Alþýðublaðið - 01.04.1944, Page 4
4
Jén Blðndal s
Lingudagar 1. apríl 1944.
Rltstjóri: Stefán Pétnrssom
Bimar ritstjórnar: 4901 og 4902.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Ötgefandi: AlþýSuflokkurinn.
Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. (
VerO i lausasölu 40 aura. |
AlþýBuprentsmiðjan hi. |
M kooist ilia opo
nm strákiDD Tama.
Ekki alls fyrir löngu
kom út hlutlaust og grein-
argott yfirlitsrit eftir Gyiia Þ.
Gíslason dósent, um sósíalisma
á vegum lýðræðis eða einræðis.
Gerði Gylfi í riti sínu grein fyr
ir þessum tveimur leiðum til
sósíalismans og fer ekki dult
með, að hann telji æskilegri
þann sósíalisma, er lýtur lög-
málum lýðræðisins, en hinn, er
byggist á blóðugum byltingum
og harðvítugu einræði.
En svo kynlega hefir borið
til, að kommúnistablaðið hefir
umhverfzt út af bæklingi Gylfa.
Það hefir um alllangt .skeið
haldið uppi svo hvatvíslegum
og fáránlegum rógburði um
hann, að hinni.mestu furðu sæt
ir, — Jafnvel þótt Þjóðviljinn
eigi hlut að máli. Þannig hefir
eitt aðalárásarefni blaðsins á
hendur Gylfa verið það, að
hann væri kvæntur dóttur Vil-
mundar landlæknis!
*
Kommúnistar hafa nú um all
langt skeið haft að höfuðáróð-
ursmáli sínu, að þeir væru eini
sanni lýðræðisflokkurinn á Is-
landi. Allir aðrir flokkar væru
dulbúnir einræðis- og fasista-
flokkar. Það hefði því mátt
ætla, að það snerti þá ekki neitt
sérstaklega illa, þótt haldið
væri fram yfirburðum sósíal-
isma á vegum lýðræðis, yfir
sósíalisma á vegum einræöis.
En raunin hefir nú samt ekki
orðið sú. Þeir standast bersýni-
lega ekki reiðara heldur en ef
bent er á þetta. Sósíalismi, er
grundvallist á meginreglum lýð
ræðisins, er bersýnilega hið
mesta eitur í þeirra beinum.
Hér hefir komizt „illa upp
um strákinn Tuma“, Síðan
'kommúnistar breiddu yfir nafn
og númer og afneituðu ein-
ræðinu í orði, hafa þeir aldrei
átt nægilega sterk orð til að
lýsa ást sinni á lýðræðinu. Þeir
hafa í orði afneitað kommún-
ismanum og einræði hans, tekið
að kenna sig við sósíalisma og
þótzt vera eini raunverulegi
lýðræðisflokkurinn á íslandi.
Það hafa að vísu allir dóm-
bærir menn vitað, að kommún-
istar báru í þessu tilliti — eins
og flestum öðrum — kápuna á
báðum öxlum. Ást þeirra á lýð-
ræðinu var aðeins í orði. Raun-
verulega hafa þeir alltaf verið
sá sami einræðis- og ofbeldis-
flokkur og á þeim góðu gömlu
’dögum, þegar Brynjólfi varð
sem tíðræddast um „vopnaða
uppreisn alþýðunnar á Islandi“
og „alræði Kommúnistaflokks
íslands“. Það þótti hins vegar
hentara að breiða yfir nafn og
númer og reyna að blekkja ein
hvern hluta þjóðarinnar til
fylgis við ofbeldið og einræðið
á þann hátt. En nú hefir kápan
runnið út af annari öxlinni.
Hinar fólskulegu árásir komm-
únistablaðisins á Gylfa Þ. Gísla
son fyrir að halda fram kostum
lýðræðisins, borið saman við
einræðið, taka alveg af öll tví-
mæli um það, hvert er hið
raunvarulega innræti hins svo
nefnda Sósíalistaflokks. Hann
vill lýðræðið feigt.
Lýðveldisstjórnarskráin.
A LLUR þorri manna, sem
eitthvað hugsa um eða láta
sig stjórnmál varða virðist sam-
mála um það, að stjórnarskrá
sú, sem við búum nú við, þurfi
gagngerðrar endurskoðunar. Er
það og hreint ekki óeðlilegt þeg-
ar þess er gætt, að hún er í öll-
um aðalatriðum hin sama og
sú „frelsisskrá úr föðurhendi,“
sem þröngvað var upp á íslenzku
þjóðina af erlendum valdhöf-
um á þúsund ára afmæli.íslands
hyggðar 1874. Það er því mörg-
um undrunarefni, að ekki skuli
hafa verið gerðar víðtækari
breytingar á stjórnarskránni en
orðið hefir með hinni nýju lýð-
veldisstjórnarskrá, sérstaklega
þar, sem starfandi hefir verið
8 manna stjórnarskrárnefnd úr
öllum stjórnmálaflokkum þings-
ins hátt á annað ár.
Ég ætla ekki ræða þau rök,
sem að því liggja að endurskoð-
un stjórnarskrárinnar var látin
undir höfuð leggjast þegar hið
i einstæða tækifæri bauðst um
j leið og íslenzka ríkinu verður
! breytt úr konungsríki í lýð-
veldi. Ég viðurkenni að sum þess
i ara raka hafa nokkuð gildi, þótt
hins vegar sé ástæða til að ótt-
ast, að veruleg fyrirstaða geti
orðið á því að breyta stjórnar-
skránni á ný, þar sem erfiðlega
gæti gengið að skapa nægilega
einingu um málið, en hætt er
við að hin íhaldssömu öfl þjóð-
félagsins vilji, þegar á hólminn
er komið, halda sem mest í það
skipulag, sem nú er ríkjandi,
enda þótt viðurkennt sé af öll-
um að það sé mein gallað.
II. ■
Þær breytingar, *sem nú eru
gerðar á stjórnarskránni, eiga
eftir yfirlýsingu alþingis og gild
andi stjórnarskrárákvæðum
eingöngu að vera þær, sem leiðir
af því að lýðveldi er á stofn
sett í stað konungdæmis og
forseti kemur í stað konungs.
Enda þótt menn hafi margir
hverjir sætt sig við það að fram-
tíðarstjórnarskráin væri látin
bíða, þá er enginn vafi á því, að
mjög almenn óánægja er með
afgreiðslu alþingis á bráðabirgða
stjórnarskránni.
Enginn vafi er á því, að yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar
vill hafa forsetann þjóðkjörinn.
Meirihluti stjórnarskrárnefndar
! hafði lagt til að hann yrði þing-
kjörinn, en þegar alþjóð varð
það ljóst, bárust fljótlega ein-
dregin mótmæli gegn því. Til
dæmis má nefna að flokksþing
Alþýðuflokksins s. 1. haust sam-
þykkti með samhljóða atkvæð-
um að forsetinn skyldi vera þjóð
kjörinn. Niðurstaðan varð og
sú á alþingi að forsetinn skyldi
vera þjóðkjörinn. En alþingi tók
að verulegu leyti aftur með ann
arri hendinni það sem það gaf
með hinni.
Meirihluti stjómarskrárnefnd
ar ákvað gegn atkvæði fulltrúa
Alþýðuflokksins Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar, að hinn
fyrsti forseti alþingis skyldi
vera þingkjörinn til eins árs.
Því var borið við að ekki væri
hægt að koma við þjóðkjöri í
fyrsta sinni vegna þess að for-
setakjör gæti ekki farið fram
fyrr en búið væri að samþykkja
stjórnarskrána (það á nú víst
ekki að staðfesta hana eins og
núgildandi stjórnarskrá ákveð-
ur). En vitanlega er þetta fyrir-
sláttur einn. Það mátti undir-
búa forsetakjörið þannig, að það
færi fram daginn eftir að stjórn-
arskráin væri samþykkt, en
þangað til forsetinn væri kjör-
! inn, mátti fela vald hans (sem
ekkert vald er) einhverjum öðr
um aðila, t. d. núverandi ríkis-
stjóra, forseta sameinaðs alþing-
is forseta hæstaréttar, forsætis-
ráðherranum eða fleiri en ein-
um þessara manna í sameiningu.
Tilgangur meirihluta alþing-
is er greinilega sá að festa for-
setaefni sitt í sessi með því að
láta hann sitja í embættinu í
heilt ár, áður en þjóðin fær nokk
uð um það að segja. Því er sýni
lega treyst að þjóðin leggi síðan
blessun sína yfir gerðir alþing-
is að ári liðnu með því að end-
urkjósa forsetann, enda verða
það sjálfsagt margir, sem ekki
telja sæmilegt að hrekja hann
úr embætti eftir eitt ár, ef hann
hefir ekki gert neitt sérstakt
fyrir sér. Hér er því um að ræða
tilraun til valdráns af hálfu
meirihluta alþingis og mun það
án efa vera í óþökk mikils meiri
hluta þjóðarinnar.
Annað atriði, sem þó mun
valda enn meiri óánægju þjóð-
arinnar er hin nærri algera
valdsvifting forsetans, þar sem
synjunarvaldið, sem konungur
hafði áður, hefir að miklu leyti
verið tekið frá forsetanum.
í sjálfu sér er ómögulegt að
halda því fram með rökum, að
þetta sé eðlileg afleiðing þess
að íslenzka ríkinu er breytt úr
konungdæmi í lýðveldi, það var
því alþingi óheimilt að gera
slíka breytingu á stjórnar-
skránni án þess að fara hina
venjulegu leið með þingrofi og
samþykkt tveggja þinga.
Ennfremur virðist harla lítil
ástæða til að hafa forsetann þjóð
kjörinn með öllu því umstangi
sem því fylgir, ef hann ætti svo
að vera algerlega valdalaus topp
fígúra. \
Við atkvæðagreiðslurnar á al-
þingi um þetta ákvæði kom í
ljós, að meiri hluti alþingis
vildi veita forsetanum a. m. k.
frestandi neitunarvald, þannig
að lög, sem hann neitaði að stað-
festa gengju ekki í gildi fyrr
en þau hefðu verið samþykkt
við þjóðaratkv.greiðslu; þessu
fylgdi allur Alþýðuflokkurinn,
mestur hluti Framsóknarmanna
og tiokkrir þingmenn úr hinum
fiokkunum, en flestir þeirra
voru svo kúgjiðir við seinni um-
ræður málsins og valdránið sam
þykkt.
Eins og ákvæðið um neitunar
vald forsetans var samþykkt af
alþingi gerir það ráð fyrir að lög,
sem forseti neitar að staðfesta,
gangi samt í gildi þar til þjóð-
aratkvæði hefir úr því skorið,
hvort lögin skuli gilda áfram
eða ekki. í fjöldamörgum til-
fellum yrðu lögin búin að hafa
sín áhrif, gera sitt gagn eða ó-
gagn, áður en þau yrðu felld
úr gildi við þjóðaratkvæða-
greiðslu. Einhver fyndinn ná-
ungi hefir líkt þessuákvæðihinn
ar nýju stjórnarskrár við það,
að maður væri dæmdur til
dauða, en honum væri heimilt
að áfrýja dóminum, en samt
sem áður ætti aftakan að fara
fram strax. En hvernig á að
koma höfðinu á búkinn aftur?
Því miður eru ýmis fleiri á-
kvæði hinnar nýju stjórnarskrár
sem breytt hefir verið, mjög ó-
heppileg eða vafasöm, þó eigi
hirði ég að rekja það frekar, en
sem heild má segja að giftu-
leysi alþingis við afgreiðslu hinn
ar fyrstu lýðveldisstjórnarskrár
hafi ekki riðið við einteyming.
III.
Það er því hin fylsta ástæða
til þess að nú þegar verði haf-
izt handa um undirbúning fram
tíðarstjórnarskrár fyrir hið ís-
lenzka lýðveldi og það því frem
ur sem ofan á þau mistök, sem
orðið hafa við breytingar á
stjórnarskránni, bætist það að
stj órnskipulag það, sem við höf-
um búið við undanfarið er orð-
ið að ýmsu leyti algerlega úrelt.
Aðalástæðan til þess er hin
gífurlega breyting, sem orðið
hefir og er að verða á öllum
framleiðsluháttum þjóðarinnar,
á tækni, samgöngum, stéttaskip
un og félagslegum aðstæðum.
Þegar stjórnarskráin var sett,
voru Islendingar bænda- og smá
framleiðandaþjóð, þar sem öll
aðalframleiðslutækin voru í eign
einstaklinga og hvert býli var
að miklu leyti sjálfstæð efna-
hagsleg heild sem lítil viðskipti
hafði við aðra, miðað við það
sem nú er. Á þessu hefir orðið
stórkostleg breyting. Stórrekst-
urinn og félagsreksturinn hefir
haldið innreið sína, meiri hluti
þjóðarinnar hefir flutzt í bæ-
ina og upp hefir komið fjölmenn
stétt verkamanna, sem nú er
hin fjölmennasta stétt landsins.
í kjölfar þessarar þróunar sem
hefir haft í för með sér miklar
efnahagslegar umbætur fyrir
bjóðina í heild, hefir atvinnuleys
ið komið og aukið öryggisleysi
fyrir talsverðan hluta þjóðarinn
ar. Jafnfr. verður greinilegra og
greinilegra að í nútíma þjóðfé-
lagi verður ekki komizt hjá múg
atvinhuleysi nema með víðtæk-
um afskiptum ríkisvaldsins,
skipulagningu atvinnureksturs-
ins í einhverri mynd og ekki
hjá örbirgð og skorti nema með
víðtækum félagslegum trygging
um eða opinberri forsjá. Enn-
fremur en það ljóst, að til þess
að slík skipulagning geti átt sér
stað og náð tilgangi sínum, verð
ur að vera sterkt og samtaka
ríkisvald og festa í stjómform-
inu. Allt atvinnulíf landsins hlýt
ur á skömmum tíma að kom-
!
sem biftast eiga í
Alþýðublaðihú,
verða að véra
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnar
í Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrir kl. 7 aS kvöldl.
Sfmi 4906.
ast í algert öngþveiti og hrun
að verða afleiðingin ef ekki er
hægt árum saman að mynda
starfhæfa stjórn með meirihluta
þings á bak við sig. Við þetta
ástand höfum við raunverulega
búið síðan 1937, því samkomu-
lagið um þjóðstjórnina byggðist
lengst af á því að hún hafði enga
stefnu í aðalmálunum, sem þá
lágu fyrir til úrlausnar, fyrst
og fremst dýrtíðarmálunum.
Hin nýja stjórnarskrá þarf að
taka tillit til þessara breyttu
viðhorfa, enda þótt ég muni ekki
að sinni fara neitt út í það hvern
ig það má verða. Feður gömlu
stjórnarskrárinnar lögðu á það
mikla áherzlu að tryggja frið-
helgi eignarréttarins, enda var
þá félagslegt öryggi, ef svo
Frh. af 6. 'síðu.
MORGUNBLAÐIÐ hefir haft
þá aðferð til þess að reyna
að.eyða öllum umræðum um ör-
yggismál sjómanna, þar á með-
al hina brýnu endurskoðun
skipaeftirlitsins, í sambandi við
skýrslu sjódómsins um rann-
sókn Þormóðsslyssins, að hefja
sjálft hávaða mikinn um end-
urnýjun skipastólsins, eins og
enginn hafi minnzt á hana á
undan því. En að vísu hefir nið-
staðan í öllum þeim skrifum
Morgunblaðsins orðið sú, að að-
alöryggismál sjómanna og sjó-
farenda væri það, að skattam-
ir væru lækkaðir á stríðsgróða-
félögum útgerðarinnar! Út af
þessu skrifar Tíminn í gær:
„Meðal blaðamanna Sjálfstæðis-
flokksins virðist það keppikefli að
ganga sem lengst í málefnarugl-
ingi. Eitt gleggsta dæmi þess eru
skrif Morgunblaðsins í sambandi
við endurnýjun skipastólsins og
öryggismál sjómanna. Blaðið hróp-
ar nú hvað eftir annað: Versta
verkið, sem öryggismálum sjó-
manna hefir verið unnið, er að
stórútgerðarfélögin hafa ekki mátt
leggja allan gróða sinn í nýbygg-
ingarsjóði.
Hér er beitt þeim furðulega rugl-
ingi, að endumýjun skipastólsins
geti ekki orðið með öðrum hætti
en þeim, að Kveldúlfur, Alliance
og svipuð fyrirtæki hafi hana með
höndum. Það er alveg reynt að
leyna þeim möguleika, að sjómenn
irnir myndi sín eigin félög, er eigi
skipin og annist útgerð þeirra, ell-
egar að sveitar- og bæjarfélög
eignist skip og leigi þau hluta-
skiptafélögum sjómanna.
Öllum þeim, sem nokkuð hafa
fylgst með málefnum stórútgerðar-
innar á undanförnum árum, mætti
vera það ljóst, að einkarekstrar-
fyrirkomulagið hentar henni ekki.
Það veldur stöðugum illdeilum
xnilli vinnuveitenda og vinnuþega,
sem iðulega láta allt þjóðfélagið
ramba á glötunarbarmi. Það læt-
ur etjórn fyrirtækjanna vera ó-
ébyrga gagnvart þjóðfélaginu, því
að hún mótast af gróðasjónarmið-
inu einu. Það dregur úr áhuga og
ábyrgðartilfinningu starfsmann-
anna, þa^ sem þeir hafa sín föstu
laun, hvernig sem allt gengur. Það
er hinn heppilegasti jarðvegur fyr
ir skaðlegt gróðabrall og óbilgjarn
ar kaupkröfur. Um einkarekstur 1
smáútgerðinni skiptir allt öðru
máli, því að sjónarmið smáútgerð-
armannsins eru allt öimur en stór-
útgerðarmannsins.“
Frá þessum sjónarmiðum ger
ir Tíminn því næst grein fyrir
því hvers vegna flokkur hans
hafi verið því andvígur, að veita
stóxjútgerðarfélögunum meiri í-
vilnanir um skattgreiðslúr, en
gert hefh* verið, og í sambandi
við það telur blaðið auk þess
enga tryggingu fyrir því, að
skattarnir á stórútgerðinni eða
auknir nýbyggingarsjóðir í hönd
um hennar yrðu notaðir til end-
urnýjunar skipastólsins. Niður-
stöður Tímans eru því þessar:
„Það þarf nýjar fjáröflunarleið-
ir til að tryggja það, að hægt sé að
styrkja rétta aðila til að eignast
ný og góð skip. Nokkur hluti fyr-
irhugaðs eignaaukaskatts ætti að
notast í þessu skyni. Það verður
að draga úr sjóðahlunnifidum
gróðafélaga í sama skyni. Þá verð-
ur að setja þau fyrirmæli, að ný-
byggingarsjóðir gróðafélaga, sem
ekki séu notaðir fyrir tiltekinn
tíma, skuli renna í hinn sameigin
lega nýbyggingarsjóð. Loks þarf
að skipuleggja útlán lánsstofnana
í þessum tilgangi. Það verður að
gera allt, sem hægt er, til þess að
sjómaninastéttin sjálf eða aðrir að-
ilar, sem reka útgerðina á heil-
brigðum grundvelli, eignist ný og
góð skip. Skipin eiga að vera til
fyrir sjómennina, en ekki einstaka
braskara."
Þannig farast Tímanum orð,
og verður fróðlegt að sjá hvem
ig Morgunblaðið tekur undir
feröfuna um endumýjun skipa-
stólsins á slíkum grundvelli.