Alþýðublaðið - 13.04.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.04.1944, Qupperneq 4
4 fHJTYÐUBUÐID Fhnmtudagur 13. aprfi 1944. fUþíjðttblQðtð Rltatjórt: Stefán Pétarsson. Bimar rltstjórnar: 4901 og 4902. Rltstjórn og afgreiösla 1 Al- þýðubúsinu við Hverfisgötu. Otgefandl: Alþýðufiokkurinn. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verö 1 lausasölu 40 aura. AlþýÖuprentsmiCjan h± Afrek konunúnista i MsnæDismðlnnniD. Húsnæðisvandræðin hafa árum saman verið eitt af alvarlegustu áhyggjuefn um hins eignalausa og efna- minna fólks í Reykjavík. Haust eftir haust hefir það endurtekið sig, að hundruð fjölskyldna hafa staðið með öllu húsnæðislaus á götunni, en aðrar orðið að sæta afarkostum til þess að fá inni. Þröngsýnt íhald, sem ráðandi hefir verið í stjóm höfuðstað- arins, hefir fram á allra síðustu ár lítinn sem engan skilning sýnt á þessum vanda, þrátt fyr- Sr þrautseiga baráttu Alþýðu- flokksins þar fyrir því að bær- inn hefðist handa um að byggja yfir hið efnaminna fólk eins og gert hefir verið 1 höfuðborgum annars staðar á Norðurlöndum, þar sem jafnaðarmenn eru í meirihluta. Verkamannabústað irnir í vesturbænum og austur- bænum, sem byggðir hafa verið af byggingarfélögum verka- manna sjálfra fyrir frumkvæði og undir stjórn Alþýðuflokks- ins, hafa verið einu framkvæmd irnar á þessu sviði, sem til veru legra og varanlegra bóta hafa horft. * Það hefir að vísu ekki vant- að, að allir flokkar töluðu fag- urt um nauðsyn þess, að bæta úr húsnæðisvandræðunum. Og sízt hefir það vantað hjá komm únistum, sem ævinlega þykjast standa öllum framar í um- hyggju fyrir velferð hins eigna- lausa vinnandi fólks. Og vafa- laust hafa margir tekið það trú- anlegt, að einhvers væri af þeim að vænta 1 húsnæðismálunum, að minnsta kosti, ef þeir fengju aðstöðu til. En vel hefðu menn þó í því sambandi mátt vera þess minnugir, hvernig' komm- únistar tóku á sínum tíma und- ir byggingu verkamannabústað anna í vesturbænum, „okur- stofnananna“, sem „Alþýðu- flokksbroddarnir“ væru að byggja, eins og þeir komust að orði. Hugsandi mönnum, að minnsta kosti, hefðu slíkar und- irtektir óneitanlega mátt verða nokkur vísbending um það, hver heilindi liggja á bak við hávaða kommúnista um nauð- syn þess að bæta úr húsnæðis- vandræðunum. * Flestum er hins vegar svo far ig, að þeir þurfa að þreifa á til að trúa. Og því hefir það ekki verið fyrr en allra seinustu tíð, að fólk hefir séð; hve alvarlega kommúnistar eru takandi í þess um efnum. Ofurlítinn forsmekk fékk það í fyrra af heilindum þeirra í húsnæðismálunum, þegar það spurðist, að þeir væru farnir að braska í húsakaupum og hefðu breytt íbúðarhúsnæði við Skóla vörðustíginn í skrifstofur fyrir sjálfa sig, þegar húsnæðis- skorturinn var sem mestur. Steinþór Guðmundsson bæjar- fulltrúi, sem hafði forystuna í þessum framkvæmdum þeirra, var að vísu dæmdur bæði í und irréttí og hæstaxétti fyrir slíkt Gaðmundur G. Hagalín: Ljóðagerðj og ljóðabækur. MENN ERU stundum að fár- ast um það, hve mikið sé gefið út af bókum. Til þess finnst mér engin minnsta á- stæða, ef val bókanna, sem út eru gefnar, tekst sæmilega, því að aukin bókaútgáfa ber vott um tvennt, sem hvort tveggja má teljast gleðilegt þ. e. aukna lestrarlöngun og aukna kaup- getu alls þorra manna. Og ég lít þannig á, að yfirleitt megi ibókavalið teljast mjög sæmi- legt hin síðustu árin. Eg hygg líka, að þeim útgáfufélögum eða einstökum útgefendum, sem lagt hafa áherzlu á útgáfu eins- kisverðra skáldrita í lélegum þýðingum og mjög óvönduðum útgáfum, hafi vegnað verr á allra seinustu árunum, heldur en meðan kreppan kreisti allt í greip sinni. Minnsta kosti hefir mér virzt minna bera á hókum þeirra en áður. Sé þetta rétt, þá sýnir það ljóslega, að ekki einungis fáir útvaldir bókabé- usar, heldur allur almenningur, kýs heldur sæmilega góðar bæk ur og vandaðar að frágangi, held ur en rit, sem eru sannkallaðar ruslakistuhókmenntir, innst sem yzt. Ein er sú tegund bókmennta, sem mér þykir alveg sérlega hvimleið. Það eru lélegar ljóða- bækur. Sagnaþættir, þjóðsögur, skáldsögur — það er varla svo bölvanlega frá slíku gengið, að það gæti talizt nein veruleg þol- raun að lesa það. En lélegar ljóðbækur, upphituð tilfinninga væmni, hversdagsleg sjálfsá- nægja, hláleg, en drephátíðleg Gríms-meðhjálpara-speki — þetta allt eða meira og minna af því rekið saman í rím, oft fleygað áherzluvillum og hin- um herfilegustu hortittum! Já, hvílíkt. Einstaka sinnum bregð- ur fyrir bók, þar sem maurildar á hinar hlálegustu vitleysur, vit- leysur, sem festast í minni, engu síður en þær fjarstæður, sem snillingarnir hafa stundum í galsa sett í rímað mál. Höfund slíkrar Ijóðabókar tel ég kosta- grip — já, eina Ijóðabók hefi ég rekizt á svo skemmtilega vit- lausa frá upphafi til enda, að ég hefi harmað það, að sá heilla- maður, skuli ekki hafa látið fleiri frá sér fara. Það er sann- arlega sárafáum gefið, að yrkja í fúlustu alvöru slík ljóð sem þau, er hann hefir borið gæfu til að setja saman. Hvers vegna eru svo menn að gefa út allar hinar nauða- ómerkilegu og hundleiðinlegu ljóðabækur? Er það bara ég, sem er þannig gerður, að mér þykja þessar bækur leiðinlegar og ómerkilegar? Græða þá höfundamir máske á útgáfun- um — eða afla sér með þeim frægðar og frama? Ég hefi kynnt mér talsvert sölu hinna leiðinlegu ljóðabóka, og ég hefi komizt að raun um, að þær selj- ast nauðalítið í bókaverzlunum. Hér á Isafirði er bóksala all- mikil, en það er algengt, að af ljóðabók af því tagi, sem hér er um að ræða, selst ekki eitt ein- asta eintak. Hins vegar er það svo, að höfundarnir hafa marg- ir hverjir safnað áskriftum meðal kunningja sinna og ým- issa greiðvikinna manna — og einnig bókasafnara — og sjálf- sagt ýmsir sloppið nokkum veg- inn skaðlauisir, en um gróða mun varla vera að ræða — nema þá hjá einstaka manni, sem er með afbrigðum dugleg- ur við að troða bókum sínum upp á náungann með aðferðum kommúnista og annarra sértrú- •arflokka. Þá er það frægðin. Er mikillar frægðar von af bókum, sem komast í sárfárra manna hendur? Ja, ekki virðist mér, að svo muni vera. En svo er það, að um sumar af bókunum, sem þetta greinarkorn fjallar um, em skrifaðar alllofsamlegir ritdómar, stundum meira að segja af lærðum mönnum, með háskólaprófi, og þó að ritdóm- amir verði ekki til þess, að bókin sé almennt keypt og les- in, þá vekja þeir samt athygli á höfundinum. Sko, þama fer maður, sem hefir gefið út bók og fengið lofsamleg ummæli á prenti! Nú, ýmsir af lesendum mínum muna kanniske eftir manninum, sem eitt af skáld- um okkar segir frá. Hann sagði að skáldið hlyti að kannast við sig, því að nafn sitt hefði ver- ið birt á prenti. Það kom svo upp úr dúmum, að nafnið hafði verið prentað í félagatali Hins íslenzka bókmenntafélags, aftan við Skírni! Einn af þeim mönnum, sem hafa gefið út ekki aðeinis eina, heldur margar lélegar ljóða- bækur eftir sjálfan sig, hefir birt stásslega mynd af _sér framan við einia þeirra, rós í hnappagatinu, nafn höfundar neðan við myndina, nafn með skartsveigum og skrýfingum. Framan við aðra hefir hann svo birt meiri háttar sýnishom af rithönd sinni, skrifað heila vísu, auðvitað eftir sjálfan sig, og látið búa til myndamót af handritinu. Vísan er svona: , „Að skrifa er mér yndi og óskastund svo kær. Þá leikur allt í lyndi og lífið við mér hlær. Með hendi pennann hreyfi, af hagleik stafi dreg, og innri eiginleika minn út þar færi ég.“ Við skulum nú gefa okkur tóm til að athuga lítillega þessa vísa, sem höfundurinn hefir val- ið sem eins konar skjaldarmerki kveðskapar síns, snilldar sinn- ar, vitsmuna sinna: Honum er óskastund að skrifa, verlaxaðurinn er honum stund óskanna. Ójá, sæmilega er nú hugsunin skörp og rökrétt þá eru það áherzlurnar í annarri ljóðlínu: Óska stund svo kær. „Svo“ er þarna til áréttingar því, hve óskastundin sé skáld- inu kær, en lendir í áherzlu- lausri samstöfu. Annars mund- um við nú varla hafa hrifizt af sælu höfundar við skriftirnar fyrir tilverknað orðanna „svo kær“, þó að „svo“ hefði ekki verið án áherzlu. I orðunum felst ekki svo frábær sælulýsing, að snilld geti kallazt . . . Þá er nú það, að höfundur þykist verða að geta þess, að hann hreyfi pennann með hendi, en ekki fæti — eða máske tönn- um! Já, hvað gæti mönnum ekki dottið í hug, ef allt væri ekki skýrt og skorinort? Svo eru nú tvær seinustu Ijóðlínurnar, á- herzlur, hugsun og mál: ^ „. . . og-innri-eigin-leika minn-útþar-f æri-ég' ‘ Já, dásamlegt er!. . En hverjir eru svo hinir innri eiginleikar, sem skáldið „færir þarna út“? Já, hvað finnst ykkur, heiðruðu , lesendur, þegar ég gef ykkur í þær upplýsingar til viðbótar þeim forsendum, sem þið þegar hafið, að skriftin — af hagleik stafi dreg, segir skáldið — að skriftin, sem er mjög skýr, er alls ekki falleg og mjög mikil tilgerð í henni? Mundi ykkur ekki finnast sjálfsánægjan nokk uð stórskorin og um leið vöntun in á sjálfsgagnrýni, almennri rökvísi og hyggni — og þá ekki brot á húsaleigulögunum. En *það hindraði ekki kommúuista í að bjóða Reykvíkingum upp á hann í húsaleigunefnd, þegar hún var stækkuð og þeir höfðu fengið aðstöðu til að fá einn mann í hana. Var slík tilnefn- ing af hálfu kommúnista í húsa leigunefndina óneitanlega at- hyglisverð vísbending um það, hverskonar „móraí“ þeir ætluðu sér að „innleiða" hér um val opinberra trúnaðarmanna, ef þeir mættu ráða. / ’ * Eitt af því fyrsta, sem þess- um fulltrúa kommúnista í húsa leigunefnd var falið að gera, var að ákveða húsaleiguna í foæjaríbúðunum í Höfðaborg. Útkoman af því starfi varð sú, að leigan stórhækkaði — 3ja herbergja íbúðirnar upp í 120 krónur á mánuði, grunnleigan, og 2ja herbergja íbúðimar upp í 90 krónur á mánuði. Þessu vildi hið efnalitla fólk, sem þarna býr, ekki una og bað um endurmat á húsaleigunni hjá jyfirhúsaleigunefnd; en þar á enginn kommúnisti sæti. Þessu endurmati er nú lokið og út- koman af því er sú, að leigan hefir aftur verið lækkuð — jfyrir 3ja herbergja íbúðimar niður í 108 krónur á mánuði og fyrir 2ja herbergja íbúðirnar niður í 81 krónu! Þarna hafa menn loksins fengið nokkra reynslu af því, hvernig kommúnistar standa á verði fyrir hið efnalitla fólk í húsnæðismálunum. Það væri efnilegt fyrir það, eða hitt þó heldur, að fela slíkum foringj- um forsjá sinna mála yfirleitt í framtíðinni! Auglýsingar, sem birtast eiga i Alþýfiublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrEr kl. 7 kvöidl. Sími 4906. síður smékkvísi og kunnáttu um einföld lögmál kveðskapar — nokkuð áberandi? . . . Það virð- ist svo ekki leika mikill vafi á því, að ástæðan til útgáfu þeirra mörgú ljóðabóka, sem frá þess- um höfundi hafa komið hafi verið ekki von hans, heldur vissan um gildi þeirra — og þá einnig það, að honum væri frami búinn af útgáfunni. Nú mundi kannske einhver segja: En hvers vegna lætur ekki höfundurinn einhvern þann, sem hann þekkir að vits- munum, smekkvísi, einlægni og velvild, líta á ljóðin, áður en hann ræðst í útgáfu þeirra? Ja, hverjum mundi hann treysta betur en sjálfum sér, sá maður, sem lætur fylgja ljóðabók rit- handarsýnishornið, sem þið haf- ið nú séð og athugað? . . . Og Frh. á 6: síðu. IDEILUNUM um sambands- slitin við Danmörku hefir mörg heimskan verið sögð, en sennilega fátt jafngrátbroslega vitlaust og hugsunarlaust og það, að við hefðum ekkert við Dani að tala í sambandi við sambandsslitin. Um þetta skrif- ar Árni Pálsson prófessor 1 hinni ágætu grein sinni um sjálfstæðismálið í Helgafelli, sem getið var á þessum stað hér í blaðinu í gær: „Morgunblaðið hefir látið sér uim munm fara, að við eigum ekki að láta neina óþarfa kurteisi tefja okkur í viðskiptum okkar við Dani. Ég heyrði eitt sinn reyk- vískan róna spyrja, til hvers þessir andskotans mannasiðir væru? Öllum, sem við vo.ru stadd- ir, féllust svör, nema einum. Hann ráðlagði manninum að leita sér viðurværis í fjósi, fjárhúsi eða hrosshúsi. En þó var þetta ofmælt, því að maður, sem hleypandi er inn í slík hús, þarf líka a,ð kunna mannasiði, ef vel á að fara. Ég veit ekki hvort „Morgunblaðið" vill hugleiða, að blað, sem fer með slíkar kenningar, er ekki hæft í mannabústöðum, en í pen- ingshúsum aðeins vegna þess að skepnumar eru ekki læsar. — En um spuminguna: „Um hvað á að tala við Dani?“ er það eitt að segja, að hún felur í sér meiri heimsku og gorgeir en allt það, sem enn hefir komið fram af hendi hraðskilnaðarmanna í þessu máli, að vanefndakenningunni einni undanskilinni. Við eigum að tala við þá til þess að sýna, að við höf- um enga tilhneigingu til þess að fóitum troða alþjóðasiðvenjur. Við eigum að tala við þá til þess að sýna, að við, ein hin máttar- minnsta þjóð á jarðríki, teljum það fráleitt og okkur með öllu ósæmilegt, og þar að auki skað- legt, að beita oflátungshætti, hrottaskap og ofbeldi gagnvart annarri þjóð, þótt við ef til vill höfum komizt í færi um að geta það. Við þurfum að tala við þá um framtíðarsambúð þjóðanna — á hvem hátt þær geti orðið hvor annarri að beztu liði. Um margt annað þurfum við við Dani að tala, svo sem við hiinar Norður- landaþjóðirnar, því að nú eru bersýnilega þeir tímar í aðsigi, að allar friðsamar þjóðir, og þó eink- um smáþjóðir, þurfa að sameina krafta sína svo sem bezt þær kunrna. En sérstaklega þurfum við þó við Dani að tala um hinn dýr- asta fjársjóð, sem við eigum, fornbókmenntirmar. Meginhluti þeirra er í vörzlu Dana, — en ís- lendingar hafa samið þær, hafa safnað þeim, hafa flutt þær til Damnerkur og unnið manna mest að því að gefa þær út. Engin þjóð á rétt til þeirra nema við. En Danir hafa eignarhaldið á þeim, og ef hraðskilnaðurinn hefst fram, sem vitað er, að Danir telja sér fjandsamlegan, þá er lítil von tf að þeir verði allfúsir á að selja oss þær í hendur. Ég óttast, að hvenær sem íslemdingar leita hófanna við Dani um handritin, fái þeir þetta svar: „Um hvað þurfið þið að tala við okkur?“ Því að setningin er þeirrar nátt- úru, áð hún er líkleg til þess að verða víðfræg að endemum um öll Norðurlönd og jafnvel miklu víðar.“ Síðan Árni Pálsson prófessor skrifaði þessi orð hefir nú að vísu, því betur, náðst sam- komulag um það, að samhands- slitunum skuli frestað þar til þau eru okkur heimil sam- kvæmt sambandslagasáttmál- anum við Danmörku. En það breytir erigu um það, sem er mergurinn máLsins í því, sem hann segir, að við höfum margt Frfa. á 6. síða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.