Alþýðublaðið - 05.04.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 05.04.1944, Side 6
6 «LP>YOTBUkeii& carrtn . vuaammmmammmmmmmmmrn ■>. - ■ 1 1 *—1 Jl » Miðvikudagur 5. apríl 1944. Rapsni Cíappgr. Hinn frægi ameríski blaðamaður Raymond Clapper, sem síð- ustu tvö ár sendi meðal annars íslenzkum blöðum greinar sínar eins og lesendum Alþýðublaðsins er kunnugt af eigin lestri þeirra, fórst í innrás Bandaríkjamanna á Marshalleyjar ■ í Kyrrahafi í. febrúarmánuði. ifann var sem blaðámaður með í einni flugvélinni, sem árásina gerði á þessi eyvirki Japana, og ekki kom aftur til bækistöðva sinna. Þessi mynd af Clapp- er, sem tekin var í flugvél 17. janúar s. 1., er síðasta myndin, sem tekin var af honum. Framfíðarifjórnarskrá fslands. Frh. af 4. sföu. sem þeir væru fleiri eða færri, og einstökum ágreiningsatrið- um. Síðan væru látnar fara fara fram skipulegar útvarps- umræður um málið og kjósend- ur væru hvattir til að ræða mál- ið í alls konar félagsskap, í bæj- arstjórnum, sýslunefndum, sveitastjórnum o. s. frv. og til að senda stjórnarskrárnefndinni breytingartillögur við bráða- birgðafrumvarp (eða frumvarp) nefndarinnar. Yrði settur ákveð inn frestur til að koma slíkum breytingartillögum á framfæri. 3. Þegar þessum þætti undir- búningsins væri lokið, þ. e. að gefa þjóðinni tækifæri til að láía í Ijós óskir sínar og vilja, settist nefndin á ný á rökstóla, athugaði fram komnar breyt- ingartillögur og skilaði síðan fullnaðaráliti. 4. Tillögur þessar væru svo lagðar fyrir sérstakan þjóðfund, eða stjórnlagajþlng, sem væri sérstaklega til þess kosið að setja landinu stjórnskipunarlög. Á þjóðfundinum sætu t. d. 100 fulltrúar, kosnir með almenn- um lcosningum, og færi kosning- in fram .eftir fylstu lýðræðis- reglum. * Ég þykist vita fyrirfram, að hið síðasttalda atriði myndi sæta mestum andmælum af því, sem að framan greinir, og skal því fara um það nokkrum orð- um. Ein aðalmótbáran yrði þessi: Hver er munurinn á slíkum þjóðfundi og alþingi, þar sem kjósa ætti fulltrúana með al- mennum kosningum hvort sem er og myndu þá flokkarnir vit- anlega verða allsráðandi við slíkar kosningar? Vitanlega myndu flokkarndr hafa mjög mikil áhrif á kosninguna, þar sem frambjóðendur þeirra yrðu fyrst og fremst kosnir. Samt er mjög sennilegt að flokkssjónar- miðin yrðu ekki eingöngu ráð- andi, þar sem menn myndu ekki skiftast um hinar framkomnu tillögur eingöngu eftir flokkum, heldur málefnalega. Auk þess ber að gæta þess, að þessi samkoma, þjóðfundurinn eða stjórnlagaþingið, er ekki al- þiiigi, heldur skipuð öðrum mönnum (a. m. k. rúmlega að helmingi, þó allir alþingismenn næðu kosningu), sem m. a. ættu að hafa það hlutverk, eins og bent er á að framan, að setja reglur um valdsvið alþingis, en þar er alls ekki víst að sam- an fari með öllu sjónarmið al- þingismanna og utanþings- manna, jafnvel þótt úr sama flokki væru. Önjwur höfuðmótbáran yrði sú, að slík afgreiðsla málsins á þjóðfundi eða sérstöku stjórn- lagaþingi væri ekki samrýman- leg ákvæðum stjórnarskrárinn- ar um breytingar á henni sjálfri. Þetta má til sanns vegar færa og yrði því sennilega að fara hina venjulegu leið stjiórnar- skrárbreytinga til þess að heim- ila þessa aðferð. En það væri hægt á mjög einfaldan hátt. Næst, þegar yrðu kosningar, sem ekki yrði síðar en að 2 ár- um liðnum, væri gerð sú breyt- ing á stjórnarskránni, sem heim ilaði framangreinda málsmeð- ferð Þessi stjórnarskrárbreyt- ing yrði svo á ný samþykkt eftir kosningarnar og sett lög um þjóðfundinn. Þyrftu þá engar aukakosningar að fara fram aðrar en kosningar til þjóðfund- arins. Vafasamí er að undinbúningi stjómarskrárinnar yrði lokið á skemmri tíma en 2 árum. Ef kosningar færu fram fyrr, gæti alþingi engu að síður undirbúið málið af sinni hálfu með því að gera framangreinda stjórnar- skrárbreytingu, sem heimilaði að setja lög um kosningu þjóð- fundar til að setja hinu íslenzka lýðveldi stjórnarskrá. ❖ íslenzka þjóðin lifir nú á merkilegum tímamótum. Enn einu sinni þarf hún að sanna heiminum tilverurétt sinn sem sjálfstæðrar þjóðar. Hugsahlegt er að baráttan fyrir sjálfstæði hennar á næstu árum geti orð- ið alvarlegri en nokkru sinni áður. Um það veit enginn sem stendur. Það gæti verið ekki ó- yerulegur þáttur í þeirri bar- áttu, ef íslenzka þjóðin bæri gæfu til að setja sér sjálf nýja stjómarskrá, sem gæti verið öðrum frjálsum þjóðum fyrir- mynd að víðsýni og frjálslyndi og byggt sjálfrei okkur það stjórnarfar, sem bezt ætti við íslenzka þjóðháttu og menn- ingu. Þetta mál á að hefja upp Frh. af 5. sí&u. .... V i, þjóða. Þetta vekur svo nýja ; spurningu: — Munu allar þjóð- ;■ ir fúsar til þess að efna til slíkr- | ar samvinnu. af frjálsum vilja? j Hvað þýðir þetta fyrir Ind- | land? Það er minnstur vandinn að ræða um það, að Bretar skuli hverfa frá heimsveldis- stefnu sinni. En hafa Bretar eða Indverjar eða aðrar þjóðir yfirleitt hugsað sem skyldi um það, hvað við eigi að taka? ' Bretar hafa talað um það, að bezt muni á því fara að stofna mörg ríki, er njóti sjálfsstjórnar, d löndum þeim, sem lúta yfirráð’ um þeirra. í sambandi við Ind- land er þá það viðhorf fyrir hendi, að þar ætti að stofna þrjú ríki — sérríki fyrir Hindúa, sérríki fyrir Múha- meðstrúarmenn og sérríki þeirra héraða, er nú lúta inn- lendum þjóðhöfðingjum. Auk þessa yrði Burma sérríki, svo og Ceylon og raunar Malaja- lönd einnig. Varnir hvers þess- ara ríkja um sig yrðu harla veikar. Þau myndu eiga í érj- um hvert við annað, enda myndi þau sízt skorta deilu- efni. Og jafnvel þótt ríki þessi yrðu aðilar brezka samveldis- ins, myndi það engan veginp tryggja samvinnu þeirra og Ilamstarf. , Er þetta sá vegur, sem valinn skal? Á að hverfa að því ráði að gera þarna austur frá slíkt hið sama og gert var á Balkan- skaga eftir fyrri heimsstyrjöld, að stofna smáríki, sem eru van máttug og auðunnin bráð ófyr- irleiðinna árásarseggja? Ef við hverfum að þeœu ráði í stað þess að efna til frelsis og fram- fara í löndum þeasuraw köfum við brugðizt hlutverki okkar og jafnvel skapað skilyrði fyrir nýjar styrjaldir í framtíðinni. Hvernig myndum við líta á þetta mál, ef við værum Ind- verjar? Vissulega myndu þeir kveða að orði eitthvað á þessa lund, ef þeir vasru menn raun- hæfir í skoðunum og fram- sýnir: — Það er ekki til neins að ræða um sjálfstæði okkar til handa, nema við séum jafn- framt nægilega sterkir til þess að verja sjálfa okkur. Þetta þýðir það, að þeir verða að hafa her á að skipa, sem sé vel búinn vopnum, en það er því aðeins unnt að efnt verði til nýtízku iðnaðar þar í landi. En það mun taka sinn tíma að efna til slíkra framkvæmda. Auk þessa geta Indverjar ekki varið sig af meginlandi Ind- lands einu saman. Það þýðir ekki aðeins að ræða um land- her og vígstöðvar á landi eins og nú er málum komið. Ind- verjar verða að verja geysi- mikla strandlengju. Varnir landsins verða því jafnan ó- tryggar nema Indverjum verði látnar í té bækistöðvar á stöðum, sem hafa mikla þýðingu fyrir þá vegna land- fræðilegrar aðstöðu lands þeirra. Þetta ætti að geta glöggvað skilning manna á erf- iðleikum þeirra, sem hér er við að stríða. * VIÐHORFIN ERU glögg. Þjóðir þær, er lönd þessi byggja, verða að vinna saman, og þau verða að hafa samvinnu við erlend ríki. Landfræðileg og söguleg rök hníga að því, að þjóðir þessar hljóta fyrst og fremst að hafa samvinnu við Bretland og brezku sam- veldislöndin. Eins og málum er nú háttað, kemur ekki annað til álita. En þar með er ekki sagan öll. yfir flokkastríð og dægurbar- áttu. Jeg held að það verði bezt gert með því að alþingi afhendi iþað þjóðinni til meðferðar á þann hátt, sem að framan er lagt til, eða einhvern annan hlið- stæðan. Þess ber og að geta og leggja áherzlu á, að spurs- rnálið um öryggi Indlands verður að takast til af- greiðslu af Indverjum, Bretum Bandaríkjamönnum ■'og raunar Öllum hinum sameinuðu þjóð- i um. Auk þess tel ég skynsam- legra að leggja jafnvel öllu meiri áherzlu á frámfarir og umbætur meðal indversku þjóð arihnar en hersvæðingu lands- ins, þótt mikilvæg sé. Ég tel í því sambandi rétt að bera fraha þá tillögu, að gerð verði ein- hvers konar áætlun, til dæmis tíu ára áætlun, til þess að skipu v leggja þessi vinnubrögð sem bezt. Það verður að skipu- leggja samvinnu þjóðanna þarna austur frá. Það verður að gera sér þess glögga grein, hvernig öryggi þeirra verður bezt tryggt óg hver á að vera þáttur hverrar þjóðar í því sambandi. Einnig verður að skipuleggja hvers konar iðnaði á að kom á í löndum þessum. Auk þess verður skipulagning in á Indlandi að verða þáttur skipulagningar í löndum allra hinna sameinuðu þjóða. Og það mun brka iniklu til heilla á Indlandi, ef allar hinar sam- einuðu þjóðir reynast til þess færar að efna til markvissrar samvinnu í því skyni að tryggja öryggi gervalls heimsins. Ég segi því við Indverja sem svo: — Bretar munu standa við allar skuldbindingar sínar og fyrirheit. Þið munuð fá not- ,ið þess stjórnskipulags, er þið teljið ykkur bezt henta, og sjálfstæðis, ef þið æskið þess. En það nær því aðeins tilgangi sínum, að öryggi alls heimsins verði jafnframt treyst og tryggt. Viljið þið fallast á áætl un í þessum anda, sem sé jafn- framt áætlun fyrir allar þjóð- ir og öll lönd? Eruð þið reiðu- búnir til þess að koma ykkur upp her og landvörnum og efna til nauðsynlegs iðnaðar? Bretar og bandamenn eru fúsir til þess að aðstoða ykkur, en viljið þið þá fallast á það að skýra frá því, hvers þið þurfið með? Ég er þeirrar skoðunar, að allir flokkar Indlands muni geta /orðið sammála um það, að hér er um að ræða mál, sem varðar jafnt Indland sem aðrar þjóðir og muni fúsir til heilladrjúgrar samvinnu. En jafnframt er ég þeirrar skoðun- ar, að það myndi verða til þess að auðvelda þeim samvinnu og samstarf um lausnir þeirra verkefna, er bíða þeirra heima fyrir og verða að leysast fljótt ov vel. Happdrættið. Dregið verður í 2. flokki, þriðju- dag 11. þ. m. Vegna helgidaganna er dagurinn í dag næstsíðasti söludagur og síðasti heill virkur dagur áður en dregið er. Menn ættu því að endurnýja og kaupa miða strax í dag, því að á laugar- daginn er fyrirsjáanleg ös í um- boðunum. að beztu páskablómin fáið þér í .. Blómabáðin GAE.ÐUR Garðastræti 2. OfhrelSið AiMðubiaSið. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. menn Vísis, það eru nokkrir braskarar, sem sjá sams konar tækifæri í myndum og minningum, brautryðjendanna eins og Breta- sjoppu í Hafnarstræti. Þetta eru mennirnir, sem halda uppi „hugsjónum“ Vísis, þetta eru íslenzku nazistarnir.‘? Svo segir Þjóðviljinn, Verður óneitanlega fróðlegt og lærdóma ríkt að heyra, hver endalok verða á þessari deilu. Máske kommúnistar fái því framgengt, að þeir fulltrúar alþingis, sem hafa „allan undirbúning undir stofnun lý’ðveldisins með hönd- um“, banni söluna á vanga- mynd Jóns Sigurðssonar þann- ig, að „Sósíalistaflokkurinn" losni við þá óþægilegu sam- keppni við brjóstlíkön sín af Stalin?! IndláiiasSýllan. Linda Darnell, hin þekkta am ríska kvikmyndastjarna, er af Indíánaættum, eins og vel má sjá á þessari mynd. Það er því hlutverk, sem er vel við hennar hæfi, sem hún á að leika í kvikmynd um Buffalo Bill, sem nú er í undirbúningi í Hollywood. Hún á að leika Indíánastúlku. sem koma eiga í blaðinu á morgun (skírdag) verða að vera komnar til blaðsins fyrir kl. 12 á hádegi. að blaðið, sem út kemur á skírdag er síðasta blað fyrir páska Símar 4906 óg 4900.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.