Alþýðublaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.04.1944, Blaðsíða 6
6 i Þessi mynd sýnir tvær ítalskar konur, sem eru að koma heim í smábæinn sinn; eða réttara sagt rústirnar af honum, skammt frá Napoli, eftir að bardögum var lokið þar. Hversu víða mun heimkoman ekki verða lík að þessu stríði loknu. Árásin á háskólann í Oslo: HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. til þess að kosta skólahald okkar. En með því er þjóðin að leggja peninga á vöxtu til framtíðarinnar, þar sem fullyrða má, að þeir 300 nemendur, sem sitja í menntaskól- anum nú, eru allir staðráðnir í því að vinna landi sínu og þjóð allt það gagn, sem þeir mega. Og þá og með því munu þeir greiða skuld sína við land sitt og þjóð.“ Þannig farast útgefendum „Skólablaðsins“ orð. En sjálft ber blaðið svo margvíslegum á- huga bæði nemenda og kennara vott, að það verður vissulega ekki í efa dregið, að sú kynslóð að minnsta kosti, sem nú er í skólanum, muni á sínum tíma greiða landinu þá skuld, sem hún er í við það, bæði með vöxt- um og vaxtavöxtum. GjaSir lil vinnuheimilis berklasiúklinga. Eftirtaldar gjafir hafa síðustu daga borizt til Vinnuhælis berklas júklinga: Sjörlíkisgerðin Ásgarður h.f. kr. 1000.00, NN. kr. 10.00, Simon Kristjánsson og frú, Hafnarf., í minningú Ásmundsr Sírnon- arsonar kr. 300.00, Starfsfólk Olíuverzlunar ísl. h.f. kr. 1235.00, Ásmunduir Guðnason o. fl., Djúpavík kr. 725.00, Af- hent af Ríkisútvarpmu: E. S. (áheit) kr. 20.00, Ásgeir Jó- hannsson, Kálfh., Rang. kr. 50.00, Kona á Vestfjörðum (á- heit) kr. 10.00, Gamall sjúk- lingur (á'heit) kr. 10.00, Kona í Vestmannaeyjum (áheit) kr. 50.00, Kona í Ves^mp^^nevium (áheit) kr. 50.00, Áheit lcr. 2.00, H. 0. kr. 5.00, D. E. kr. 50.00, Blindur (áheit) kr. 50.00. Jón Kristóférsson, Biarkarg. 10 kr. 50.00 Sésselja Pálsdóttir, Sléttu, Reyðarf.. Jcr.. 100.00. 30. marz 1944. Skrifstöfa S. í. B. S. Frh af 4. síðu og eins 1 snilldarþýðingu Einars Benediktssonar. Þó finnst mér viðeigandi að rifja upp fyrir les- endum að lokum nokkur orð úr grein, sem Einar Benediktsson skrifaði sjálfur um „Pétur Gaut“ og lét fylgja þýðingunni: „Meginefni sögunnar er lýsing eigingirni og sjálfbyrgingsskapar gagnvart kærleika og æðri þekk- ing, sem Norðmaðurinn öðlast gegrtum miklar lífsbreytingar, víðförli og örlagaríka atburði. Þjóðargort, sem einangrar sig sjálft, er meistaralega teiknað upp í sölum Dofrans, og sjálfgæði Gauts bera þessa einkunn út í ævi stríðið, langt frá ættarstöðv- unum.“ . . . „Dýpsti og merkasti lærdómurinn er falinn í áfellis- dómi höfundarins yfir þeim, sem vilja halda einkennum sínum með því að byrgja sig frá áhrifum af öðrum. Áð vera „sjálfum sér lík- ur“ er að lifa með anda annarra og auðgast af honum. Hitt er dauðinn, að hrökkva frá því við- fangsefni, það er að vera „sjálf- um sér nægur.“ En sú ævi, sem gerir sér það að grundvallarboð- orði, á að hverfa sviplaus úr ver- öldinni. Ást, von og trú Sólveigar bjargaði Gaut frá þeim örlögúm.“ Djúp lífsspeki og ritsnilld eru tvinnaðar saman í þessu mikla listaverki. Þegar þar við báetist góð leiksýning og smekkleg hlut- verkameðferð, er það merkisat- burður fyrir hvern leikhúsgest að sjá slíka sýnipgu. Mikið er að vísu fellt úr „Pétri Gaut“ í þess- i ari sýningu leikfélagsins og tón- listarfélagsins, en gefur þó ærið tilefni til umhugsunar, hverjum þeim, sem kemur í leikhúsið til að fræðast og skilja, en ekki til þess eins að átelja það, sem áfátt kann að vera. R. Jóh. 50 ára verður á morgun (miðvikudag) 5.. aprO, frú Guðmundína Guð- mundsdóttir, Framnesvegi 54. (Frfa. af 5. síðu.) menn að fallast á hina varfæm- islegu og heimspekilegu skoðun dr. Seips á viðhorfunum. Johan Sandes, forseti stúdentasam- bandsins, var handtekinn eftir fund þann, er Johan Scharff- enberg hélt hina frægu ræðu sína, er fyrr um getur, þar sein hann hvatti stúdentana til þess að votta Hákoni konungi fyllstu hollustu og líta á harm sem tákn norsku þjóðarinnar. Þeg- ar fagnaðarlæti áheyrendanna hljóðnuðu loksins, mælti Sand es: „Slík samsinning krefst kvaðar“. Nokkrum dögum síð- ar ruddust ‘hinar einkennis- klæddu stormsveitir Quislings inn í kaffistofu háskólans. Þá heyrðist einhver hrópa: „Kast- ið svínunum á dyr“. Þarna kom svo til ryskinga milli mála liðs Quislings og stúdentanna. Háskólanum var lokað í nokkra daga og dr. Seip var stefnt á fund Jósefs Terbov- ens, landstjóra Þjóðverja í Noregi. „Það er kominn tími til þess“, þrumaði Terboven, „að stú- dentarnir breyti afstöðu sinni til Þjóðverja og vina þeirra og taki upp vinsamlega samvinnu við þá.“ Hinn herðibreiði, öldurmann- legi skólafrömuður svaraði ró- legur í bragði: — „Ég get full- vissað yður um það, herra land- stjóri, að það mun ekki koma til frekari óeirðá og stúdentar munu ekki láta stjórnmál til sín taka sem stúclentar. Þýzka mun að sjálfsögðu verða kennd við háskólann í Osló eins og áður og þar mun verða lögð mikil áherzla á það sem endranær, að Noregur stendur í mikilli þakkarskuld við þýzka menn- ingu. Ep hins vegar hefi ég hvorki vald né rétt til þess að skipta mér af einkaskoðunura stúdentanna.“ Frá þessari sturtdu var ten- ingunum kastað. Terboven duld- ist engan veginn, hver afstaða háskólans og dr. Seips var. En Þjóðverjar töldu sér hagkvæm- ast að fresta því að gripa til sinna ráða að svo komnu, og veturinn 1940—1941 leiö án þess að til alvarlegra tíðinca kæmi að því fráskildu, að íhlut un nazista fór jafnan vaxandi. Stúdentarnir hættu gersamlega að sækja kennslustundir til þeirra tveggja prófessora, sem voru nazistum fylgispakir. Ýms ir háskólakennaranna voru smám saman handteknir cg bornir sökum, sem vörðuðu þó ekki störf þeirra við skólann beinlínis, eða flýðu land. Það er táknrænt fyrir afstöðu stúdent- anna, að „A. B. C.“, enska fé- lagið, og „Marianne“, franska félagið, döfnuðu betur en nokkru sinni fyrr í sögu skól- ans, þegar þýzka félagið ..Nod- esta“, sem fyrrum hafði notið mikilla vinsedda, lagðist niður. Vorið 1941 voru aðeins fjörutíu stúdentar af fjórum ]>úsundum meðlimir flokks Quislings, enda þótt nazistasíúdfntarnir nytu ýmissa forréttinda, . En öllum vcr um það kunn- ugt, að háskólinn hélt áfram starfrækslu sinn af einskreru umburðarlyndi. í september- mánuði árið 1941 var svo hógg- ið greitt. Seip rektor var vísaö frá embætti og sendiu' til fanga- búðarinnar að Grini. Þegar hann hafði dvalizt þar um hríð og sætt miklum pyndingum — meðal annars hafði hann verið hafðrtr í haldi í myrkrastofu í nokkrar vikur — var liann sendur til hinnar illræmdu fangabúðar að Oranienburg í Þýzkalandí vorið 1942. í hans stað var Adolf nokkur Iioel skip aður rektor, Hoel þessi hafði getið sér nokkurn . orðstír sem heimskautafari, en var af þeim, er til hans þekktu, vart talinn með réttu ráði vegna mikil- mennsku sinnar og sjálfbirgings skapar. Þessi ráðstöfun orkaði þó engu til þess að breyta við- horfrmum innan háskólans. Inn tökubeiðnum fækkaði verulega, en allar deildir skólans voru þó starfræktar og lögð áherzla á það að skólastarfið breyttist sem minnst frá því sem var fyr- ir stríð. Allar tilraunir til þess að fá stúdenta til þess að ganga í félagssamtök' nazista eða stunda framhaldsnám í Þýzka- landi mistókúst gersamlega. En í árslok 1942 kom til nýrra á- rekstra. Kennslumálaráðuneyti nazista gaf þá út reglugerð, sem mælti svo fyrir, að krafizt skyldi stjómmálalegrar hæfni sem skilyrði íyrir inntöku - í læknadeildina, en þar voru mjög margir stúdentar á bið- lista. Reglugerð þessi var sér- staklega gefin út í því skyni að ívilna sjálfboðaliðum nazista, sem barizt höfðu gegn Rússum á austurvígstöðvunum. Allt kennaralið háskólans mótmælti þessu þegar í stað og það svo skelegglega að frestað var að framkvæma reglugerð þessa. Um þessar mundir hafði nýtt nazistiskt stúdentasamband ver- ið stofnað í stað hins, er bann- að hafði verið. En aðeins örfáir stúdentar gengu í hið nýja samband, og drógu hinir stú- dentarnir óspart dár að þeim. Vorið 1943 gáfu nazistar út fyr- irskipun um almenna vinnu- skyldu í Noregi, og stúdenta- sambandinu var tilkynnt, að ef því yrði leyft að láta þetta mál eitthvað til sín taka, myndi að- ein's til þess ætlazt, að stúdent- arnir innt vinnuskylduna af höndum, meðan kennsluleyfi stæðu yfir. Jafnframt var þess getið, að ef stúdentarnir féll- ust ekki á þetta myndi þeim gert að skyldu að lúta sömu lögum varðandi vinnskyldu og öðrum landsmönnum í Noregi. Nokkrum stúdentum var þröngv að til þess að fallast á kvöð þessa, en þegar blöð nazista til- kynntu, að allir stúdentarnir ættu þar hlut að máli, undir- rituðu tvær þúsundir þeirra mótmælaskjal til háskólaritara, þar sem borið var á móti þessu og vinnuskyldunni harðlega mót mælt. Fimm stúdentar voru handteknir og hinum ógnað með „alvarlegum afleiðingum“. En þar eð níutíu af hverjum hundr- að stúdentanna voru við mót- mæli þessi riðnir, var fram- kvæmd vinnuskyldunnar skotið á frest. í árslok 1943 gaf kennslu- málaráðuneyti nazista út nýja reglugerð, sem heimilaði rektor að veita mönnum, sem ekki hefðu lokið stúdentsprófi, inn- töku í háskólann. Kennararnir við allar hinar fimm deildir há- skólans, að einum undanskild- um, sendu kennslumálaráðu- neytinu þegar mótmæli, þar sem rök voru að því leidd, að hin nýja reglugerð hefði í för með sér „gerbreytingu á regl- um háskólans og röskun á grund velli ævistarfs kennara hans. Það er ekki fyrir hendi nein trygging íyrir því, að háskólinn verði framvegis stofnun frjálsr- ar leitar og kennslu þar sem kunnátta á viðfangsefnunum sé aðalatriðið. Kennarar háskólans geta ekki fallizt á slíka kosti sem þessa nema að bregðast jafnframt skyldu sinni við and- legt líf í landinu . . . Iiáskól- inn telur hina nýju reglugerð algera lögleysu og mun því að- eins samþykkja inntöku nýrra nemenda, að þeir uppfylli þau menntunarskilyrð, sem tíðkazt' hafa til þessa“. Á-fleiðing þessara mótmæla varð sú, að átta prófessorar og fjörutíu stúdentar voru hand- teknir í septembermánuði fyrra árs. . - Nú hefir svo síðasta höggið Þriðjudagur 4. apríl 1944 Kaupum tuskur________ hæsta verði. iflsöagaaviaaasíðfaii Baldursgölu 30. gegn háskólanum í.Osló veri5 greitt. Samkvæmt síðustu fréttum, sem borizt hafa frá Osló, var stúdentunum safnað saman I samkomusal háskólans, þar sem þeir voru teknir fastir af Kurt Rediess, lögreglustjóra Gestapo í Noregi. Rediess kvað þannig að orði, að allt frá því að landið var her- numið hefðu stúdentarnir í Osló myndað viðnámsflokk, er rekið hefði áróður og unnið lög- bönnuð skemmdastörf gegn Þjóðverjum og Þýzkalandi. Hann komst þannig að orði, að andleg viðhorf stúdentánna hefðu birzt glögglega í því, er þeir mótmæltu því að stúdent- um, „sem gert höfðu skyldu sína sem Evrópumenn með því að berjast sem sjálfboðaliðar gegn kommúnismanum“ yrði veitt inntaka í háskólann. Hann. . bætti því við, að íkveikjan í samkomusal skólans væri aðal- orsök handtaknanna, en jafn- framt bæri að láta þess getið, að Þjóðverjar hefðu fyrir löngu 1 gert sér þess glögga grein, að stúdentarnir hefðu rekið vís- ’• vitandi ólöglega starfsemi, sem yrði að koma í veg fyrir. Rediess gaf fyrirheit um bað, ’ að stúdentarnir skyldu fá notið betri aðbúðar í Þýzkalandi en venjulegir pólitískir fangar. Slíkt er þó kaldranaleg huggun þeim, er vita örlög þeirra Norð- manna, sem sendir' haf^ ’i til Þýzkalands. En norsku stú- . dentarnir geta þó fagnað yfir vissunni um það, að þeir hafa sigrazt á hinum hötuðu Þjóð- verjum á norskum vígstöðvum. Hinar luktu dyr og hinir þöglu salir Oslóarháskóla eru hljóð- lát en glögg vitni sigurs þeirra. Áttræður braotrySJandi Einar Finnur Jónsson múrari í Borgamesi. ATTATÍU ára varð 31. marz Einar Finnur Jónssom • múrari í Borgarnesi. Einar hefir dvalið í Borgar- nesi síðan 1913. Vann hann við mörg fyrstu steinsteyptu húsin í þorpinu og héraðinu. Var hann dugnaðarmaður hinn mesti við alla vinnu. Einar bjó í Reykjavík frá 1900 til 1913, að hann flutti í Borgar- nes. Þar kynntist hann verka- lýðshreifingunni og er Dagsf- brún var stofnuð gekk hann í félagið; var hann jafnan síðan mjög áhugasamur um öll verka- lýðsmál. Fluttist Borgnesingum með honum fyrsta alda verkalýðs- ihrfeiíingarinnar. Eftir að verkalýðsfélag var stofnað í Borgarnesi, var hann um 4 ára skeið varaformaður félagsins. Einar kvæntist 1895 Vilborgu Oddsdóttur frá Hvammi í Kjós. Þau eignuðust 5 börn, en af þeim lifir aðeins ein dóttir, Svanhvít, er nú dvelur sjúkl- ingur á Vífilstöðum. Konu sína missti hann 1937. Hefir hann nú um skeið búið einn mikið af árinu, og stundar þó nokk- uð vinnu. Er honum erfiðast að sjónin er orðin slæm. Við verkamenn í Borgarnesi þökkum Einari störf hans í þágu verkalýðshreifingarinnar,. I. E.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.