Alþýðublaðið - 05.04.1944, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 05.04.1944, Qupperneq 5
HiSvikndagtur 5. aprð 1944. ** * *»TÐUBf * **»«» aaT-.ii m n iiiii.iiwi.. ... n-m *. ** ... < * Þar — og hér — Gaddavír og blaðamennska — Hlustað á mann, sem stendur í eldinum — Haturskenningar og menning Norðurlanda. AjÐ VAR lærðómsríkt fyrlr okkur blað'amennina að hlusta á danska blaðamanninn, sem hing- að er kominn, í fyrra dag. Blöðin hafa nú skýrt frá því, sem hann hafði að segja að mestu leyti, en hann ræddi við okkur í 2 klukku- stundir og okkur fannst meðan við hlustuðum á hann, að svona gætum við setið miklu lengur og hlustað á hann með athygli. Mál hans var Jiannig að það sýndi okkur í mjög skýrum dráttum líf og baráttu þjóðar, sem hertekin er af Þjóð- verjum. ÉG BÝST VIÐ að hinum blaða- mönnunum hafi farið eins og mér, að bera saman aðstæður okkar og dönsku blaðamannanna, er Ole Kiilerich sagði okkur frá því að ritstjórnarskrifstofur blaðanna í Kaupmannahöfn væri afgirtar með gaddavír, að enginn fengi að heim- sækja skrifstofurnar nema með und angenginni rannsókn og að vopn- aðir þýzkir hermenn og þýzkir eft- irlitsmenn væru í skrifstofunum til þess að hafa eftirlit með því að danskir blaðamenn skrifuðu ekki í blöð sín það, sem þeim býr í brjósti. HÉRNA MEGUM við skrifa um allt milli himins og jarðar, við meg- um skrifa skammir um Bandaríkja- menn alveg eins og okkur lystir, við megum gagnrýna Bandamenn eins og okkur sýnist, en ef við vilj- um minmast á veðrið eða skipaferð- ir þá verðum við að hringja til fulltrúa hersins og bera okkur sam- an við hann. Og þegar við spyrj- um: „Heldurðu að við megum segja þetta?“ þá svarar hann ann- að hvort: „Þetta er allt í lagi, góði“, eða hann segir: „Ég er hræddur um að það verði gert röfl út úr þessu. Þú getur sagt það á annan hátt.“ Og hann segir það á ágætri ís- lenzku. HVERNIG HALDIÐ þið að okk- ur myndi líða við Alþýðublaðið og Moggann, ef skrifstofur okkar væru afgirtar með gaddavír og erlendir menn með byssustingi væru að flækjast á göngunum og í skrif- stofunum? Ég er hræddur um að íslenzk blöð hættu að koma út og að ykkuæ langaði ekki til að kaupa þau. Ég er ákaflega hræddur um að ég hefði fljótlega hætt.að skrifa þessa pistla mína. ÉG SPURÐI Ole Kiilerich að því, hvað dönsk blöð gætu eiginlega birt. Og harrn svaraði: Þau skrifa um skemmtanalífið, fundahöld, ferðalög og birta svo undan og of- an af erlendum fréttum. Blöðin hafa ekki minnkað nema að litlu leyti. Þau reyna að halda lesend- unum uþp á snakki meðan á þess- um fjanda stendur. — Það verður gaman að sjá dönsk blöð eftir að búið er að rífa niður gaddavírs- girðingarnar og hinir vopnuðu sol- dátar eru horfnir úr skrifstofunum. ÉG ÞEKKI nokkra danska blaða- menn og ég get vel ímyndað mér að þeir muni leysa frá skjóðunni, þegar penninn þeirra verður aftur frjáls, eins og hann var áður en hin brúnklædda martröð ofbeldis- ins lagðist yfir hina fögru Dan- mörku. Þá munu skapast margar sögur, sem vert verður að lesa. VIÐ FRÉTTUM það einu sinni að formaður íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, Martin Bartels, hefði verið tekinn fastur og að hann hefði setið inei um nokkra mánaða skeið. Kiilerich sagði okkur að Bart els hefði á fundi i íslendingafélag- inu látið einhver orð falla sem Þjóðverjum líkaði ekki og meira þurfti ekki til. KHLERICH er góður gestur. Honum ætti að líða vel meðan hann dvelur hér. Þó að hann hafi staðið í eldinum er hann enginn ofstækis- maður. Það heyrðum við á máli hans. Ég hygg líka, að þrátt fyrir þennan ægilega tima, sem gengið hefur yfir Noreg og Danmörku verði erfitt að innprenta Norður- landaþjóðunum staurblint og blóð- ugt hatur um tíma og eilífð, eins og reynt er að getra nú úr öðrum átt- um gagnvart Þjóðverjum. Hannes á horninu. UNGLINGA vantar okkur frá næstu mánaðamóturo til að bera blaðði um Framnesveg, HÁTT KAUP Alþýðublaðið. — Sími 4900. ! Þrstf fyrir kauphækkanir, ii x * aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrennl Gerist áskrifendur. Simi 4906 og 4900. Indland og öryggi heimsins. Á mynd þessari sjást brezkar hersveitir sækja fram í herf utningavögnum á ströndinni við Anzio, þar sem bandamern gengu á land að baki hersveitum Þjóðverja, en á þeim slóðum hefir komið til allsnarpra vopnaviðskipta. Myndinni var útvarpað vestur um haf. Landgangan við Anzio á Ítalíu. ÞEGAR RÆTT er um ör- yggi heimsins í framtíð- inni, ber að taka mikið og raunhæft tillit til Indlands. Ráðamenn brezku þjóðarinnar verða að gera sér þessa glögga grein, verða að velja hina réttu stefnu og fylgja henni því næst fram. Ég vil því fara þess á leit við lesendur mína, að þeir líti eigi aðeins á Indland sem fjar- lægt land, er leggi einungis á- herzlu á það að finna lausnir . á vandamálum sjálfs sín held- ur jafnfram sem þýðingarmik- inn aðila í því, er við erum sammála um að nefna einn heim. Til þessa höfðum við verið sorglega óminniugir þessa viðhorfs. Þeir, sem barizt hafa fyrir sjálfstæði Indlands, virð- ast hafa talið það sjálfsagðan hlut, að Indverjar myndu skapa og móta framtíð lands síns og þjóðar, án þess að erlendra á- hrifa gætti þar að nokkru. Bretar og raunar Bandaríkja- menn einnig hafa litið sömu augum á þetta mál, en hafa engan veginn hugað sem Skyldi að háska þeim, er búinn væri, ef röð og regla hyrfi á Indlandi. En þess er eigi að dyljast, að það myndi eigi aðeins skapa öngþveiti og upplausn á Indlandi sjálfu held ur jafnframt granda örygginu í Austurlöndum yfirleitt, þannig, að mikil hætta myndi ægja frið inum og, örygginu í heiminum. Það er um þetta öryggi, sem ég hyggst hér að ræða. A”ðvr að skipta innanlandsmálin á Indlandi einnig miklu máli, og Bretar verða að gera sér þess grein, að þeir geta ekki færzt undan því öllu lengur að veita Indverjum einhvers konar sjálfsstjórn. Þess vegna mun ég hér ræða málin á þeim grund- velli, að Indland njóti sjálfs- stjórnar eða sjálfstæðis, ef mér leyfist að taka þannig til orða. En Bretar og Indverjar hljóta að gera sér far um það að vera raunhæfir í skoðunum sínum og verkum. Við getum aldrei vaánzt öryggi^ í heiminum, ef ^QSEIN ÞESSI, sem fjall- ar um Indland og þátt þess í samVinnu þeirri, er til skal efnt til þess að treysta og tryggja öryggi heimsins í framtxðinni, er eftir Sir George Schuster. Var hún upphaflega flutt sem erindi í þrezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritinu Tíie Listener. sérhver þjóð hugsar einvörð- ungu um sjálfstæði sjálfrar sín. Við verðum að vinna saman og vera mikils megnugir. Smuts heirshöfðingja mæltist vel, er hann kvað þannið að orði eigi alls fyrir löngu: — Friður, sem ekki styðst við mátt, er draum- ur. Sama máli gegnir með frelsi og sjálfstæði. * HVERS ÞARFNAST Ind- land til þess að öryggi þess sé tryggt? Við skulum virða fyrir okkur landabréf af Indlandið Burma, Malajalönd- Indlandi,. Burma, Malajalönd- um, Austurindíur Hollendinga, Thailand og Indókína. Land- flæmi þessi munu hafa mikla iþýðingu eftir stríð. Annars veg- ar liggja þau að Indlandshafinu, en hins vegar að Kyrrahafinu. Þau tengja eigi aðeins Austur- lönd og Vesturlönd heldur jafn- framt norður- og suðurhvel jarð ar. Lönd þessi, ásamt Japan og Kína, eru byggð helmingi allra íbúa jarðarinnar. Þar mun mega vænta mikilla og gagngerðra breytinga í kom- anda framtíð. Lönd þessi búa yfir miklum tækifærum, og þar mun verða efnt til margra og merkra nýjunga. Slík er aðstaða Indlands. Landfræðilega séð er það mjög mikilvægt land. Ef maður kynnir sér landabréfið nánar, dylst ekki, að Indlandyr næsta þýðingarmikil miðstöð sam- ganga til Suður-Afríku ann- ars vegar og Ástralíu hins veg- ar. Eftir stríð munu löndin við Indlandshaf ef tii vill verða talin einhver mikilvægustu lönd heimsins. Ég kveð þannig að orði af tveim ástæðum. Um lönd þessi liggja einhverjar mikilvægustu samgönguleiðir heimsins, og eru þau því næsta þýðingarmikil séð frá sjónar- miði verzlunar og viðskipta. Auk þessa eru varnarskilyrðin í löndum þessum mjög hagfelld frá náttúrunnar hendi, svo að auðvelt ætti að reynast að tryggja öryggi þeirra. Ekkert þessara landa verður þó auð- veldlega varið, hema samgöngu leiðirnar við hin þeirra séu opnar. Síðustu öld eða jafnvel lengur hafa frjálsar samgöngur um Indlandshaf og friður í lönd um þeim, er að þeim liggja, verði tryggður. Hvers vegna? Vegna þess að Bretar lögðu alla áherzlu á það, að friður ríkti á þessum slóðum og héldu samgönguleiðinni frá Suez- skurðinum tli Singapore opinni öllum þjóðum. En þessi öld er nú úti. Það hefir ekki aðeins orsakazt af hinum auknu sjálf- stæðiskröfum Austurlandaþjóð- anna og Átlantshafssáttmálan- um. Til þess hlaut að koma, ef Bretar vildu vera samkvæmir yfirlýstum kenningum sínum og skoðunum á vettvangi al- heimstjórnmálanna. En áður en efnt yrði til breytinga á stjórnskipun Ind- lands kom styrjöld sú, sem nú er háð, til sögu. Styrjöldin, sem sagt er að háð sé fyrir mál- stað frelsins í heiminum, hefir fært oss nú viðhorf að höndum. Það er þannig að orði kveðið, að heimsveldisstefnan verði að víkja fyrir stefnu frelsis og 'Sjálfstæðis hverrar þjóðar. Hins vegar ber okkur og að taka tillit til þess viðhorfs, að frelsi og sjálfstæSi þjóðanna verður aldrei treyst og tryggt án sartivinnu hinna sameinuðu Frh. á 6. mCn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.