hlusta á slíkan boðskap á öllum tímum. og meira að segja að lifa eftir hon- um. En hitt er aftur meira efa- mál, hvort börnunum, sem fæðast á vegum hinna „frjálsu ásta“ er giftudrýgra að vera borin þannig í heiminn heldur en í skjóli góðra heimila og á vegum ástríkra for- eldra. Nei, það var bein afleiðing af hinum grunnfærnislega skiln- ingi á frelsinu, að ekki var hugs- að fyrir komandi tíma, ekki hugs- að um hina ófæddu. Við hernámið 1940, þegar fjöl- mennt, erlent setulið settist hér að, skapaðist hér nýr jarðvegur Framhalri á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.