Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 3
Festudagu* 28. apríl 1844. Æ3J* y awaJLAttigL f: 1 • •' ' ■ 1 '.!•■' • Fyrfrmyndanrernd- arríkið. 'LEST VOPN virðast ætla að snúast í höndum Þjóð- verja í viðleitni þeirra til þess að vinna hylli þeirra þjóða, sem þeir hafa tekið að sér að „vernda“ (gegn hverj- um?) og mennta. Hinar nýst- ■árlegu skoðanir þeirra um yfirþjóðir og undirþjóðir, kynþáttafirrur þeirra og fleira, sem þróast hefir í heilabúi ,,vísindamanna“ nazista virðast ekki hafa fengið nægilegan hljóm- grunn í hinum herteknu löndum Evrópu. Það var að vísu viðbúið, að Tékkar og Pólverjar kynnu ekki að meta hina föðurlegu forsjá Hitlers, enda beitti hann til þess þeim aðferðum, sem tæpast eru til þess fallnar að auka vinsældir Þjóðverja. L^xerolíugjafir og barsmíðar þaðan af verra hafa yfir- leitt ekki reynzt sérlega heppileg ráð til þess að vinna hylli meðbræðra sinna. EN UM NOREG OG DAN- MÖRKU, sér í lagi Dan- mörku, var öðru máli að gegna. Þar ætluðu Þjóðverj- ar að verða vinsælir með skipulegum hætti, eða eins og þeir orðuðu það sjálfir: Wir werden uns systematisch beliebt machen. Meira að segja datt Þjóðverjum í hug, að Danmörk gæti orðið eins konar Modelprotektorat, eða fyrirmyndarverndarríki. En það fór eins og við mátti búast, en Þjóðverjum gat ó- mögulega dottið í hug, að Danir kærðu sig ekki vitund um að gerast fyrirmyndar- verndarríki og ekki er vitað, að sendimönnum Göbbels hafi tekizt að ná vinsældum almennings, hvorki með „skipulegum“ né öðrum hætti. ÞETTA ER OFUR SKILJAN- LEGT. Fáar þjóðir munu jafnfrábitnar hinum heimsku lega, prússneska hroka og . Danir. Þeir skildu ekki hið fáranlega rugl hinna þýzku sendimanna um, að til væri í landinu eitthvert „Gyðinga- vandamál“, sem endilega yrði að leysa, að sjálfsögðu með vinsamlegri samvinnu Þjóðverja og hinni alkunnu nákvæmni og myndarskap, sem einkennt hefir aðgerðir Þjóðverja í /slíkum efnum. Danir höfðu það í ríkum mæli, sem þeir nefna á tungu sinni Gemytlighed. Þeir voru hverjum manni vinsamlegri, hjálplegri og glaðlyndari. En yfirdrepsskapinn og hrokann sem virðist einkenna vissa manntegund þriðja ríkisins varð maður ekki var við. ÞAÐ GAT ÞVÍ ENGUM kom- ið á óvart, sem eitthvað þekkir til skaplyndis og sögu Dana og Norðurlanda- þjóðanna yfirleitt, hvernig fór. Og atburðir síðustu daga í Kaupmannahöfn eru engin tálviljun. Telja má víst, að Ðanir eigi örðuga tíma fram wndan, en þeir hljóta virð- Hlífðarlausum ráðslöf- unum verður beitf, segir þýzki sendi- herrann. ; i Nýlega téku Þjóðverj ar 20® gisla, einkum æskuonenn. "Cp REGNIR eru enn sem fyrr af skornum skammti um það, sem er að gerast í Banmörku, en í sænskum fregnum er sagt frá því, að harðhentar aðgerðir Þjóð- verja til þess að bæla niður skemmdarstarfsemi, hafi reynzt með öllu árangurs- lausar. Sagt er, að um 100 Danir bíði dauðadóms fyrir þáttöku í spellvirkjum, og að Þjóðverjar hafi nýlega hand- tekið um 200 manns, aðallega ungt fólk, og hafi það í haldi sem gisla, ef ske kynni, að með því væri hægt að hræða danska frelsisvini. Werner Best, sendiherra Þjóðverja í Kaupmannahöfn hefir lýst yfir því, að Þjóðverj- ar muni bæla hlífðarlaust nið- ur allar tilraunir til skemmd- ■ arstarfsemi. Haldið er áfram húsrannsóknum víða í landinu og hefir mikill fjöldi Gestapo- manna verið sendur á vettvpng til þess að aðstoða við slíkar aðgerðir. Ferjusambandi milli Kaupmannahafnar og Málmeyj ar í Svíþjóð hefir aftur verið komið á, en einungis Þjóðverj- ar fá að fara á milli landanna. í Svíþjóð líta margir svo á, að húsrannsóknir Þjóðverja í Kaup mannahöfn og víðar séu ekki gerðar eingóngu vegna þesS, að búizt sé við, að neitt grunsam- legt finnist, heldur meðfram til þess að æsa fólk upp og hafa þannig hendur í hári forystu- manna frelsisvina, svo að þeir væru geymdir á öruggum stað ef til innrásar kæmi. Þjóðverjar hafa flutt allmarg ar flv.gvélar til Danmörku að undanförníu og styrkt mjög setuliðið og landvamir allar. Þá telja sumir Svíar, að liðssafn- aður Þjóðverja handan Eyrar- sunds geti verið dulbúinn hót- un við Svía um að láta ekki að tilmælum bandamanna um að hætta að selja kúlulegur til Þýzklands. FRA BURMA er enn sem fyrr fátt fregna. Á landa- mærum Indlands er aðeins um dreifðar hernaðaraðgerðir að ræða, en engin breyting virð- ist hafa orðið á afstöðu herj- anna þar. Kínverskar hersveitir Stillwells, sem sækja úr norðri, halda áfram hægt en örugglega. Vbnir hinna undirokuðu þjóða eru tengdar við Eisenhower hershöfðingja, sem á að stjórna innrásinni, sem búist er við þá og þegar. Þetta er ein nýjasta myndin af honum. I fyrrinótt réðusf 1000 brezkar flugvélar á Þýzkaland, einkum Essen. SchweiBifurt og IHfaniborg uréu einnig fyrir skæðum árásum. \7r MSAR helztu iðnaðarstöðvar Þýzkalands haía enn orð- ið fyrir skæðum árásum Breta. í fyrrihótt fór mikill fjöldi þeirra til árása á Essen, verksmiðjuborgina miklu í Ruhr-héraði. Einnig var ráðizt á kúluleguverksmiðjurnar í Sdhweinfurt og járnbrautarskiptistöð skammt frá París. Mosquito-flugvélar gerðu snögga en harða árás á Hamborg. Það voru hinar stóru Lan- caster- og Halifaxflugvélar, sem réðust á Essen og Schweinfurt. Áður höfðu um % hlutar Krupps verksmiðjanna í Essen verið lagðar í rúst, en Þjóðverjar höfðu byrjað á gagngerðri við- gerð þeirra og er talið, að nokk ur bið verði á þeirri viðgerð eftir árásina í fyrrinótt. Flug- menn, sem fluigu yfir Essen síð- ar segja, að feikilegir eldar hafi logað í borginni. 29 stórar flug- vélar fórust í árásunum og 3 Mosquito-flugvélar. í Schwein- furt urðu enn miklar skemmdir, en Þjóðverjum ríður mikið á, að kúlulegusmiðjur þeirra geti starfað af fullum 'krafti. I gær fóru fjölmargar amer- ískar flugvélar til árása í Norð ur-Frakklandi. Stundum voru um 500 flugvélar í einu yfir sama skotmarkinu. Einnig var ráðizt á flugvelli í Belgíu. ingu umheimsins, sem mun reynast þeim haldbetra vega- nesti, en sæmdarheitið „fyr- irmyndarríki“, sem Þjóðverj ar hugðust gefa þeim. SPRENGINGARNAR, sem danskir föðurlandsvinir eru valdir að, munu ekki ein- ungis kveða við í borginni við Eyrarsund, þær munu einnig kveða við hjörtum allra þeirra, sem unna Dön- um og öðrum Norðurlanda- þjóðum frelsis og friðár. Þýzkar flugvélar gerðu árás á staði í Suður-Englandi og voru 3 þeirra skotnar niður. Tjón varð óverulegt. LANDABRÉFAMÁLIÐ: Danskir Srelsisvinir sendu bréfln til Svíþjóðar. |kT Ú HAFA iborizt nánari fregn * ir um landabréfsendingar Þjóðverja til Noregs, en fyrir skemmstu ‘ var lagt hald á um 23 þúsund landabréf af sænsk- um héruðum. í lok fyrra mánaðar kom all- stór sending slíkra landabréfa sjóleiðis til Oslo. Voru þetta 100 þúsund landabréf. Síðasta sendingin kom til Oslo með þýzku skipi, sem kom við í danskri höfn og er talið víst, að bréfin hafi verið flutt með dönskum járnbráutarlestum, eins og þau sem Svíar lögðu hald á í Helsingjahorg. Er sú skýring gefin á því, að danskir frelsisvinir hafi látið hréfin fara til Sváþjóðar, í stað þess að þau • V Forsælisráðherrar Bretaveldis koma l sáman á fund í London. T> RÁÐLEGA hefst fundur forsætisráðhejra Breta- veldis í London. Þegar eru þeir komnir til London, forsætisráð- herrar Kanada og Nýja-Sjálanda þeir MacKenzie King og Peter Frazer. Á næstunni koma þeir Smuts marskálkur, forsætisráð- herra og Curtin. forsætisráð- herra Ástralíu. Attlee, varaforsætisráðherra Breta, sagði í gær, að McKenzie King myndi ávarpa báðar deild ir brezka þingsins. Var þess jafnframt getið, að Churchill hefði ávarpað Kanadaþing í Ottawa í hitteðfyrra. Von Papen á leiS fíl Berlínar. \T ON PAPEN, sendiherra ® Þjóðverja í Ankara er sagð ur á leið til Berlinár til þess að gefa stjórn sinni skýrslu.um, afstöðu Tyrkja viðvíkjandi þeirri málaleitan Bandamanna, að þeir hætti að senda Þjóð- verjum ýmis hráefni til her- gagnaiðnaðar. Er búizt við yf- irlýsingu frá þýzku stjóminni um þetta mál, þegar eftir heim- komu Papens. Rússar sagðir í sékn í Bessarabíu. ÞJÓÐVERJAR hafa enn til- kynnt, að Rússar séu í sókn í Bessarabíu, einkum £ grennd við Kichinev. Segja þeir þó, að hér sé um staðbundnar hernaðaraðgerðir að ræða. Rúss ar hafa ekkert látið uppi um þetta. í fregnum frá Moskva segir, að hroðalegt hafi verið um að litast í Taropol er þeir höfðu náð borginni úr höndum Þjóð- verja. Meðal annars var greint frá því að Þjóðverjar hefðu skil- ið eftir ósjálfbjarga særða her- menn, sem hefðu svo dáið drottni sínum. Tíðindalitið er enn af Krím- skaga. Rússar halda áfram að þjarma að hinu þýzka setuliði og eru komnir það nálægt borg inni, að þeir geta í sjónauka greint götvirkin, sem Þjóðverj- ar hafa komið sér upp. Rússar draga að sér öflugt sóknarlið og fjölmargar fallbyssur og láta stórskotahríðina dynja á borg- inni. áttu að fara með skipi til Nor- egs. Þetta er í annað skiptið sem komizt hefir upp um slíkar landabréfasendingar í Oslo. í fyrra skiptið var það um vorið 1942. Voru það um 300 stórir bögglar með um 1000 landabréf um í hverjum. (Frá norska iblaðaíulltrúan- um). ,,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.