Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐm Laugardag__29. april 1944. ALÞÝÐUBLAÐ8B Fjársafnanir okkar -r- Um 5 milljónir — þar af lVz milljón til erlends fólks — Fé sem er vel varið — Hóf er bezt — Mistök mega ekki verða. VIÐ ÍSLENDINGAR munum, síðan styrjöldin hófst, hafa safnað yfir hálfri annarri milljón króna til hjálpar bágstöddu fólki í styrjaldarlöndunum. Við höfum efnt til, að minnsta kosti, fimm allsherjarfjársafnana: Finnlands- söfnunarinnar, Noregssöfnunarinn- ar, Rússlandssöfnunarinnar, skóla- barnaöfnunarinnar og nú síðast, söfnunarinnar til bágstaddra Dana. Stærst varð Noregssöfnunin, um 900 þúsundir króna, auk fatnað- argjafa, en hinar hafa allar farið yfir 200 þúsund krónur eða sem því næst. ÞETTA ER MIKIÐ FÉ, og ber þess glöggan vott, að íslendingar hafa gott hjarta og bróðurtilfinn- ingu. En það ber þess líka vott, að við höfum haft mikið fé handa á milli, því að á sama tíma höfum við safnað fé til margs konar starfsemi innanlands, og hafa orðið stærstar þeirra: Þormóðssöfnunin, söfnunin til vinnuheimilis berkla- sjúklinga og til dvalarheimils aldr- aðra sjómanna. Það er víst alveg óhætt að fullyrða, að við höfum með frjálsum samskotum, gefið á áíðustu árum um 5 milljónir króna, því að safnanirmar hafa verið svo fjölda margar. ÉG ER MEÐ ÞVÍ, að almenning- ur sýni hjálpfýsi sína þegar í nauðir rekur fyrir einhverjum, en ég vil vekja athygli á því, að einn- ig þetta verður að vera í hófi. Og það liggur við að nokkurs óhófs sé farið að gæta í þessu fni. Það væri illa farið, því að með því væri hægt, ef til vill, að kæfa þá sam- hjálpartilfinningu, sem er svo á- kaflega rík með þjóðinni. Sífelld- ar fjársafnanir gera þetta of hvers- dagslegt. VERST ER ef einhver óregla er með meðferð þess fjár, sem safnað er. Ég hef haft tækifæri til að fylgjast með ráðstöfun fjár til margra safnana og ég fulyrði, að forstöðumennirnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bregðast ekki trausti gefendanna og láta gjafir þeirra koma að sem allra mestu gagni. EN AF EINHVERJDM ástæðum hafa orðið leiðinleg mistök með ráöstöfun fjár, sem safnaðist fyrir nokkrum árurn og hef ég á þess- um árum fengið þó nokkur bréf um þetta mál. Eitt þeirra fer hér á eftir: HAFLIÐI ÁRNASON SEGIR: ,,Mér þætti gaman að fá að vita, hvernig því er varið með öll þau samskot, sem fara fram hér í Reykjavík og annars staðar á okkar kæra landi. Það gr safnað handa dönsku flóttafólki, Noregs- söfnun og einnig handa nauðstödd- um bömum í ófriðarlöndunum og ótal margt fleira, sem yrði of langt upp að telja. Mér er spum: komast þessir peningar og annað, sem safnað er nokkurn tíma til þessara aðilja, samanber söfnun þá, sem ég og fleiri voru svo grunnhyggnir að gefa í, þegar safnað var nú fyrir nokkrum ár- um handa Guðmundi Bærings- syni og skipshöfn hans.“ „MÉR ER persónulega kunnugt um, að það, sem safnað var þá, hefir ekki enn komizt í hendur þeirra, sem safnað var handa. Hvar eru peningarnir? Hvemig víkur þessu við? Hverjir leyfa sér að fara þamnig með gefendurna, að láta það fé, sem þeir af góðum vilja láta af hendi rakna, ekki koma fram? Er þetta til að auka hjálpfýsi manna, þegar erfiðleika ber að höndum?“ AF TILEFNI þessa bréfs vil ég segja þetta: Mig minnir að safnað hafi verið fé til kaupa á mótorbát handa þessum ágætu sjómönnum, sem taldir voru af í marga daga en komust svo sjálíkrafa að landi. Það nægði ekki til að kaupa bát eft ir að allt verðlag hækkaði. Eitt sinn gáfu forstöðumenn söfnunarinnar skýrslu um hana og skýrðu frá því hvernig komið væri. Enn mun þetta fé liggja óhreyft að því sem ég bezt veit. En það er rétt, að það er ákaflega leitt, þegar féð getur ekki komið þeim að gagni, sem ætlazt er til, þegar safnað er. Hannes á hominu. Wegna þ@ss aS yndlirritafilr stsiásal- ar sfá sér ekk'i fært' a$ verzia mé® smjör sem Hilólkyrsairisala'ti hefir nú á beistélyiTB, fyrir hönd Bíkisstlérnarinnar, vegna hins 8ága smásölúálagsy mun smjör þetta ekki vf ria til s©1m í Ehúöum verum, aö éhreyttri ákvöröun ríkisstlórn- arinnar. Reykjavfk 28. apríl 1944. FéEag natvörakattpmawa í Reykjavík Félag kjötverzlana í Reykjavík Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Frá Kína ti! Ameriku. Mynd þessi var tpkin eftir loftárás Þjóðverja á London hinn 18. febrúar síðast liðinn, en það er mesta árás þeifra á borgina frá því árið 1941. Menn úr 'björgunarsveitum sjást ibera særð- an mann úr rústum húss síns, sem orðið hefir fyrir óvinasprengju. Mynd þessi var send loft- leiðis frá London vestur um haf. Mesta loftárás á London síðan 1941. VIÐ kyrrlátt stræti í borginni Hartford í Coxmecticut í Bandaríkjunum býr fjölskylda, sem á sér merka sögu. Það er látlaus en athyglisverð saga ný- giftra hjóna, sem lögðu leið sína til Ameríku og hafa gert sér allt far um að samhæfa sig hinu nýja landi og þjóð þess. Þau unnu hörðum höndum myrkranna milli í því skyni að geta aflað börnum sínum — sem urðu alls níu — matar, fata og menntunar. Elzti sonur þeirra hjóna, Ge- orge, sem haíði nýlokið prófi í efnafræði fyrir stríðið, starfar nú í efnafræðideild ameríska hersins. Tvær elztu dæturnar, Margaret og Gladys, eru fullnuma hjúkrun- arkonur. Margaret er nú gift auðugum kaupsýslufrömuði og Gladys gegnir ábyrgðarstarfa við sjúkrahúSið í Hartford. Kenneth, sem er átján ára gamall, starfar í flughernum. Harold, sem er seytján ára gamall, nemur við háskólann í Chicago. — Alice gegnir ábyrgðarstarfa á vettvangi hergagnaiðnaðarins. May hjálpar föður sínum við atvinnurekstur hans. Tveir yngstu synir þeirra hjóna eru enn í menntaskóla. Þetta gæti verið saga venju- legrar amerískrar fjölskyldu. — En fjölskylda þessi á sér merka sögu, sem stingur mjög í stúf við sögu annarra amerískra fjöl- skyldna. Lesendur munu geta gert sér nokkuð í hugarlund hvernig þessu er varið, þegar þess er getið, að nöfn þessara hjóna eru Goon Mah og Wong Shee. Fyrir þrjátíu árum stóð Goon Mah, sem þá var tuttugu og tveggja ára gamalla ásamt hinni nítján ára gömlu konu sinni á þilfari gufuskipsins Mongolía, þegar það sigldi inn Gullna Hhð- ið. San Francisco gnæfði upp úr þokunni, og Wong Shee har reifa- barn á örmum sér. Ameríka var framandi og mikilúðleg á að sjá. Goon Mah hafði fæðzt í Ame ríku en horfið heim til Kina og fastnað sér þar konu. — Ameríka er indæll staður, mælti hann við hina ungu brúði sína. — Hún er land frelsisins, og hér geta börn- in okkar orðið það, sem þau æskja sér. , Goon Mah var þess fullviss, að kona sín myndi ganga tápmikil og hugumstór til móts við hið nýja land. Hann hafði tekið hana fram GREIN ÞESSI, sem hér er þýdd úr tímaritinu The Reader‘s Digest og er eftir T. E. Murphy, f jallar um sögu kínverskrar fjölskyldu, er valdi sér Ameríku að sama- síað. Margt hefir drifið á daga þessa fólks og oft hefir róður þess verið þungur. En það hefir reynzt gæít hinum beztu eiginleikum kínversku þjóðarinnar, og nú geta kín- versku fjónin, er komu til San Francisco fyrir þrjátíu árum, litið síolt yfir farinn veg og fagnað unnum sigri. yfir aílar hinar fögru stúíkur, sem hann kynntist í heimalandi sínu, vegna þess hversu skæru bliki hafði brugðið fyrir í augum henn ar, þegar hann skýrði henni frá Ameríku og lýsti því, að þar fengju öll börn notið menntunar, stúlkur jafnt sem drengir. Wong Shee hafði aldrei gengið í skóla, því að það tíðkaðist ekki í Kína, að stúlkur fengju notið meimtun- ar, er hún ólst upp. En hún þráði af alhug frelsi og menntun. Gam- all þorpsbúi freistaði þess að tala um fyrir Goon Mah. — Hún neitaði meira að segja að láta reifa á sér fæturna, þegar hún var bam, og hún kveður það fjar stæðu, að konurnar eigi að bíða með að borða, unz karlmennirnir hafi lokið snæðingi. Þetta var til þess, að Goon Mah varð ákveðn- ari í því að kvænast Woong Shee en nokkru sinni fyrr. Áður er ár var liðið, voru þau á leið til Ame- ríku. Goon Mah fékk starfa sem sendisveinn í San Franciseo. Vinnudagur hans var laíigur en laun hans lág, og í fyrstu reynd ist hinum ungu hjónum næsta örðugt að sjá sér farborða í hinu nýja landi. Sér í lagi var var þó örðugt fyrir hina ungu kínversku konu að samhæfa sig hinu nýja umhverfi. Dag nokk- urn fór hún í göngferð klædd kínverskum búningi. Tvær ame rískar konur stöðvuðu hana og ámæltu henni fyrir að bera er lend klæði. Frú Mah var meira en lítið niðri fyrir, þegar mað- úr hennar kom heim. — Ég varð að fara og kaupa henni amerísk klæði þennan sama dag, segir herra Mah. Eftir það hefir hún aldrei klæðzt kín- versk.um búningi. Hún sparaði saman fé til þess að kaupa saumavél, og eftir það hefir hún saumað sjálf öll föt á sig og dætur sínar. Þess varð svo skammt að bíða, að Mah ákvæði að flytjast bú- ferlum austur á bóginn til þess að fjarlægjast Kínverjahverfi San Franciscoborgar. Hann hlaut starfa við veitingahús í Salem í Massachusetts. Fjöl- skylda hans hlaut þar aðsetur í tveggja herbergja íbúð. Mar- garet, elzta dóttir þeirra hjóna, hóf þar skólanám sitt. Heima sagði frú Mah börnum sínum frá langafa þeirra, sem var fræðaþulur og æðsti maður þorps síns og brýndi fyrir þeim að feta í fótspor hans. Enda þótt fjölskyldan ætti við fátækt að búa, auðnaðist henni að spara saman nokkurt fé. Loks rann upp sá mikli dag ur, þegar Mah gerðist eigandi veitingahúss í Boston. Hann var stoltur af því að velja því heitið Frelsið. Samkvæmt fornri siðvenju lét kínversk kona aldrei sjá sig á stræti úti í Kínverjahverfinu í Boston nema í fylgd með karl- manni. Frú Mah kvað þetta fjarstæðu og annaðist sjálf öll innkaup til heimilisins. Og hún lagði mikla áherzlu á það að tala um fyrir öðrum kínversk- um konum og fá þær til þess að taka upp nýja háttu. Hvers vegna skyldu konur borða við annað borð en menn þeirra? Hvers vegna skyldi þeim gert að hírast í rykugum herbergj- um, þegar karlmennirnir gátu gengið í skemmtigörðum að vild sinni? Og hún fékk fjölmargar kynsystur sínar til þess að koma í gönguferðir með sér. Þetta var bylting, og jafnframt mikill sigur fyrir frú Mah. En í öðrum efnum fór því fjarri, að dvölin í Boston væri sigur fyrir hana. IJngir óróa- seggir gerðu börnum hennar lífið leitt. Þeir hæddust að þeim, uppnefndu þau og lögðu Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.