Alþýðublaðið - 01.04.1944, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 01.04.1944, Qupperneq 8
a Laugardagttr 1. apríl 1944, BS n ARNARBIÖSS Allf fér það vel (It All Came True) Bráðskemmtileg amerísk mynd. Ann Sheridan Jeffry Lynn Humphrey Bogart Felix Bressart Sýnd ki 5. 7 og 9 Flotlnn í böfn I(The Fleet’s In) Söngva- og dansmynd. IDorothy Lamour. m Sýnd kl. 3 Sala liefst kl. 11 f. h. LÍKA SVIKIÐ! DÓTTIR MANGA í Norður-, hjáleigu hafði í ógáti gleypt eitur, en læknir hjargaði henni á síðustu stundu. Prestur (hittir Manga nokkr- um dögum síðar): „Hvernig líður stelpuhnokk- anum?“ Mangi: „Jú-o-jú, henni fer fram með hverjum degi. Ég skal líka- segja prestinum það, að eitur er ekki nærri eins hættulegt nú orðið og fólk held- ur. Ég veit það af reynslunni. Ég keypti í fyra rottueitur til þess að eitra fyrir refi. Engum ref varð meint við. Þá sendi ég það til efnarannsóknastofunnar, til þess að láta rannsaka það, og þeir sögðu, að það væri á- gætt. Þá reyndi ég það á kett- inum, en hann drapst ekki held- ur, sá skratti. Þá varð ég reiður og tók eina af hænum Gunnu minnar og gaf henni gott hragð af eitrinu. — Og hvernig held- ur presturinn að fari? Jú, hæn- an fór að verpa og verpir síðan lon og don! Af þessu er ég viss um, að það er ekki gagn í eitri nú á tímum.“ & * * • BÍBÍ er með eldhúsið fullt af gestum sínum. Húsmóðirin kallar til henr. ar ofan af lofti: „Bíhí!“ Bíbí: „Já!“ Húsmóðirin: Klukkan er ellefu.“ BíBí: „Þakka yður fyrir. ' Viljið þér vera svo góð að segja mér til, þegar klukkan er eitt?“ Með því að þola þetta fram- ferði hefir hann tekið hlut- deild í sökinni. Hann hefir fullkomlega viðurkennt nú þeg- ar, að hann sé ekki verður þeirrar virðingar að vera liðsforingi. Það er traustara efni í hernum okkar. Og ef þér viljið nú hafa mig afsakað- an, mun ég ekki þreyta yður með frekari orðræðum um þetta. Majórinn reis úr sæti sínu. Andlit hans var náfölt af bræði, og kurteisishjúpurinn var strok inn af honum. Hann strauk nið- ur frakka sinn og sléttaði úr honum. Allt í einu tók Mikael til máls og hélt enn um stól- inn minn. — Herra majór, aðeins örfá orð enn, sagði hann og röddin skalf af æsingi. — Þér hafið rétt fyrir yður, ég er fæddur hér og kom aftur til þessa lands af því að ég ann því. Þetta er mitt land. Faðir minn var prúss neskur liðsforingi. Sama máli gegnir um forfeður hans í marga liði. Ég veit, af hvaða efni liðs- foringjar eru gerðir. Ég er sjálf- ur gerður úr því efni. Eg á enga ósk æðri en þá, að Þýzkaland verði sterk og voldugt og kom- ist til jafns við aðrar stórþjóðir. Þess vegna kom ég aftur. Þess vegna hefi ég heitið Þriðja rík- inu og Foringjanum trúnaði mínum. En herra majór, sagði hann og ég fann hendur hans skjálfa á stólbakinu fyrir aftan mig, ef örfá dansspor eru svo hættuleg, að nauðsyn beri til að sakfella mann fyrir það eitt að horfa á þau, þá — herra maj- ór — er þetta land ekki sterkt. í Ameríku — í skólanum — mát um við gildi strákana eftir því, hvernig þeir tóku spaugi. Ef þeir ekki þoldu það voru þeir skoð- aðir sem skræfur eða geggjaðir bjálfar. Þér getið tekið þetta eins og yður sýnist. Þið þolið ekki gaman, af því að þið óttist það. Þér óttist hlátur, þér og Þriðja ríkið. Þið óttizt gagnrýni Þið óttizt um þegnana og haldið þeim hræddum við ríkið. Það er hægt að berja ótta inn í fólk en það er ekki hægt að berja inn í það styrk eða dirfsku, ekki einu sinni trúnað eða ást. Ég vissi ekki fyrr en nú að ég ynni Ameríku, ekki fyrr en þér bár- uð hana óhróðri. En nú veit ég það. Ég ann henni, þökk fyrir, herra majór. Ég ætla að fara þangað aftur og segja amerísku þjóðinni að bezti vinur minn hafi verið rekinn úr þýzka hern um með smán og neyðzt' til að skjóta sig, af því að hann hafi séð mig dansa nokkur foxtrot spor, og hið volduga, þýzka ríki hafi ekki getað látið hjá líða að refsa honum harðlega. Ég mun gera mikið veður út af því. Það mun hafa geysimikil áhrif þar fyrir handan, það get ég fullviss að yður um. Og ef þér viljið nú fangelsa mig, herra majór, þá gerið svo vel að hefjast þegar handa. Svona er þetta þá komið, hugs aði ég. Nú verður honum varp- að í fangelsi. Hvað get ég þá gert? Ég verð að hringja til Jóns. Komast í samband við Washing- ton. Síma til ameríkska sendi- ráðsins í Berlín. Ef til vill verð ég fangelsuð líka fyrir að vera móðir þessa upreisnagjarna ung mennis — og var hann ekki a-1- veg eins og Manfred Halban í sorgarleik eftir Schiller? Það væri gaman að vita, hvað hefði orðið af Fritz Halban. Hann hvarf einfaldlega. Hugsanirnar ætluðu að hlaupa með mig í gön ur, en þá sá ég mér til mikillar ánægju, að majórinn virtist vera kominn úr jafnvægi. Hann svar- aði ekki hinni óvæntu árás Mik- aels, en sneri sér að mér og var nú kurteis á nýjan leik. — Ég get vel skilið, að þér og sonur yðar hafið áhyggjur út áf hinum unga vini yðar, sagði hann. — Og ég hlýt að viðurkenna, að þið eruð góðir málfærslumenn fyrir hann. Ég hefi gefið skýrslu um málið sím leiðis og það hlýtur að hafa sinn gang. Ég get hins vegar vel látið •mér detta í hug, að yfirboðarar Streit taki tillit til æsku hans og reynsluleysis og verði frem- ur mildir í dómum sínum. Ég óska yður góðrar nætur. Heil H'itler! * Hann sló saman hælunum og sneri aftur að borði sínu. Hann var einkennilega stífur í bak- inu, eins og hann byggist við, að Mikael mundi sparka í bak- hluta hans. — Puh! sagði Mikael og skalf enn. — Sástu hvað hann varð skömmustulegur, þegar ég sýndi honum hnefana? Hvað heldurðu að hann taki sér nú fyrir hend- ur? — Þetta er allt í lagi. Þetta lagast allt saman, sagði ég. — Majór Vitztum er enginn kjáni. Við skulum fá okkur vagn og vita, hvernig frú Streit líður. * En það lagaðist ekki. Málið hafði sinn gang, eins og majór Vitztum orðaði það. Frú Streit sendi muni Mikaels til Nec- karhof og neitaði að sjá hann. Einu sinni tókst honum að ná fundi Önnu-Lísu, en hún brást svo illa og reiðilega við, að hann kom heim skjálfandi og angur- vær, og það tók mig langan tíma að koma honum í jafnvægi á ný Við sátum í herbel*ginu mínu og störðum á blóðrauða tómatana, sem skörtuðu á veggfóðrinu, þangað til ég átti ekki á öðru von, en að ég myndi missa vit- ið. Fólk forðaðist okkur eins og við skyldum vera haldin drep- sótt. Barbara var eini tengilið- SS NVJA BU> s „6ðg og Gokke" og gaMrakarlinn („A Hunting we will Go“ Fjörug mynd og spennandi] Stan Laurel, Oliver Hardy og töframaðurinn Dante e Sýnd k. 3, 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. 6AHILA BIO B |Þan hitfust í Bombay (They Met in Bombay) Clark Gable Bosolind Russell Sýnd kl. 7 og 9 Böra fá ekki aðgang. igarnir |;Seven Mlles from Alcatroz) Sýnd kl. 5. Böm fá ekki aðgang. urinn milli okkar og hinna hér- foúðanna. Hún kom til okkar og gaf okkur upplýsingar. Ég bjóst við, að hún elskaði Mikael þess ari tröllatryggu, vonlausu ást. sem feitlagnar og ófríðar stúlk- ur ala jafan með sér. Einu sinni •laumaðist sköllótti prófessorinn inn í Neckarhofískjólináttmyrk urs og í gervi samsærismanns- ins, til þess að fullvissa mig um, að hann hefði ekki ríka samúð með nazistastjórninni, og til að spyrjast fyrir um, hvort ég mundi ekki geta útvegað honum starf og dvalarleyfi í Ameríku. Á þetta rak ég mig þráfaldlega. í viðræðum við fólk. Það var hrifið af því sem Foringinn hafði gert fyrir þjóðina, en vildi fyrir alla muni komast brott úr land- inu.- Gamli yfirþjónninn skellti í góm í samúðarskyni, þegar hann bar okkur mat og drykk í einangrun okkar. Ólundarlega starfsstúlkan, sem hreinsaði her bergin okkar, glápti stundum á Mikael, eins og hún ætlaði að gleypa hann með augunum. All ir þeir, sem einhver skipti þurf tu við okkur að eiga, voru haldnir af lamandi ótta við yfirboðara MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Sólin færðist upp á himingeiminn og veldur því, að stór- ir skuggar myndast í skógarjaðrinum þar sem blikar á skildi og gljáfægð vopn. En allt í einu tekur einn blökkumannanna sig út úr hópnum og hleypur í áttina til þeirra félaga. Þeir þekkja hann þegar, og hjörtu þeirra slá örar af gleði. — Þetta er Kaliano. Vonin vaknar í hjarta þeirra að nýju, vonin, sem þeir höfðu ekki dirfzt að láta sér til hugar koma. Þeir sjá hann veifa hendinni til þeirra, þeir heyra hann hrópa og sjá bros ljóma á ásjónu hans. — Hvítir vinir, vinir Tommýs! Þið þurfið ekkert. að óttast, þið eruð hólpnir. Leggið niður vopnin! Nú er hann kominn fast til þeirra og Páli hefir tekizt að þagga niður í hundinum. — Ég hefi margt að segja ykkur. Talvoarnir þakka ykk- ur fyrir að þið björguðuð syni höfðingja þeirra. Kalano veit, hvar þjóðflokkur hans er. Hann býr hinum megin við eyðimörkina. Talvo þekkir hvíta föður . . . Kaliano lætur móðan mása og dansar um eins og tryllt- ur væri. En brátt gerist hann alvarlegur í bragði. — Já, Talvo þakkar ykkur fyrir að bjarga syni sínum.. Þarna koma þeir, þarna koma þeir! ' 5ANAW.Y/ TME COLONEL’S JUST COME IN/ HE’5 GOT 50METHIN6 TO 5AY TO YOU/ WHAT KINDA 6A6...0H/ YE5 6IR/5.CUSE ME,SIR/ LOFTSKEYTAMAÐURINN á W Y N D A* flugstöðinni: ,,Jú, það eru þeir SAB A d — og allt í lagi. Drottinn minn , dýri! Eftir 5 vikur!“ ' .ÆM SAMMY: „Við höfum foara verið að skoða okkur um hérna í loftinu og alveg gleymt hvað tímanum liði.“ LOFTSKEYTAMAÐURINN: „Sammy, bíðið eitt augnablik, höfuðsmaðurinn vill segja eitt- hvað við ykkur.“ SAMMY: „Hvaða þvaður! Ó, fyrirgefið foerra, já, herra þökk herra, fyrirgefið herra, já, herra, ó, herra — gott 3^ herra, ágætt herra. — Ó! Ó!**

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.