Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 4
**l.rYÐUBLAÐ!M Föstudagur 28. apríl 1944. fUþijðnblaMð ilitatjórl: Stefáo Pétursson. aímar ritstjórnar: 4901 Qg 4902. ÉUtstjórn og afgreiösla i Al- pýfluhúsinu viö Hverfisgötu. Otgefandi: Alþýðuflokkurlnn. B'fmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. AlþýÖuprentsmiðjan h.t Badoglio tslands. ÞAÐ er öllum enn í fersku minni, hvernig kommún- istar sviku það loforð, sem þeir gáíu kjósendum fyrir síðustu kosningar — að beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar í land- inu, sem Alþýðuílokkurinn og Framsóknarflokkurinn ættu fulltrúa í ásamt þeim. En það er líka á allra manna vitorði, sem með stjórnmálum fylgjast, að kommúnistar hafa í staðinn fyrir að vinna með hinum vinstri flokkunum, eins og þeir lofuðu, tekið upp hið furðuleg- asta samstarf við hægriflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn, íhaldið, og í mörum þýðingar- miklum málum gert hreina og beina „samfylkingu“ við hann, enda staðið í stöðugu baktjalda makki við ýmsa af harðsvíruð- ustu íhaldsmönrium hans, svo sem við Bjarna Benediktsson borgarstjóra. * Verkamenn og raunar allir róttækir og frjálslyndir alþýðu menn, eiga mjög erfitt með að skilja slíka framkomu flokks, sem þykist vera bæði verka- mannaflokkur og róttækur sós- íalistaflokkur. Því að hvers get ur verið að vænta fyrir málstað verkalýðsins og sósíalismans af slíku makki og samstarfi við argasta íhaldið, svo maður ekki segi afturhaldið, í landinu? En hér fer ekkert á milli mála: Þetta makk og þetta samstarf á sér stað. Það er bara hvorki jhagsmunir verkalýðsins, né hug sjónir sósíalismans, sem þar er ,verið að vinna fyrir, heldur völd og bitlingar fyrir einstaka kommúnista og fyrir flokk þeirra í heild, sumpart með það fyrir augum, að draga úr áhrifum vinstri flokkanna, fyrst og fremst Alþýðuflokksins, sem allt af er „höfuðóvinurinn“ fyrir kommúnista eins og fyrir íhaldið, sumpart til þess að koma með makkinu og samvinn unni fleyg inn í íhaldið sjálft og sundra því. Þannig á íhaldið nú að verða það ístað fyrir kommúnista upp í valdasessinn, sem þeim hefir aldrei tekizt að fá hjá vinstri flokkunum. * Mönnum verður þetta máske Ijósara, ef þeir líta út í heim, þangað, sem kommúnistar sækja fyrirmyndir sínar, og at- huga vinnubrögð þeirra og bandamenn þar. Fyrir kommúnista liggja sem kunnugt er allar götur til Moskva, eins og fyrir kaþólska menn áður fyrr til Rómaborg- ar. Þar eystra er nú verið að leggja hernaðaráætlanirnar fyr- ir valdabaráttu agentanna úti um heim í stríðslok og eftir stríð. Fyrir Þýzkaland, sem alveg tvímælaláust langmest veltur á í þessari valdabaráttu, hefir þegar verið mynduð einskonar stjórn austur í Moskva, „þýzka þjóðnefndin“ svo nefnda, sem hér um bil eingöngu er skipuð þýzkum kommúnistum, sem lif að hafa af náð sovétstjórnarinn ar þar eystra árum saman, og og þýzkum hershöfðingjum og íhaldsmönnum svörtustu teg- undar, sem Rússar hafa tekið til Hannibal Valdimarsson: Fyrsta útgerðarsamvinnu^ félagið á Islandi. ÞEGAR andstæðingar Al- þýðuflokksins á ísafirði höfðu reynt það á ári hverju allt frá 1920 til ársins 1926 að ibera málstað sinn undir dóm kjósendanna, en alltaf farið hverja hrakförina annarri verri fyrir þeim dómstóli, ákváðu þeir að grípa til harðhentari aðgerða. — Myndu það sumir mæla, að það hafi reyndar verið örþrifa- ráð. Úrræðið var sem sé það, að bankaútbúin hér undir stjórn þeirra íhaldsmanna, sem forust- una höfðu í stjórnmálabarátt- unni móti Alþýðuflokknum, skyldu ganga að allri stærri út- gerðinni í bænum og næsta ná- grenni hans samtímis, ef það mætti verða til þess að gera bæj arfélagið gjaldþrota undir stjórn jafnaðarmanna. Stjórnendur bankaútbúanna í bænum höfðu alltaf verið hinn traustasti bakhjarl kaupmanna- valdsins gegn jafnaðarmönnum, en nú gengu iþeir fram fyrir skjöldu og ætluðu að láta til sín taka svo um munaði. Þeir gengu sem sé umsvifalaust að öllum stærri útgerðarmönnum í ísa- fjarðarbæ og í Hnífsdal. Útgerð armennirnir framseldu bú sín til gjaldþrotaskipta, og síðan seldu bankarnir skipin, sem hér höfðu haldið uppi atvinnulífinu árin á undan — burt úr bænum að kalla mátti öll í einu og með tölu. Þetta voru aðeins stórfelldari vinnubrögð, en að öðru leyti sömu tegundar og atvinnurek- endur í Hnífsdal gerðu opinber með auglýsingu, er þeir hengdu upp í þorpinu vorið 1927, með- an á verkfalli stóð. Auglýsingin var svohljóðandi, samkvæmt ljósmynd, sem af henni var tek in: „Með því að lánsstofnanirnar á ísafirði hafa tilkynnt oss, að allar útborganir frá bönkunum okkar vegna verði stöðvaðar og jafnframt fyrirskipað að loka sölubúðum og íshúsi, þá leyfum vér oss að tilkynna, að sölubúð- um okkar og íshúsi verður lokað fyrst um sinn. Hnífsdal 1. apríl 1927. Undirskriftir fjögurra atvinnu- rekenda.11 í verkafalli í Hnífsdal vorið 1927 fyrirskipa bankarnir á ísa- firði sem sé að loka skuli íshúsi, svo að sjómennirnir fái ekki beitu, og að loka skuli sölubúð- unum, svo að verkafólkið fái ekki matarúttekt og örmagnist í vinnudeilu. — Á Isafirði er á sama ári tekið fyrir kverkar út- gerðinni, og skipastóllinn seldur í annan landshluta, í þeim til- FJÓRÐI .BÆKLINURINN . í safninu . „Stjómmálarit Alþýðuflokksins“ er nýútkominn. Hann heitir „Al- þýðuhreyfingin og ísafjörður“ og er eftir Hannibal Valdi- marsson skólastjóra. Er þar á skilmerkilegan hátt sögð saga verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins í hinum „rauða bæ“ og rakið hið mikla endurskipulagnigar- og upp- byggingarstarf, sem þau hafa leyst af hendi þar. Hér fer á eftir sá kafli þessa athyglisverða hæklings, sem segir frá Samvinnufélagi ísfirðinga — fyrsta úígerð- arsamvinnufélaginu á íslandi. Bátar Samvinnufélagsins við Neðstakaupstaðarbryggju á Ísafirðí. gangi að jafna um pólitískan andstæðing. Það hafði ekki lítið að þýða fyrir afstöðu jafnaðarmanna í öllum sínum stórræðum, að vor ið 1927 vann Alþýðuflokkurinn glæsilegan kosningasigur, og fékk þannig Harald Guðmunds- son til að bera fram málefni ísfirzkra jafnaðarmanna á al- þingi., — Má vera, að þau úr- slit hafi í rauninni gert gæfu- muninn um örlög ýmissa þeirra stórmála, sem nú voru á prjón- unum til viðreisnar atvinnulífi bæjarbúa. Þannig voru átökin þá í ís- firzkum stjórnmálum. Áður hef- ir verið sagt frá því, að verka- menn fengu ekki vinnu, nema þeir segðu sig úr verkalýðsfé- laginu, traustustu verkamennirn ir vorú settir á svartalista hjá öllum atvinnurekendum, og leiddi það til sultar á sumum barnaheimilum í bænum. Og svo langt var jafnvel gengið, að ræstunarkonur hjá íhalds- verzlunutn misstu slíka ígripa- atvinnu, ef á þær féll grúnur ■um fylgi við Alþýðuflokkinn. „Hjá mér ekki lengur þið skol . ið minn skít, nú skúrið þið gólf- * in hjá Finni.“ fanga á vígstöðvunum, og nú vilja bjarga sér og sínum. Með slíkum öflum á að halda niðri lýðræðisflokkunum á Þýzka- landi eftir styrjöldiria, hitt eru síðari tíma áhyggjur, hver ofan á verður að endingu í „sam- fylkingunni" — kommúnistar með Rússland að baki sér, eða hershöfðingjarnir og íhaldið. Annað ennþá þekktara dæmi má taka: Sovétstjórnin viður- kenndi nýlega, öllum heimi til stórkostlegrar undrunar, stjórn Badoglios marskálks á Ítalíu. En á bak við hana stóðu sem kunnugt er ítölsku hershöfðingj arnir og það af hinu ítalska í- haldi, sem ekki vildi farast með fasismanum. En eitt skilyrði fyjlgdi viðurkenningunni. Bad- oglio varð að endurskipuleggja stjórn sína og taka inn í hana neðal annarra fulltrúa frá kommúnistum; og það hefir hann nú gert. Þannig er „lman“ frá Moskva í dag. Kommúnistar eiga alls staðar að taka höndum saman við íhaldið til þess að hindra sigur lýðræðisins í stríðslok og komast sjálfir inn í áhrifa-stöð- ur, sem geti orðið ístað fyrir þá upp í valdasessinn. Þannig er það einnig hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn, í- haldið, á að vera einskonar til- raunakanína fyrir kommúnista. í skjóli þess á að æfa og undir- búa valdatökuna, meðal annars með því að halda hinum vinstri flokkunum, lýðræðisflokkunum niðri, og troða kommúnistum inn í sem flestar áhrifastöður. Þegar þeir hafa búið þar nógu vel um sig og skapað nógan glundroða, vonast þeir til að geta gefið íhaldinu sjálfu spark- ið. Bjarni Benediktsson á að vera einskonar Badoglio ís- lands. Þannig var kveðið 1927 um brottrekstur tveggja ræstunar- kvenna, sem reknar voru frá störfum, vegna skoðana sinna. Já, þetta voru þrenginga- og þrautaár hjá ísfirzkum verka- lýð, en þau juku samheldnina og Meitluðu hug og stældu kjark, en drápu ekki dug úr fólkinu eins og til var ætlast. Það vora ekki nema þeir allra dáðlaus- ustu, sem létu bugast í raun og veru, þótt ýmsir, sem illa að- stöðu höfðu til að bjóða byrginn, kysu heldur að lægja seglin og sýna auðsveipni á yfirborðinu sér og sínum til bjargar. Ástandið var sem sé ískyggi- legt. í þessum bæ, sem ávallt hefir lifað á sjávarútvegi, gein arstjórn að kjósa þriggja manna nefnd til að reyna að koma á fót sniði. í þessa nefnd voru kosn* ir: Eiríkur Einarsson, Finnur Jónsson og Stefán Sigurðsson. Að kvöldi næsta dags (15. des.) efndi nefndin til almenns fund- útgerðarfélagi með samvinnu- Var áhugi mikill og almenn- ur fyrir tilraun til stofnunar slíks félagsskapar. Á þessum fundi var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til að semja uppkast að lögum fyrir útgerðarfélag í bænum með sam. vinnusniði, og boða til stofnfund ar fyrir félagið hið allr-a fyrsta.“ í nefndina voru kosnir: Vil- örbirgð og allsleysi við hvers manns dyrum. Eitthvað óvenjulegt varð því að gerast. Og það óvenjulegaP sem gerast varð, spratt upp af hinum hversdagslegustu atburð um. iSjómannafélag ísfirðinga hélt almennan félagsfund og ræddi um atvinnuástandið í bænum. Þessi fundur sendi frá sér er- indi Um útgerðarmál til bæjar- stjórnar. Það erindi sjómann- anna var tekið fyrir á bæjar- stjórnarfundi utan dagskrár þann 14. desember 1927. Að um ræðum loknum samþykkti bæj- mundur Jónson, Haraldur Guð- mundsson, Ingólfur Jónsson. Frh. á 6. síðu. TÍMINN ræðir í aðalrit- stjórnargrein sinni í gær um skrif þau og dóma, sem birzt hafa í öðrum blöðum undanfarið um hið nýafstaðna flokksþing Framsóknar. Þar segir meðal annars: „Um blöð mestu öfgamanna til hægri og vinstri, Vísi og Þjóð- viljann, gildir það sama, að von- brigði þeirra hafa orðið svo mikil, að þau geta vart á heilum sér tekið. Forráðamenn beggja þessara blaða höfðu vænzt þess, að eftir þetta flokksþing yrðu aðeins til tvær stefnur í landinu, þar sem þeir yrðu aðalmennirnir sinn í hvorri fylkingu. Flokksþingið hefir meira en kollvairpað þessum vonum. . . . Alþýðublaðið reynir að skrifa um flokksþingið af nokkurri sanngirni. Það sýnir fram á, hve hrapallega hafi brugðizt óskir þeirra manna, sem væntu þess, að flokksþingið myndi gera Fram- sóknarflokkinn að afturhaldssöm- um flokki og undirbúa samruna hans við einhvern hluta Sjálfstæð- isflokksins. Það segir, að þingið hafi sett flokknum framsækna og róttæka sitefnuskrá. Hins vegar telur það sig kunna því ilia, að flokkurinn skuli samt sem áður tal inn „frjálslyindur miðflokkur“, er geti unnið „meira og minna“ með hvaða flokki, sem er, ef unnið er á lýðveldisgrundvelli? „Eða lét flokksþingið sér detta í hug“, spyr Alþýðublaðið, ,,að hægt væri að framkvæma þá stefnuskrá, sem það samþykkti, með samstarfi við S j álf stæðisf lokkinn. “ í raun og veru er óþarft að svara þessari athugaseihd Athuga- semd Alþýðublaðisins. Ritstjóra Alþýðublaðsins er það vafalaust sjálfum Ijóst, að það hefir ekki verið í neinni mótsögn við um- bótastefnu Alþýðuflokksins, þótt flokkurinn hafi unnið með and- stæðum flokkum að framgangi vissra áhugamála, sem hann áleit réttlæta samstarfið. Þótt Alþýðu- flokkurinn hafi þannig unnið með öðrum flokkum, hefir hann vitan- lega ekki látið það hafa fyrirfram nein áhrif á stefnuskrá sína. Hann hefir markað hana með tilliti tii eigin vilja, en ekki annarra. Á þennan hátt var líka unnið á flokksþingi Framsóknarmanna. Það hafði hvorki Alþýðuflokkinn, Sósí- alistaflokkinn, Vísisliðið eða Sjálf stæðisflokkinn í huga, þegar það samdi stefnuskrána. Það ræðst síðan eftir málefnum, hvort sam- starf næst við einhvern þessara flokka, alla eða engan. Hins veg- ar skapar það Framsóknarflokkn- um betri möguleika til að vinna með þeim, er sanngjamastir reyn- ast, að hann einskorðar sig ekki með öðrum hvorum fylkingararm- inum, heldur er boðinn og búinn til að vinna þar, sem hann álítur þjóðinni gagnlegast á hverjum tíma og bezt samrímist stefnu hans og markmiði. Hvort það verða Al- þýðuflokksmenn, Sjálfstæðismenn. eða Sósíalistar, er fyrst vitkast, skal ósagt látið, en tæpast hefir Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.